Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 7
Snjóflóð, eldsvoðar, flóð, jarðskjálftar eða skriðuhlaup eiga ekki að geta grandað manni í þessari varnarkúlu, sem hægt væri að koma fyrir í hvernig húsi sem er. Stærftarhlutfoll björgunarhússins. Fjöðrunarkerfið sést ólokað. Loftþrýstidyr fyrir miðju. Öryggisklcfinn sjálf- ur án fjöðrunarkerf- is. Hér eru dyrnar opnar. Kúlunni á að vera hægt að koma fyrir í hvernig húsi sem er; hún gegnir sama hlutverki og björgunarbátur um borð i skipi — og i þessu björgunarhúsi á fólk að geta komizt af i hvaða náttúru- hamförum sem er. 4./U* FLboR Secnou ■MoCM Gólfflötur og stað- setning öryggisstól- anna i kiefanum. Í miðju gólfi er lúga niður i geymslurými. Þversnið af öryggis- sæti. Ytri hjúpurinn er gerður úr trefja- gieri. Að innanverðu er hann að mestu leyti bólstraður. Loft- þrýstipúðar eru við andlit og brjóstkassa notandans. færa ytra og innra borðið sanian í rétta afstöðu. Að auki er þyngdarpunktur klefans færður neðst í hann, þannig að klefinn sjálfur hefur ávallt tilhneygingu til þess aö breyta afstööu sinni í þá átt að gólfið í honum sé samsíða yfirborði jarðar, hvernig svo sem ytra boröið snýst. í þriðja lagi þurfa notendur klefans aö fá vörn gegn miðflóttaaflinu og tregðu- lögmáli, en slíkt kemur uppá er kraftar virka skyndilega á björgunarhúsið. Hér er það leyst með því að útbúa klefann með sex öryggissætum, sem þannig eru úr garði gerð að notendur þeirra geta dvaliö í þeim töluverðan tíma án óþæg- inda. Sætin gera ráð fyrir kraftaverkun úr hvaða átt sem er og eru því nánast aflokuð hvert fyrir sig. Þau notast m.a. við loftpúða, sem blæs sjálfkrafa upp í þessu skyni. Hvernig verkar þetta þrennt svo saman? Tökum dæmi um versta tilfelli, t.d. aö björgunarhúsið skolist burt í geysimikilli flóðbylgju og lemjist síðan af afli upp viö steinvegg, eöa þá aö háhýsi hrynji með slíkt björgunarhús innan veggja. Hnykkurinn, sem kemur á mannslíkamann í slíku falli, jafnvel þó að vel sé um hann búið að öðru leyti, getur eyðilagt ýmis innri líffæri, ef ekki eru gerðar ráðstafanir gegn því. Hér er það gert með áðurlýstum útbúnaði: Er björgunarhúsið tekur á sig skell fer sjálfur klefinn að snúast með ofsahraða og því dreifist orkan sem ella hefði orsakað mikinn skaða. Þetta er ein meginnýjungin í þessu „farartæki", sem hér er um fjallaö. Fyrir utan þessar þrjár meginkröfur, sem björgunarhúsið þarf að uppfylla, þarf það auðvitað að vera útbúið með matvælum, súrefni, lyfjum og útbúnaði til loftræstingar. Fjarskiptatæki og ýmis stjórntæki önnur eru einnig fyrir hendi, m.a. útbúnaöur til þess aö losna viö sorp og stjórna flotholtum á ytra borðinu, sem nota þarf í meiriháttar flóðum. Einnig þarf að vera unnt að byggja björgunarhúsið inní allar gerðir af húsum, þannig að það nýtist sem eðlilegur hluti af þeim. Þannig kemur þessi húshluti aö gagni dags daglega, en vegna sérstaks útbúnaðar síns er hann m.a. hljóðeinangraður og má því nota sem hljómflutningsherbergi eða til annarrar hljóðeinangrunar. í niðurlagi skýrslunnar um CASAH eöa hamfaraöruggt hús, er höfundur þessarar greinar lauk við í vetrarbyrjun segir m.a.: Þaö er Ijóst að þetta eru aöeins fyrstu hugmyndir að svo margþættu verkefni, eins og það er, sem hér liggur fyrir. Það er ennfremur Ijóst að það þarf mjög marga sérfræðinga á ýmsum sviðum til þess að þoka hugmyndinni áfram svo að verði nýtanlegur hlutur fyrir almenn- an markaö. En einhvers staðar verður að byrja og það er því von höfundar að þessi skýrsla verði til þess að vekja menn til umhugsunar um það, að með nútíma tækniþekkingu má jafnvel finna lausn til varnar stórkostlegum náttúru- hamförum. Menn verða að snúa sér að því verkefni af einurð og hætta aö standa úrræðalausir eftir að allt er um garð gengið án þess að búa sig undir næsta stórslys. Hér eins og á fleiri sviðum hættir mönnum til að hugsa: Svona nokkuð kemur ekki fyrir mig. — Það skal að lokum tekiö fram að lausn þessa verkefnis miðast ekkert sérstak- lega viö íslenskar aðstæður heldur gildir hún jafnt í hvaða landi sem er á jaröarkringlunni. Ingólfur Sveinsson FJÖLL / ógnandi nálægö hrikaleg fjöll með hvassbrýndum tindum gapandi giljum í dimmblárri fjarlægö eftir nýfalliö regn á kvöldkyrru hausti í októbersól bergmál safnsins frá smöluöum sumarhögum berst með strengjaspili blátærra fjallalækja við ísskarir á kyrrum morgni. Fjöll í heimi atómaldar í blindingsleik stórvelda nötra. (1980) HAUSTMYRKUR Haustmyrkriö steypir kufli sínum yfir kvöldrauðan skóginn niðurinn frá ánni seitlar gegnum blóð þitt minnir á hamingjudagana þegar klukkan sló í sumarregninu og sál þín hlaut skírn á ný. Haustmyrkrið í sínum húmkufli glottir að draum þínum niðurinn frá ánni fjarlægist eins og minning um gamlan glæp. (1980) FRANCESCA Undir dökkvum brám þínum í sólhvítu strætinu bjó draumur minn frá hafinu lagði svalan blæ síödegisins og eldblossi augna þinna hitti Ijóð mitt í gulum sandinum Eins og brimhljóö frá fjarlægum ströndum finn ég nálægö þína — Francesca. Rimini í ágúst 1980 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.