Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 5
Gunnar Gunnarsson Syðra- Vallholti SÖNGLÍF í SKAGAFIRÐI Þaö hefur veriö mikiö og gott sönglíf í Skagafiröi sl. vetur. Sex stórir kórar starfa í héraöinu, 3 á Sauðárkróki, einn kór á Hofsósi og tveir í innsveitunum, meö aösetur í Varmahlíö, auk kirkjukóra víöa um héraöiö. Karlakórinn Heimir hefur starfað af miklu kappi sem oft áöur. Félagar hans eru bændur og bændasynir úr öllum innsveitum Skagafjaröar, og eiga margir langt aö sækja æfingar. En áhuginn er mikill, og langar bæjarleiöir hafa raunar mikiö stytst frá því sem áöur var. Þá sóttu söngmenn æfingar á hestum, jafnvel um tuga kílómetra leiö, en nú renna menn þetta á hraðskreiöum létti- vögnum á skömmum tíma. Karlakórinn Heimir var stofnaöur í desember árið 1927. Hann er arftaki gamla Bændakórsins í Skagafirði, sem söng sig svo inn í hjörtu áheyrenda sinna, aö fagnaðarlátunum ætlaöi aldrei aö linna. Þegar Haraldur á Völlum, Þorbjörn á Skaröi og Benedikt á Fjalli tóku á honum góöa sínum, og sönghljómar þeirra óma enn fyrir hlustum gamalla Skagfiröinga, þegar þeir leiöa hugann til hinna löngu horfnu unaösstunda, þegar Bændakórinn var aö syngja fyrir fólkiö í Skagafiröi. Bændakórinn var úrvalskór, ekki stór, en góöur. Hann söng í Skagafiröi á öörum og þriöja áratug aldarinnar. Söng- stjóri hans alla tíö var Pétur Sigurðsson á Geirmundarstööum. Rökkurkórinn er hinsvegar nýr kór, skipaöur konum og körlum í innsveitum Skagafjaröar, blandaöur áhugamanna- kór. Hann hefur einnig æft af þrótti, sem Heimir, og báöir eiga þessir kórar heimili í Varmahlíö. Söngstjóri þessara beggja kóra er Sveinn Arne Korshamn, og undirleikari er Einar Schwaiger. Þeir eru báöir komnir utan frá Noregi, og hafa starfaö viö söng og tónlist í Skagafirði um sinn. Þeir eru báöir kennarar viö hinn unga Tónlistarskóla Skagafjaröarsýslu. Það er tónlistarlífi hér í sveit mikil lyftistöng, aö njóta hæfiieika þessara ágætu lista- manna á sviöi tónmennta. Einar Schwaiger hefur starfaö hér í tvö ár, en Svein Arne kom til starfa á sl. hausti, í ársfríi frá störfum sínum úti í Noregi. Hann mun því fara utan þegar í sumar, en Einar mun starfa hér áfram. Sameiginlega fóru Rökkurkórinn og Heimir í söngför til Húnabyggöa, og sungu í Húnaveri á sumardaginn fyrsta. Rökkurkórinn fór í söngför til Eyjafjaröar um síöustu vetrarhelgi, og söng á Dalvík og að Laugarborg í Eyjafiröi. Karlakórinn Heimir fór svo austur í sveitir um fyrstu sumarhelgi. Hann söng í Hlíöarbæ viö Akureyri á laugardegi. í Stóru-Tjarnarskóla í Ljósavatnsskaröi um kvöldið, og þar var gist. Á sunnudag- inn var sungiö í Skjólbrekku í Mývatns- sveit og á Húsavík, og síðan haldiö heimleiöis um kvöldiö, eftir góöa ferö og móttökur. 1. maí fór svo Heimir til Siglufjaröar, og söng þar í kirkjunni við góðar undirtektir. Hartnær 500 manns munu hafa hlýtt á söng kórsins í þessum tveimur ferðum, sem tókust mjög vel. Á Sauöárkróki stendur söngstarfsemi á gömlum merg, þar hefur þó, því miöur, oröiö hlé á karlakórssöng sum árin. Sl. vetur störfuöu þar þrír kórar. Karlaór Sauöárkróks, söngstjóri Hilmar Sverris- on og undirleikari Stefán Gíslason. Þar starfar og samkór Sauöárkróks, söng- stjóri Lárus Sighvatsson og undirleikari Rögnvaldur Valbergsson. Síöast en ekki síst skal svo nefna hinn gamla og góöa kirkjukór Sauðárkróks, sem Eyþór Stefánsson æföi og stjórnaði um árabil meö mikilli prýði. Hann er listamaöur góöur á söng og hljóma, og eitt bezta tónskáld sem viö Skagfiröingar höfum átt. Lög hans eru listaperlur, sem munu lifa meöan sungiö veröur á íslandi, s.s. „Lindin", og mörg fleiri. Annaö gott tónskáld vil ég nefna skagfirskt, Pétur Sigurösson frá Geir- mundarstöðum. Hann samdi mörg fögur lög, sem lifa á vörum þjóöarinnar, s.s. „Erla“, viö hið hugljúfa Ijóö Stefáns frá Hvítadal. Pétur Sigurösson var söngstj. Heimis eitt skeiö í hans frumbernsku, en Gísli Magnússon í Eyhildarholti var hans fyrsti söngstjóri, og söngmenn og stofn- endur kórsins voru 10. Pétur Sigurösson gaf kórnum Heimis-nafniö, sem hann hefur borið um árin. Þaö er mikið harmsefni hve Pétur Sigurðsson féll frá, svo langt fyrir aldur fram. Eyþór Stefánsson hefur látið af söng- stjórn hjá Kirkjukór Sauöárkróks fyrir nokkrum árum síöan, fyrir aldurssakir. Viö stjórn kórsins hefur tekiö hin aldna kempa Jón Björnsson, fyrrum bóndi á Hafsteinsstööum og víðar, tónskáld og söngstjóri. Allir þessir þættir eru mjög ríkir í eðli hans, lífi og öllu starfi. Þaö er ekki fljótséö hver þátturinn er ríkastur, en ekki kemur á óvart, þótt tónsmíðin eigi þar stærstan hlutinn, þótt söngstjóri hafi veriö hans viröingarheiti í gegnum árin. Jón Björnsson hefur samið mörg góö lög, sem hafa náö eyrum þjóðarinnar, s.s. „Hallarfrúin“, og mörg fleiri. Þaö hefur veriö skagfirsku sönglífi mikill styrkur að fá aö njóta hæfileika þessara góöu og gáfuöu tónlistarmanna. Söng- listin er einhver fegursta gjöf Guös, og þaö ætti aö vera hverjum og einum metnaöarmál aö hlynna vel þar aö, og þakka þessum góöu listamönnum fram- lag þeirra til söngs og lista. Jón Björnsson var lengst og bezt söngstjóri Heimis, og öörum manni á sá kór varla meira aö þakka. Jón var söngstjóri hans um nær 40 ára skeið. Hann tók viö kórnum sem ungviði á ööru ári, mótaöi hann, þjálfaöi og stjórnaði, og skilaöi honum stöan sem fullmótuöum kór í hendur nýrra manna. Síöast stýrði Jón söngkórnum í Laugardalshöll í Reykjavík, á Landbúnaöarsýningu þar, árið 1968. Þaö ár tók Árni Ingimundar- son viö söngstjórn, og síðar Ingimar Pálsson, þar til á sl. vetri aö Svein Arne tók viö stjórninni. Á svo langri leiö, sem þeir Jón Björnsson og Heimir áttu saman, skipt- ust aö sjálfsögöu á skin og skúrir. En þaö var styrkur beggja aó geta starfaö saman svo langa stund, og hygg ég aö margir kórar eigi ekki slíku láni aö fagna, aö hafa sama söngstjórann um nær fjögurra áratuga skeiö. Þeir voru sem eitt um langt bil ára, þeir Heimir og Jón, en svo víösýnn sem Jón hefur verið, þá nægöi honum ekki aö stjórna Heimi og bústörfum á Hafsteins- stööum, heldur varð hann einnig aö Framhald á bls. 15. Hrafn Gunnlaugsson BÚÐINGURINN Hún var eins og búöingur bölvar hann og spyrnir benzíngjöfinni í botn á grænu. Gamla beyglan hringar makkann og malbikið mjúkt eins og búðingur. Blátt áfram ótrúlega líkt búöingi leyfir hann sér að hugsa og brosir fast. En nú bölvar hann aftur á rauöu. Rífur upp sígarettupakka í ofboöi og rifjar upp merar sem klipptu gull í guösgrænni náttúru og graðfola sem stukku yfir giröingar á rauðu. Hann reykir baki brotnu og sígarettan lin þurrkar svitann úr gulum lófum læsir fingrunum um gírstöngina og gefur í. Guö sé þér næstur vegfarandi góöur. Böðvar Bjarki HVERS VEGNA? Vegna hvers, vafinn í vinaminni; brostnar hugsjónir á reiki, svefnstaður undir himni, spurningin knýr og eyöir meö nagandi efa: Brjóstin munu bifast en andköfin drukkna og eyöast í múgnum, byltast aö tjaldabaki, myndirnar af fyrrverandi dýrlingum brenna á báli rótleysisins en óvissan hylja sárin. Rykugur vegurinn heldur áfram aö svara mínum spurnum meö drottnandi umhyggju. LJÓÐIÐ Öll Ijóö hafa líkama sem fæöist, visnar og deyr; fæðist í huga skáldsins, visnar í bleki pennans, deyr á hvítu blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.