Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Side 5
fjölskyldu. Þá læröi maður enskuna.
A.m.k. aö tala hana og þaö var nú mikill
munur. Ég man ég var mjög „nervös".
Þaö komu fínir offíserar, frá Heimdalli,
eftirlitsskipinu, þeir ætluöu aö tala viö
enska konsúlatiö í Reykjavík. Ég skyldi
þaö nú meðan þaö var svona „plain“. Svo
fer foringinn aö tala og tala. En þaö skildi
þá enginn í sendiráöinu enskuna Danans.
Svo ég varö aö koma til hjálpar, þá
batnaði þaö heldur. Þaö er oft einkenni-
leg enskan hjá Dönum, eins og maöur
veit. En vont er að læra dönskuna til þess
aö tala svo aö þeim líki.
Þaö var margt skemmtilegt fólk sem
var þá á Símanum. Þá var Anna Scheving
Thorsteinsson á ísafiröi o.fl. sem ég
kynntist svo seinna. Viö vorum þá svo
fáar. Það var helzt á kvöldin milli 8 og 9
þá var iítið aö gera og þá fórum viö aö
skemmta okkur. Þá var Kristjana Blöndal
í Stykkishólmi. Hún haföi þar organista
sem spilaöi fyrir okkur, svo þetta var
eiginlega útsending á kvöldin þegar lítiö
var aö gera.
Þiö hafiö veriö brautryöjendur í út-
varpsmálum.
Þú sérö þaö bara. Ég er hrædd um
það.
í Reykjavík voru við afgreiðslu á móti
mér Anna Klemenz, Ástríöur Hafstein,
Sigríður Hafstein, Kristjana Blöndal kom
seinna. Þær þóttu yfirleitt framúrskarandi
fallegar allar stúlkurnar sem unnu á
Símanum. Ég var nú ósköp leið útaf
þessu því ég þótti nú aldrei fögur. Þaö
komu einu sinni tvær stúlkur ríðandi
niöur Reykjavíkurveginn í Hafnarfirði. Þar
blasti ég viö í glugga á stööinni. Þá segir
önnur: Nei. Sjáiö þiö stelpuna. Freknótta,
rauöhæröa og rangeygöa.
Þegar ég heyrði svo þessi ósköp af
fríðleika þessara stúlkna í Reykjavík og
úti á landi má geta nærri hver áhrif þaö
hafði. Annars varö fljótlega góður kunn-
ingsskapur milli okkar. Ástríður haföi
sérstaklega gaman af því að narra mig.
Hún fann aö ég var mjög „nervös" (þaö
sagöi maður nú í gamla daga) og lét mig
taka skeyti í mannanöfnum. Hún vissi aö
það var þaö versta sem gat komið fyrir
mig. Þá kom hún a.m.k. meö tíu stafa
kvóta og lét mig taka og taka og ég
svitnaði og ég skrifaöi og skrifaði og svo
sagöi hún þegar ég var loksins búin.
Jæja. Nú er þaö búiö. Þetta var ekkert.
Anna Klemenz var afar samviskusöm.
Alveg framúrskarandi samviskusöm. Hún
haföi eitt sinn lofaö einhverjum símtali
norður á Akureyri. Vissa stund. Svo ætlar
hún á þeim tíma sem hún haföi iofaö
símtalinu aö ná í stöðina en þá er ein
smástööin búin aö loka og hún kemst
ekkert. Henni varö svo mikiö um þaö aö
hún fór aö gráta. Svona voru þær nú
samviskusamar í gamla daga.
Ég starfaöi 50 ár á símastööinni í
Hafnarfiröi. Frá 1911 til 1962. Þaö var
langur tími. En mér þótti starfið skemmti-
legt, mjög skemmtilegt. Þessvegna undi
ég vel viö þaö aila tíö. Leiddist þaö aldrei.
Fannst þér þaö ekki lýjandi?
Ég fann ekki svo mikið til þess. Þetta
átti vel viö mig. Aö hitta marga. Kynnast
mörgum og tala viö marga. Það þótti mér
bara gaman.
Þú hefir kunnaö því vel aö sitja viö
þjóöbraut þvera.
Já, þaö var einmitt þaö. Hlusta í
margar áttir. Þaö var afar skemmtilegt
samstarf milli allra suöurstöövanna. Þaö
lágu tvær línur frá Hafnarfirði suöur á
Reykjanes. Fyrsta stööin var í Hvassa-
hrauni. Önnur á Vatnsleysu, þriðja hjá
Guðmundi á Auönum og uröum viö miklir
kunningjar. Hann hringdi oft til mín á
kvöldin þegar hægöist um til þess aö fá
fréttir úr Firöinum, hvort þeir heföu
fiskaö. Ég byrjaði fljótt aö kynna mér
þaö, að vita nú eitthvað þegar Guömund-
ur hringdi. Enda bauö hann mér til sín. Ég
var einu sinni viku hjá honum í sumarfríi.
Þá fór ég ríðandi suöur í Keflavík. Þá var
nú ekki amalegt að koma til Ólafs
Ófeigssonar og fá heita kjötsúpu eftir
Ingibjörg ögmundsdóttir vió vinnu sína á telefóninum í Firðinum í þá gömlu
og góðu daga. Með henni er Kristín Guðmundsdóttir.
Guðmundur á Auönum
Guðmundur Einarsson frá Hraunum og kona
hans Jóhanna Stefánsdóttir ásamt þremur
börnum sínum. Eldri telpan er Kristín, sem frá
segir í greininni.
Brúökaups-
mynd af hjón-
unum Ingi-
björgu ög-
mundsdóttur
og Guðmundi
Eyjólfssyni
símstöðvar-
stjóra.
reiötúrinn. Svo var Axel Möller í Keflavík.
Anna Þorgríms var nú þá mikið hjá
tilvonandi mágkonu sinni, Mörtu Valgerði
Jónsdóttur er starfaöi viö símann.
Þá var Sverrir Júlíusson sendill þar.
Þetta voru allt góöir kunningjar mínir. í
Geröum var Guörún. Svo var Sandgeröi
og Hafnir. Jón í Höfnunum. Karl í
Grindavík og hans fjölskylda. Þaö var
mikill kunningskapur meö okkur á öllum
suöurpartinum.
Þetta ár 1911 til 12 voru svo miklir
jaröskjálftar á Reykjanesi. Vitavöröurinn
haföist varla viö fyrir skjálftum. Potturinn
kom af maskínunni og rauk út á gólf,
hvaö þá annað. Þaö var oftast nær okkar
fyrsta verk á morgnana aö hringja á
Reykjanes og vita hvernig liöi. Hvort allir
væru nú heilir.
Þarna voru margar þjóöir á tímabili í
Hafnarfirði. Fyrst voru Norömennirnir.
Þeir komu frá Stavanger og voru meö
marga línubáta. Þar var „disponent" sem
þeir kölluöu þá, Bjerkvik, mjög myndar-
legur maður sem var fyrir þessu. Han var
í landi og haföi skrifstofu. Þá var þar hjá
honum’ á skrifstofunni Morthens, faöir
þeirra Morthensbræöra. Bjerkvik var afar
mikill höföingi. Svo komu Þjóðverjarnir.
Mikiö af þeim. Þeir lögöu upp fiskinn hjá
Einari Þorgilssyni. Þeir uröu innlyksa einir
tveir og höfðu Þjóöverja tii þess aö líta
eftir skipunum alveg fram eftir öllu stríöi.
Svo kom nú æfing í enskunni, því ekki
mátti senda neitt skeyti nema á ensku.
Þá varö maður vitanlega aö hjálpa þeim.
Ég man að einn hét Schelderup, norskur.
Ég þýddi oft fyrir hann skeyti sem hann
sendi.
Hvaö manstu að segja frá gömlu
Norðmönnunum, þeim er fyrst komu á
vegum Símans?
Björnes gat stundum orðið rasandi
vondur. Hann fékk að hafa eitt horniö í
kjallaranum fyrir símadót, en frúnni
fannst hann ekki ganga nógu vel um og
fóru þau í hár saman út af því. Þá var
gaman aö heyra til hans. Þaö var ekki
nokkur leið aö skilja hvaö hann sagöi.
Norskan var hvorki norska eöa íslenska.
Hann fór síðar heim til Noregs og þaö
skildi hann enginn. Þá varö hann mjög
vondur og reiður og vildi fara strax til
baka því þeir skildu bara ekki norsku í
Noregi.
Þetta voru mestu myndarmenn margir
af þessum Norömönnum sem komu
hérna þá. Eins voru þaö myndarmenn,
þeir sem komu og settu upp sjálfvirku
stööina. Þaö voru líka Norðmenn. Það
komu a.m.k. þrír verkfræðingar meö
þeim til aö stjórna verkinu í Reykjavík og
Hafnarfiröi. Þaö var áriö 1932. Þessir
menn voru mjög myndarlegir. Þaö er ekki
langt síöan einn þeirra kom hingað heim.
En þaö fór mjög illa fyrir sumum. Þeir
lentu í stríöinu. Einn þeirra, Scheie, hann
dó eftir að hann kom heim, af iliri
meöferö í þýsku fangabúöunum.
Þú tókst virkan þátt í félagsmálum
símamanna.
Yfirleitt hefi ég verið svo heppin og ég
tel þaö frá þeim tíma aö vera í skóla og
alast upp með strákum og vera aldrei
hrædd viö stráka, því þeir voru ekkert
meiri en stelpurnar þegar til kom. Um-
gangast þá ágæta pilta sem hafa verið
fyrirmyndarmenn allir. Þá var þaö góð
undirstaða undir það aö vinna karl-
mannsstarf.
Guðmundur Hlíödal póst- og síma-
málastjórí var ekki heima þegar
maöurinn minn var jaröaöur. En svo er
það jdag nokkurn að ég er ein heima. Þaö
var framoröið. Klukkan orðin 10. Þá
hringt dyrabjöliunni. Ég fer til dyra. Þaö
er Hlíödal. Hann byrjar á að kondólera
(samhryggjast) og kom nú inn. Svo segir
hann aö það komi ekki til aö ég geti
haldiö þessari stööu. Þetta sé ekki
kvenmannsstaöa. Ég segi aö þaö sé nú
SJÁ NÆSTU SÍÐU