Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 3
Ein einasta mynd prýðir hinn fagra en þrönga sal Sameinaðs Alþingis og er vel við hæfi, að hún er af Jóni Sigurðssyni. I herbergi innaf þingsalnum er og brjóstmynd af Jóni, einnig tvær myndir frá slóðum Ingólfs Arnarsonar í Noregi, hvorttveggja gjafir frá Norðmönnum og tveir stórir vasar: Gjafir frá Svium og Dönum á Alþingishátiðinni 1930. Fundur i Sameinuðu Alþingi 1978. „Vér mótmælum allir“ — Þjóðfundarmál- verk Gunnlaugs Blöndals er eitt af fáum myndlistarverkum, sem prýða Alþingis- húsið. Ein af hinum eftirsóttu mublum: Ráð- herrastóll. aö reisa húsiö sunnarlega á Ingólfstúni, og haustiö 1879 var byrjaö aö vinna við húsgrunninn viö Bakarastíg, þar sem Ingólfsstræti og Bankastræti mætast nú. Miklar deilur uröu í blööum og á þingi um þennan grunn, sem ekki var notaður, en kostaöi 2.200 krónur. Voru margir, sem best máttu vita, þeirrar skoðunar, að Finsen landshöföingi heföi hindrað byggingu hússins á Arnarhóli af því aö hann haföi sjálfur nytjar af túninu og heföi taliö, aö slík bygging á hólnum mundi skeröa mjög notagildi þess. Þegar Bald yfirsmiður kom til lands- ins, þverneitaöi hann í nafni húsa- meistarans aö reisa húsiö viö Bakara- stíginn, þar sem grunnur haföi verið grafinn. Geröi hann síöan tillögu u.m staö viö Austurvöll, og reyndust ýmsir hlynntir því, enda þótt sumir hafi viljaö, að byggingin stæöi þar sem Hótel Borg er nú. Bald lét taka grunn nokkru sunnar en húsiö stendur, en hann fylltist af vatni. Var þá byrjað í þriöja sinn, í línu viö Dómkirkjuna, þar sem þinghúsiö síöan reis. Var keyþtur kálgaröur Halldórs Kr. Friörikssonar og fékk hann óspart orö í eyra fyrir aö hafa selt kálgaröinn dýrt. Freistandi er aö velta vöngum yfir, hvernig Reykjavík heföi litiö út, ef þinghúsiö hefði risið á Arnarhóli, eins og flestir vildu. Aö vísu eru margar skrifstofur ráöuneyta umhverfis hólinn nú á dögum, en vafalaust heföi risiö þar „háborg landsstjórnarinnar“ meö allt ööru sniöi og svipur miðborgarinn- ar oröiö annar. Um 1880 var mjög lítið byggt á þessum slóöum, og helsta röksemdin gegn staönum var, aö langt væri aö sækja þangaö til landsbóka- safns, sem átti aö vera í þinghúsinu. Bygging hússins gekk meö ótrúleg- um hraöa. Tryggvi Gunnarsson annaö- ist innkaup öll erlendis, steinsmiðir voru fengnir frá Borgundarhólmi og kynjasögur fóru af Bald yfirsmiö, svo aö hann var jafnvel talinn göldróttur. Verkiö hófst vorið 1880, og 9. júní þaö ár var lagður hornsteinn. Á honum er venjuleg upptalning ráöamanna frá konungi til yfirsmiös, en síðan þessi setning úr Jóhannesarguöspjalli: „Sannleikurinn mun gera yöur frjálsa.“ Húsiö varö fokhelt fyrir haustið og var eftir þaö unniö innan húss, þótt vetrarhörkur væru meö eindæmum miklar. Húsiö var tilbúið, þegar 4. löggefandi þingiö var sett 1. júlí sumarið 1881, enda þótt sitthvaö væri ógert á neöri hæöinni, þar sem Lands- bókasafniö átti aö vera til húsa. bingsetningin fór fram meö ná- kvæmlega sama sniöi og hún gerist enn í dag, nema hvaö Hilmar Finsen landshöföingi kom fram fyrir hönd konungs og gegndi því hlutverki, sem Forseti íslands gegnir nú. Honum þótti aö vonum tilhlýöilegt aö minnast hins nýja húss, sem hann taldi......skraut- legasta og öruggasta hús, er nokkurn tíma hafi veriö reist á íslandi, landi og lýö til sóma og niöjum vorum til minnis um þaö, aö á fyrsta kosningatíma stjórnarfrelsis hafi Alþingi íslendinga í samverknaði viö stjórnina haft vilja og dug til aö framkvæma eins fagurt og stórkostleg verk.“ Þessara orða Fin- sens mættu íslendingar minnast, því þjóöin hefur veriö sorglega áhugalaus eöa duglaus viö aö reisa veröugar byggingar yfir æöstu stjórnarstofnanir lýðveldisins og höfuöborgar þess. í hvert sinn sem þvílík mannvirki ber á góma eöa eru teiknuö á blaö, upphefst allsherjar barlómur, forystumenn gugna af ótta við kerlingabækur og ekkert er gert. Ekki er svo að skilja, að ríkt hafi samfelldur hátíöarandi á fyrsta þinginu í nýja húsinu. Kostnaöur viö bygging- una hafði aö vanda farið nokkuö fram úr áætlun, og fram komu frumvörp um fjáraukalög fyrirárin 1880 og 1881, þar sem meðal annars var veitt þaö fé, sem á vantaði. Uröu um þau miklar umræöur, sérstaklega ónýta grunninn viö Bakarastíg, staösetningu hússins, hiö „afarháa kálgarösverö", ráöningu á dönskum en ekki íslenskum yfirsmið og loks um eins konar verölaunaveit- íngu til hins danska Balds, sem húsiö reisti. Keyröi svo um þverbak, aö Tryggva Gunnarssyni þótti nóg um: „Þaö er annars leitt, aö þaö skuli veröa mikið þref um þessa þinghússbygg- ingu, því hún er svo úr garöi gjörö, aö landinu er aö henni hinn mesti sómi.“ Alþingishúsinu var frá upphafi ætlaö aö hýsa einnig Landsbókasafnið. Benedikt Gröndal skáld segir svo frá í hinni kunnu lýsingu á Reykjavík alda- mótaáriö eftir aö hann hefur lýst húsinu hiö ytra: „Göngum vér þá fyrst inn um aöaldyrnar og er þá fyrst stór forstofa, og tvær digrar súlur sívalar, en bekkir til beggja hliöa. Til hægri handar er gengið inn í Landsbókasafn- ið, og er herbergi fyrir framan, þar er mynd af Magnúsi Eiríkssyni. Þar innar af er lestrarsalurinn; þar er eitt langt borð og blekbyttur greyptar í, handa þeim, er vilja rita; fyrir gaflinum gagnvart innganginum eru skápar með orðabókum og öðrum vísindalegum hjálparmeöulum, og er skáphuröunum svo illa fyrir komið, aö furöu gegnir. Stór mynd er á veggnum af Rafni, hinum fræga stofnanda Fornfræöafé- lagsins og Landsbókasafnsins (sem áöur hét Stiftsbókasafn, eins og fyrr er getið); þessi mynd er olíumynd, og hafa dætur Rafns gefiö hana. Lands- bókasafniö er í öllum neöri herbergjum Alþingishússins, og er hiö einasta safn hér, sem hefur viöunanlegt húsnæði, enda eru þar margar góöar og dýrar bækur, þótt fáir eöa engir noti þær, þar sem hér er ekkert vísindalíf." Nokkrum árum eftir aö þetta var skrifaö, var reist Safnahúsið viö Hverf- isgötu, en þá var skammt til stofnunar Háskóla íslands 1911, og hlaut hann húsaskjól á neöri hæö Alþingishússins. Þar var meginhluti háskólans meira en aldarfjóröung, uns háskólabyggingin á Melunum reis rétt fyrir síöari heims- ófriöinn. Gegnir furðu, hvernig sú merka stofnun gat komist af meö svo SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.