Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Side 10
otoPL - yfirlitssýning
„SJÓRINN
HVARF
OFAN í
HAFIГ
Fyrsta veturinn minn í
Kaupmannahöfn kom
Þórbergur Þórðarson eitt
sinn í heimsókn til Stein-
unnar og Þórðar, ný-
kominn frá Rússlandi.
Hann gekk um gólf allt
kvöldið og sagði ferða-
sögu sína. Ein setningin
vakti óskipta athygli
viðstaddra, og er hún
kveikja hugmyndarinnar
að baki þessarar myndar
MODEL (1958—59)
Fyrirsætan á þessari mynd var mjög vel vaxin og fíngerð. Ég tók
þá stefnu að draga fram þessi atriði í heild.
MODEL (1958)
Ég geröi þessa mynd á fyrstu mánuðum tveggja ára dvalar í Múnchen í
Suöur-Þýskalandi. Hún er gerö í frjálsum módeltíma á listaháskólanum og er
af mjög órólegri og stórgerðri konu, er setti sig í mjög furðulegar stellingar,
snúnar og undnar. Ég gerði margar myndir af andliti hennar og líkama öllum,
en í þessari mynd sleppti ég andlitssvipnum og lét hreyfingar líkamans ráða
ferðinni. Samsetning myndþátta í heild eiga að undirstrika hinn órólega,
sálræna frumkraft innra með konunni.