Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Blaðsíða 13
Stórt vöruhúsnæði þarf ekki að fara illa í umhverfinu, né bjóða uppá ómanneskjulega
vinnuaðstöðu.
hinna þriggja og um leiö það, sem
réttlætir þann tíma, sem í verkið var
varið. Afleiðing lokastigsins er síðan það,
sem líta má augum í formi þyggingarinn-
ar. Hönnunin rennur ekki viðstöðulaust
fram úr penna hönnuðarins, né eru til
þess nokkrar líkur að hann geti séð fyrir
fullmótað mannvirki, þegar við upphaf
vinnu sinnar. Hönnuöur dregur ekki
fullgerða teikningu upp úr skúffu hjá sér,
né getur hann vonast til þess að finna
fullgilda lausn á tilteknu verkefni í
myndablaði. Mannvirki eru miklu flóknari
en svo, að nokkur von sé til slíks.
Sérhvert minni háttar verkefni býður upp
á sérstaka meöferð, sem fullnægja verö-
ur kröfum ólíkra notenda með ólíkar
þarfir. Mismunandi staðhættir á bygg-
ingarlóð skapa breyttar forsendur hönn-
unarinnar.
Áöur en hönnuður getur hafið nokkra
skipulagða vinnu, verður hann að fá
skýra mynd af því, hverjar séu þarfir og
óskir væntanlegra notenda. Hann verður
að kynna sér vel atriði, sem áhrif munu
hafa á uppbyggingu verksins. Flestar
þessar upplýsingar þarf byggir að láta
hönnuðinum í té, og þær geta orðið vísir
að starfsáætlun, sem hönnuðurinn byggir
áframhald vinnu sinnar á. Því er nauð-
synlegt, að upplýsingarnar séu sem
Hönnun mannvirkja
og þátttaka byggis í
Hér verður leitazt við að draga fram
einfaldaöa mynd af hönnunarvinnu, hvað
í henni felst og hvernig húsbyggjandinn,
byggir, getur lagt sitt af mörkum til þess
að endanleg bygging veröi í samræmi við
óskir hans sjálfs.
Aðferöir við hönnun mannvirkja er
vissulega margvíslegar, enda eru verk-
efnin mjög ólík og tíminn, sem hönnuður-
inn fær til umráða mjög mislangur. Samt
sem áöur er hægt að greina ákveðiö
mynztur, sem gildir fyrir nær alla hönnun
mannvirkja. Aðferð sú, sem arkitektar
beita við hönnun bygginga er ekki svo
ýkja gömul og er að mestu leyti þróuð á
þessari öld. Felst hún í að byrja á því að
skilgreina verkefniö til hlítar, kanna
tilgang þess og forsendur, marka
grundvallarstefnu í hönnuninni, vinna
upp starfsáætlun a.m.k. þegar um stærri
verkefni er að ræða, leita eftir marg-
víslegum lausnum, kanna kosti þeirra og
galla, þróa þær gjarnan í óhlutlægum
skýringarmyndum, velja vænlegustu
lausnina til frekari útfærslu, kynna hana í
formi uppdrátta og módels og útbúa
hönnunargögn, svo að reisa megi mann-
virkið.
í megindráttum má skipta hönnunar-
vinnu í fjögur aðskilin stig.
1. gagnasöfnun, öflun upplýsinga og
flokkun þeirra;
2. almenn könnun á verkefninu og leit
lausna, sem fullnægja settum skilyrð-
um;
3. þróun líklegra lausna;
4. kynning og frágangur valinnar lausn-
ar.
Engin skörp skil eru reyndar milli
ofangreindra jjróunarstiga, og oft kemur
fyrir, að víkja verður um stundarsakir til
baka til þess aö lausnin megi þróast
áfram. Þetta mætti kalla „afturhvarf'.
Eftirfarandi skýringarmynd gefur allgóöa
mynd af ferli mannvirkjahönnunar:
Þrjú fyrstu stigin byggja að meira eða
minna leyti á sköpunargáfu, sem háð er
bæði meðvitaðri og ómeðvitaðri hugsun.
Líta má á fjórða stigið sem afleiðingu
réttastar og gleggstar. Alltof lítil rækt
hefur veriö lögð við góða starfsáætlun
hér á landi, og stöndum viö flestum
nágrannaþjóðum okkar alllangt að baki í
því efni. Hönnunaráætlun er byggð upp á
almennum og sérhæfðum upplýsingum,
sem safnað er saman með þaö markmið
í huga, að allir hlutaðeigandi aðilar fái
eins skarpan skilning á verkefninu og
kostur er á. Byggir áttar sig oft betur á
þörfum sínum og hvaða möguleikar
standa honum til boða, þegar hann
kynnir sér starfsáætlun hönnuöarins.
Hugleidingar
um arkitektúr
4. hluti
Eftir Harald
Helgason arkitekt
Það kann að leiða til þess að hann óski
eftir breytingum á upphaflegum forsend-
um verksins, og á því má hönnuöurinn
eiga von. Hönnuðinum er því skylt að
gera byggi sem fyrst grein fyrir forsend-
um sínum og leyfa honum að fylgjast
með framgangi mála, að svo miklu leyti
sem verkefnið gefur tilefni til.
Eitt mikilvægasta framlag byggis til
hönnunarinnar er aö vera búinn að gera
sér nokkra grein fyrir herbergjafjölda,
stærð þeirra, æskilegum innbyrðis
tengslum og mikilvægi þeirra í forgangs-
röð. Þá kemur hönnuðinum vei að vita
allar sérstakar óskir byggis varðandi
fyrirkomulag byggingarinnar, auk þess
sem hann þarf að fá að vita sem gleggst,
hvert raunverulegt verksvið hans er,
þ.e.a.s. hversu mikið er ætlazt til að hann
teikni, t.d. lausar innréttingar, og þau
tímamörk, sem honum eru ætluð til að
vinna verkþátt sinn. Hönnuðurinn ætti
auk þess að fá sem nákvæmastar
upplýsingar um þau peningamál, sem
snúa að verkinu, svo að hann geti gert
sér sem bezta grein fyrir því, hverja gerð
byggingar raunhæfast er að stefna að,
miöað við gefnar forsendur. Fjármálin
mega ekki vera feimnismál, og hönnuð-
urinn ætti fljótlega að geta gefið byggi
hugmynd um þóknun sína, þegar stærð
hússins liggur nokkurn veginn fyrir.
Víðast erlendis er mun meiri áherzla lögð
á fjármálahlið hönnunarinnar en hér er
gert. Hönnuðinum er þá oft skammtaður
fjárhagur og má verö byggingarinnar
ekki fara fram úr ákveðnu hámarki.
Verðbólgan hér hefur gert fjármálaspár
býsna haldlitlar, og hafa fæstir gert sér
grein fyrir því, hvaö líklegt sé að
henni
fyrirtækið muni kosta, þegar upp er
staðið. Von er til að úr þessu rætist,
þegar meiri stöðugleiki kemst á fjármál
þjóðarbúsins.
Byggir hefur oft ekki verið búinn að
gera sér fyllilega grein fyrir því hvað hann
raunverulega vildi, þegar hann leitaði til
hönnuðarins, og treyst honum til þess aö
koma fram með hústeikningu, sem allir
gætu fellt sig við; ekkert var fylgzt með
framvindu hönnunarinnar, og þegar
byggir sá lokateikningarnar hrökk hann
við, því að það sem hann sá, var allt
annað en það, sem hann hafði búizt viö.
Fylgist byggir hins vegar með hönnun-
arvinnunni frá upphafi, er það eins konar
trygging fyrir því að hönnuðurinn hafi
skilið hann rétt. Einnig gengur hönnuður-
inn öruggari til verks hafi hann vissu fyrir
því, að byggir leggi blessun sína yfir það,
sem hann er að gera. Árangur hönnunar-
innar er að verulegu leyti kominn undir
samstarfi þessara tveggja aðila. Byggir
ætti ekki að láta sér til hugar koma, að
honum sé bezt að koma hvergi nærri
hönnuðinum á meðan á hönnunarvinn-
unni stendur. Það er líka ólíkt skemmti-
legra fyrir hönnuðinn að vinna fyrir aðila,
sem tekur jákvæöan þátt í uppbyggingu
verkefnisins og sýnir því áhuga, sem
hann er að gera. Hræðsla við hönnuðinn
ér algerlega ástæðulaus, og hún getur
auk þess verið mjög dýrkeypt, því að
yfirleitt eru miklir fjármunir í húfi.
Ekki er þó tryggt að hönnuöur geti
komið til móts viö allar óskir byggis, þó
svo að óskir hans séu skýrar í einstökum