Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 6
Björn Jakobsson framkvæmdastjóri „Sarazaehedi“ Göngu okkar inn í heim þúsund og einnar nætur var ekki lokið þennan dag. Við kveldveröarboröiö á Park Hotel sagði ég við endurskoöandann: „í dag höfum við séð mesta dýrgripasafn heimsins og nú legg ég til að viö göngum út í borgina og sjáum hvort við finnum ekki sjálfir einhverja demanta í mannfé- lagsins grjótskriði.“ Við vorum orönir hálf villtir í einu af eldri hverfum borgarinnar og vorum að reyna að ramba á rétta leiö til baka, þegar við heyröum daufan óm af hljóö- færaleik og söng úr kaffihúsi hinu megin við götuna. Við gengum á hljóðið. Inni sat slangur af fólki, mestmegnis karlmenn. Fólkið sat við smáborð og drakk sumt tyrkneskt kaffi en aðrir einhver ávaxtavín, sem drukkin voru úr ílátum líkast uppháum bollum. Viö settumst við lítið borð rétt hjá hljómsveitinni. Hljómlistin kom frá tveim karlmönnum sem léku á strengjahljóðfæri og söngur- inn frá ungri konu, sem var hærri vexti en algengt er á þessum slóðum. Stúlkan var klædd í svart síöpils og útsaumaöa blússu líkast þjóðbúningi. Um herðar sér haföi hún dumbrautt sjal og náöu endar þess að framan niöur í mitti. Þegar hún song hélt hún í enda þess og notaöi sjalið þannig sem túlkunaratriði viö sönginn, þegar hún hreyfði hendurnar. Við komumst fljótt aö því að þetta kaffihús var tengt héraðinu Azerbaijan. Við pöntuðum okkur flösku af hvítvíni frá Azerbaijan sem viö höfðum reyndar áöur komist í kynni við á hótelinu, með matnum þar. Sagt er að frá Azerbaijan komi fegurstar konur og Ijúffengustu vín í þessum heimshluta. Söngkonan virtist sanna það fyrrnefnda og vínið í krúsum okkar það síöarnefnda. Ég sagði við endurskoðandann: „Mér er sama hvaö þessi söngkona annars heitir, en ég skíri hana umsvifalaust Sarazaehedi eftir þeirri frægu drottningu, sem sagði sögur þúsund og einnar nætur.“ Síðari hluti Á markaðnum í Teheran. Það er eins og þessi austræna sönglist liggi á milli söngs og kveðanda, þó var eitthvað frábrugðiö því vanalega í sum- um af þeim lögum sem mennirnir tveir léku. Héraðið Azerbaijan liggur í norðvest- urhluta írans uþþ að landamærum Kák- asus og Sovét-Armeníu. Hluti Azerbaijan er einnig í Sovétríkjunum. í þessu héraöi blandast saman hinir tyrkneskættuöu Azerbaijanar, Armenar og Kúrdar. Það eru því sterk áhrif í þjóölífi og menningu héraðsins frá Kákasus. Azerbaijan er fjöllótt land með djúpum dölum. Regn og svalir vindar berast yfir landið að norðan frá Kaspiahafinu. Höfuöstaöur héraðsins er Tabriz, þriðja stærsta borg írans. Sarazaehedi virtist leggja mikla tilfinn- ingu í túlkun þeirra laga sem hún söng, en það var eitthvað vestrænt við söng hennar öðrum þræði. Hún söng lítiö lag, áöur en hún tók sér hlé, sem snart mig sérstaklega. Ég sagöi viö hinn egyptska endurskoðanda: „Nú ferð þú til Sarazae- hedi og berö henni þau skilaboð aö maður frá fjarlægu landi á endimörkum heimsins langi til aö ræöa viö hana um söng hennar." Þó aö Harún al Rashid kalífi í Bagdad heföi sent stórvezir sinn þessara erinda, hefði hann ekki gert þaö af meiri kurteisi en hinn löggilti egyptski endurskoöandi geröl. Sarazaehedi brosti hikandi þegar- egyptinn flutti henni skilaboöin, en hún virtist þó forvitin. Hún talaði svo eitthvað viö félaga sína í hljómsveitinni og kom síöan aö borölnu og settist hjá okkur og spuröi hvað mig langaði til að vita um söng sinn. Egyptinn sat á milli okkar og túlkaðl. Ég sagði henni að ég hefði gefiö henni nafniö Sarazaehedi strax þegar ég heyröi hana syngja. Hún hló og sagöist áreiöan- iega ekki kunna jafnmörg lög eins og sú fræga drottning af sögum. Sarazehedi var fædd og uppalin í norðurhluta Azerbaijan nálægt rússn- esku landamærunum. Fjölskylda hennar haföi flutt til Tabriz þar sem hún sagðist hafa byrjaö aö syngja. Nú var hún hér í Teheran til aö hefja regluglegt söngnám. „Svo syng ég hér stundum á kvöldin, það er fólk aö heiman sem rekur þennan staö.“ „Þú stefnir beint á óperuna hér eöa kannski veröur þú hin íranska Nana Mouskouri", sagöi ég. Hún varö alvarleg og svaraöi hæglát- Jóhann S. Hannesson EDEN Eg er löngu hættur aö trúa aö eg finni tréö sem taliö er forvitnilegast af öllu hér íþessum garöi. Þaö gerir ekkert, því mér 1 er garðvistin sjálf orðin takmark. Hvort þessu réð daganna safn eða svikular vonir ber aö sama brunni: þeim er eg dvel nú hjá, þyrstur sem fyrr aö finna, heyra og sjá, og fæ minni löngun svalaö íþví sem er. Eins er þó vant, sem eg mun ekki sakna meöan mælir hvers dægurs fyllir sig endalaust af unaöi garösins: eg veit það veröur þín raust sem vísar mér aö endingu burxu héöan. lega: „Ekki stefni ég nú svo hátt, en ég vona samt aö ég nái einhverjum árangri.“ „Þetta litla lag sem þú söngst síöast — þaö snart mig sérstaklega — hvaöan er þaö og hvaö heitir þaö?“ Sarazaehedi brosti. „Þaö heitir „Þrá“ og er þjóölag að helman og þaö veit englnn hver ort hefur Ijóðið né samiö lagiö.“ Svo bætti hún viö og hló; „eiginlega á kona ekki aö syngja þetta lag, því þetta er ástarsöngur manns til konu, en ég syng þaö oft — þaö er Ijóðið sem heillar mig — kannski hefi ég stundum ímyndaö mér aö einhver hafi ort þaö til mfn en enginn veit hvaöa konu þaö var ætlað.“ „Mig langar til aö koma þessu Ijóöi yfir á mitt eigiö mál," sagöi ég, „kannski vilt þú skrifa þaö upp fyrir okkur.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.