Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 6
Ipa England’, George VI
hann gert þá skyssu aö reyna að raupa
sér leiö aö hjarta konunnar. En hann
getur einnig haft riddaralegan hátt á: Þaö
geta liðið mánuöir, án þess aö orö heyrist
frá honum, einmitt þegar stúlkan hélt, aö
hún hefði áunnið sér samastað í hjarta
prinsins síns. En fyrst og fremst er það
alúö hans og umhyggjusemi, sem sigrar
hjörtun. Það eru þeir eiginleikar, sem
flestir vina hans minnast á.
Bertie, prins af Wales, var 19 ára,
þegar hann kynntist Nellie Clifden. Karl,
prins, var á sama aldri og einnig við nám
í Cambridge, þegar hann lenti í fyrsta
alvöru ástarævintýri sínu. Þar kynntist
hann Luciu Santa Cruz, dóttur sendiherra
Chile í London, en hún var þremur árum
eldri en prinsinn og mun lífsreyndari. Hún
var kaþólsk, gáfuö, glaðlynd og vel
ættuö, hverju sem það munaði þarna, en
þegar kvöldklukkan sló í heimavistinni,
var hliði lokað, og þau uröu að skilja.
Skólastjórinn var óánægöur með þetta
gamla kerfi og var að reyna að fá því
breytt. En þó aö það gilti enn, taldi hann
þaö skyldu sína að stuöla að því, að
prinsinn fengi notið einkalífs á þann hátt,
sem honum gæfist ef til vill ekki kostur á
síðar, þá daga sem hann ætti eftir að
vera þarna í skólanum. Hann hagræddi
því málum fyrir þau.
Saklaus
og óreyndur
Þetta virðist hafa verið stundarást
ungs fólks, en fullyrt er, að fram til tvítugs
hafi Karl verið með öllu saklaus og
óreyndur, því að aöstæður hans hefðu
komið í veg fyrir þau unglingaævintýri,
sem flestir aðrir nú á dögum hafa völ á.
Félagar hans í Cambridge votta það, að
þar hafi hann „uppgötvað" stúlkur. Lucia
Santa Cruz er nú gift lögfræðingi í Chile.
Karl prins var guðfaðir fyrsta barns
þeirra.
(Gerður hefur veriö listi yfir þær
stúlkur, sem Karl, prins, hefur sézt í fylgd
með opinberlega áratuginn fyrir þrítugs-
afmæli hans. Þeim skrautlega lista er
sleppt hér. Þýð.)
Af þessum lista óendanlegra vanga-
veltna er áreiöanlegt, að þrjár stúlkur hafi
notið náinnar og varanlegrar vináttu
prinsins. Þrátt fyrir óvarkárnina er Sara
Spencer enn félagi prinsins og vinur, og
þau eru oft samvistum. Drottningarmóð-
irin er guðmóðir Söru, en hún er dóttir
gamals vinar drottningar, móður Karls,
Sþencers lávarðar. Sara var ekki heil
heilsu, þegar hún kynntist Karli prinsi
fyrst á Ascot veðreiðunum, en félags-
skapur hans virtist flýta fyrir fullum bata,
og þau fóru brátt að stunda útiíþróttir
saman. Sara er rauðhærö, kát og fjörug
og sómir sér prýðilega við hlið prinsins.
Þau fóru í skíðaferð með hertogahjónun-
um af Gloucester í febrúar 1978, og í
sambandi við það komu fram dylgjur í
blaði um þaö, hve mörg svefnherbergi
væru í húsinu, sem þau hefðu dvaliö í, og
það var eftir það, sem Söru varð á aö láta
áöurnefnd orð falla við blaðamann um
samband sitt við prinsinn.
Á undan Söru var Davina Sheffield,
Ijóshærð hermannsdóttir, eftirlæti Karls
prins, en hann gat vart dulið á almanna-
færi, hvað hann var hrifinn af henni. Eftir
að þau höfðu hitzt nokkrum sinnum, hafði
Prinsinn er nógu sjálfsöruggur og
jafnvel hégómlegur til að hafa gaman af
því að skemmta sér opinberlega meö
frægu fólki og fólki í tízku, poppstjörnum
eins og „Three Degrees“ og kvikmynda-
stjörnum eins og Susan George. En þær
veröa aö sjálfsögðu að vera óbundnar.
Miðað við það, að það ætti ekki að taka
mynd af honum í örmum giftra kvenna,
og miðaö við það ennfremur, að sumar af
dáöustu konum heims séu áfjáöar í að
láta mynda sig í fanginu á honum, þá er
Ijóst, að hann verður að sýna mikla leikni
og lagni meö kurteisinni.
Hann varö til dæmis að losa sig úr
snöggu faðmlagi Farrah Fawcett-Majors,
sem hann hitti í Hollywood 1977, en hún
flaug skömmu síðar til London vegna
góögerðarsýningar, þar sem hann var
nærstaddur, og lýsti svo aðdáun sinni á
prinsinum í löngum blaðaviðtölum. Hún
var þá á hátindi frægöar sinnar sem, eins
og það var viöeigandi, einn af „Englum
Karls" í sjónvarpinu, og jafnvel þekkt fyrir
að vera kona Lee Majors. Svipað kom
fyrir, þegar Margaret Trudeau, hin brott-
hlaupna eiginkona forsætisráðherra
Kanada, lýsti því 1979, hvernig Karl heföi
einu sinni „starað lengi og djúpt niður
eftir flegnu hálsmálinu á kjólnum mínum“.
Þessu var tekiö með konunglegri van-
þóknun.
En hann á það til að hringja til hinna
óbundnu seint að kvöldi eftir að hafa hitt
þær af tilviljun í samkvæmi eða á
frumsýningu. Hann getur boöið gestum til
algers einkasamkvæmis, hvort sem er
heima hjá honum sjálfum eða einhverjum
vina sinna. Leynilögreglumennirnir tveir,
sem fylgja honum, einnig þegar hann fer
slíkra einkaferða sinna, myndu jafnvel
ekki orða það sín á milli, hvaö þá viö
aðra. En vitaö er, að sumir þeirra, sem
hafa leyst þá af í leyfum, hafa kvartað
undan því að hafa þurft að bíða leiðinlega
lengi fyrir utan íbúðarhús í vissum
útborgum Lundúna. Þessum ferðum er
þó haldið í lágmarki, þar sem prinsinum
er Ijós sú áhætta, sem er þeim samfara.
Auk þess er íbúð hans í Buckinghamhöll
alveg út af fyrir sig, og boöi þangaö frá
prinsinum af Wales er sennilega mjög
sjaldan hafnað.
Hefur sína
veikleika
eins og aörir
Slík boð geta þó einnig valdiö von-
brigðum. Að minnsta kosti ein stúlka,
sem var heilt kvöld ein með prinsinum,
kvaöst hafa þurft að hlusta á skýrslu um
ástarævintýri hans allan tímann. Eins og
hver annar áhugafullur karlmaður getur
segir Karl Breta-
prins, sem nú
stendur frammi
fyrir því að velja
sér drottningu —
og sú ákvörðun
verður ekki talin
einkamál.
Seinni hluti.
Áfangar í lífi ungs manns, sem á aö veröa kóngur: Að ofan frá vinstri: Meö Georg afa sínum, sem þá var kóngur. í miðju:
Mamma krýnd til drottningar og hór er Karl meö ömmu sinni og Margréti frænku. Til hægri: 8 ára gamall skóladrengur
í heföbundnum skólabúningi. Aö neöan frá vinstri: í fyrsta sinn viö setningu þingsins, 1967. í miðju: Drottningin útnefnir
son sinn sem prins af Wales í Caernarvon-kastala 1969. Til hægri: Viö útskrift í Cambridge 1970.
An early essay in the art of the royal posture and the probing question
Aged 8, as a schooiboy at Hill H<
M-k.
ERFIÐ KVENNAMAL
„Sú ákvörðun, sem ég vildi sízt að
hjartað hefði meiri áhrif á en höfuðið"