Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Síða 10
Teikningarnar, sem hér fylgja með, eru eftir Árna Elfar og geta talizt einskonar eftirhreytur frá listahátíð í vor. Eins og lesendum er kunnugt, teiknar Árni oft í Lesbókina, en hann er samt að aðalstarfi hljóðfæraleikari og eftir að hann hætti í dansmúsíkinni eftir töluvert langt úthald, hefur hann verið fastráðinn hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Hefur Árni oft teiknað ýmsa góða gesti, sem hingað hafa komið á vegum hljómsveitarinnar. Einn af þeim — og kannski hinn eftirminni- legasti allra góðra gesta — var Luciano Pavarotti, sem kom og söng fyrir okkur í Laugardalshöllinni. Árni notaði tækifærið og teiknaði stórsöngvarann í hléinu. Hann er agnarögn þreytu- legur, þótt þess sæust hvorki né heyrðist nein merki, þegar hann kom fram á sviðið. Hvort hann er alveg eins digur og Árni vill vera láta, skal ósagt látið, en Árni hefur aö minnsta kosti undirstrikað þaö, aö söngvarinn er enginn rindill. Teikninguna, þar sem Árni teiknar Pavarotti beint framan fyrir og með hina svipmiklu alpahúfu, hefur Pavarotti áritað með eigin hendi, en líklega er hann orðinn leiður á eiginhandaráritunum, því hún er nánast ólæsilegt krass. Til hægri á teikningunni er einnig Kurt Adler, hljómsveitarstjórinn sem stjórnaði hljómsveitinni við þetta tækifæri. Annar góöur gestur á listahátíö var jazzleikarinn Stan Getz ásamt hljómsveit sinni. Koma hans var mikill fengur fyrir jazzunnendur og Árni Elfar, sem sjálfur hefur verið góöur liðsmaður á þeim vettvangi, teiknaöi þennan nafntogaða listamann og hina, sem meö honum léku. Eftirhreytur frá listahátíð Svipmyndir... Athyglisvert er, þegar ungir menn og áhugasamir með kjark og hugmyndaflug, ráðast í fram- kvæmd eins og þessa, sem kostar lítiö, en sýnir og sannar, aö hægt er aö gera gamla miöbæinn lifandi og spennandi. Viö höfum nógu lengi átt viö þaö ólán að etja, aö mislukkaðir skipulagsmenn og reglustikuþrælar væru aö byggja skýjaborgir, þar sem gert er ráð fyrir nýjum miöbæjum úr stein- steypukumböldum — og þá um leiö aö sá gamli og eini sem stendur undir nafni, geti alveg dáiö útaf úr leiðindum. Það sem veru- lega skyggir á gamla miöbæinn í kvosinni, eru Ijót og leiöinleg bankaferlíki, sem betur væru á bak og burt. Sá draumur er víst ekki raunhæfur eins og sakir standa, enda hægt aö lífga miöbæinn á ýmsan hátt, þótt hann standi aö mestu eins og hann er — og þá í anda þess sem gert hefur verið á Lækjartorgi og meö tilrauninni Um- hverfi '80. Nú hefur veriö gengiö frá deiliskipulagi svæöisins milli Lækj- argötu og Pósthússtrætis og ein- mitt meö lífrænt umhverfi í huga. En auðvitaö nær ekki nokkurri átt aö geta aöeins notiö þess arna þá fáu daga, þegar veöur er tiltölulega gott og sólin skín. Enn bíður þaö síns tíma, aö framtaks- samir menn komi á laggirnar lifandi umhverfi, sem gæti veriö undir tjaldhimni, þegar veöurfarsástæöur heimta. Þesskonar umhverfi má ekki vera bundiö viö sumariö eitt; viö þurfum líka aö lifa af veturinn og þaö bíöur ennfremur síns tíma, aö byggja vetrargarð, — heilt umhverfi meö lifandi gróöri og sæmilegum hita, sem gæti byggt á frárennsli hitaveitunnar. Þesskonar vetrargaröur veröur einfaldlega aö vera yfirbyggður meö gleri og gæti haft geysilegt aödráttarafl. Þaö er meö þetta eins og klæönaö til útivistar. Sé hann nógu fávíslegur miðaö viö aöstæöur, skelfur maöur úr kulda. En sá kuldi er varla til hér, aö ekki sé hægt aö klæöa hann af sér og þá líður manni vel. Stundum er gott að tylla sér á steinbrík á Lækjartorgi og horfa á lífið líða hjá á sama hátt og maöur fækkar fötum og lætur sólina skína á sig, þegar svo ber undir. En fáir veröa til aö setjast niöur viö Breiöfirð- ingabúö eöa á Lækjartorgi í rign- ingu og 10 stiga hita eins og oft vill veröa. Þá þarf annarskonar at- hvarf, annarskonar umhverfi. En þaö er nú þegar sýnt, aö borgarbú- ar og aörir kunna vel aö meta einhverja þá aðstöðu, sem stuölar aö samvistum á þann hátt, sem margir þekkja frá suðlægari borg- um. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.