Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 7
Egyptinn fékk reiknlngsblöö hjá þjón- inum og Sarazaehedi skrifaöi á bakhliö þess meö arabísku letri, textann aö iaginu. Hinn egyptski endurskoöandi umskrifaöi þaö svo í latneskt letur og útskýröi fyrir mér efni Ijóðsins. Sarazae- hedi leit spyrjandi á mig og sagöi svo brosandi: „Til þess aö skilja þetta Ijóö þarftu aö vita aö viö heima í Azerbaijan fáum stundum regn og svalandi vind, viö höfum hreint loft og tært rennandi vatn — þaö er eitthvað annað eöa hér í Teheran," — bætti hún viö. „Þetta er skáldlega mælt," svaraöi ég — „en þetta þekki ég allt frá mínu eigin landi." „En þaö þarf fleira til aö skilja þetta Ijóö," sagöi hún. „Hvaö nú?“ spuröi ég. „Tilfinningu," sagði hún brosandi. „Ég vona aö ég eigi þær einhvers- staðar í geymslu," svaraði ég. Þetta var ailt hin besta skemmtun en þessi oröaskipti voru næstum oröin hinum egyptska endurskoðanda ofviöa aö túlka enda vildi hann fara aö komast sjálfur aö. Kveldiö endaöi meö því aö tveir Azerbaijanir sem voru búnir aö innbyröa eitthvaö magn af hinu Ijúffenga rósavíni heimahéraös síns, fóru aö stíga þjóðdans og hættu ekki fyrr en Sarazaehedi fór í dansinn meö þeim, en dansinn átti aö túlka vandræöi ungrar stúlku aö ákveöa hvorn piltinn hún vildi, þar sem báöir biöluöu til hennar. Þessi dans bar meö sér greinileg kákasisk eöa rússnesk einkenni. Þaö kom í Ijós aö Sarazaehedi kunni ekki síöur þjóödansa heimahéraös síns en söngva þess. Fólkið í kaffihúsinu lifnaði allt viö, þegar félagar þess fóru aö stíga dansinn. Föstumánuöurinn Ramaz- an haföi Itka endaö tveim dögum áöur svo þaö var full ástæöa fyrir þaö aö létta sér upp. Mér fannst þetta allt eins og verið væri aö leika atriði í kvikmynd — en þetta var allt raunverulegt og ekta. Viö höföum sannarlega ekki fariö erindisleysu í dem- antaleit okkar. Ég haföi af miklu aö taka þegar viö komum heim á hótellö og ég fór að skrifa niður atburði dagsins. Þegar ég vaknaöi morguninn eftir, settist ég út á svalirnar til aö fást viö Ijóöiö frá kveldinu áöur. Fyrir augum mér haföi ég Damavand, hæsta fjall írans, tveir og hálfur Öræfajökull á hæð. Þó aö ég væri búinn aö koma efni Ijóösins meö hjálp endurskoðandans í óbundið form yfir á ensku og þó ég væri vopnaöur persnesk-enskrí oröabók, þá var þetta þýöingarstarf fyrir mig eins og ég ætlaöi aö fara í snarheitum aö klífa sjálfan Damavand 5.671 metra á hæö. Enda fór svo aö ég hætti í miðjum hlíöum, þegar komiö var hádegi, enda þurfti ég nú aö sinna öörum hlutum. Um kveldiö gekk ég út hiö mikla stræti Hafez er liggur utan viö Park Hotel og heitir eftir þessa ástsælasta skáldi þjóö- arinnar. Ég hugsaöi sem svo, aö best væri aö leita andlegrar aöstoöar þess viö þýðinguna. Til aö ná betra sambandi viö melstarann fór ég í huganum yfir lítiö gullfallegt Ijóö „Eg er ei lengur" eftir Hafez, sem ég kunni í þýöingu Helga Hálfdanarson. Síöasta Ijóölínan er þessi „Ó, stígöu hægt — mitt hjarta lifir enn". Eftir að hafa gengið „hægt" um Hafez-stræti nokkrum sinnum fram og aftur, hélt óg heim á hóteliö og skrifaöi niöur þá þýöingu sem hér fylgir. Nú var Ijóðið oröiö stytt í þýöingunni frá þvf um morguninn en sál þess og tilfinning kom nú fram, aö mér fannst. Hver veit nema gamli melstarinn Hafez hafi gengiö meö mér smáspöl eftlr sínu eigin strætl? En Ijóöiö virtist mér sumpart hafa tvöfalda merkingu eins og oft er í gömlum persneskum skáldskap. Þetta var ástarsöngur til konu en virtist um leiö geta veriö frjósemisóöur til jaröarinnar sjálfrar og náttúrunnar. En hver er þrá jaröarinnar? Eru umbrot hennar, vökvun og blómstrun náttúrunnar í senn þrá hennar og full- næging? Þrá — ástarsöngur frá Azerbaijan Ég öfunda regniö, 8«m í faðm þinn fellur. Ég öfunda vindinn, sem önd þín teygar, Ég vildi vera vatnið, sem í þú laugast. Ég vildi vera sú þrá, sem með leynd þér vakir. Hin austurlenska nótt Fyrir mörgum árum síðan hélt Jóhann Briem listmálari sýningu í Reykjavík á myndum sínum er hann haföi málað á ferö sinni til Miö-Austurlanda. Mér er þessi sýning minnisstæð vegna þeirra sterku áhrifa og austurlensku stemmningar, sem hann kallaði fram í þessum verkum. Sérstaklega eru mér minnisstæöar nokkrar kvöld- og næt- urmyndir frá þessari sýningu. Síðan hefl ég vitaö aö hin austurienska nótt hlyti aö búa yfir sórstökum töfrum. íslenskir listamenn, rithöfundar — málarar og tónskáld ættu aö feröast meir til þessara landa og annarra, sem eru um leiö í brennidepli heimsatburöanna eins og Miö-Austurlönd eöa Latneska Amer- íka hafa veriö, — en staöna ekki í samnorrænu „naiviteti" og ríkisstyrktri sjálfsánægju. Öll þekkjum viö tilbrigöi hinna norö- lægu nátta og mörg þekkjum viö hinar hlýju suörænu nætur Miöjaröarhafsland- anna. Ég hef einnig upplifaö hinar heitu lamandi hitabeltisnætur, en hin austur- lenska nótt er ein útaf fyrir sig, sérstök og áhrifamikil upplifun. Þaö er eins og stjörnurnar á dimm- bláum himninum séu nær og Ijómi skærar — eins og einhver hafi auga meö manni. Þaö er næstum því hægt aö fara aö trúa bókstaflega þessu fallega ævin- týri úr Nýja-testamentinu um vitringana frá Austurlöndum. Þaö er hægt aö skynja einhvern æöri mátt sem er í senn fjarlægur — en þó nálægur. Hugsunin leitar meir inn á viö og upp, frekar en út í umhverfiö. Þetta er ef til vill ástæöan fyrir því að öll æöri trúarbrögö mannkynsins eru upprunnin í Austurlöndum, eins og þangaö liggi sterkari straumar frá al- mættinu en á önnur svæöi á jarökringl- unni. Það var komiö kveld og ég var búinn aö ganga frá farangri mínum, því aö næsta morgun ætlaöi ég aö fljúga frá Teheran til London í einum áfanga. Þaö yröi stórkostlegt aö fljúga í björtu yfir þaö mikla landakort sem þessi leiö spannaöi. Nú ætlaöi ég aö eyða síöustu klukku- stundunum hér í faömi hinnar austur- lensku nætur. Ég gekk niöur í hótelgarö- inn og settist viö borö úti á veröndinni rétt viö gosbrunninn þar sem svalinn frá gjósandi vatninu kældi hiö molluheita loft. Ég pantaöi mér hressingu. Þegar ég sé rennandi vatn á feröum mínum í heitum löndum, dettur mér ávallt í hug snilldarkvæöi Nordahl Grieg „Vatn", sem vlö eigum í frábærri þýöingu Magnúsar Ásgeirssonar. „Vatn, sem streymir, vatn sem niöar" — „Lucky devill Þú átt gott". Þjónninn færöi mér gin og tonik meö ís og sítrónu. Sítrónuflísin í glasinu glitraöi innan um ísmolana eins og fljótandi hálfmáni. Ég dreypti á glasinu. Hér í Teheran var hægt aö fá brúklegt tonikbland út í gin, þannig aö þessi ágæti drykkur naut sín fyllilega. Hjá okkur heima viröast gosdrykkjageröirnar ekki geta framleitt tonikbland nema alit of sætt, — þeir mættu koma þessu í lag. Þegar ég sat þarna fannst mér aö ég yröi aö skilja eftir einhverja íslenska kveöju til írana, þessara fjarskyldu ætt- FERHENDA HEILAGS BERNHARÐS í KLERVÓ Leitin aö Guöi ber alltaf árangur, jafnvel þótt maöur finni hann ekki. Jón úr Vör snéri. ingja okkar í austurvegi og votta um leiö hlnum gömlu persnesku skáldum, sem ég met svo mlkils, virðingu mína. Ég setti því saman lítið órímaö Ijóö, sem ég nefndi: Persneskt næturljóð Ég bíð morgundagsins í von, en kveð daginn sem leiö, eins og ástvin — með trega. Eða ég sé hann hverfa, eins og óvelkominn gest. Mér létti — en hvert var erindi hans? Ég bíö morgundagsins í von. Ég skrifaöi Ijóöiö á gula pappírs- servéttu á borðinu, hnoöaöi hana saman - í kúlu og fleygöi henni út í gosbrunninn. Ég sá kúluna sogast upp glitrandi upplýsta vatnssúluna og sá hvernig gljúpur pappírinn losnaöi sundur og ieystist upp í smá agnir. Þannig fannst mér þessi fátæklega kveöja hafa komist til skila — þar sem hún blandaöist sístreymandi vatninu, sem var eins og táknmynd af hringrás tilverunnar og lífsins, þar sem vatnssúlan reis og hneig síöan aftur — til þess eins aö rísa á nýjan leik af sama vatni. Þetta var friösælt kvöld. Þaö haföi sjatnað í hinu myrka mannlífsfljóti á aöalgötunum utan hótelmúranna. Hinn vopnaöi vöröur viö hliðiö haföi gefiö sig á tal viö einn leigubílstjórann, sem haföi leyfi til að bíöa inni í garöinum. Vöröurinn hvfldi ekki lengur hendina í viöbragös- stöðu á hríðskotabyssunni við hliö sér, en byssan dinglaöi í belti hans afslöppuö og sakleysisleg. Gestirnir, sem enn sátu úti á veröndinni töluöu saman í hálfum hljóöum. Þaö var eins og enginn vildi trufla kyrrö kvöldsins og komu hinnar austur- lensku nætur — sem nálgaöist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.