Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Page 1
Yfirlitssýning
33 ára að
Kjarvalsstöðum
Af því tilefni birtir
Lesbók nokkrar myndir
Braga og sjálfur
skrifar hann um þær.
Um myndina á
forsíðunni, sem heitir
GRANADASTÚLKAN,
segir hann:
Litla, frumstæöa og ósnortna
þorpið „Castel de Ferro" liggur við
suðurströnd Spánar, miðsvegar
milli Malaga og Almeríu, en þar
var ég staddur í maímánuði árið
1952.1 útjaðri þorpsins var brunn-
ur og þangað sóttu staðarbúar vatn
og báru í stórum könnum á mjöðm
sér. Ég man ekki eftir því, að ég
sæi nokkurn karlmann við þessa
iðju, en allan liðlangan daginn var
straumur af konum á öllum aldri
að vatnsbólinu, fátæklegum til
fara og næsta undantekningar-
laust svartklæddum. Ég undraðist,
hve léttilega konurnar báru hinar
stóru könnur og að ekki sá neitt á
vaxtarlagi þeirra þrátt fyrir ára-
tuga vatnsburð — gangur þeirra
með könnurnar var hægur og jafn,
næstum silalegur. Mér þótti þetta
mjög myndrænt og gerði fjölda
frumrissa af þessum konum.
Á miðri leið til uppsprettunnar
var einangrað hús upp í hlíðar-
slakka og umhverfis það traust
rimlagirðing, auösjáanlega bústað-
ur fyrirfólks. Ég sat iðulega á
steini nálægt brunninum, horfði á
og teiknaðlkonurnar, sem stungu
saman nefjum og brostu við hinum
unga, forvitna manni og höfðu
lúmskt gaman af athyglinni, eink-
um þær yngri. Út um hliðið fyrir
framan dularfulla húsið kom
stundum unglingsstúlka, er var
betur og litríkar til fara en þorps-
konurnar og vakti sérstaka athygli
mína fyrir fagran limaburð. Hún
virtist raunar skipta um klæðnað í
hvert skipti, er hún sótti vatn í
könnu sína, er ég sat við brunninn
og teiknaði, líkast því sem hún
vildi vekja á sér athygli. Eitt sinn,
er hún hafði fyllt könnu sína og
mjakaðist fram hjá mér, tók ég
eftir því, að iiún imfÖÍ 2.n.Jrt
sérstaklega, m.a. málað á sér
varirnar og frá henni barst ferskur
rósailmur. Þetta var allt svo und-
ursamlega myndrænt, ljósblár
• :• , Í!í '
w
p
kjóllinn, rauðar varirnar, fölroði á
kinnum, kolsvart hárið, hin blökku
blikandi augu, æskufegurð ungl-
ingsstúlkunnar samsamaðist
sumardeginum og sólin skein á
líkama hennar. Eitt augnablik
fannst mér myndast eitthvert
furðulegt samband milli mín,
siulliuliy oe verundarinnar allt
um kring og að ég væri unair
áhrifum einhvers upphafins dul-
magnaðs seiðs.
— Er ég gerði þessa tréristu í
Ósló nokkrum mánuðum seinna,
reyndi ég að ná fram samanlögðum
áhrifum þessa augnabliks sérstak-
lega á eitt eintakið, en til þess varð
ég að mála á plötuna, áður en ég
þrykkti hana.
Það hendir enn þann dag í dag
að um mig fari undarlegur, fjar-
rænn og seiðmagnaður straumur,
er hugurmn lenof 0R
minnist við þetta atvik.