Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Síða 5
bænum líf. Þess vegna eru þaö fjár-
sterkir aöilar, eins og bankar, sem
leggja undir sig allt land í miöborginni,
og í sjálfri Kvosinni milli Lækjargötu og
Aöalstrætis, nýtist minna en helmingur
húsnæöis fyrir starfsemi, sem dregur til
sín fólk, svo aö einhverju nemi. Á
tímabili var varla nokkuð veitingahús í
miðborginni sem stóö undir nafni.
Viö hljótum aö hugleiöa, hvort lausnin
frá 1960 hafi ekki veriö röng, og hvort
önnur hagkvæmari hafi ekki veriö fyrir
hendi. Það er greinilega engin lausn, að
ætla aö rífa mikið af húsum í einum
vettvangi, slíkt er mjög kostnaðarsamt,
og gerist aöeins á löngum tíma. Lítill
áhugi viröist vera fyrir húsnæöi í nýja
miöbænum, til þess er hann of langt frá
þeim gamla. En þegar viö stöndum viö
Tjörnina og hugleiöum þetta mál, kveöa
allt í einu viö ógurlegar drunur, svo aö
jafnvel syfjaö skrifstofuliðiö í Austur-
stræti hrekkur upp, og gera verður hlé á
fundum borgarráös og Alþingis eitt
andartak, því þar heyrist ekki mannsins
mál. Viö sjáum flugvél renna rétt yfir
höfuö okkar og lenda hinum megin við
Tjörnina. Og þarna blasir lausnin viö
okkur, Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurfflugvöllur
Saga Reykjavíkurflugvállar í núver-
andi mynd hófst um 1940, þegar farið
var aö kanna hér hugsanleg flugvallar-
stæöi. Meöal þeirra staöa, sem komu til
greina, var Vatnsmýrin. Áöur en ákvörð-
un var tekin, var landiö þó hernumið, og
Bretar tóku af okkur ómakiö og byggöu
þar flugvöll, þrátt fyrir eindregin mót-
mæli bæjarstjórnar Reykjavíkur. Þótti
ekki ráðlegt aö hafa flugvöllinn svo
nálægt miðbænum á stríöstímum,
vegna hættu á loftárásum og slysum. í
stríðslok var svo flugvöllurinn ásamt
mannvirkjum afhentur íslendingum til
eignar, og upphófust strax raddir um aö
flytja hann frá miðborginni. Hvorki gekk
þó né rak í því máli, því mönnum þótti
þægilegt aö hafa völlinn svo nálægt sér,
þar sem samgöngur á landi voru mun
lakari en nú er. Reykjavíkurborg átti líka
nóg landrými innan seilingar, landsvæöi
flugvallarins var því ekki mjög verö-
mætt. Ónæði af flugvellinum fór hins
vegar vaxandi, og ýmsar athuganir hafa
veriö gerðar varöandi flutning hans. Þrír
staðir komu til athugunar, Álftanes,
Garöarhraun noröan Hafnarfjarðar og
Kapelluhraun austan Straumsvíkur.
Niðurstöður athugananna voru þær, aö
allir þessir staöir væru betri en núver-
andi flugvallarstæöi. Ekkert gerðist þó,
og enn er völlurinn á sama staö.
Viökvæöi þeirra, sem eru á móti
flutningi flugvallarins er vanalega það,
að þaö sé of dýrt, en ekki eru þar þó
allir á sama máli.
Land þaö, sem fer undir Reykjavíkur-
flugvöll, er um einn og hálfur ferkíló-
metri aö stærð, sem er álíka mikið og
allur Vesturbærinn, Melarnir og Hagarn-
ir, en þar vinna hins vegar aðeins um
450 manns viö flugrekstur. Land flug-
vallarins er með allra verömætasta
byggingarlandi borgarinnar, og liggja til
þess ýmsar ástæöur. Þarna mætti fá
aukið athafnasvæöi, fyrir Háskólann,
Landspítalann og ekki síst sjálfan miö-
bæinn. Þar sem þetta svæöi er mjög
nálægt miðborginni, yröi hér alls ekki
um neinn nýjan miöbæ aö ræöa, heldur
aðeins viöbót viö gamla miöbæinn meö
veitingastöðum, skemmtistööum, versl-
unum, skrifstofum, hótelum og ýmsu
fleira, sem á heima í miöborginni, en
rúmast þar ekki nú. Þessi kjarni gæti
svo veriö meö yfirbyggöum götum, og
hann gæti auöveldlega tengst Kvosinni
með gönguleiöum gegnum Tjarnargarö-
inn. Vel mætti þá lífga upp á Tjarnar-
garöinn í leiðinni, og t.d. væri enginn
staöur heppilegri fyrir Tívolí yfir sumar-
mánuöina. Enn væri svo eftir pláss fyrir
10—12 þúsund manna íbúöarhverfi á
landi flugvallarins, hverfi sem væri mjög
nálægt miðbænum og allri þjónustu þar.
Mjög ódýrt væri aö reisa þarna byggö,
þar sem allir aökomuvegir og lagnir, svo
sem vatn, hitaveita og frárennsli eru
þarna þegar til staöar. Jarðvegsdýpi er
yfirleitt hentugt fyrir byggö.
Nýlega var unnin á Borgarskipulagi
Reykjavíkur skýrsla, þar sem m.a. var
Gamli bærinn í kvosinni. Hann gæti
gengið í endurnýjun lífdaganna með
viðbót og vexti útí Vatnsmýrina og
kannski orðið raunverulegur, alvöru
miðbær.
athuguð hagkvæmni þess aö flytja
flugvöllinn til Kapelluhrauns eöa Kefla-
víkur. Þar er ekki tekin afstaöa til þess,
hvort flugvöllurinn geti veriö á Álftanesi,
sem er tvímælalaust hentugasti staöur-
inn fyrir hann, en lítill innanlandsflug-
völlur nyrst og austast á nesinu mundi
ekki einu sinni trufla forsetann í hugleið-
ingum sínum. í drögum aö aðalskipulagi
Reykjavíkur til 1995, sem samþykkt
voru fyrir nokkrum árum, en aldrei
staöfest, var áætlun um aö þenja
byggöina í Reykjavík alla leiö austur aö
Korpúlfsstööum og Úlfarsfelli. í flugvall-
arskýrslu Borgarskipulagsins er gerður
samanburður á því, hve mikið kostar aö
byggja 10 þúsund manna íbúðarhverfi á
flugvallarsvæöinu, samanborið viö jafn
stórt hverfi í landi Keldna eöa Korpúlfs-
staða. Einnig er borinn saman aksturs-
kostnaöur íbúa sömu svæöa, metinn
stofnkostnaöur nýs flugvallar og akst-
urskostnaðar til og frá flugvelli. Um 70%
af atvinnutækifærum höfuðborgar-
svæðisins eru vestan Elliöaáa, og þ.a.l.
má ætla, aö sami hluti íbúa nýju
svæðanna þyrftu aö sækja þangaö
vinnu. Það er gífurleg vegalengd fyrir
íbúa Korpúlfsstaöasvæðisins, en stutt
fyrir íbúa flugvallarsvæðisins. Aksturs-
vegalendir eru reiknaöar nokkuö ná-
kvæmlega út frá reiknilíkani umferðar
og dreifingu íbúöa, vinnustaöa og þjón-
ustu á höfuöborgarsvæðinu. í Ijós kem-
ur, að það er nokkur hundruð þúsund-
um (gamalla) króna ódýrara á ári fyrir
hverja fjölskyldu aö búa á flugvallar-
svæöinu en að búa á Korpúlfsstaða-
svæöinu. Ef þetta er reiknaö fyrir 10
þúsund manna byggö og metið meö
öðrum kostnaði, kemur í Ijós, aö
þjóöfélagiö sparar nokkra milljarða
(gamaila) króna á ári meö því aö flytja
flugvöllinn. í skýrslunni er auk þess bent
á hávaöa, umhverfisspjöll og slysa-
hættu, sem fylgir flugvellinum á núver-
andi stað, en borgarlæknir, slökkviliös-
stjóri og fleiri hafa raunar bent áður á
þessa sömu hluti. Varöandi álag á
umferðarkerfi borgarinnar, þá er Ijóst,
aö meö því aö byggja íbúðarhverfi á
flugvallarsvæðinu og færa íbúana þann-
ig nær atvinnusvæöunum, mundi álag á
götur eins og Miklubraut, Sætún og
Kringlumýrarbraut minnka á mestu
álagstímum.
En hvers vegna í ósköpunum er þá
ekki flugvöllurinn fluttur? spyrja menn,
og þaö er von aö þeir spyrji. Flugvall-
arskýrslan hefur m.a. verið kynnt fyrir
æðstu ráðamönnum þjóöarinnar viö
Austurvöll, en þaö er eins og vanalega,
aö helst þarf alvarlegt slys til aö þeir
ranki viö sér. Ef flugvél hrapaöi niöur í
miðbæinn, gæti hún þó allt eins lent á
þeim sjálfum, en viö skulum vona aö
þeir vakni við flugvélardrunurnar, áöur
| en þaö veröur. Á meðan bíða ónotaöir
i stórkostlegir möguleikar til aö bjarga
hjartasjúkdómi Reykjavíkur, bjarga
miöborginni frá hægfara hrörnun vegna
plássleysis, meöan verslunin lekur út í
nýja miöbæi suður meö sjó, og jafn-
framt möguleikar fyrir 10—12 þúsund
manns til að búa nálægt miðborginni.
Er þetta allt ekki einhvers viröi, og
hefðum viö ekki átt aö grípa þessa
lausn strax áriö 1960 í staö þess aö vera
meö stórveldisdrauma um aö rífa hálfa
miðborgina og byggja hraðbrautir á
brúm og nýjan miöbæ úr tengslum viö
þann gamla?
Hugmynd grein-
arhöfundar um
nýtingu flugvall-
arsvæðisins: Hluti
miðbæjarins
teygjist suður
fyrir Hringbraut
og út í Vatnsmýr-
ina, Háskólinn
fær til umráða
aukið rými, en
10—15.000 manna
byggð alla leið út
í Skerjaf jörð og
Nauthólsvík.
REYKJAVIK
1:20000
0