Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 7
okkur þarna í Knapdale Hall. Viö vorum aö spyrja um refsingu, en okkur var sagt að viö værum þarna í refsingarskyni viö Þjóðverja. Viö vor- um beittir óþverraskap, allt tekiö frá okkur, gátum ekki rakaö okkur, uröum aö elda okkar mat sjálfir, en hnífar og gafflar teknir frá okkur að kvöldi. Þarna voru Þjóðverjar frá nýlendunum, S-Afríku, Ástralíu, teknir bara til aö fá fanga, og þarna var raunar ekkert ætt aö éta. Eftir vistina í Skotlandi vorum viö svo fluttir til Isle of Man aftur. Þar hitti ég Carl Billich; hann haföi veriö tekinn í Reykjavík. Þarna vorum viö aftur komnir með gyöingum, en þarna voru tvennar fangabúöir, fyrir Þjóöverja oem höföu veriö teknir erlendis og hins vegar brezkir fasistar. Þessar búðir voru kallaðar 18b, en þar vorum við ekki lengi og vorum sendir til Ramsey á sömu eyju. Þar var vistin skárri og ekki eins líkt því aö vera í fangabúðum. Þar stofnuöum viö verkstæöi til aö framleiða leikföng, viö Kurt Blumen- stein." Skjaldarmerki Knauf-ættarinnar. „Voru einhver efni til aö stofna slíka verksmiöju þarna í Ramsey?“ „Þaö var ekkert til, viö keyptum rafmagnsmótor sem var tvö og hálft hestafl. Efni fengum viö einnig til aö smíöa úr vélar. Eftir aö hafa smíðað sög og komið okkur upp rennibekk hófst framleiðslan. Viö vorum þarna á tveimur hæöum í all' stóru húsi og byrjuðum á því að smíöa litla vörubíla og alls kyns dýr fyrir jólin. Þarna var listmálari, sem málaöi gripina fagur- lega, og heildsali, breskur, sem þarna var í vist gat selt allt sem viö framleiddum, hann sagöi okkur aö framleiöa eins mikiö og viö gætum, þaö var auðvitaö vöruskortur í landinu allt kapp var lagt á hergagnafram- leiðslu. Fyrir þetta fengum viö þrjátíu shillinga á viku og gátum keypt okkur ýmsar prívatvörur, bjór og fleira. Félagslífið var nokkuð gott, fangarnir héldu þar uppi hljómsveit og var Carl Billich hljómsveitarstjóri, mér er líka minnisstæður verksmiöjueigandi einn, Hans Netz aö nafni, hann framleiddi kventöskur, örlátur og fínn maöur. Hann var góöur fiðluleikari. Þarna í Ramsey samdi Billich lagiö sitt góöa Sandmann wenn es Abend wird (Óli lokbrá). Þaö var alltaf kveöjulagiö á knæpunni sem viö höfðum. Okkur skorti ekki öl þarna, fengum fullan bíl vikulega bæöi af Bass og Guinnes." „Hversu margt fólk var þarna?“ „Viö vorum 160 í Ramsey, þar af vorum viö tíu sem unnum í leikfanga- verksmiöjunni. En brátt fór aö fækka, því aö 1944 voru margir sendir brott í fangaskiptum: Hásler til Þýskalands, Carl Billich til Vínarborgar, en viö sem eftir vorum, dvöldum í Ramsey til stríðsloka en þá fórum viö til Port Erin á sömu eyju og þaöan til London í júlí 1945.“ „Var ekki hugurinn kominn hálfa leiö heim þegar þangaö var komiö?“ „Jú, sannarlega, en ekki dugöi það, því viö fengum ekki heimfararleyfi hjá dómsmálaráðuneytinu. Bretar sóttu um þaö fyrir okkur, en þeir höföu lofað okkur aö senda okkur til íslands. Þáverandi dómsmálaráöherra neit- aöi og Bretar sóttu um aftur, en fengu enn neitun. Og við fengum þær upplýsingar, aö viö yröum sendir til Þýskalands og lögöum af staö tólfta desember 1945, níu manns, allir kvæntir menn á íslandi, sem áttu þar' sín heimili og sitt fólk. Breski herinn var látinn fylgja okkur alla leiö, frá Dover til Calais, gegnum Belgíu til Hamborgar. Eymdin var gífurleg í Hamborg og ég svaf þar í loftvarnar- byrgi og fékk matarskammt til þriggja daga. Þá kynntist ég Þjóðverja, ágæt- um manni og viö fórum í skógarhöggs- vinnu 20 kílómetra frá borginni. Þar fékk ég ekki aö vera en var fluttur á minn fæðingarhrepp í Turingen og hóf þar aö starfa hjá frænda mínum í Kölleta; kom þar á afmælisdaginn minn 28. mars 1946. Það var svo ekki fyrr en undir jól 1948 sem ég kom til ísafjaröar, eöa eftir sjö og hálfs árs útlegö, og var illa tekiö af yfirvöldum, meöhöndlaöur eins og stríösglæpa- maöur, en kominn heim.“ Og ég lýk þessu meö því aö spyrja Walter Knauf hvernig tilfinning þaö hafi veriö aö vera kominn heim heilu og höldnu eftir allar þessar þrenging- ar. „Þaö var ekki nema eitt Guöi sé lof aö vera kominn aftur heim.“ HLieiH DE LARKOeHA PLAYSJ.S.BAeH eoncerto in the Italian Style French Suite No.6' Fantasiain e minor EnglishSuite No.2,k: M j . ' / - i,'} / 'ækLS > > HLJÓM- PLÖTUR Spánverjar hafa jafnan átt frábæra tónlistarmenn. Á þessari öld hefir senni- lega enginn oröið jafnkunnur og cello- leikarinn heimsfrægi Pablo Casals. ís- lenskir tónlistarunnendur hafa átt því láni aö fagna aö hingað hafa komið úrvalsgóöir listamenn frá Spáni, ég get ekki stillt mig um aö nefna Gaspar Cassado, sem lék hér á vegum tón- listarfélagsins fyrir nokkrum árum, því miöur er fátt til af upptökum meö honum. Önnur nöfn sem í hugann koma eru Victoria de los Angeles og Raphael de Burgos, sem hefir stjórnaö hér nokkrum tónleikum og aö síöustu Alicia de Larrocha, sem kom hér síðast á Listahátíð í vor og sem hér verður aö nokkru getið. Þess er fyrst aö geta aö hún hefir verið mikiö í sviösljósinu síðasta ára- tuginn og þaö meö réttu. Hún hefir fariö vítt um og haldiö tónleika og hvarvetna vel fagnað, aö sjálfsögðu hefir hún leikiö mikiö spánska píanótónlist, en jafnframt hefir hún leikiö verk eftir hin ólíkustu tónskáld fyrri alda og er þar fyrst aö nefna H.S. Bach, sem hér verður nánar getið um, Mozart, Beet- hoven, rómantísku tónskáldin Chopin, Schumann, Grieg, Mendelssohn, þá má nefna Ravel og landa hennar Manuel de Falla, Granados, Albeniz og er þá tæpast allt taliö. Þaö er hljómplötufyr- irtækiö Decca sem einkum hefir gefið út verk leikin af henni, eftir ofangreind tónskáld og skal þeirra nú stuttlega getið. Hún hefir leikiö Iberia og fleiri verk eftir Albeniz og fengiö mjög góöa dóma fyrir og hljóöritunin gerir sitt til aö koma öllu til skila. Þaö er Decca SXL 6585/7 eöa London 2235, sem á aö biöja um, ef menn fýsir aö kynnast túlkun hennar á þessum verkum. Þá má nefna 2 plötur meö verkum eftir de Falla, Nætur í göröum Spánar og El amor brujo og fleiri eftir fyrir píanó og það er Decca SXL 6258 (Nætur í göröum Spánar og píanókonsert nr. 2 eftir Chopin) og Decca SXL 6683 píanóverkin sem aö ofan getur. Þá má nefna aö Larrocha hefir leikið sónötur eftir Mozart inn á hljómplötur og til viðbótar eru þar verk eftir J.S. Bach, kantata eftir Bach í píanóútsetningu eftir Cohen o.fl. í umsögn um leik hennar í píanósónötum Mozarts er svo aö oröi komist aö hljóöfæriö syngi eins og næturgali, og enn er þaö Decca SXL 6865. Tvær aðrar plötur þar sem Larrocha leikur Mozart er ástæöa til aö nefna, því aö þær standa framarlega í rööinni þegar hugaö er að þeim verkum sem þar er aö finna. Þetta eru sónötur og fantasíur eftir Mozart og Bach-Busoni: Chaconne og Andante og tilbrigði eftir Haydn báöar plöturnar eru mjög vel leiknar og prýðilega hlóðritað- ar, Decca SXL 6669 og Decca SXL 6784. Ekki skal undan draga aö, geta um hvernig hún leikur Beethoven og nefna píanókonsert nr. 5, keisarakon- sertinn, hljómsveitarstjórinn er Zubin Metha og hljómsveitin er Los Angeles Philharmonic Orchestra, svo aö ekki er valið af verri. endanum. í umsögn um þessa plötu er einkum dáöst aö með hvaö miklum þrótti og glæsileik hún sþili fyrsta og síöasta þáttinn, en minna látiö af aö það Ijóöræna í verkinu komi til skila, en hljóðritunin er mjög góð og hvergi skortir hinn ytri glæsileik, þaö er Decca SXL 6899, sem á aö biöja um. Sp hljómplata sem verst hefir tekist er þar sem hún leikur verk eftir Grieg og Mendelssohn og er því mest um kennt að hljóöritunin sé verri en skyldi — Decca SXL 6528. Betur hefir til tekist meö útgáfu á verkum eftir Schumann. Þar leikur hún Kreislerana auk minni verka og hlýtur mjög góöa dóma fyrir, en þar er viö mikla snillinga aö kepþa, t.a.m. í Kreisleriana, því aö þeir Horow- itz og Rubinstein hafa báöir leikið þetta verk á hljómþlötur og báöir taldir hafa vinninginn yfir Larrocha hver á sinn hátt. Áöur er getið um upþtöku af þíanókonsert Choþins nr. 2, en aö auki má nefna plötu þar sem Larrocha leikur prelúdíurnar og Berceuse, en þar eru aðrir sem standa henni framar svo sem Pollini og Perahia, engu aö síður vitnar þessi plata um hið persónulega í leik hennar, Ijóöræna fegurð og mikil tilþrif, Decca SXL 6733. Þessi upptalning veröur þá ekki lengri, en að síöustu verður getiö stuttlega um plötu þar sem hún leikur eingöngu verk eftir J.S. Bach, en þaö eru ítalski konsertinn frönsk svíta nr. 6, fantasía í c-moll og ensk svíta nr. 2, Decca SXL 6545. Hér kemur skýrt fram hin persónulega meöferö hennar á þessum verkum, hún er ófeimin viö aö láta píanóið líkja eftir harpsichordinu í tónmyndun og víst er aö þessi plata er kærkomin þeim sem fellur vel aö heyra tónlist Bachs leikna á nútímahljóðfæri. Aöalgeir Kristjánsson skrifar um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.