Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Síða 6
Við telefóninn í Firðinum TONLISTIN SPRINGUR ÚT EINS OG RÓS ansi hart. Ég hafi unnið starfið meðan maðurinn var veikur og fylgst með þessu frá byrjun og meira aö segja verið stöðvarstjóri áður en Guömundur tók viö. Ég man ég varð svo vond aö ég grenjaöi af vonsku. Náttúrlega var ég ekki vel fyrirkölluð. En meö það fór hann og leið mér þá mjög illa. Þá talaði ég við vin minn, Bjarna Snæbjörnsson lækni og sagði honum að nú lægi illa á mér. Hann var nú eins og vant var, ekkert nema elskulegheitin, eins og honum var líkt. Og það var ekkert annað en að allir Hafnfirðingar, símanotendur, skoruðu á Hlíödal að láta mig hafa stöðuna, því ég gæti alveg gegnt henni eins og karl- maöur. Ekki var nú Hlíðdal ánægður með það og aldrei reglulega ánægður. Lang- aði alltaf til að finna einhverja hrukku á mér svo það mætti henda mér burtu. Ég passaði nú að það yrði ekki. Og hafði enga minnimáttarkennd, hvorki við hann né aöra. Það var þetta sem bjargaði því að ég fékk siööuna. Hafnfirðingar hafa boriö mig á höndum sér alla tíð, frá því ég var lítil. Eg var svo ung þegar móðir mín dó. Frá þeim tíma hafa þeir alltaf verið mér mjög góöir, eins og sést á þessu. Ég vann sem stöðvarstjóri í Hafnarfiröi í 30 ár og allir voru vinveittir mér. Hefir þetta haft afargóð áhrif á líf mitt allt, einsog geta má nærri. Maður vex við allt sem maður verður að reyna eitthvað á sig. Þú segist hafa haldið dagbók lengi. Ég byrjaöi að færa nokkur orö á dag. Byrjaöi meö því að færa inn á almanakið til þess að minna mig á brunakall á hverjum föstudegi þá komu þeir í fullum skrúða og stóðu yfir mér meðan ég hringdi út og reyndi bjöllurnar. Svo voru Englendingarnir. Þeir voru orðnir heima- gangar. Settu vörö vissa daga. Þaö voru 4 hermenn í biðstofunni, en biðstofan tók lítið meira. Stundum kom það fyrir að rottur komu upp úr vösum þeirra. Einu sinni var ein stúlkan svo dugleg að hún náöi að koma henni út. Ég kynntist yfirmönnum í hernum og gerði grín að því hvað þaö væri hlægilegt aö fylla biðstofuna af hermönnum og vera að færa þeim súpu þangaö sem heimafólkiö kæmist ekki fyrir til þess að bíöa eftir símtölunum. Endirinn varð sá að þeir sáu hvaö þetta var asnalegt og hættu því. Á morgnana varö ég að hringja upp í klaustur og gefa þeim veörið. Ég hafði dálítið gaman að því að þeir héldu að ég væri kornung stúlka og þeir voru orðnir málkunnugir mér þessir sem tóku við veörinu og farnir að grínast. Svo spurði einn þeirra hvort hann mætti ekki koma og heimsækja mig. Jú, velkomið. Svo kom hann eitt kvöldið og ég hélt til dyra. Þá var þar kominn pínulítill Englendingur. Ég býð honum inn. Hann spyr hvort þetta sé Ingibjörg. Ég hafði sagt þeim eins og satt var hvaö ég héti og hver ég væri, svo þeir vissu það. Hann varð svo miður sín aö hann ætlaði ekki aö þora aö spyrja. Þaö var hann sem var hræddur en ekki ég. En svo urðum við bestu mátar. Ég átti þá Ijóðaþýöingar á ensku, þýðingar Jakobínu Johnson, vesturíslensku skáldkonunnar. Ég gaf honum þær í nesti. Ég veit nú ekki hvort hann hefir haft vit á því eða ánægju af því. En ég skemmti mér, svo mikið var víst. Eftir langan vetur er voriö óvið- jafnanlegt. Fyrstu gróörardagarnir vekja bros á vörum vegfarendanna. Menn fylgjast meö því með eftir- væntingu, hvort ekki sé íviö grænna í dag en í gær, hvort frjóknapparnir séu farnir aö brjót- ast út á trjánum eða hvað líði farfuglunum. Og allir bíða í ofvæni eftir kríunni. Þegar hennar tími kemur, lætur hún ekki standa á sér fremur en vant er. Sumir telja þetta svo mikinn viöburð, að þeir halda um það skrá, hvenær þeir sáu fyrstu kríuna á vorin eins og Baldur Jónsson læknir á Akureyri, sá mikli fuglavinur og skoðari. — Skyldi það annars ekki fara oftar saman heldur en hitt að vera góður við börnin og hafa gaman af fuglum eöa dýrum: Sjá lömbin stfga fyrsta skrefiö á móður jörö eða kýrnar „leika við hvurn sinn fingur", þegar þær fá loksins að fara út úr fjósinu og heilsa sólinni eftir átta mánaða innistöðu. Og daprar sálir söngvar vorsins yngja. Og svo er mikill Ijóssins undrakraftur aó jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og veróa grænir aftur, Svo kvað Tómas. Þessi vísa kemur annars alltaf illa við mig, eins margar atrennur og ég hef gert aö því aö ná rétta tóninum, ekki sízt á vorin, — en án árangurs. Þessa maídaga liggur við, aö mér sé í nöp við símastaura fyrir bragðið!!! Við erum annars í sjöunda himni yfir því, hversu tónlistin springur út hér á landi eins og rós, sem breiðir úr tveim blómum á morgun fyrir hvert eitt í dag. Ég skal ekki nefna mörg nöfn, en þó kemur upp í hugann, hversu Þórarinn heitinn Guðmundsson, sem nú er nýlátinn, hlýtur að hafa verið hamingjusamur yfir aö hafa haft kjark til þess á sínum tíma að setjast að hér á landi að loknu námi í Höfn. Hans ævi- starf hefur svo sannarlega borið ávöxt og annarra vormanna okkar á sviði tónlistarinnar. Ég nefni til viðbótar Árna Kristjánsson píanó- leikara, sem gladdi okkur með lestri Passíusálmanna í vetur. Eða þá hið erlenda tónlistarfólk, sem um áratugi hefur leyft okkur að teygja töfradrykkin „hlustarmunn- um“, svo aö brugðið sé á tungutak Fornólfs. Mér uröu það vonbrigði aö Alþingi skyldi ekki hafa dug til að setja ný lög um Sinfóníuhljóm- sveitina í tilefni af afmælinu í vetur. Þaö rak á eftir, — og úr því aö slíkt tilefni dugði ekki til, spyr ég stundum sjálfan mig, hvort viljinn hafi verið fyrir hendi. Ég vona það og skal ekki vera meö getsakir. — Ekki heldur í sambandi við íslenzka kvikmyndagerö, þótt ég geti ekki skilið það réttiæti, að hún skuli ein listgreina sitja uppi með söluskatt- inn, sem orðinn er 23,5% eftir að þessi nýjasta vinstri stjórn hefur lagt á sína nýjustu skatta eftir geöþótta sínum. Mér er sagt aö síldarsjómenn hafi á sínum tíma orðið berg- numdir, þegar tónar Hreins Páls- sonar óperusöngvara bárust yfir hafiö út af Skaga. Og mér er líka sagt, að Guðmundur Jörundsson hafi siglt togara sínum til Sauöár- króks til þess aö láta það eftir sér og leyfa skipshöfn sinni að hlusta á Stefán íslandi á Sauöárkróki. Áóur hafði Pétur Jónsson sýnt fóki í öðrum löndum, hvernig á að syngja Wagner. Hér uppi eru hámenntaðir óperu- söngvarar, hver af öðrum, sem gætu gert garöinn frægan á er- lendri grund, — nema vegna þess að þá langar til að vera heima. Þeir eru svo góöir, aö áöur en varði yrðu þeir farnir að syngja viö erlend óperuhús, ef þeir bara vildu lúka upp munni í slíkum stað. Nú stöndum við frammi fyrir því, hvort við viljum þiggja það að fá að hlýða á sönginn, — viö getum hugsaö okkur að við stöndum í þeim sþorum að þurfa ekki annaö en oþna gluggann til þess að rödd næturgalans berist inn ístofuna. — í hreinskilni sagt: Eigum við ekki aö búa í haginn fyrir þetta fólk, sem hefur sýnt undanfarið, hversu mikið það vill leggja í sölurnar sjálft? f rauninni get ég ekki séð, að við komust hjá því að leggja fram okkar skerf eins og börnin í skólanum taka tónlistarfræðslunni fagnandi og tileikna sér hana og hlakka til aö fá meira að heyra og meira að læra. Ætli þetta unga fólk myndi síðar kunna okkur þakkir fyrir, ef við köstuðum hinu gullna tækifæri frá okkur núna og snerum bakinu í þá lítillátu söngvara sem minna á páskaliljurnar í kvæði Hannesar Péturssonar: .. .Þeim einum aem vitja ilms ykkar, lífs ykkar, takið þið tveimur höndum því tíminn er kominn, hin rétta stund til að anga. Nema viö viljum heldur, að þessir listamenn verði eins og útigangshross í Róm, Vín eöa New York. Viö eigum okkar Þjóðleikhús og lönó. Sinfóníuhljómsveitin hefur sinn stað og íþróttafólk Auðkúlu í Laugardal. Mér sýnist einsýnt, aö röðin sé komin að íslenzku óper- unni. Hennar vor hlær framan í mann eins og sólin og sumarið er í nánd. Halldór Blöndal ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.