Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 11
síöar skýrt Arctic Prince. Þaö var frystiskip meö 20 doríur en þaö skip nægöi ekki fyrir aflann og þaö voru 6 togarar í flutningum með lúöu af Grænlandsmiðum til Englands. Þeir voru fylltir á 3—4 dögum. Þaö var gífurlegur afli þarna viö Grænland bæöi af lúöu og þorski. Áriö 1928 keyptu þeir stærra frystiskip, 10.800 tonn. Þaö hét Arctic Queen en haföi áöur heitið Vestritas og systurskip þess Vestries. Þaö skip fórst í Mexico- flóa og drukknuðu af því á annað hundraö manns. Þessi systurskip voru frysti- og farþegaskip. Vestries haföi flutt vörur milli Bandaríkjanna og Suður-Ameríku en einnig mikiö af farþegum, því aö farþegarými var mikið í þessum stóru skipum og sjálfsagt hafa farþegarnir aöallega veriö innflytjendur til Bandaríkjanna. Vestries og Vestritas voru bæöi koluð innum lúgu á síöunni. Innaf þeirri lúgu var önnur yfir kolaboxunum og var hún meö körmum og lúguhlerum og átti aö vera vatnsþétt eins og reyndar ytri lúgan líka. í lokaferð sinni hafði Vestries tekið marga bíla á millidekkiö og mörg hundruð farþega. Skipiö hreppti vonzkuveöur í Mexicoflóa og köstuö- ust þá bílarnir til og skipiö fékk slagsíöu í þá síöuna sem kolalúgan var. Engin leið reyndist aö rétta skipið. Allt heföi þó bjargast ef lúgan heföi veriö þétt en meö henni lak og niður í kolaboxin þar eð lúgunni innaf síöulúg- unni hafði ekki verið lokað. Skipstjór- anum sýndist þess ekki brýn þörf aö senda út hjálparbeiöni og dró það og ætlaöi sér aö komast hjálparlaust til hafnar. Tryggingaskilmálar útgeröar- manna voru oft þannig á þessum tímum, að skipstjóri sem komst aö- stoðarlaust til hafnar eftir áfall fékk bónus. Að sólarhring liönum frá áfall- inu, og Vestries alltaf meö slagsíðu, var kominn svo mikill leki aö skipinu að þaö var orðiö þungt af sjó. Hallinn haföi aukist svo aö engin leiö var lengur aö koma út björgunarbátum á þeirri síðunni sem uppúr var. Sá varö endirinn, sem áöur segir, aö þaö fórust á annaö hundraö manns. Hellyersbræður vildu náttúrlega kynna sér, þegar þeir keyptu Vestritas, orsök þess, að systurskipið fórst svo voveif- lega. Þaö höföu oröið mikil réttarhöld fyrst í Bandaríkjunum en síöan Eng- landi. Ég las bókina frá The Board of Trade Inquiry, sem geymdi réttar- skýrslurnar. Þaö var stór bók í broti og 700 síður þéttskrifaöar. Hellyersbræð- ur geröu sér Ijóst aö frumorsök slyssins haföi veriö slæmur umbúnaö- ur um kolalúgur. Þeir létu polta stálplötur yfir lúgur huröanna á síöunni. Þaö var ekki farið aö rafsjóöa í þennan tíma. Ég fór til Grænlands 1930 sem undirleiðsögustjóri. Viö lögðum af staö frá Hull laugardaginn fyrir páska þann 15. apríl og vorum 165 daga úti, komum í höfn í Hull aftur þann 30. september. Yfirleiöangursstjórinn hét Philip, einn af framkvæmdastjórum Hellyersútgeröarinnar, sem átti þá 40 togara. Mest áttu þeir bræöur 60 togara. Viö héldum af staö á Arctic Prince meö 20 doríur, en þann 24. júní var skipið hérumbil fullt og þá kom Arctic Queen vestur, einnig meö 20 doríur og tók þær, sem voru um borö í Arctic Prince, sem hélt heim. Viö vorum 200 sem fórum frá boröi á Arctic Prince, þar af 100 fiskimenn. Um þorð í Arctic Queen voru fyrir 350 menn, svo aö alls voru þar 550 menn um borö út sumariö. Ég veit ekki um annan meiri Frh.ábls. 12. „Það var nú meiri gæfan, aö hann Ólafur Ragnar skyldi vera á móti samkomuiaginu um Jan Mayen, “ sagöi glöggur vinur minn sunnudag- inn eftir að samkomulagiö tókst í Ósló. Við vorum sammála um, aö andstaöa Alþýöubandalagsins viö al- þjóöasamninga okkar íslendinga fyrr og síöar væri einskonar gæöastimp- ill. „Já, eins og maður setti Good Housekeeping merki á samninginn,“ sagöi vinur minn og vísaöi þar með til hinna virtu neytendasamtaka í Bandaríkjunum, en viöurkenning þeirra er mjög eftirsóknarverö. Daginn áður en þessi oröaskipti uröu eöa sama daginn og niðurstaöa fékkst í Óslo haföi Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, skrifaö í Þjóö- viljann og kvartaö undan því, aö þeir hafi „yfirleitt átt meira upp á pall- borðiö hjá Alþýðubandalaginu, sem ekki höfðu veriö yfirlýstir sósíalistar fyrir; svo ekki sé talaö um, ef þeir komu úr öörum flokkum . .. Afleiö- ingin er sú, aö í trúnaöarstööur hafa valist ýmiss konar miölungsmenn sem höföu það helst til síns ágætis, aö hafa ekki uppgötvað sósíalistann í sér fyrr en Alþýðubandalagiö var orðið stórt og sterkur flokkur." Kannske hefur Ólafur Ragnar veriö aö reka af sér slyöruoröið í Ósló? Á meðan Norömenn og íslendingar ræddust við um Jan Mayen, voru herstöðvaandstæöingar á ferö um Reykjavík, sumir í dularklæöum, svó aö þeir þekktust ekki, en aörir ódulbúnir meö rauöa boröa sína. Þótt ekki væri fjölmenni á samkom- unum, fengu þær gott rúm í fréttum hljóðvarpsins. Líklega hefur í þessu tilviki sannast, að engin samtök eigi eins greiöan aögang aö útvarpsfrétt- um og þessi. Meðal annars geröust þau undur í fréttatíma klukkan átta aö morgni fimmtudagsins áttunda maí, aö þaö var tilkynnt, aö þá um morguninn milli kl. 8 og 9 yröi mótmælastaöa herstöövaandstæö- inga viö utanríkisráöuneytið. Umstang herstöðvaandstæöinga aö þessu sinni var í tilefni af því, að 10. maí voru fjörutíu ár liðin síðan Bretar hernámu ísland. Hernáminu lauk í júlí 1941, þegar Bandaríkja- menn tóku við af Bretum samkvæmt sérstöku samkomulagi milli ríkis- stjórna Bandaríkjanna, Bretlands og íslands. Þannig að ekki gátu her- stöövaandstæðingar veriö aö mót- mæla því og völdu þeir í staöinn aö mótmæla tilvist kjarnorkusprengj- unnar á íslandi! Því er sett upphróp- unarmerki, að alls engin sönnun er fyrir því, aö hér á landi sé slík sprengja. Þvert á móti segja allir aðilar, sem hagsmuna hafa aö gæta, aö sprengjuna sé ekki aö finna á íslandi. Herstöövaandstæöingar, sem stæra sig af því aö vita ekkert um herfræöi, vita þó betur / þessu efni eins og dæmin sanna. Á Keflavíkur- flugvelli eru bandarískar flugvélar, sem geta flutt kjarnorkuvopn, en af þeirri staöreynd er fráleitt að álykta sem svo, aö þess vegna séu ógnar- vopnin á vellinum. Fyrir þá, sem utan við standa, er erfitt að átta sig á því, hvað fyrir herstöövaandstæðingum vakir með áróöri sínum um tilvist kjarnorku- sprengjunnar á Keflavíkurflugvelli. Aðalmarkmiöið er líklega aö skapa hræöslu hjá íslendingum. Röksemda- færslan er sú, aö tilvist kjarnorku- vopnanna kalli á kjarnorkuárás á ísland. í sjálfu sér er hún út í hött, en hættan af stööugum áróðri her- stöövaandstæöinga felst íþeim áhrif- um, sem hann getur haft utan landsteinanna. Málflutningur þeirra veröur ekki skilinn á annan veg en þann, aö það veröi Sovétmenn, sem kasti kjarnorkusprengjunni á ísiand. En milli - herstöövaandstæöinga og Sovétmanna eru málefnaleg tengsl, svo aö ekki sé meira sagt, því aö báðir berjast fyrir því markmiöi aö koma íslandi úr Atlantshafsbandalag- inu eöa aö minnsta kosti rjúfa varnarsamstarfiö við Bandaríkin. Þess vegna er ekki ólíklegt, aö Sovétmenn taki nokkurt mark á þessum skoöanabræörum sínum og vilji ekki alveg bregðast þeim. Þaö er ef til vill í krafti þess, sem herstööva- andstæðingar tala um Keflavíkur- flugvöll sem „dauðagildru". Þrátt fyrir magnaöan áróöur herstöðvaand- stæöinga hefur enn ekki komiö fram, að hin opinbera stefna Sovétríkjanna hafi breyst frá því 1977, þegar Kosygin forsætisráðherra gladdistyf- ir því í ræöu í Kreml, að engin kjarnorkuvopn væru á íslandi. Jan Mayen-samkomulagiö minnir á þá sérstöðu, sem Alþýöubandalag- iö og fyrirrennarar þess á íslenskum stjórnmálavettvangi, Sósíalistaflokk- urlnn og Kommúnistaflokkurinn, hafa alltaf haft í utanríkismálum. Enn eimir auðvitaö eftir af því, aö upphaflega var Kommúnistaflokkurinn hluti af þeirri alþjóöahreyfingu, sem í blindni trúöi á óskeikulleika Stalíns og hlýddi boöum hans og bönnum. Áöur fyrr þorðu fylgismenn flokksins óhikað aö færp hugsjónaleg rök fyrir sérstöðu sinni og halda á loft vinfenginu við Sovétríkin. Þetta hefur breyst og af lestri bóka má ráða, að í fráhvarfinu frá hollustunni viö Sovétríkin styðjist menn við nokkra lykilatburði: Leyni- ræöu Krúsjeffs um illvirki Stalíns 1956, blóðbaöiö í Ungverjalandi 1956 og Tékkósióvakíu 1968. Væntanlega eiga atburðirnir í Afganistan nú eftir aö verða svipaður vegvísir. En þar sem þessir atburöir utan Sovétríkjanna eru allir staðfesting á því, aö Sovétmenn hika ekki viö að beita hervaldi gegn bandamönnum sínum og næstu nágrönnum, er óskiljanlegt hvers vegna augu kjarn- ans í Alþýðubandalaginu hafa ekki opnast fyrir þeirri hættu, sem ísiend- ingum stafar af Sovétmönnum í hernaöarlegu tilliti. Hefði skynsemin alveg fengiö aö ráða feröinni, mátti jafnvel vænta þess, aö flokkurinn hætti aö skera sig úr, þegar fjallaö væri um öryggi Islands. Nei, hann hefur ekki enn náð svo langt á þroskabrautinni og kvartar svo yfir því, aö ágreiningur sé um íslensk utanríkismál. Leiðin til að bæta þar úr er auövitaö sú, aö Alþýöubandalagiö segi alveg skiliö við hollustuna í garö Sovétmanna. Þess má sjá merki, að þráin eftir völdunum sé þó oröin hollustunni viö markmið kommúnismans yfirsterkari í utanríkismálunum hjá Alþýðubanda- laginu. Við tvær síðustu stjórnar- myndanir hefur flokkurinn gengiö til samstarfs og setu í ríkisstjórn, sem fylgir óbreyttri utanríkisstefnu, þaö er að segja stefnu, sem brýtur í bága viö stefnuskrá kommúnista. Og að mati Ólafs Ragnars Grímssonar virtist það fjarlægur möguleiki, aö Alþýöu- bandalagiö hyrfi úr núverandi ríkis- stjórn þótt stjórnin stæði að gerð samkomulags við Norðmenn, sem flokkurinn væri á móti. Var helst á Ólafi Ragnari aö skilja, aö það væri af umhyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum, sem hann væri á móti samkomulag- inu. Vonandi leiða skrif Árna Björns- sonar í Þjóðviljanum ekki til þess, að Ólafur Ragnar fari enn að hugsa sér til hreyfings milli flokka! Björn Bjarnason. GÆÐASTIMPILL ALÞÝÐUBANDALAGSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.