Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 4
Alþingishúsið 100 ára ritum, sumt óhóflega fínt og dýrt, og lítiö húsnæöi — og hversu mikiö starf þar var unniö. Þegar Alþingi loks fékk allt húsið til umráöa, voru kennslustofurnar geröar aö flokksherbergjum og eru þrír elstu flokkarnir þar enn, en Sósíalistaflokk- urinn fékk sal á efstu hæö. Einnig óskaði Forseti íslands eftir aðstööu í húsinu og voru skrifstofur embættis hans þar, uns þær fluttust í gamla stjórnarráöshúsiö, þegar utanríkis- ráöuneytiö flutti sig í lögreglustöövar- bygginguna viö Hlemmtorg. Þannig hefur margt gerst á neöri hæö þinghússins og gengiö á ýmsu um inngang og anddyri byggingarinnar, sem skiptir miklu máli um ailan svip hennar og viömót, er mætir gestum Alþingis. Þetta skiptir aö vísu litlu fyrir almenna kjósendur, sem þingmenn vegsama svo mjög. Þeim er yfirleitt kurteislega vísað frá fordyrum á bak- dyr, þar sem þeir geta fariö upp þröngan stiga til áheyrendapalla. Enn í dag er aöstaöa hinna almennu gesta, sem hús þetta eiga, og ráða hverjir þar sitja, sýnu verri en aðstaða þingmanna sjálfra, þótt oftar heyrast kvartanir hinna síðarnefndu. Þegar þröngt varð um kaffiveitingar alþingismanna, var gripiö til þess neyöarúrræðis aö loka innri aöaldyrum og setja borö í fordyri og kringlu. Þar meö var „forhöir Alþingis gerð aö kaffistofu, og var svo um árabil. Jónas Jónsson haföi næmt auga fyrir þeirri reisn í húsakosti, sem hæfir lýðveldi og sjálfstæöri þjóö. Hann taldi Alþingis- húsið „tígulegt, hóflegt en fagurt“ en inngangurinn og stigageröin hæfðu lítilli höll. Hann sagöi um kaffistofu- tímabiliö þessi sönnu orö: „Þingmenn, ráöherrar og gestir þeirra smjúga inn um rifukenndar dyr áleiðis í þinghúsið. Þeir ýta tjaldi til hliðar innan viö útidyrnar og koma gegnum fataher- bergi inn í dimma stofu meö þungum, djúpum stólum, þar sitja þingmenn og fá sér hressingu." Þetta þótti Jónasi og fleirum háðuleg meðferö á þinghúsi. Nú hafa gerst þær breytingar, aö skrifstofur Forseta íslands hafa veriö gerðar aö kaffistofu, en anddyri húss- ins opnað á ný. Er þaö mikil bót að því einu undanteknu, að hin gamla innri hurö er horfin, en í hennar stað komin innrétting í þunglamalegum nútímastíl, sem engan veginn hæfir húsinu. Síðasta breyting á neöri hæö þing- hússins gerðist haustiö 1977, þegar gert var kvennasalerni, en fyrr haföi þess ekki verið talin þörf, nema hvaö hreinlætisaöstaða blaöamanna á efstu hæö var stíuð í tvennt og konum vísaö þangaö upp! Breiöur stigagangur er úr anddyri upp í kringlu, sem er fagur, hringlaga salur meö ágætri útsýn suður yfir Tjörnina. Þar var eitt sinn fataherbergi, síöan kaffistofa, en nú eru þar djúpir leðurstólar, svo aö þingmenn geti rætt einslega viö gesti sína. Frá palli skiptist stiginn upp á efri hæðina, þar sem Alþingi hefur alla tíö veriö og hjarta þess er enn. Áöur voru huröir meö glerrúðum fyrir framan salina, en þær hafa verið fjarlægöar. Kemur þarna aö gangi, og er gengiö beint inn í sal Sameinaös þings og Neöri deildar, til vinstri til salar Efri deildar og síma- miöstöövar, en til hægri til skrifstofu og þingskjalaherbergis. Gröndal segir um stærri salinn: „Salur Neðri deildar er stór og skraut- legur, loftið hátt meö upphleyptum blómmyndum, en veggirnir meö stór- um, ferhyrndum reitum, og hefur sjálfsagt verið ætlast til, aö myndir yröu þar málaðar; en þar hafa verið hengd upp ýmis stór málverk, sem hafa veriö gefin til málverkasafnsins." Allt á þetta enn viö, þótt Ijósakrónur séu nýlegar, nema hvaö málverkin eru horfin aö undanskilinni mynd af Jóni Sigurössyni, sem er eina veggskreyting salarins. Áöur fyrr voru í þinghúsinu ýmis frægustu málverk þjóðarinnar, en Listasafn ríkisins hefur í seinni tíö veriö fastheldið á dýrgripi sína og lítið fyrir aö lána myndir til opinberra stofnana. Aö vísu er vafasamt að deildasalir Alþingis væru fegurri meö fjölda mál- verka en án þeirra, en í öörum salarkynnum þingsins, sérstaklega nefndaherbergjum í Þórshamri, mundu listaverk sóma sér vel. Þaö slys gerðist í stærri salnum, þegar fjölga tók á þingi og óskaö var eftir hærra öndvegi, aö smíöuð var í nútímastíl lyfting fyrir forseta, ritara og ræðustól, og munu einhverjir hafa ætlaö að endurnýja borö og stóla þingmanna í sama stíl. Gylfi Þ. Gísla- son var forseti Sameinaös þings sumarþingiö 1974, og lét hann fleygja þessum gripum og endurbæta hinn gamla húsbúnaö, sem nú er aftur í stíl viö salinn. Var þaö gott verk. Viö byggingu þinghússins vildi Mel- dahl húsameistari setja flatta þorskinn, tákn íslands í danska skjaldarmerkinu, á framhlðina. Tryggvi Gunnarsson reyndi hvað hann gat til aö hindra þetta og var þaö kappsmái. Annar andi ríkti við skilnaðinn 1944 og eftir þaö, því danska kórónan er enn á framhliö hússins og útskorin á stól þingforseta og nokkurra ráöherra. Um þetta fárast nú enginn, þaö heyrir sögunni til, en erlendum gestum þykir þetta merkilegt tákn um andann í sambúö íslendinga og Dana eftir aö lýðveldið var stofnað. Þingsalirnir voru í upphafi rúmgóöir, en þröngt er þar um 60 manna þing. Þaö hefur bæöi kosti og galla, ekki síst af því aö margir þingmenn safna á borö sín óheyrilegu magni af pappír, sem þeim er sendur. Vart er sú stofnun eöa það félag í landinu, sem ekki gefur út meira eöa minna af skýrslum og Framhald á bls. 16 Bjallan á borði forseta Sameinaðs Alþingis. Heimilislegar veitingar eru fram bornar í kaffistofunni, þar sem þingmenn og aðrir gestir fá sér hressingu. 1 kringlunni, sem svo er nefnd, er hægt að hvila sín lúin bein i skinnklæddum hægindum. Forseti Sameinaðs Alþingis, Jón Ilelgason í Seglbúðum, á skrifstofu sinni í Alþingishúsinu. Borið saman við ýmsar nútima skrifstofur, er skrifstofa Alþingis æði fornleg. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.