Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 2
Hulda Valtýsdóttir ræðir við INGÓLF S.SVEINS- SON geðlækni, sem starfar við Kleppsspítalann og göngudeild Landspítalans. Hann sinnir einnig að hluta læknisstörfum að Reykjalundi. Meðal þess sem hann hefur áhuga á í læknisfræði er fyrirbærið streita eða stress hjá hinum almenna borgara og um það er fjallað hér. meö „fullum sönsum“ og komið henni til góöa. Annars má rekja áhuga minn á streituvandamálum til þess er ég var kandidat. Þá haföi ég lítinn áhuga á geörænum vandamálum, (kvíöa og streitu) en ég haföi áhuga á fólki. Ég haföi reyndar nóg að gera aö læra um þá sjúkdóma sem líffærafræði, lífeðlis- eöa lífefnafræöi gátu skýrt. Eitt sinn lét lærimeistari minn þaö orð falla að sjúklingur með lungnabólgu gæti orðiö ruglaöur af því einu aö hafa slæma lungnabólgu. í fáfræði minni kom mér þetta ókunnuglega fyrir eyru — kom þessu ekki heim og saman. Ég nefni þetta sem dæmi um hvernig venju- legur ungur læknir með heföbundinn læknisfræöilegan bakgrunn lítur á hlutina. Hann er vanur aögreiningu líkamlegs og andlegs sjúkleika. Þrátt fyrir áhugaleysi mitt á kvíða og streitu á þeim tírna tók ég eftir því að þeir mörgu sjúklingar sem höföu starfrænar en ekki vefrænar orsakir sjúkleika fengu síöri afgreiðslu en aörir. Venjulegt sjúkrahús þjónar ekki þessum stóra hluta sjúklinga nema aö hálfu leyti eöa kannski tæplega þaö. Leitað er aö sjúkdómsorsökum út frá áþreifanlegum eða mælanlegum for- sendum. Unniö er samkvæmt þeirri forskrift aö greina, lækna eða ella HJARTA- VERND VID ERUM ENNÞÁ AÐ SKIPTA MANNESKJUNNI „Hver voru tildrög þess aö þú geröist geölæknir?“ „Ég haföi áhuga á aö gerast hér- aöslæknir sagöi Ingólfur eöa sæmilega menntaöur almennur læknir. Sérfræö- ingsmenntun var í tísku þá eins og nú en ég vissi ekki um neina sérgrein sem ég passaöi inn í. Til aö fá almenna menntun starfaöi ég á ýmsum sjúkra- húsum og sérdeildum hérlendis. Meðal annars vann ég á Kleppsspítala á meðan ég beið eftir aö fá námsstööu í Bandaríkjunum. Á Kleppi fékk ég nokkurn áhuga á geölæknisfræði. Þó hélt ég áfram að læra lyflæknisfræöi vestra í IV2 ár á stóru deildarskiptu sjúkrahúsi. Vinnan á sérdeildunum þar var vissulega áhugavekjandi en mér fannst þessi sérhæfða læknisfræöi of takmörkuö. Á hverri deild var fyrst og fremst horft á ákveöinn hluta líkamans en ekki litið á manninn í heild. Eins og oft gerist á slíkum stofnunum var oft litiö fram hjá tilfinningalegum eöa félagslegum þáttum í vanda sjúklinga jafnvel þegar slíkt voru aöalatriöi. Þar kom aö ég byrjaði aftur á geölæknis- fræðinni og lauk því námi á þremur árum. Til viöbótar og uppbótar hinu eiginlega geölæknisnámi lagöi ég mig einnig eftir Gestalt Therapy. G.T. hefur veriö þýtt á íslensku með oröinu heildsæismeöferö. Ég kom heim 1974.“ „Hvaöan kemur áhugi þinn á stressi eöa streitu?“ „Mér finnst aö þessu hafi ekki verið nægilega sinnt af læknum hvorki geðlæknum né öðrum og alls ekki í samræmi viö þann heilsufarsvanda, kostnaö og allskonar skemmd á lífi fólks sem streita veldur. Geðlæknar ættu aö geta gert gagn þarna. Þaö er of almennt viðhorf að geðlæknisfræði geti ekki veriö hagnýt fyrir manneskju I SAL OG LIKAMA — en það er misskilning ur, ef ekki afskræming - Varla er hægt aö hugsa sér stress- lausan einstakling. Viss spenna er óhjákvæmileg viö allt álag. Mikilsvert er aö menn læri aö beita slökunaraðferðum en grípi ekki í óþolinmæöi sinni til þess auðvelda aó gleypa róandi pillu, eóa fá sér einn tvöfaldan. útiloka líkamlega sjúkdóma. Finnist ekki slíkur sjúkdómur er rannsókninni lokiö og þar meö erindi sjúklingsins á spítalann, jafnvel þó aö vandamál hans séu óleyst. Sjúklingurinn útskrif- ast gjarnan meö þá skýringu aö „ekkert finnist aö“, þetta sé líklegast „á taugunum*'. Oft er hann útskrifaöur meö lyfseöil í nestiö til aö laga „taugaveiklunina". Læknar bæöi hér- lendis og erlendis hafa tilhneigingu til aö leiða vanda þessara sjúklinga hjá sér, fyrst og fremst vegna þess aö þeir vita ekki hvernig skal bregöast viö. Þessu mætti líkja viö bílaverkstæöi sem hefur þá vinnureglu aö líta aldrei á rafkerfiö í bílnum þótt um gangtruflun sé aö ræöa. Ég mæli ekki gegn róandi lyfjum. Þau eru mikilvæg lækningatæki þegar þau eiga viö, en þau duga yfirleitt ekki ein sér, þau skýra ekki málin fyrir sjúklingnum né lækninum og sjaldnast kenna þau heppilegri lífsmáta. Sjúklingur sem skilur lítiö í eöli einkenna sinna veröur litlu færari en áöur að taka ábyrgö á lífi sínu eða heilsu. Hann lærir ekki aö forðast ógöngur og stress". Og Ingólfur heldur áfram: „í vest- rænni hugsun og menningu er enn mikil aögreining á svokallaöri sál og líkama, manneskjunni er skipt í þetta tvennt. Til dæmis um rugling okkar má hugsa sér krakka sem spyr: „Hafa dýrin sál eins og viö?“ „Fer hún til guðs þegar þau deyja?" Hugsum okkur svo svörin sem krakkagreyið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.