Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 5
Carlos Alvarez
HJÁ LÆKNINUM
Þaö er einhver dáinn (maöur aö sagt er)
og — þaö er skelfilegt, læknir — ég
hef ekki getaö merkt neina hryggö.
En ég væri Ijóti ómerkingurinn
ef ég leyndi yöur nokkru: ekki nóg með
aö ég syrgi hann ekki, nei
umrætt dauösfall
stór gladdi mig satt aö segja.
Er ekki óskaplegt aö heyra þetta, læknir?
Geriö yður sem snöggvast íhugarlund þýöingu þess
aö einhver maöur er ekki framar
hann lætur eftir sig konu, börn og
nána vini, tóm,
hálfnað verk, koss
sem ekki veröur endurgoldinn. Og annar maöur
sem getur sett sér allt þetta fyrir sjónir
er með öllu ósnortinn. Og þó
megið þér vita, læknir (ég held ábyggilega
aö þaö sé engin lygi, já, kunningjar mínir
geta um þaö boriö) að í mér býr eitthvað
sem kemur mér til að gráta yfir sárum annarra
og iöulega hef ég á eigin holdi kennt
kvala framandi manna
sem fengu á svipunni aö kenna .. . eöa
rettvísi blýkúlunnar gegn hjartanu.
Hvað er þetta meö mig, læknir, hvað ætli
gangi að mér úr því tilfinningin bregst nú alveg?
Hvenær skyldi ég veröa
blessunarlega sorgbitinn
farsællega mennskur
hvert sinn er einhver deyr?
Úlfur Hjörvar þýddi.
Carlos Alvarez er spænskt skáld, fæddur í San Roque í Andalúsíu áriö 1934. Hann nam
lögfræði og heimspeki viö háskólann í Madrid, en var dæmdur í fangelsi fyrir skoðanir
8ínar 1958, og oft síöar, en Ijóð hans hafa ekki fengist útgefin á Spáni fyrr en nýverið.
Ljóöiö, sem hór birtist, er ort viö andlát Francos.
Steen Colding
NEÐANJARÐAR-
FLJOTIÐ
Enginn þekkir fljótið
enginn örlög þess né viönám
Djúpt undir yfirboröinu
brýst þaö eigin leiðir
og sjálfur fer ég mínar
Uggandi eöa ugglaus
ber okkur yfir grasiö
maöur nokkur segir
pílviðarsprotinn minn hermir
aö hér sé fljót
menn þrosa aö honum
menn hlæja.aö honum
menn spotta hann
En einhvers staöar ryöst fljótiö
fram
af björgunum
liöast um héruö
með fénaöi í högum
um borgir meö brúm
og yddum turnum
til þess um síöir
aö mynnast viö hafið.
(Um 1930) Úlfur Hjörvar þýddi.
Teikningar: Alfreö Flóki
Úr formála fyrir Ijóðabókínni „Fuglamaðurinn
Góra“, eftir Ulf Gudmundsen (1930).
Á íslandi verpir móöir jörö ófrjógvuöum eggjum sínum fyrir augum okkar —
síöan færa sjófuglarnir þeim líf. Og íslendingar, sem búa á eldfjalli, aö segja
má, finnst sem þeir séu skuldbundnir til aö láta eftir sig goösagnir, er greini frá
þvísem eitt sinn var. Orö lifa af náttúruhamfarir — myndirnar brenna. Kannski
er þaö þessvegna aö ísland á þúsundára bókmenntir, en fábreyttan
myndlistararf, sem oft dregur dám af bókmenntum — kyngimyndir — líkt og
tam hjá myndhöggvaranum Einari Jónssyni (upprunalega „Art noveau"), sem
var náfrændi Alfreös Flóka, er hefur myndskreytt þessa Ijóðabók teikningum
sínum — áreiöanlega einn fárra listamanna, sem það heföi getaö svo
samboöiö væri Ijóöunum. Þessu réði tilviljun — einmitt sú heppni, sem menn
ættu ætíö aö taka meö í áætlunum sínum. Ulf Gudmundsen var aö blaöa í
grafíksafni mínu og stansaöi viö teikningu eftir Afreö Flóka. Þetta varð ást viö
fyrstu sýn. Hann féll fyrir póesíu myndarinnar og afleiöingarnar má sjá í
bókinhi.
Sýnir Flóka spretta fram eins og hverir. „Ranghverf“ augu hans safna
þessari sundruðu veröld ínýja heild þar sem allt er mögulegt — líka ímynduö
kynjaveröld þar sem jafnvel Ijótleikinn skapar nýja fegurö og endurhljóm
oröanna, án þess aö fylgja þeim bókstaflega.
Brautryðjandi surrealisma í Norðurálfu
Steen Golding fæddist í Nyborg áriö 1900, lést í Kaupmannahöfn 1979.
Gagntræðaprófi lauk hann 1916 og læröi til bankastarfa í Danmörku og á Frakklandi;
komst á eftirlaun 1967 og var þá löggiltur endurskoöandi. Ferðaöist mikið. Ritstýröi
frá 1935—67 listaefni tímaritsins Bygge & Bo og skrifaöi í það fastan þátt, Paletten;
var lista- og menningarritstjóri viö Villabyerne frá 1949 til dauðadags.
Fréttaritari og greinahöfundur fjölda tímarita, bæöi í Danmörku og víöar um heim,
m.a. Kroniek van hedeódagsche, Kunst en Kultur, Magasinet, Blok, The Studio,
Biografbladet, Rixes, L’age du cinéma, Meta, Spiralen, European Art This Month,
Edda, L’esperienza moderna, Direzioni, Phases o.fl.
Birti fyrstu grein sína um surrealisma 1935 og skrifaði eftir það ótal formála að
bókum og sýningarskrám, auk þýðinga.
©
t r /