Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Side 13
Honda Civic hefur veriö endur-
hannaður, en breytingar veröa samt
að teljast mjög litlar á árgerö 1980.
ARSINS
úr flokki innfluttra
bíla í Bandaríkjunum
Bandarísku bílablööin velja á ári
hverju bíla ársins, bæöi úr flokki
hinna innlendu og þeirra, sem fluttir
eru inn frá útlöndum. Bílainnflutning-
ur til Bandaríkjanna er geysilega
mikill, einkum frá Japan og áhugi
Bandaríkjamanna á litlum bílum frá
Evrópu og Japan hefur valdiö þeim
þungum áhyggjum í Detroit.
Blaöiö Motor Trend valdi sjö bíla
úr allri súpunni meöal innfluttra geröa
og þá voru lagöar til grundvallar
ýmisskonar nýjungar og framfarir,
sem höfðu átt sér staö. Annaðhvort
var verið aö hefja innflutning á
þessum bílum til Bandaríkjanna (Rov-
er 3500) eða þá aö gerðar höföu
veriö gagngerar breytingar frá fyrra
ári og taldar horfa til framfara.
Athyglisvert er og um leið tímanna
tákn, aö af þessum sjö bílum eru
fimm frá Japan, einn frá Vestur-
Þýzkalandi og einn frá Bretlandi.
Nýja geröin af Honda Civic varö
yfirburöa sigurvegari í stigakeppn-
inni, sem síðan fór fram, byggöri á
prófun í tíu atriðum. Svo miklir voru
yfirburöir Hondunnar, að hún varö í
efsta sæti í sex greinum prófsins, en í
öðru sæti í fjórum.
í fyrsta lagi komst Hondan lengst á
galloni af bensíni, en Roverinn er þar
eðlilega í síöasta sæti, enda stór bíll
og búinn 8 strokka vél. í ööru lagi var
Hondan fljótust aö hemla á 100 km
hraöa (Hemlunarvegalengd 150 fet).
Einnig þar varö Roverinn í aftasta
sæti.
í þriöja lagi varö Hondan fyrst í
ööru hemlunarprófi, nú á 30 mílna
hraöa. Þá þurfti Hondan aðeins 38 fet
til stöövunar og var langfyrst. Toyota
Tercel varö síðastur meö 50 fet.
í fjóröa lagi varö Honda hæst við
gæðaprófun meö 834 stig, en lægst-
ur varð Subaru meö 695 stig. í
fimmta lagi fékk Hondan flest stig
fyrir hönnun, eða 413, en einnig þar
varö Subaru í neösta sæti meö 298. í
sjötta lagi var metiö dollaraviröi
(dollar value) og þar kom Honda bezt
út en Audi 4000 lakast.
Auk þess var prófaö í beygjuakstri
á „svigbraut“ og þar var Honda í 2.
sæti á eftir Rover 3500, sem stóð sig
best, en Toyota Tercel varö síðastur í
þeirri grein. Varöandi þægindi lenti
Honda í 2. sæti á eftir Audi 4000, en
Subaru varö aftastur. Þá var og
prófuö mýkt og ökuhæfni og kom
Roverinn best út úr þeirri prófun en
Honda var í 2. sæti.
Þegar öll stig voru lögð saman,
sigraöi Honda Civic meö 93,179
stigum, í 2. sæti varð Mazda 626 meö
86,866 stig, í 3. sæti varö Rover 3500
meö 86,833 stig, í 4. sæti varö Audi
4000 meö 86,591 stig, í 5. sæti
Toyota Tercel meö 85,253 stig, í 6.
sæti Datsun 200 SX meö 81,804 stig
og í 7. sæti Subaru meö 75,554 stig.
IMPORT CAR OF THE YEAR:
TEST RESULTS
IMPORT CAR OF THE YE AR POINTS/STANDINGS
65,000 70,000 75,000 80,000 85,000 90,000 95,000 100,000
1 I 1 1 1 1
HONDA CIVIC (93,179) y-
MAZDA 626 (86,866)
ROVER 3500 (86,833)
AUDI 4000 (86,591)
TOYOTA TERCEL (85,253)
DATSUN 200SX (81,804)
SUBARU GL (75,554)
I T............ I
Laufey
Steingríms-
dóttir,
næringar-
fræöingur
MJÓLK
MEÐ
MAT
Telst þaö ósiöur, aö fullorönir drekki mjólk meö mat? Síst af öllu tel ég aö
mjólkin eigi svo haröan dóm skiliö, en þó birtist þessi yfirlýsing í myndatexta er
fyigdi viötali viö undirritaða í Lesbók Morgunblaösins þann 18. apríl 1980. Blaöiö
telur sig hafa haft þetta eftir mér, en þaö er byggt á misskilningi.
Mjólkurneysla íslendinga hefur oröiö fyrir töluverðu aökasti síðastliöin ár, og
víst er þaö, aö margir neyta óhóflega mikils mjólkurmatar. Mjólkin er, eins og allir
vita, orkurík og nokkuð feit fæöa og leggur þar meö sitt af mörkum til söfnunar
aukakílóanna. Hins vegar eru mjólkurafurðir meöal næringarríkustu, kalk- og
vítamínríkustu fæðutegunda sem völ er á. Þaö er því alrangt aö halda því fram, aö
fulloröiö fólk eigi ekki aö drekka mjólk. Þaö þarf aö vísu aö stilla
mjólkurneyslunni í hóf, rétt eins og neyslu annarra matvara, og er þá gjarnan
miöaö viö aö hæfilegur dagskammtur fulloröinna jafngildi tveim mjólkurglösum,
eöa sambærilegu magni annarra mjólkurvara, en dagskammtur barna, unglinga
og vanfærra kvenna jafngildi þrem glösum. Samkvæmt þeim útreikningum, sem
geröir hafa verið á íslensku faBöi, þá er mjólkurneysla íslendinga aö öllum jafnaði
a.m.k. helmingi hærri. Þar með telst aö sjálfsögðu ostur, en ostur ofan á eina
brauösneiö jafngildir t.d. háifu mjólkurglasi, aö ótöldum öörum mjólkurvörum svo
sem súrmjólk, skyri og jógúrt. Þaö er því óhætt aö fullyrða aö ýmsir gætu sér aö
skaölausu dregið töluvert úr mjólkurþambinu. Ofneysla mjólkurvara er þó í sjálfu
sér ekki helsti meinbugur á íslenskum matarvenjum, heldur miklu fremur hitt, aö
hér skuli enn ekki vera á boöstólum fituskert mjólk, eöa svokölluö
léttmjólk. Meö tilliti til okkar miklu mjólkurneyslu er oröiö tímabært aö viö fetum
í fótspor nágrannaþjóða okkar og gefum fólki kost á fjölbreyttara úrvali
fituskertra mjólkurafuröa.
• v