Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 4
eöa flótti. Síöan hefst bardagi eða eltingarleikur. Ef til vill flýr sá minni og sá stærri eltir, e.t.v. verður bardagi sem endar meö því aö annar leggst upp í loft og hinn stendur yfir sigri hrósandi. Eftir þaö getur oröiö góöur kunningsskaþur milli þeirra, hættan er liðin hjá, jáeir vita hvernig þeir eiga að haga sér hvor gagnvart öðrum. Máliö er afgreitt, og þeir veröa rólegir á ný. Þaö sem gerist í líkamanum til aö undirbúa átök eru eölileg viðbrögö viö hættu. Miðtaugakerfið skynjar hætt- una og metur, og getur á örskammri stundu innstillt flestöll líffærakerfi (og - „sálina" meö) til samræmis viö þaö. Þetta eru viöbrögö sem búa líkamann undir aö neyta allrar orku. Maöur sem flýtir sér í banka meö brýnt erindi kann aö vera í svipuðu ástandi. Við segjum að hann sé stressaöur. Stressvakar (hormon) hellast út í blóöiö, t.d. adrenalin, blóösykur hækkar, vöðva- spenna eykst, hjartsláttur veröur hraö- ari, öndun veröur hraöari og dýpri, blóðþrýstingur hækkar, blóörennsli og súrefnisnotkun eykst. Þegar hættan er liðin hjá, slaknar á þessu háspennta ástandi. Séu málin ekki afgreidd eöli- lega, t.d. ef hundar hittast inni í borg og eigendurnir fara aö skipta sér af þessu og toga sinn hund í burtu, veröur afgreiðsla málsins ónáttúruleg og ófullkomin. Þá fer viökomandi hundur aö urra og æsa sig, þegar hann kemur á sömu slóöir næsta dag, hann veröur óraunhæfur og taugaveiklaöur. Ef maöurinn sem átti brýnt erindi í bankann fékk ekki þá afgreiðslu sem hann þurfti, getur hann ekki heldur slakaö á og ekur af stað pirraður og kvíðinn út í frekjulega og „taugaveikl- aða“ umferðina. Frummenn þurftu á þessum líkam- legu viðbrögöum aö halda til þess að halda lífi, bæði til að verjast óvinum og viö veiðar. Telja má víst að flestir erfðaeiginleikar okkar séu þeir sömu og forfeðra okkar fyrir nokkur þúsund ff Gallinn er að sálin er ennþá talsvert dular- full og henni hefur ekki tek- izt að eignast aftur stað í líkamanum í vestrænni heimsmynd og mannsmynd. Að minnsta kosti hefur læknisfræðinni ekki tekizt að leiðrétta þessa óraunhæfu skiptingu ... éé Samkvæmt skiigreiningunni er Kissinger A-maöur og reynir aö gera margt í senn eins og fram kemur á myndinni. A-menn eru í stanslausri keppni viö tímann — þeir hafa mikla baráttuhneigö og keppnisvilja og eru kailaðir dugnaöarmenn. Hjarta- og æðasjúkdómar hjá þeim reyndust viö rannsókn 7 sinnum algengari en hjá B-mönnum. árum. Þó aö ekki sé áberandi í ytra háttalagi nútímans, gerist eitthvað þessu líkt í nokkrum mæli hvert sinn sem hann þarf að aölaga breytni sína óvissum aöstæöum. Þetta getur gerst oft á venjulegum degi — t.d. í umferöinni, í samskiptum við annaö fólk, fyrir framan sjónvarpið, vegna úrlausnar verkefna, vegna hækkandi skatta, vegna alls sem maðurinn stendur gagnvart og gerir til hans kröfur. Þegar þetta háspennta ástand hjaðnar ekki eölilega eins og oft kemur fyrir, þegar málin fá ekki eölilega afgreiðslu, getur þetta viðbragös- ástand orðið langvarandi, jafnvel var- anlegt. Þeir sem hafa tilhneigingu til kvíða eöa hræöslu, reiðigjarnir menn eða þeir sem oft standa í stórræöum fá ekki tíma til að láta spennuna fjara út milli ólaga. Varanleg eöa títt endur- tekin viöbrögð af þessu tagi geta leitt til sjúklegs ástands. Dæmi: Varanlega hækkaður blóðþrýstingur, hjartsláttar- óreglá, hækkuð blóðfita með sínum óheppilegu afleiðingum, vöövagigt, ristilkrampi og fleira." „Og hvernig stendur á því aö manninum hættir til aö koma sér í þær ógöngur?" / „Maöurinn með sitt þroskaða miö- taugakerfi og miklu námsgetu lærir margvísleg hátternismynstur, boö og bönn og hagar sér eftir þeim. Áöur en viö vitum og án þess að fá rönd viö reist, höfum viö eignast innri mæli- kvaröa á það, hvaö er rétt og rangt, leyfilegt og óleyfilegt og heitir þaö samviska. Alkunna er, hvað stórar samviskur geta veriö haröir húsbænd- ur. En „samviskulausir" menn lenda einnig í árekstrum og þá viö sitt ytra umhverfi. Nútímamaðurinn getur bókstaflega lært eöa tamist á þann veg, aö óttast ýmsar aöstæöur í venjulegu umhverfi, veröa taugaveikl- aöur. Til dæmis um þetta er feimni, mannfælni, myrkfælni og svo framveg- is. Hann hefur möguleika á aö nota sér þetta viðbragðakerfi á mjög óheppi- legan hátt, reyndar má segja aö þetta fullkomna viðbragðskerfi eigi varla viö í nútímalífsbaráttu, en erfitt er aö stjórna því. Helsta leiðin er aö þekkja tilfinningar sínar og viöbrögð, vita hvenær maður er stressaöur og gera þá eitthvaö sér til verndar. T.d. aö tryggja sér eölilega hvíld, slökun eða leik af og til í staðinn fyrir endalaust puð og áhyggjur — stjórna lífsmynstr- inu. Nútímamaöurinn þarf oft að standa frammi fyrir einhverju sem hann óttast, en má ekki flýja. Hann stendur kyrr og reynir aö halda óttanum í skefjum. Leynir honum fyrir öörum til að halda sjálfsvirðingunni. Siöaöur maður verö- ur líka oft reiður án þess aö sýna reiði sína, enda getur slíkt verið óviðeig- andi, óviturlegt og kostað refsingu. Því hafa margir lært vel aö bæla reiði sína og þaö svo, aö sumir þekkja hana ekki, því síður aö þeir kunni að tjá hana, beita henni sér til gagns né bregðast við henni. En bæld reiöi sem aldrei er tjáð, kemur fram sem sþenna og kvíði, baráttuviðbrögö sem enga útrás fá. Hræðsla og reiöi eru raunar náskyld geöbrigöi, eiga uppruna á svipuöum stað í miðtaugakerfinu og koma af stað svipuöum líkamsviö- brögðum. Þaö hlýtur alltaf að vera til bóta að þekkja viðbrögö sín og tilfinningar, viröa þær, geta tjáö þær þegar viö á, en ella veita þeim útrás í íþróttum, félagsskap eöa einhvers staöar þar sem hægt er. Þá næst eölileg slökun og jafnvægisástand á ný (relaxation response). En heilbrigöur maöur engu að síður en heilbrigöur hundur býr yfir aðferöum til aö slaka á öllu þessu spennta ástandi. Slík breyting yfir í jafnvægisstöðu kemur með góðum svefni eða góðri slökun. Það er hægt aö læra aö slaka á í vakandi ástandi á skömmum tíma á svipaöan hátt og gerist sjálfkrafa í svefni. Það getur hins vegar tekið langan tíma og þolinmæði aö læra aöferöina." B-maóur hefur betri stjórn á lífi sínu og fer sér rólegar, — einu. B-menn reyndust verda farsælli og langlífari. vasast ekki í mörgu í (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.