Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 13
mannahópurinn sneri þegar frá og menn hrööuöu sér eftir vinnupöllunum út úr skýlinu. Þeir sem ekki fóru hraðar en svo aö þeir gáfu sér tíma til aö líta viö sáu aö á disknum haföi oröið breyting, digur málmsúla gekk nú niður úr honum miöjum og nam viö gólf. Birgi hafði verið grafið niöur skammt frá skýlinu og fóöraö meö blýmottum, starfsfólkiö kom nú saman þar. Úr byrginu var hægt að fylgjast meö því sem geröist við diskinn frá fjórum sjónarhornum á sjónvarpsskermum. Hann hvíldi nú á stöplinum og þaö haföi slaknað á vírunum sem höföu borið hann uppi. Það glampaöi á málminn í stöplinum, hreinan og snitti í honum upp úr faömur á breidd, svart, tók að skipta litum, varð gult og svo blátt og þá sá í gegn líkt og um glugga í stigahúsi. Lyfta seig niöur eftir stöplinum. Og yfirmaður hópsins geröi þotuflug- mönnum frá bandaríska hernum, sem flugu reglubundiö yfir svæöiö af öryggis- ástæöum viövart um aö vera viö öllu búnir. Á sjónvarpsskermi sá fólkiö í byrginu lyftuna staönæmast neöst í stöplinum og opnast. Klefinn var tómur, birtan hvít sem frá honum stafaöi. Bláa Ijósiö í stöplinum slokknaöi um leiö og ekki var hægt aö greina hvort hliö hans væru enn lokuö eða gagnsætt snittið heföi runniö til hliðar um leiö og lyftan opnaðist. Fólkiö beið en ekkert geröist. Tveir menn voru búnir öryggisklæðum og þeir könn- uðu hvort nokkrar ósýnilegar breytingar heföu orðið á umhverfinu við þetta atvik, uröu einskís slíks varir. Fólkiö yfirgaf þá byrgið. Sömu menn voru sendir inn í skýlið; Ijósiö var slokknað í lyftunni þegar þeir komu _að henni. Það var gengt í hana af gólfinu. í henni voru hvorki hnappar né sjáanlegur Ijósabúnaöur og ekkert nema veggirnir sem virtust gráir í dagsbirtuljós- unum frá skýlisloftinu og óhreinindi á gólfinu, jafnvel smáar steinvölur. Veggirnir voru mattir af ryki. Annar mannanna vóg upp gaskút og setti á lyftugólfiö. Snittiö, sem haföi veriö opiö upp úr, varö svart og ógagnsætt, þeir sáu ekki hvaöan lokan kom en skyndiiega var stöpullinn ofan viö lyftuopiö oröinn heiil. Annaö geröist ekki. Þennan dag voru steinflögur úr lyftunni efnagreindar og um kvöldiö lágu fyrir upplýsingar í búöunum um aö um sérlega súrefnisrík efnasambönd væri aö ræöa en sjaldgæf voru jaröefni þess ekki. Enginn fékk aö stíga fæti inn í lyftuna og eftir aö athugun haföi farið fram á henni meö þessum takmörkunum var aftur tekiö til viö þaö verk sem frá var horfið. Leiösla, sem stungiö haföi verið í gatið í rúðunni, var nú föst og varö ekki þokað. En rúöan var skorin úr í heilu lagi. í gegnum gluggann var séö inn í stóran sal í daufum bjarma frá gluggunum. Salurinn virtist alveg auöur nema stokkur lá á einum staö nær vegg en miðju. Stutt var niður á gólf. Mennirnir á pallinum viö gluggann lýstu inn meö sterkum Ijóskast- ara og einum var gert að skríöa inn. Hann var með Ijóshjálm eins og námumaöur og klæddur varmaeinangruöum búningi. Eins var ástatt meö gólfið og í lyftunni, þaö marraöi undir fótum hans af óhreinindum. í miöbiki salarins var ójafna sem við athugun reyndist vera toppurinn á stöplin- um. I loftinu beint fyrir ofan var gróp sem hann féll sýnilega aó þegar hann haföi verið dreginn upp í diskinn. Aö ööru leyti voru loft og veggir slétt, á einum staö skagaöi þó stallur fram á gólfiö, heldur lægri en maöurinn sem skoöaöi þetta, sléttur og stæröfræöilega formaöur á þeim hliöum sem fram vissu. Maöurinn skoöaöi stokkinn á gólfinu sem virtist vera fínslípuö steinblokk, hann leitaöi aö brík- um eða handföngum en fann ekkert slíkt. Hann heyröi að þeir við gluggann voru teknir að skera gler og höföu kveikt á Leiserbyssunni, gekk til þeirra. Bríkur höföu myndast í glugganum meöan hann var aö litast um í salnum. Hér inni er ekkert aö sjá, sagöi maöurinn. Líttu þá á þetta, sagöi einn þeirra viö gluggann. Gleriö vex. Þeir luku viö að skera bríkurnar og drógu manninn út. Þið þurfið ekki aö brjóta heilann frekar, sagöi hann þegar hann var kominn á pallinn á meöal þeirra. Þetta er námukerra. Fjarstýrö nema áhöfnin sé í sjálfum disknum undir UMFERÐAR HNÚTUR A VEGINUM a ■ /„Þegar menn óttast ekki þaö, sem þeir ættu að óttast, mun hiö skelfilegasta koma yfir þá. Menn skyldu ekki temja sér aö láta hugsunarlaust eftir sér, né breyta eins og þeir væru þreyttir á lífinu. “ Þessi orö eiga rætur aö rekja til kínverska spekingsins, Lao-Tse. Honum var gefin gáfa, sem hann lagöi alúö við. Því gat hann sett fram djúpar hugsanir í fáum, fábrotnum orðum. Og þess vegna var hann enginn ræöumaöur á vestræna vísu. Hann hirti ekki um þá list, sem iökuö er hér á landi og víðar á Vesturlöndum, aö halda langar og læröar ræður, sem oft eru að mestu leyti umbúðir. Hann hefði ekki getaö orðiö stjórnmála- maður á Islandi, vegna þess að hann var svo vitur. Þar í sveit hefðu fæstir tekið mark á oröum hans, nema sérvitringar, því þau eru svo óbrotin, tær og fá, aö þaö þarf tíma til þess aö hugsa um þau. Hann hefði að öllum líkindum ekki komist lengra upp metorðastigann en aö veröa prestur í afskekktri byggö. Og íþví starfi heföi hann sennilega ekki notið sín, því hann hefði látiö troöa á sér og ekki sinnt ýmsu því, sem menn hafa séð ástæöu til að auka viö kristindóminn í aldanna rás. Margir heföu þá sennilega kvartað undan því, aö hann hefði svo sem ekkert aö segja og kynni ekki að tala eftir mæta menn. Eitt er víst, aö aldrei heföi hann orðið biskuþ. í því embætti heföi hann hvorki veriö nógu stjórnsamur né nægilega snjall skipulagsmaöur í nútímasamfélagi. Hann heföi ekki komist lengra upp í jaröneska metoröastigann, en Kristur sjálfur, vegna þess, „aö hinum vitra er allt jafn kært; hann lítur alla með lotningu“. Nú er ástæöa til aö taka það skýrt fram, aö ég er ekki taóisti, heldur prestur í kristinni kirkju og fyrir mér er enginn meiri en Kristur, ekkert mikilvægara en guödómur hans og friöþægingar- hlutverk í heimi ófullkominna manna. Hins vegar er mér ómögu- legt aö loka augunum fyrir því, aö sögð hafa veriö orð fyrir jarðvistar- daga guössonarins, sem eiga erindi við alla menn og nema ekkert úr gildi, sem Kristur kenndi í fáum orðum og óbrotnum dæmisögum. Þessi kínverski texti, sem hér hefur verið vitnað til og var settur saman á sjöttu öld fyrir Krists burð, hefur aö geyma speki, sem ég efast ekki um, aö Kristur heföi getaö tekiö undir, en alls ekki andmælt, t.d. þessum oröum Lao-Tse: „Menn komast hjá úlfúö meö því að hefja ekki verðleika mannanna til skýj- anna. Koma má í veg fyrir þjófnað meö því aö telja ekki sjaldgæfa hluti verömæta. Með því aö örva ekki nautnirnar, varöveitist rósemi hjartans. “ Yfirleitt viröast allar þær leiöir sniðgengnar í samfélagi okkar tuttugustualdarmanna; þess- ar leiðir, sem varöveita rósemi jj hjartans. Hjörtun eru óróleg, viö erum kappgjörn og geysumst áfram. Að lokum hættir okkur til að breyta eins og viö séum örþreytt á lífinu, líkt og strengur hafi slaknaö og tónn orðið holur og falskur. Orö Lao-Tse eru meira í ætt við Ijóö en prédikun. Og víst er um þaö, aö Ijóöskáldum okkar tekst oft öðrum mönnum betur að setja fram þau hollráð, sem við erum í þörf fyrir, enda seljast engar bækur verr en Ijóðabækur. Heiörekur Guðmundsson er eitt þeirra vitru skálda, sem forðast viöamiklar umbúöir, en gæöir orðin lífi, svo þau vekja umhugsun, ef menn vilja á annaö borð staldra viö og hugleiða líf sitt og annarra. Heiörekur yrkir: H — Þú settir þér takmark. Og nú er því náö. En nú hefur slaknaö þinn strengur. Því allt, sem þú girntist, þaö hefuröu hreppt, og hryggist og gleðst ekki lengur. Þú ættir að fagna, því allt er nú tryggt, og ekki nein hindrun í vegi. En þó skortir lífið hinn Ijúfa seið. Þú leitar —, og finnur hann eigi. En manstu, hve þér var um hjartaö heitt, hve hryggðist þú fljótt og kættist á meöan þú áttir þér óskadraum, sem ekki aö fullu rættist? — | Þeir, sem harðast böröust fyrir frelsi og framförum á íslandi viö upphaf þessarar aldar, hafa ósennilega búist viö því, aö í kjölfar sigranna miklu myndi fylgja lífsleiði, sem orðinn er eitthvert uggvæn- legasta vandamál yfirstandandi tíma. Ekkert er meira auglýst en gleðivakar hverskonar, og auðvelt sýnist að festa kaup á þeim. En það virðist eigi að síður mikill umferöar- hnútur á veginum. Einhvern tíma heyröi ég þá gamansögu sagða af kunnum manni, að þegar hann var spurður aö því, hversu langan tíma tæki að ganga ákveðna vegalengd, þá svaraöi hann að bragöi, aö hún værí fljótgengin af tíu mönnum. Þetta þótti brosleg reikningslist og í fljótu bragði aulafyndni. En þegar betur er aö gáö, þá felst í henni mikil lífsviska. Maöurinn, sem svar- aði, var kunnur aö þjartsýni, hjálp- fýsi og félagslyndi. Hann naut þess aö feröast í hópi góðra vina og að hans mati gat sú ferö aldrei veriö of löng, er farin var í samhentum flokki, sem gaf sér góðan tíma til aö njóta feguröar landsins og þar sem maöur var manns gaman. Við ættum kannski aö fara aö gefa okkur tíma til aö tala saman? Bolli Gústavsson í Laufási

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.