Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Side 5
Pálmi Eyjólfsson Grnll Gísli Jónsson fjártán skáld Hvaö hreif þig meira en hvítra jökla sýn á heiðum sumardögum. Frá bakka Fljótsins blasir Mörkin þín á Bása, og Goöalandið sólin skín með blágresi og beitilyng í högum. Þú birtist ekki blárra fjalla sýn hver brekka er græn við auga. Þú skynjar þetta er „mikla myndin þín“ í minningunni enginn litur dvín, þar jökulkvíslar stóra steina lauga. En ofar tindum svífa sumarský þau sigla hvít í vestur. Á gömul tré féll gróðrarskúr á ný, og golan varð svo ilmrík, fersk og hlý — þess naut hinn glaði gestur. — Við lítið tjald var löngum sungiö hátt, þó líöi á nótt skal daginn blessa og lofa. Við gróna jörð er gamall bóndi ísátt, hann gengur inn í skóg og segir fátt, þar vill hann áfram vaka er hinir sofa. Ég vildi hrópa, en ég þegi þó — og þúfan mosarauða býr við kal, hrafntinnuþökin yfir svörtum sal — og svölum fölva á vanga hennar sló. Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Ég vænti komu þinnar, sunnanátt, og ung hélst rödd þín yfir mannamátt, sú móðurrödd, er vermir líf og sál. Eilífðin bíður bak við draumsins gler, vér bárum fjálg í helgidóminn inn. Þá sæludaga hverfist allt í hag. Heim kemst að lokum allt sem betur fer. Þó fer um himin hvorki dagur minn — þeir helltu svörtu myrkri yfir Prag. Svo döggvast skógur, dýröarstund þú átt, þá deyr hver kliður, — blærinn andar hlýju. Hin djúpa þögn á dulinn seið og mátt en dagur yfir jökli Ijómar brátt. — Viö sólarupþrás syngur fugl að nýju. Þú þekktir Fljótsins þunga gamla nið, hver þúfa er kunn við bakkann. Þú valdir ála eftir gömlum sið fórst upp í strauminn skáhallt eða á hlið og hendur þínar hlýjan struku makkann. Þinn trausti klár er löngu fallinn frá um fornar götur enginn framar ríöur, þó inn til fjalla gömul augu gá, hin grænu fjöll í daufri móöu sjá, en straumþungt Fljót að ósi áfram líður. Eins og lesendur rekur minni til, birti Lesbók í vor „íslenzkt úrvalsljóð“, eða Fjórtánlínung efftir fjórtán skáld. Þorsteinn Gylfason setti saman. Meöal þeirra sem svöruðu öllu réttu var Gísli Jónsson kennari á Akureyri og lét hann fylgja með annan fjórtánlínung — líka eftir fjórtán skáld — og fylgdi sérstök þökk tii Þor- steins Gylfasonar. Þegar lausnin var birt, var einnig frá því sagt, að fjórtánlínungur Gísla yrði birtur, en án þess að nokkur yrði verðlaunaður ffyrir að þekkja allar línurnar. Nú er þetta loforð efnt; höfðu margir orð á, að þeir hefðu haft ágæta skemmtan af hinum fyrri og má ætla, að Ijóðavinir hafi ekki síður gaman af að spreyta sig á þessum. andi, þó aö hinar gagnkvæmu tilfinn- ingar ástar og umhyggju séu óbreytt- ar. Geriö annaö veifiö fyrirvarlausa hluti. Biddu maka þinn um aö hitta þig niöri í bæ og boröa meö þér. Komið hvort ööru þægilega á óvart, og þiö verðið betri bæöi hvort viö annað og börnin. 6. Þiö skuluö ekki láta fjármál stía ykkur sundur. Þiö megiö vita þaö, aö deilur út af peningum eöa skorti á þeim eiga sök á því aö verulegum hluta, aö hjónabönd misheppnast. Hvort ræöur mestu um fjármálin? Vill svo til, aö konan vinni sér meira inn en maðurinn, og að þaö særi hann? Hvaö skeöur, ef annaö hjóna er eyöslukló, en hitt þarf alltaf að spara? Á þessu sviöi finnst mér, aö fólk þyrfti aö setja sér sérstakar grundvallarreglur ffyrir hjónaband. Hér er um þaö aö ræöa, hvaö eigi að skipta mestu máli. Og hvort er mikil- vægara ást eöa peningar, þegar aö öllu er gáö? 7. Þið skuluö sýna hvort ööru virö- ingu og aögát. Þú átt aö viröa skoöanir maka þíns og hafa aögát, hvað tilfinningar hans snertir. Faöir minn var vanur aö segja, aö kurteisi kostaði ekki neitt, og ég held, aö kurteisi sé alltof oft lítill gaumur gefinn í mörgum hjónabönd- um. Jeff gerir alltaf lítiö úr Ann, þegar hún leyfir sér aö láta í Ijós eigin skoðanir á einhverju hitamáli í pólitík- inni. Yfirlæti hans á þeim stundum veldur því, að hún fyllist óvild í hans garö, og hún minnist ýmissa atvika, þegar honum var nokkuö sama, hvort hann særöi tilfinningar hennar. Chris hefur aldrei fyrir því að opna dyrnar fyrir konu sinni, þó aö hann sé fljótur aö því, þegar um aðrar konur er aö ræða. Bæöi hjónböndin brustu, af því að annar aöilinn sýndi hinum ekki þá tillitssemi, sem þeir þó sýndu vinum sínum. 8. Þiö skuluð sýna, hvaö þiö kunn- iö aö meta hvort viö annað. Hin hliöin á myndinni er, aö jafnvel þótt maður sé bálvondur, á maður aö beina athyglinni aö góöu hliðunum á makanum — og góöu stundunum, sem alltaf hafa veriö margar. Keyptu rósir handa konunni og láttu fylgja meö, þar sem stendur: „Þakka þér fyrir öll skiptin, sem þú hefur náö í mig, beöið eftir mér og þolaö meö mér leiöindi og áhyggjur.“ En hún á hins vegar aö sýna honum, hvaö henni þyki vænt um, að hann skyldi hætta við aö fara á völlinn og vera heldur heima hjá henni, þegar hún var meö inflúenzu. 9. Þiö skuluö ávinna ykkur traust hvors annars. Þetta boöorö á einnig viö um afbrýöisemi. Og viö þaö aö standa viö orð sín — vera staðfastur. Ef þú segir viö hann, að þú skulir vera tilbúin á réttum tíma til aö fara í mikilvægt boö hjá yfirmanni hans — þá vertu tilbúin tímanlega. Ef þú segir henni, aö þú verðir aö vinna eitthvað fram eftir á skrifstofunni og þaö er satt, trúir hún þér þá? Þetta varðar þaö aö byggja upp gagnkvæmt traust, en það er undirstaða ástar og umhyggju. Stattu við orö þín og vertu heiöarlegur gagnvart maka þínum. Þaö er öllu æöra. Afbrýöisemi, sem er skaðvænlegust allra tilfinninga, stafar af vantrausti og öryggisleysi. Gerðu maka þínum Ijóst, aö þú treystir honum og elskir hann. Aðeins heiöar- leg og skilningsrík sambönd fá staöizt í hinum blygðunarlausa heimi, sem viö lifum í í dag. 10. Þiö skuluö leitast viö aö vera vinir engu síður en elskendur. Ég geymdi þetta þangaö tii síöast, því að þaö er mikilvægasta boöorðið. Vinkona mín, Shirley, er búin aö gera gift Howard í 15 ár, og þaö þarf ekki annaö en aö horfa á þau til aö vera viss um, að þau séu hamingju- söm. Ég spuröi hana einu sinni, hálfvegis í stríðni: „Hvert er leyndarmál ykkar?“ Og hún svaraði undireins: „Howard er eiginmaður minn, elskhugi og bezti vinur.“ Gætiö þess, aö missa ekki af töfrum kynlífsins — aðdráttaraflinu eöa efna- fræöinni, sem hlýtur aö hafa veriö aö verki í upphafi. Einsetjiö ykkur aö kanna hvort annað til hlítar, óskir og þarfir. Veriö ekki hrædd eöa feimin viö aö segja hvort öðru, hvaö ykkur sé efst í huga, hvaö þiö viljiö helzt eöa hafiö mestar áhyggjur af. Þar reynir á vináttuna. Þaö er léttir aö því aö trúa vini sínum fyrir einhverju, og vinur sýnir skilning. Þaö hafa allir svo mikiö aö segja sínum bezta vini. Þaö er engin ástæöa .til annars en að ætla, aö hjón geti veriö „ástvinir" í bókstaflegri merkingu. Þaö þarf ekki annaö en aö vilja þaö nægilega til aö reyna. —Svá— (úr „The Saturday Evening Post“.) ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.