Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Page 3
fær — og hve margir trúöu svarinu sem þeir gáfu ef þeir sögöu þá eitthvað annaö en „ég bara veit ekki“. Þessi skilningur á manneskjunni sem aö mínum dómi er misskilningur ef ekki afskræming á lifandi veru á mikiö af sínum rótum í kristni miöalda. Á þeim tíma var sálin mikilvægari en líkaminn og hún var dularfull og torskilin. Líkaminn var hismi en sálin liföi áfram og sálarheill eftir dauöann var æösta hnoss. Kring um þetta blómgaðist „bísnis", samanber stjórn- mál þess tíma og syndakvittanabréfin. Sálin mun hafa falliö eitthvaö í veröi á síðari öldum sem væri svo sem allt í lagi. Gallinn er aö sálin er ennþá talsvert dularfull og henni hefur ekki tekist aö eignast aftur staö í líkaman- um í vestrænni heimsmynd og manns- mynd. Aö minnsta kosti hefur læknis- fræöinni ekki tekist aö leiörétta þessa óraunhæfu skiptingu og líta á mann- eskjuna sem líffræöilega heild. Þessi skipting er mjög til óþurftar í lækning- um. í því sambandi er mér ofarlega í huga hiö algenga vandamál vöövagigt sem oft á tilfinningalegar orsakir, getur orsakast og viöhaldist af streitu en er þó vissulega líkamlegt vandamál jafn- framt. (Hér er ekki úr vegi aö benda á grein eftir Ingólf S. Sveinsson sem birtist í ritinu Hjartavernd, 1. tbl. 1979 sem Landsamband hjarta- og æöa- verndunarfélaga á íslandi gefur út. Greinin nefnist „Vöövagigt, sjúkdómur eöa sjálfskaparvíti“). Mér finnst aö þaö þyrfti oftar aö vera verkefni lækna að útskýra fyrir fólki tengsl meðvitaðrar skynsemi, tilfinninga og líkamlegs ástands. Til þess aö geta þetta, þyrftu læknar raunar betri menntun en þeir fá í dag. En í dag læra þeir annars vegar um „líkamlega sjúkdóma" sem skipt- ast í nokkrar sérgreinar og hins vegar dálítiö um „geösjúkdóma“, aö mestu án skilnings á því hvernig tilfinningar geta haft bein og óbein áhrif á líkamlegt ástand og öfugt. Þegar ég lít til baka sé ég vissulega líkingu meö mínu eigin læknisfræöinámi og dýra- fræöinámi Þórbergs í Kennaraskólan- um foröum. Þaö er dapurlegt aö vita um sjúkl- inga sem ganga á milli lækna og veröa hálfgeröar hornrekur vegna þess aö engir sjúkdómar finnast í líkamanum meö rannsóknum og heföbundinni útilokunaraöferð, sem geta skýrt kvartanir þeirra um líkamlega van- líöan. Þessir sjúklingar verða eins konar réttleysingjar eða stéttleysingjar meöal sjúklinga. Þeir hafa tilhneigingu til aö ríghalda í „líkamlega" skýringu á vandamálinu og lái þeim hver sem vill þótt þeir vilji síöur fá á sig greiningu um „geösjúkdóm“. Óttinn viö mögu- legan geösjúkdómsstimpil er slíkur aö margir kjósa fremur uppskurö en aö athuga þann möguleika hvort verkur einhvers staöar geti átt geöræna orsakaþætti. Það er að mínu áliti eitt af brýnustu verkefnum læknisfræöinnar í dag aö leiðrétta í verki misskilning liðinna alda eöa — svo aö notaö sé gamaldags líkingamál, — aö brúa biliö milli líkama og sálar. Geri læknisfræð- in þetta ekki er hætt viö aö hún komist meir úr takt við tímann og aö upplýstur nútímamaöur leiti til annarra en lækna þegar hann finnur fyrir streitueinkenn- um, öryggisleysi eöa kvíöa sem eru algengir fylgifiskar nútímalífs. Læknisfræöi eins og hún er stunduö í dag hjálpar þá fyrst þegar þaö er um seinan, þegar eitthvert líffæriö hefur látiö undan álaginu sem aldrei var sinnt. Fyrir um 40 árum kom upp í læknisfræöi stefna eöa fræöigrein sem kallast sálvefræn læknisfræði (psycho- somatic medicin). Viöfangsefni hennar Kristján Karlsson Um vind sem aö eilífu þýtur viö glugga þinn og þrusk hans við sólorpnar dyr: ég heyri hann stöðugt og hærra nú en um sinn EIN- TÍMANIR yfir vorvind sem heggur nökt hús og hans högg veröa dauf, loks heyri ég þau stopulla en fyr undir saumsprettuhljóöiö af regni sem rásar um lauf; ég þokast í áföngum sumar af sumri til þín meðan sit ég og hlusta kyr. Brátt er ég regniö og vindurinn, vina mín. KVÆÐI ER HÚS SEM HREYFIST Úr rústum og rusli tímans reisum vér kvæöi vor undir dögun dúfan kurrar í ufsunum fyrirfrám en flýr, stök hugmynd, undan rökvísi vorri sem hreyfir kvæðiö; veröldin stendur kyrr kvæöi þekkist af þvíaö veröldin stendur ístaö gimsteinn undan árbilljóna fargi stendur Dagurinn bjartur og hvass aö eilífu. Ó, mildu dagar, nætur, nætur, og kvæöi vor. tt Þad er dapur- legt aö vita um sjúklinga sem ganga á milli lækna og verða hálfgerð- ar hornrekur vegna þess að engir sjúk- dómar finnast í líkamanum með rannsókn- um og hefð- bundinni úti- lokunaraðferð, sem geta skýrt kvartanir þeirra um lík- amlega van- líðan. . , tt er samspil líkamlegra og geðrænna þátta, hvernig þaö samspil mótar heilbrigöi eöa sjúkleika. Á þessum 40 árum hefur margt skýrst en enn er margt óljóst í þessu samspili. Sú þekking eykst þó býsna hratt síöustu árin, þótt hún hafi ekki enn komist inn í almenna læknisfræöi. Vonandi tekst innan skamms aö skil- greina þessi tengsl aö því marki, aö segja megi, aö ekkert „bil sé milli líkama og sálar“ og geti þá læknar og aörir fariö aö líta á líkamann sem beint framhald af sálinni eða öfugt.“ „Getur þú útskýrt fyrirbærið streitu eða stress á einfaldan máta?“ „í fyrsta lagi er varla hægt að hugsa sér algerlega stresslausan einstakling, nema þá helst þann sem er ennþá í móðurkviði eöa í værum svefni í hlýju rúmi. Viss spenna er óhjákvæmileg viö allt álag, en sé álagiö innan skynsam- legra marka, á góö hvíld aö endur- næra. Viö veröum fyrir áhrifum eöa álagi frá öllu sem skynjun okkar greinir. Sjón, hljóö, lykt, þrýstingur, hitastig, snerting og fleira hafa áhrif utan frá, en auk þess eru margs konar áreiti innra meö okkur sjálfum, svo sem hungur, þorsti, reiöi, gleði, ótti, sorg, ýmiskonar hugmyndir, þarfir eöa þrár, Ijósar eöa óljósar. Áreitiö hungur nefnist matarlyst sé þaö í litlum mæli. Þetta áreiti hverfur viö aö boröa. Fullnæging þessarar þarfar veitir vellíö- an og jafnvægi skapast á ný. Langvar- andi hungur gerir áreitið aö álagi. Streituástand skapast. Sé þaö ekki leiðrétt, kemst líkaminn svo úr jafn- vægi, aö leiðir til veikinda og jafnvel dauöa. Meginreglan er: Viö lifum heilbrigö aöeins innan vissra marka. Sé fariö út fyrir þau mörk, verður álagiö of mikið og viö veikjumst eöa deyjum. Tökum sólskin sem dæmi og skiptum stress- inu upp í 3 stig til skýringar. „1. stig, hlýja, veitir okkur vellíðan og bætir heilsu okkar. 2. stig: ef hitinn eykst, svitnum viö til þess aö halda hitastigi okkar jöfnu. 3. stig: aukist hitinn enn meir, dugar ekki aö svitna, hitastig vefjanna hækkar, varnirnar bresta og við brennum. Til aö vera heilbrigð og þrífast vel, þurfum viö vissulega áhrif og jafnvel álag frá umhverfi okkar, en aðeins í því magni sem viö ráöum viö. Nýlega las ég í amerísku tímariti, aö meira en 10% almennings sé miöaö viö þessa skipt- ingu á 3. stigi af völdum andlegs álags og streitu, þ.e. hafi sjúkdómseinkenni. Allir komast af og til á 2. stig, en ef viö höldum okkur að jafnaði innan marka 1. stigs, þar sem álagið heldur okkur frískum, en meiöir ekki, ættum viö aö lifa vel og lengi. Sá sem er lengi á 2. stigi og deyfir gjarna óþægindi sín meö tóbaki, yfirvinnu, áfengi eöa lyfjum í langan tíma, í staö þess aö vernda sig og minnka álagiö, kemst fyrr eöa síðar á 3. stig og þarfnast læknishjálpar. Sem dæmi um tilfinningalegt álag, sem getur valdiö streituástandi hjá mönnum og dýrum getum viö tekiö fyrirbæri sem á ensku nefnist „fight- flight-response“. Þetta mætti þýöa á íslensku meö „baráttu-flótta-við- brögö“. Hugsum okkur sem dæmi um þetta tvo ókunnuga hunda sem hittast óvænt uppi á heiöi. Eðli þeirra er aö mætast og meta hvorn annan sem vin eöa óvin. Hundarnir nálgast hvorn annan meö varúö, þeir horfast í augu, hárin rísa, þeir gelta eða urra og vöövar þeirra eru spenntir. Þeir stanza — spennuástand ríkir stutta stund. Ráöa má af stööu eyrnanna, hvort þeim er ofar í hug, reiði eða ótti, árás Sjá nœstu síðu A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.