Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Blaðsíða 7
ÚR RITGERÐ:
„Til eru argandi gargandi leiðindatónlistir, en líka
eru til skemmtilegar tónlistir. Ef maður hlustar vel
getur maður heyrt hvað tónskáldið er að segja. Ég hef
heyrt sinfóníu eftir Tsjakovskí. þar sem hann var að
segja frá þegar honum leið vel og þegar honum leið
illa.“
ÚR RITGERÐ:
„Fyrst höfðum við Kislendingar engin sjúkrahús eða
lærða lækna, þá var bara sjúkraskýli. Alls konar
veikir eru til, hálsbólga, gubbupest, kransæðastífla,
krabbamein og fleira. Nú höfum við alls konar
sérfræðinga sem sprauta varnarlyfi í fólk. í sumum
löndum er heilbrigðisþjónustan svo léleg, að fjöldi
fólks deyr bara að óþörfu.“
w
■■■<
komu því á skemmtanahaldi, þar sem
menn gerðu sér eitt og annað til gamans.
Bekkurinn skipti sér í hópa, sem héldu
fjölbreyttar samkomur fyrir aðra skólafé-
laga sína. Þar sýndu börnin leikrit, sungu,
dönsuöu, léku á hljóöfæri, fluttu Ijóö og
margt fleira. Sáu börnin alein um æf-
ingar, útvegun búninga og leikmuna. Hér
blómstraði hugmyndaflugið hvað mest
og sérhæfileikar hvers og eins. Eftir
ofurlítið hik fóru sumir aö yrkja Ijóð og
lög, eða semja dansspor, jafnvel þjóð-
sögur, fyrir utan myndlistina, sem þau
voru síst feimin við að bera á börð tyrir
aðra. Ákveðið var einnig að hefja bóka-
og blaðaútgáfu hið fyrsta. Pappír og
prentvél voru mjög ofarlega á listanum
yfir þaö sem kaupa skyldi frá útlöndum
seinna meir.
Það sem var einkennandi og sérstak-
lega gleðilegt við undirtektir barnanna,
þegar einhver reis upp og flutti verk eftir
sjálfan sig, var það, að börnunum fannst
hann aldrei vera að trana sér fram,
heldur var öllu slíku tekið meö þakklæti.
Það var eins og börnin heföu einhverja
jákvæða þjóðarvitund, öllum sem lögöu
eitthvaö fram í nafni kislensku þjóðarinn-
ar og í þágu hennar, var vel tekiö og
þakkað þó án orða væri.
Ég vil skjóta því hér inn, til að sýna
hvað andrúmsloft Kisulands smeygði sér
inn í allt nám barnanna, að heimalestur
þeirra þegar fram í 8 ára bekkinn kom,
sem venjulega þykir leiðindastagl, breytti
um gildi og hét nú æfing í framsögn og
leiklist, til aö geta tekiö þátt í lista- og
menningarlífi á Kisulandi. Þaö er nokkuð
annaö, hvort veriö er að æfa sig til aö
verða læs eða til að verða leikari!
Brátt fór að bera á vöntun á ýmsum
nauðsynjum, sem landiö gaf ekki af sér,
og einnig fannst Kislendingum fjarska
margt stranda á því að hafa ekki
rafmagn. En til þess að virkja fossafl
þurfti að sækja ótalmargt til annarra
landa, sem lengra voru á veg komin á
öllum sviðum.
Ákváðu börnin því, aö gamla skipiö
skyldi gert sjófært og siglt til baka til aö
kaupa þessar vörur.
En hverjir áttu að fara í þessa ferö?
Gætu allir landsmenn fariö?
Hvað þurfti aö kaupa?
Með hverju átti að borga?
Óteljandi spurningar vöknuöu og
ágreiningsefnin hrúguðust upp. Viö
kennslu þessa efnis fagnaði kennarinn
ágreiningi, hann hleypti kappi í kinn, lífi í
umræðurnar og hugsanirnar ristu dýpra
en ella.
Þegar rifrildisöldurnar virtust hafa náð
fullrí hæö, spuröi kennarinn: Hvaö á nú
að gera?
Verðum við að hætta viö allt saman?
Veröur borgarastyrjöld úr þessu
ósamkomulagi?
Eru nokkur ráð til?
Ég tek það fram, aö ég foröaöist að
ráða fram úr nokkru vandamáli. Frekar
lét ég börnin fara heim meö það óleyst,
hugsa og ræöa máliö heima og leita ráða
þar. Ég áleit nauösynlegt aö sýna
nemendum mínum fram á, aö fróöleikur
liggur alls staðar fyrir fótum manns,
kennarinn veit ekki alla hluti, reynsla og
lærdómur hvers sem er, er ómetanleg
hjálp í dagsins önn. Einnig vonaöist ég til,
sem varö víöa, aö börnin fengju foreldra
sína meö sér í líflegar umræður um
landsins gagn og nauösynjar.
Út frá þessum vangaveltum um „hvað
skal keypt — með hverju borgað“ hófst
nýr þáttur um hugsanlegan útflutning á
vörum frá Kisulandi, til móts viö innflutn-
ing frá útlöndum. Varö það mikiö mál og
þurfti aö hugsp djúpt og sýna hagsýni.
Eftir að börnin höfðu hvað eftir annað
oröið ósammála, fór aö bera á röddum
sem þessum: Það þýöir ekkert að rífast
svona! Það verður einhver að stjórna
landinu! Uppástungunni var tekið sem
lausnarorði á neyöarstundu! Við verðum
auðvitað að hafa forseta! Nei! Við
verðum að hafa kóng! Enn var rifist og
rökin féllu eins og örvadrífa sitt á hvað.
Hvað gerum við nú, þegar við erum
ekki sammála um hvort sitja skuli forseti
eöa konungur á valdastóli Kisulands?,
spuröi kennarinn.
Þaö veröur bara aö kjósa, sagöi
einhver.
Þetta úrræöi varð kveikjan að margra
daga umræðum um kosningar og at-
kvæöagreiðslu og bættust nú viö fjöldi
nýrra orða og fróðleikur um þessi mál.
Nú gekk bekkurinn til kosninga. Valið var
um forseta eöa konung og niðurstaðan
varð, að forseti vann með yfirgnæfandi
meirihluta, fékk 22 atkvæði á móti 11,
sem kóngurinn fékk. Þegar úrslitin voru
kunngjörö, horföi éinn drengurinn ein-
arðlega á kennarann og spurði: „En,
Herdís, ræður þú þessu nú ekki alveg?
Mér þótti vænt um spurninguna, því hún,
eins og svo mýmargar aörar spurningar
bornar fram í barnslegri einlægni, sýndi
mér hvar nauösyn var á nánari útskýring-
um á hinum erfiöu viðfangsefnum, sem
þessi kornungu börn voru að stríöa viö af
ótrúlegri þrautseigju.
Frá kosningunum leiddi eölilega til
umræöna um ríkisstjórn, ráöherra o.fl.
þessum málum skylt. Börnin viidu líka
hafa stjórnmálaflokka. Sýndist þar sitt
hverjum og var rifist hressilega um
pólitík.
Kennarinn upplýsti þau um, að ekki
væru samskonar flokkar í öllum löndum
og ekki jafnmargir. Það færi eftir aö-
stæöum og hverra hagsmuna væri að
gSSt2 2 hverium stað. Sættust börnin
fljótlega á að á KisuianÓi ÍSSrU t)??1
sjómannaflokkur og bændaflokkur, af því
að það væru fjölmennustu starfshóparn-
ir. Annars lægi reyndar svona fámennri
þjóð ekkert á stjórnmálalegri flokka-
skiptingu í bili.
En ráðherra vildu þau hafa. „Því það er
ekki von aö forsetinn viti allt milli himins
og jaröar.“ Nauðsynlegast var að hafa
sjávarútvegsmálaráöherra, landbúnað-
arráðherra og utanríkisráðherra og átti
sá síðastnefndi aö sjá um viöskiptin sem
óhjákvæmilega væru framundan viö út-
lönd. Allir voru sammála um að til
þessara mikilvægu starfa skyldu þeir
einir valdir sem byggju yfir góðri kunn-
áttu og væru heiöarlegir.
Til að koma í veg fyrir misskilning í
sambandi við embættisveitingar og slíkt
á Kisulandi, vil ég taka þaö fram, aö þar
var allt ópersónulegt. Ekkert barnanna í
bekknum í3£ ™nnaforráö fram..yf!r
annað. Bekkurinn var aöeins fuiitrui
Framh. á bls. 16
0