Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 6
Heim eftir sjo ara útlegð — og tekið Walter Knauf heima hjá sér á Tangagötunni. Knauf-hjónin í hófi hjá Kvenfélaginu Ósk á ísafirði. Þeim til hliöar er Hertha Schenk ekkja Haraldar Leóssonar kennara á ísafiröi. A áratugnum ffyrir síöari heims- styrjöld kom hingaö til lands margt Þjóöverja, bæöi gyöingar og kristn- ir. Voru þeir aö flýja stríðsóðan Hitler, minnugir hörmunga fyrri heímsstyrjaldar. Margt af þessu fólki er enn lifandi, ílengdist hér, eignaðist fjölskyldur og uröu ágæt- ir íslenskir þegnar. Einn þessara manna er Walter Knauf, blikksmiö- ur á ísafirði, kominn á áttræöisald- ur. Hann fæddist í Oberheldrungen í TUringen sem nú tilheyrir A- Þýskalandi og nam þar iðn sína: „Ég var í barnaskóla, þegar ég missti fööur minn, hann féll í fyrri heimstyrjöldinni, viö vorum þrjú systk- inin, tvær systur auk mín. Móöir mín giftist ekki aftur og var ekkja áfram.“ Ég spyr Walter Knauf hvernig iönnámi í Þýskalandi hafi veriö hátt- aö á þessum tíma. „Hvaö mig snerti þá gekk ég í iönskóla og síðan í tækniskóla og ég er þaö sem heitir á þýsku klempner und installateur, þaö er aö segja blikksmiður og pípulagningamaður. Skólinn var kvöldskóli eftir vinnu. Nú, þaö var náttúrlega gerður námssamn- ingur, lehrvertrag, það voru engin laun, bara vasapeningar og ekkert um sumarfrí aö ræöa. Þarna var mikill agi enda þótt verkstæöið^ væri lítiö þar sem ég lærði, hjá Georg Smith, þar var meistari, sveinn, og við þrír lærlingar." „Þú hefur þá veriö aö Ijúka námi þegar kreppan var sem höröust?“ „Já, þaö er óhætt aö segja þaö, ég var að vinna í Leipzig 1933, þá var haldin stórhátíö þar sem Hitler talaði, þaö var sólskin og breiskjuhiti þegar Hitler hélt ræðuna og fólkiö var alveg vitlaust, hann lofaöi atvinnu og fram- förum og þaö haföi áhrif í allri eymdinni. Maöur heyröi nú lítiö, hátal- ararnir voru langt frá. Þaö var allt baöað í hakakrossflöggum. Fólkiö var hrifiö." „Hvaöa starfa haföi þú í Leipzig?" „Áin Zeitz haföi flætt yfir bakka sína og grafið sig í gegn. Ég var aö mæla halla á skuröum, launin voru lítil, ég haföi kost og logi. Þaö var safnaö saman ungu fólki sex til átta hundruð manns, það var verið að nota fólkið. Áriö 1934 var ég svo aö vinna í sykurverksmiðju, vann sem fagmaður, en fékk verkamannakaup. Ef þú sættir WALTER KNAUF á ísafirði rekur raunir hernámsáranna í samtali vié Finnboga Hermannsson þig ekki viö þetta voru tíu reiðubúnir aö taka við starfi þínu. Þegar Hitler fyrirskipaöi herskyldu, þá fór ég. Ég skrifaði til Lloyd í Hamborg og fékk upplýsingar um ýmis lönd, þar á meöal ísland, Chile og Argentínu. Ég komst að því, að ferðir væru ódýrastar til íslands og ég fór meö gamla Dettifossi áleiöis til Akur- eyrar þann 15. desember 1934. En allt er breytingum undirorpið; ég kynntist fólki á leiðinni, þar á meðal Guömundi Guöjónssyni, arkitekt, sem var á leið til íslands aö reisa síldarverksmiðju. Þaö var norður í Djúpuvík og hann sýndi mér teikningar af því sem reisa átti á Djúpuvík. Eg var óráöinn, ætlaöi reyndar ekki aö hafa langa viödvöl á íslandi, haföi hugsað mér að fara til Suður-Ameríku og búa þar, því ég vissi að ég ætti ekki afturkvæmt til Þýska- lands ööruvísi en aö hlýöa sömu örlögum og faöir minn, sem féll 1914. Ég vissi aö það yrði stríö, en ég vissi ekki áriö. Nú, Guðmundur Guöjónsson hvatti mig aö koma í vinnu til sín á Djúpuvík og taldi hann litla möguleika á Akur- eyri og einnig á ísafiröi, kreppan herjaöi hér líka. Úr varö, aö ég tók boöi Guömundar um aö fara til Djúpuvíkur; þar fékk ég bæöi vinnu, fæði og húsaskjól. Guðmundur var aö byggja fyrir Ólaf Jónsson hjá Alliance og Magnús lipra sem kallaöur var. Þarna kynntist ég konu minni, Halldóru Guöjónsdóttur frá Kaldbak, hún var í síld á Djúpuvík. Viö vorum gefin saman í Reykjavík af séra Árna fríkirkjupresti 19. nóvember 1935. Ég vann þarna viö byggingu verksmiöj- unnar og síöar aö viðgerðum og endurbótum bæöi á verksmiðjunni og togurum eftir aö verksmiðjan komst í gang. Konan var aftur á móti í síld og þarna störfuöum viö frá ’35 til ’37, en keyptum svo hér á Tangagötunni 1937. Einn vetur vorum viö í Kaldbak og þar byggði ég sumarbústað '36; keypti þar land úr jöröinni. Þangaö fer ég sjaidan núoröiö, en hef nú verið aö endurbæta húsiö eftir þörfum. En þaö var ekki bara íveruhús sem ég keypti, heldur einnig verkstæöi, en hér haföi starfað lengi blikksmiður, sem nú var oröinn háaldraður, Ingvar Vigfússon. Sonur hans, Vigfús, sem lærður var hjá Bjarna Péturssyni vildi ekki taka við. Verkstæðiö var ekki fullkomiö, haföi verið starfrækt í 50 ár og kannski ekki fylgst þar meö kröfum tímans. Ég var þarna einn meö mína iðngrein, liföi hamingjusamlegu lífi og viö þá góöu tilhugsun, aö hér var enginn herskylda og enginn hernaöarundirbúningur. Ég var á Djúpuvík í mörg sumur eins og ég sagöi þér, einnig viö brúarsmíði inni í Djúpi, var viö byggingu brúarinn- ar á Ármúla sem var stærsta brúar- mannvirki á Vestjförðum; þaö fóru fjórtán tonn af járni í hana. Þá skall stríðiö á og ísland var hernumiö 10. maí 1940. Okkur var smalaö saman Þjóöverjunum. Viö vorum tveir teknir frá ísafiröi: Hans Hásler í Gamla bakaríinu, hann var tekinn á ísafiröi, ég í Kaldbak. Tryggvi Jóakimsson var breskur konsúll á ísafiröi og ég sagöi honum, aö ég væri aö fara noröur til aö setja niður kartöflur og sá rófum. Ef Bretar heföu áhuga á aö ná í mig, þá væri ég þar. Ég var svo tekinn í Kaldbak 12. júlí. Þaö var rúmlega þúsund smálesta norskur dallur, sem var aö koma meö norskt flóttafólk og norska sjóliöa. Hann sótti fyrst Hásler á ísafjörö, sigldi síöan noröur á Strandir aö sækja mig. Meö þessu norska skipi var einn breskur officeri. Mér er þaö minnis- stætt, aö meö var íslenskur lóös, og mér þótti hann ekki vera ekta íslend- ingur, hann var á móti okkur. Hann var úldinn yfir því aö ég skyldi tala þýsku viö officerinn, hann var af þýsku bergi brotinn. Þetta var officeri í leyniþjón- ustunni. Síðan var haldið til Reykjavíkur, þar lá breska flugvélamóðurskipið Argus. Tólf Þjóöverjar biöu þar um borö og þegar viö vorum komnir viö Hans, lagöi skipiö af staö meö fjórtán manns í fylgd sex herskipa. Þaö voru fjórir tundurspillar og ef til vill tvö vopnuö fragtskip. Viö sigldum til Glasgow og vorum sendir til Kleembrander Camp og vorum þar í heilan mánuö. Síöan til Peel á Isle of Man og þar vorum viö meö gyöingum í eina þrjá mánuði. Síöan til Liverpool, þar í úthverfi meö stórum fangabúðum, eiginlega raöhús á einni hæð, byggð fyrir fjölskyldur og þar voru viö settir inn meö gyðingum. Þrír mánuöir þar og svo aftur til Skotlands.“ „Hvernig var komið fram viö ykkur, Walter Knauf?“ „Viö vorum ekki látnir vinna, • viö vorum undir vernd alþjóöa Rauöa krossins, en það var farið illa meö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.