Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Síða 14
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
,jn mmm ' IttM ÍKAP! *** M Jo C. rC*i Ó*>6KÍ- Ul«t m OVfHN vee<-| tjCS' | &
pi+- Æ J K A Aí em 222C T 'o K K Á" R
5 T R U M í A Ví'ffur 3uu s Ý K L R
r T A Ð íS M > 9'e D A R W- U K
ifeKK
T e R. ve-KAgj K F T Q R U R M A7 R 1
S'fJ- h £> A L rt>HCn\ i F Ú A F e N rU(L S A R, 5 iy* V
%AT- ! E ■ flF' Kv/ - SMI L A &. A R HflíL S K U M D A R SSr S (
L 'AUFfl PýK A s 7 A A R M A R A u Ð
s A N Sg? K A R L A R M l R L
VADi y S HIUTfl A s K S í>9r. E Ni /ETT*g A £) i L S
5 M Æ R 1 /í?!l N Æ (X Vftuí A R A tA '0 r
PVAO) s A r H 'o A R u (X L K« ' flFT- U« s u
U ae L 'A M A R R. A F A L T BoK- itSf' L
V 7 U R í 2Í/N4 r A F L K (c
h U Jí A £> 1 S T; K A £ L f « ' tflto F A u
K ÝS Ves/zL (áDTU, Cx«- eiMiR L'i Ff'ZRi V KvfrN- N R FM Fucll ÁST- V’eRKT- FÆRI íæt- irz. RW LiA - Bt?Aaei£ IOnAÐ - HMMKWW
1 - » fr
Hn - '1 F-' A R. 0FIMIÐ SVCÖMVc- UNT
TK' kfíDF RLU-fl - HLT.
TUfJU- K Q. MToiX N/pRSvcr da<íbcað dtAsm
MflNNS- NFFrJS K'XokM f/VSIC' uR T iTilu
8urt Humír V ip + UMP/EMI PiiAO - tlNPIR r >• VL'/T- /mcahks \JEX
PRIK Í?VJA Kvcm- DýR 5AR6A 5KVM- FÆRI
1 L L - £ x- 'ÓRN ■ ME RK- U R 1 L M ~ 5FA/IÐ
ÚUÐS rvTsr/?- M £)
þUrtRKR ÚT i N afl fL V£i€>A£ FÆR|
KM/tPA
iÞv- 1AÐR r>-r- 1 U L U'flT 5ico'ui
KvfM - Sian
L SÝKINÍ. 5vc. ST. ■5K-0R- UM'
/MYMD- UM ELSKA
Cxdf\S- To n f/'NOI 5óÐ l DvatA ■
HRATT pOlC- sr/\Fu rz. 2 ÍIHS ) L AT - AIF
HftÉYF- i m m ÁHAID- !£>
Frétm- i~OFFI IKIMT EFT/IZ. FlUL- AK
Úr mínu horni
Peningarnir
og lífið
Það vorar í hugum flestra manna,
sem ekki eíga viö nein sérstök
vandkvæöi aö stríöa, löngu fyrr en
almanakið gefur ástæöu til, strax
með hækkandi sól. Ósköp getur þá
verið gaman, um það bil sem allt fer
að gróa, að vera boðinn í ferðalag
austur fyrir fjall og til dvalar á
sögustað í ööru héraöi.
Viö ökum framhjá Hverageröi aö
þessu sinni. Þaöan á ég margar
góöar minningar. Þangaö leituöu
ungir menn á minni bestu tíö
ævintýra og andlegrar lyftingar. Á
hverjum vetri heimsótti ég vin minn
Jóhannes úr Kötlum og elskulega
konu hans, á meðan þau áttu þar
heima. Dvaldi þar í góöu yfirlæti yfir
helgi. Viö ræddum vandamái
skáldsins á tímum styrjaldar og
umbyltinga. Þaö var nokkuö annar
heimur í Garðshorni hjá Kristmanni
skáldi. Þaö fór raunar alltaf vel á
meö okkur, þrátt fyrir illvíg skot
hans á kommúnista og iila anda,
sem hann sá á líklegum og ólíkleg-
um stööum. Kristmann vár alltaf
glaður félagi. Þá var þarna og meö
annan fótinn Kristinn Pétursson
listmálari, líka góöur og skemmti-
legur kunningi. Hann kenndi í
Reykjavík, en átti þarna vinnuaöset-
ur. Einhvern tíma veröur nafn hans
skrifaö meö stærra letri en á
hérvistardögunum. — Og fleiri voru
þarna, sem gaman væri viö að tala.
Ég ætla ekki aö segja feröasögu
eöa rekja minningar. — Um leiö og
viö ökum framhjá að þessu sinni
minnist ég síöustu heimsóknar
minnar til Hverageröis. Þaö var fyrir
tveimur árum, einmitt um þetta
leyti, á einni af vorhátíöum kirkjunn-
ar. Ég haföi farið til aö vitja um
æskuvín minn, sem hafði verið
holaö þar niður á góöan staö aö
gefnu tilefni. Hann var orðinn gam-
all maður og var mjög lasburða. —
Hann er þaö ékki lengur. Nú er hann
kominn í þaö hæli, þar sem eldur er
hættur aö hlaöast á fólk og allir búa
viö bestu heilsu. Hann naut ekki
lengi Hverageröisvistarinnar. En
þaö var mikil lausn fyrir alla, sem
vildu honum vel, að hann skyldi fá
þarna skjól til aö lifa síöustu ár sín
og aö fá aö deyja áhyggjulaus.
En svipmynd þessi frá Hveragerð-
isheimsókn hefur greipst í hug mér.
Vinur minn bjó ásamt þremur öör-
um í einbýlishúsi. Því fylgdi garður
og sólskýli. Þetta hús var hluti af
elliheimilinu Ási, sem er frægt fyrir
góöa aöhlynningu gamalmenna. í
einu herberginu bjuggu öldruð hjón,
vinur minn gamli og þrítugur maöur
ifööru. Svo var stofa meö sjón-
varpstæki, gangur og snyrtiher-
bergi. Húsgögn, myndir á veggjum.
Mat fékk fólkið sendan á málum.
Þrítugi pilturinn var algjör öryrki,
hjólastóllinn hans var á næstu
grösum, innanhúss hreyföi hann sig
um í nokkurskonar göngugrind. I
herbergishorninu hans voru hljóm-
tæki, eins og ungir menn hafa sér til
dægrastyttingar, bækur um styrj-
aldir og svaöilfarir, sorpblöö.
Ég spurði vin minn: Fylgir þessu
ekki of mikill hávaöi? Þaö verður
ekki viö öllu séö, svaraöi hann.
Þetta er ágætis drengur. Ég spuröi
um heimsóknir. Það er ekki von, aö
vinnandi fólk geti oft komiö, var mér
svaraö.
Vinur minn er ekki þarna lengur,
eins og ég sagöi áöan. Ég veit ekki
um unga manninn. Oft hefur mér
orðið til hans hugsað. En meira get
ég víst ekki gert. í hverri viku
fréttist af slysum. Lífiö er happ-
drætti. Viö lifum flest góöu lífi. Eitt
er víst: allir vilja veröa gamlir, en
engir vilja vera þaö. I biöstofu
læknisins situr brjóstgóö kona,
nokkurskonar hjálparandi, og segir,
aö því miður komi hann ekki meir í
dag, eru nokkur skilaboö?
Eg fæ miöa og skrifa orösend-
ingu, lista yfir smyrsltegundir og
töflur. Ég er svo heppinn aö vera
haldinn þaö göfugum sjúkdómi aö
sjúkrasamlagiö borgar læknishjálp.
Svo skrifa ég nafn mitt og heimilis-
fang á umslag. Kannski vill nú
stúlkan vera svo elskuleg aö setja
lyfseöilinn í umslagiö, þegar læknir-
inn hefur gert sitt, — og setja bréfiö
svo í póstkassa.
Svo fer ég í vasa mína og finn
krónur og legg þær ofan á umslag-
iö. Látum okkur nú sjá — og takiö
nú vel eftir: — Þegjandi set ég
gljáfagran tíukrónapening og þrjár
flotkrónur á borðið ... Þaö er ekki
fyrr en ég kem heim, aö óg geri mér
grein fyrir því, aö bros og augnaráð
stúlkunnar þýðir: Sá er orðinn
ruglaður.
Ætli þeir sem þetta lesa átti sig
hjálparlaust á því hvílíka reginfirru
þessi gamli maöur geröi sig sekan
um? Hann vissi aö frímerkiö kostaöi
kr. 130.00, en ruglaöist í ríminu,
skildi eftir — segi og skrifa —
þrettán krónur. Mikió hlakka ég til
áramótanna, þegar verögildi pen-
inganna veröur breytt. Þá veröa
stjórnmálamenn hættir aö svíkja
loforö.
En nú er ég reynslunni ríkari í
peningamálunum. Næsta dag bregó
ég mór upplitsdjarfur inn í verslun-
ina Hús, skip og hjólatíkur h.f. og
segi: Eina íbúö takk, má kosta 32
milljónir.
Viö hjónin erum komin á þann
aldur, þegar erfitt reynist aó klifra
upp stiga og þvo glugga einbýlis-
hússins, og garöurinn er okkur
ofurefli.
Hvað eru mörg núll í þrjátíu og
tveimur milljónum? Takk. Svo ein-
falt er þaö. Maöur á þó enn
ávísanahefti.
Ekki hef ég, er þetta er ritaó, frétt
af lyfseólinum eóa lyfjunum. En
þegar þú lest pístíl minn erum vió
hjónin nýflutt í nýja — gamla —
íbúö og munum komast í strætis-
vagn meö skaplegra hætti en áöur.
Þökk fyrir góóar óskir.
Jón úr Vör.