Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 12
4. mars 1981 fór njósnatungl Sovét- manna yfir sunnanvert ísland. Eins og í fyrri ferðum Ijósmyndaöi sjónvarpsauga hnattarins svæðið og minni hans bar myndirnar saman við niöurstöður af fyrri könnunum hans á þessu sama svæöi. Næmur vélarútbúnaöurinn nam segul- verkanir frá Eldhrauni í Skaftártungum ofanveröum, það sterkar að boöum um þær var komið á framfæri við aðal móttökustöð Sovétmanna fyrir gervi- tunglasendingar skammt austan sunnan- verðra Úralfjalla. Segulverkununum staf- aði frá bletti sem ekki gat verið meira en nokkrir tugir metra í þvermál og þær voru nýlunda frá þessu svæöi. Bletturinn var merktur inn á kort og það ásamt skýrslu gekk á milli yfirmanna stöövarinnar. Sú ályktun var dregin að fokið hefði ofan af segulmögnuðu bergi. Að venju var skýrslan send hermála- ráöuneytinu eins og aðrar um vafaatriöi af þessu tagi. Þaðan bárust fyrirspurnir til sovéska sendiráðsins á íslandi um mann- virki í Eldhrauni og er engin reyndust var njósnaflugvél látin flytja meö sér á reglu- bundnu flugl viö lofthelgimörk landsins miöunarútbúnað og bylgjugreini, einnig var sovéskur njósnatogari látinn sigla undan suöur ströndinni með ámóta tækja- búnað. Segulverkana varð ekki vart á tækjum togarans eða flugvélarinnar held- ur virtust þær fylgja þröngu keiluformi. Sovéskir sendiráðsmenn fóru þá sam- kvæmt fyrirmælum á bílaleigubíl aö Eldgjá og þeir klifu Gjártind með mælitæki. Nákvæmri miöun fylgdu jákvæðar svaranir og viö greiningu var ályktaö aö þeim stafaöi frá sambandi málma í náttúrlegu ástandi. Sumarið næsta hafði sovésk stofnun heimild frá íslensk utanríkisráöuneytinu til jarðfræðirannsókna í landinu og svo hafði verið undanfarin sumur. Hermálaráðu- neytið sovéska fól stofnun þessari aö kanna á sumri komanda umtalaö svæði. Þangaö til var njósnahnötturinn látinn gaumgæfa Eldhraunssvæðiö á spírallaga ferli sínum umhverfis jörðu. Þeir voru tveir saman og þetta var annað sumarið þeirra á íslandi. Áöur höfðu þeir kannað þykkt móbergshellunn- ar á miðbiki landsins, nú fóru þeir um Vestfirði og mældu halla jarðlaganna í núpum kjálkans. Tilsýndar sáu þeir Grett- istök á flötum fjallakollum sem ísaldarjök- ull hafði skiliö þar eftir, príluðu upp og mældu stefnu jökulskriðsins af grópum í jaröveginum. Þeir óku á rússneskum torfærubíl, veifuðu til vegfarenda og á leið sinni keyptu þeir hotdogs í sjoppum. Nutu lífsins, báðir nýgengnir frá lokaprófi í jarövísindum viö Moskvuháskóla og áhugi þeirra fyrir að fara inn á Eldhraun til mælinga á því sem þeir töldu vel geta verið geislavirkni — frá vopnabirgi Banda- ríkjamanna — var minni en enginn. Þeir luku ferð sinni um Vestfirði, hlutu ákúrur frá sendiráðinu og dróu upp leiðarvísi sem starfsmaöur þess haföi fengið þeim. Fóru um Fjallabaksveg nyrðri, slógu upp tjöld- um, daginn eftir gengu þeir inn á hrauniö meö mælitæki sín. Þau sýndu aö ekki var um geislunarhættu að ræða. Hrauniö varð því greiðfærara yfirferðar sem þeir nálguöust meir upprunastaö segulverkananna, framan af klaungruðust þeir milli sporðreistra hraunflaga, fetuöu sig svo yfir vikuröldur og þegar áliðiö var dags var undir fótum þeirra sléttur hraunslóði. Þeir leituðu með varkárni þjálfaðra hermanna, þaö voru þeir báöir, og smám saman varð leitarsvæðið þrengra uns þeir höfðu afmarkað svæðiö sem veitti ríkastar svaranir. Þar var sandur í sköflum og undir órofin hraunhella, engin merki um að menn hefðu verið þar á ferli hvað þá um mannvirki. Svæöið var sporöskjulaga og þeir gátu engar getur aö því leitt hvers vegna eða aö þessari ráögátu yfirleitt. Þeir merktu staðinn með sjálfvirkum hljóðmerkjasendi, héldu til búöa sinna seinna um kvöldið. Morguninn eftir fóru þeir fram eftir meö sprengiefni og graftól. Þeir rufu hraunhelluna síöan með mörgum smásprengingum á völdum stöðum. Þá veltu þeir við hraunflögðum sem þeir réðu við og dýpkuðu holurnar eftir þær með sprunguþenslutæki. Vikur og salla mok- Skýrsla starfsmanns 15 Vísindasmásaga eftir Þorstein Antonsson uöu þeir burt og grófu sig meö þessum hætti meira en hæð sína undir yfirborö hraunsins. Þegar svo var komið varð fyrir þeim sléttur málmflötur sem hallaði 40° frá láréttri línu. Fundu með bergmálsmælingu að holt var undir þessu yfirborði. Þeir félagar vissu að hraunið, sem þeir stóðu á, hafði runnið tveimur árhundruöum fyrr og sáu af jaröveginum að hlut þeim sem þeir höföu grafiö sig niöur á gat ekki hafa veriö komiö fyrir í hrauninu heldur hlaut hann að hafa fallið í það eða verið fyrir á þessu svæöi er þaö rann. Þeir könnuðu hörku málmsins og mörkuðu hann ekki með neinu þeirra handverkfæra sem þeir höfðu meðferðis. Þeir grófu aöra holu en fundu ekki málmflötinn og gáfust upp. Þeir tóku myndir af svæðinu, dróu svo úr verksum- merkjum, rööuðu hraunhellum í holurnar. Síðan héldu þeir til byggöa. í sovéska sendiráðinu afhentu þeir skýrslu um ferö sína um Eldhraun. Oaginn eftir var þeim sagt að bíða á hóteli því sem þeir höfðu gist um nóttina frekari fyrir- mæla. Þeir áttu nokkra náöuga daga í Reykja- vík. Þá var þeim tilkynnt að leiðangri þeirra væri breytt, þeir ættu aö fara ásamt tveimur mönnum öörum inn í Eldhraun og á svæðið x, þeir ættu aö vinna allir að uppgreftri þar undir því yfirskini aö þeir ynnu aö rannsóknum á sprungunetinu í miöhluta landsins. í framhaldi af athugun- um þeirra á síðastliönu sumri. Aðrir tveir menn yröu staðsettir norðar og vestar á miöhálendinu, jafn langt frá aðalsprung- unni og þeir, tilgangurinn með því að beina athygli frá starfsemi þeirra. Þeim yrði fengið stórt tjald til að vinna undir. Þessar aðgeðir fóru allar fram eins og ráð hafði verið fyrir gert, mennirnir reistu skála úr áli og plastdúk á svæöinu og lyftu hraunhellum með vökvaknúnum þrífæti á þverslár sem þeir skutu undir hellurnar og drógu þær eftir þeim meö taljum. Að viku liðinni höfðu þeir grafiö upp úr hrauninu fljúgandi disk, þeir þekktu hann af mynd- um, 70 metra breiða kringlu meö lágri turnbyggingu. Og á henni litlir kringlóttir gluggar og þeir ógagnsæir utan frá séö. Hraunsalli var fastur á disknum öllum eins og storknuð froða en hann virtist óskemmdur. Fjórmenningarnir fundu eng- 7 ar dyr og geröu því ráð fyrir að þær væru neöan á honum, það var ofverk þeirra að losa diskinn meira en orðið var. Einn mannanna hélt til borgarinnar og sneri aftur degi eða tveimur síðar með sam- landa sinn. Sá dvaldist meö þeim í búöunum hluta úr degi, síðan héldu þeir tveir burt á ný. Okkar menn voru þá teknir að fylgjast með athæfi Rússanna úr fjarlægð. Sólarhring síðar lögöu Rússar sjálfir fyrir framkvæmdastjóra Sameinuöu þjóö- anna ítarlega skýrslu um starfsemi sína í Eldhrauni og aðdraganda hennar, samtím- is eintak af sömu skýrslu fyrir ríkisstjórn íslands, hvorum um sig jafnframt tilkynnt að hinum var þá kunngert um fund þennan. Afsökunarbeiöni var lögð fyrir íslensku ríkisstjórnina fyrir átroöning og Rússarnir úr báðum búöunum fóru úr landi meö næsta flugi á vegum stjórnar sinnar. Samdægurs höföu bandarískir hermenn af Keflavíkurvelli umkringt diskinn. Þeir voru á staönum fram á næsta dag, að þeir höföu sannfærst um aö satt var sem Rússar sögðu og ekki var um njósnatæki eöa vítisvél af hálfu þeirra aö ræöa, þá fór yfirstjórnin á Keflavíkurvelli aö tilmælum íslensku ríkisstjórnarinnar og hún eftir, orðum framkvæmdastjóra Sameinuöu þjóðanna, hermennirnir voru kvaddir út af svæðinu og látnir halda vörö um það í staðinn. Þar eö engin leið var aö ætla málmtæki þetta í Eldhrauni yngra en 200 ára varð úr að öryggisráö Sameinuöu þjóöanna var kvatt saman og mál þetta og skýrslur — önnur frá Bcndaríkjamönnum — var lagt fyrir þaö. Niðurstaða af umræöum í öryggisráðinu varö að á vegum þess skildi valinn alþjóölegur hópur sérfræöinga til aö sjá um öll framkvæmdaratriöi við rann- sókn disksins og skildu samtökin kosta þær framkvæmdir, — tilskiliö að leyfi íslensku ríkisstjórnarinnar fengist. Orðað svo þegar það fékkst: íslenska ríkisstjórn- in býður fyrir hönd þjóðarinnar verðmæti þessi sem framlag til alþjóðafriðar. Þegar svo var komið tóku að aukast mannaferðir um Eldhraun, tugur manna lagði þar á ráðin í fyrstu um framkvæmdir, hópurinn stækkaði og varö innan skamms hátt á annaö hundraö manns. Mikill vélabúnaöur var fluttur á Keflavíkurvöll og inn á hrauniö, á skömmum tíma reis þar skýli umhverfis diskinn og um hann sjálfan aö auki stálgrindanet svo að hann snerti hvorki gólf né veggl. Gnótt ýmissra algengra lofttegunda var flutt á staðinn og þær tengdar vélabúnaði sem á sekúndu- broti gat samræmt þær innbyröis og blönduna þeirri sem diskurinn innihéldi, væri hún ekki því frábrigðilegri. Þessi útbúnaöur var tengdur loftþéttum gangi úr plasti og vinildúk sem hægt var aö aölaga lögun disksins. Hafist var handa um að ná úr lúgu sem menn töldu sig kenna á disknum neöanveröum, dúkurinn allt um- hverfis og menn að verki með súrefnis- kúta. Þeir veigruðu sér við að nota logsuöu- tæki eða önnur verkfæri sem þeir töldu að myndu geta ollið skemmdum. Þessar tilraunir báru ekki árangur né heldur er reynt var að opna lúgu er menn töldu sig greina á yfirbyggingu disksins sem al- mennt var kallaöur svo. Loks varö aö samþykki með þeim sem stjórnuðu þess- um aðgerðum aö reyna að brjóta glugga á yfirbyggingunni, þeir voru það stórir að meðal maður ætti þar með auövelt með að smeygja sér i gegn. Öryggisbúnaði var komið fyrir við eitt kýraugað. Bor, sem svo var smágeröur að vart varö greindur með berum augum, var beitt við rúðuna og hann vann seinlega á henni en geröi það þó. Síöan var holunni lokað og mælingar gerðar. Jarðneskt andrúmsloft reyndist vera í disknum, viöstöddum til undrunar, ámóta og í miðri stórborg á heitum sumardegi. Kolsýringsinnihald all mikið og hitastig fremur hátt — sérfræðingar töldu skýringuna einfaldlega aö diskurinn læki. Hinn loftþétti gangur var nú fjarlægður og hafist handa við aö fjarlægja rúðuna. Þeir höföu unniö aö því án verulegs árangurs í nokkrar mínútur þegar Ijós- og hljóömerki frá skýlisveggnum gáfu til kynna að hætta væri á ferðum. Starfs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.