Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 8
Borgundarhólmur er vinsæll feröamannastaöur og hefur reynd- ar upp á margt aö bjóöa sem heillar. Náttúrufegurö er par mikil, landslag fjölskrúöugt, pótt ekki geti paö talist stórbrotiö á okkar mæli- kvaröa, en listmálarar víöa aö hafa sótt þangaö í leit aö viöfangsefnum og andagift. Þar skiptast á granít- klettar og gljúfur, akrar og lyngi vaxnir ásar, birki og greniskógar, klettóttar og sendnar strendur meö hvítum sandhólum á stööugri hreyfingu. Þar stunda menn sjó en landbúnaöur er þar líka í blóma. 65% eyjarinnar er ræktaö land en 20% vaxio skógi. Kaupstaöir og þorp eru á víö og dreif um ströndina utan eitt inni í landi. Talsvert er gert til aö laöa feröamenn til eyjarinnar. Þar hafa risið sumarhótel meö öllum nýtísku þægindum. Hægt er aö taka á leigu sumarhús eða fá inni á einkaheimii- um og tjaldstæoi eru víöa. Hér og þar hafa veriö lagöir sérstakir göngustígar og hjóla- brautir enda eru hjólreiöar mikiö stundaöar. Reiöhjól fást til leigu af ýmsum stærðum og gerðum. Allt viröist einkar þægilega smátt í sniöum — fjarlægöir allar litlar (40 km frá austri til vesturs þár sem eyjan er breiöust) snyrtimennska einkennir allt umhverfi og fljótt á litiö er eins og allt mannlíf renni í rólegum föstum farvegi. Þó hefur á ýmsu gengiö í ald- anna rás í sögu Borgundarhólms. Eyjan var löngum stríösepli kirkju og veraldlegs valds og Hansakaup- menn sóttust á sínum tíma eftir yfirráðum þar. Framan af 17. öld réöu Svíar þar lögum og lofum en yfirráöum þeirra lauk meö uppreisn eyjaskeggja áriö 1658 en þá gengu þeir Danakonungi á hönd meö ýmsum skilyröum þó. Síöan er Borgundarhólmur amt í Danmörku. Ekki veit ég hvort íslendingum er svo fariö almennt að þeir finni til meiri skyldleika með fólki sem byggir eyjar en þeim sem á megin- landi bua. Þó er ekki ósennilegt aö ýmislegt sé sameiginlegt í fari lítilla eyþjóöa eöa þjóöabrota vítt og breitt um veröldina þótt ekki sé nema vegna nábýlis við hafið og stööug hamskipti þess. Á Borgundarhólmi, smáeyju í Eystrasalti veröa tengslin viö ís- lendinga aö minnsta kosti óneitan- lega náin þegar staöiö er frammi fyrir þriggja metra háum rúnasteini með ristum frá því um árið 1000. Þessi steinn stendur á grasbala skammt frá stærsta kaupstaö eyj- unnar, Rönne, svokaliaður Brog- ards-steinn og af rúnunum er lesiö: „suenkir lit raisa stein þena eftiR tosta faþur sin auk eftiR alflak broþur sin auk eftiR moþur sina auk eftiR systur sina." Rithátturinn er engu líkari en íslensku og kemur engum á óvart. En það er samt gaman aö sjá þetta úti í náttúrunni. Á Borgundarhólmi eru margar merkar minjar frá fyrri tíö. Mann- vistarleifar hafa jafnvel fundist frá því um 8000 árum fyrir Krist og leifar af mannabústöðum frá yngri steinöld, helluristur frá bronsöld með áristum skipum og sólum gefur aö líta úti í haga innan um nautgripi á beit og fornir bauta- steinar eru á priöja hundraö talsins hér og par. Rúnasteinar eru hins vegar 40 og allir sennilega frá því um áriö 1000—1100 enda bera áletranirnar vott um kristin viðhorf. 8 Feröarnannaslóðir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.