Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 12
 Smásaga eftir Alexander Púsjkin Einu sinni var fávís prestur. Dag nokkurn fór hann á markaðinn til að horfa á það, sem þar var á boðstólum, og hitti þá Balda, sem var þar á gangi og hafði engu aö sinna. „Jæja, gamli minn, þú ert snemma á fótum. Er eitthvaö, sem angrar þig?“ „Mig vantar þjón,“ svaraði prestur, „sem getur verið kokkur minn, hesta- sveinn og smiöur. En hvar er að finna þjón, sem heimtar ekki of mikið kaup?“ Balda svaraði: „Ég skal vera þér góöur þjónn — ég er vinnusamur og vandvirkur, og ég skal vinna fyrir þig allt árið, ef þú gefur mér vel að borða, án þess að taka annaö kaup fyrir það en rétt til þess að slá þig þrisvar sinnum í höfuðið, þegar árið er liöið." Prestur hugsaði sig um nokkra stund og klóraði sér í höfðinu. Högg á höfuðið, hugsaöi hann, eru vissulega ekki alltaf mjög þung, svo aö hann treysti á sína eigin kænsku. „Allt í lagi,“ sagði hann viö Balda. „Við verðum hvorugur verri fyrir þetta. Komdu og búðu hjá mér og sýndu mér, hve vel þú getur unniö.“ Balda fór með presti og bjó í húsi hans. Hann svaf á hálmi, borðaði á viö fjóra og vann á við sjö. Frá dögun og fram úr var allt á iöi — hann söðlaði hestinn, plægði akurinn, kynti upp, sá um matinn og meira að segja sauð egg og skurnaði þau sjálfur. Hann sauð graut og annaðist börnin. Kona prests- ins lofsöng hann, dóttir prestsins dáöi hann og sonur prestsins kallaði hann frænda. Þaö var bara presturinn, sem ekki var ánægöur meö Balda. Hann var aldrei alúölegur við hann og fór snemma aö hafa áhyggjur af kaupi hans, þegar áriö væri liöiö. Tíminn leiö, og árið var senn á enda. ’restur var hættur aö geta neytt matar eöa drykkjar af áhyggjum og svaf illa á nóttunni. Höfuðið var að klofna fyrir- fram. Svo aö hann játaði allt fyrir konu sinni og spuröi hana, hvað hann ætti að gera. Gamla konan var slyng og hafði ráð undir rifi hverju. Hún svaraöi: „Ég held ég kunni ráð við þessu. 3egöu Balda að inna af hendi eitthvert verk, sem þú veizt aö ómögulegt er að framkvæma. Þá getur þú sloppið við að vera laminn í hausinn og sent Balda burt án þess aö borga honum.“ Presti fór brátt að líða betur og gat horfzt í augu við Balda aftur. Hann hugsaði mál sitt um hríð og kaliaði síðan: Saga af presti og þjóni ham Balda „Komdu hingað, Balda, minn tryggi þjónn. Hlustaðu nú á mig. Fyrir löngu veðsetti ég sálina djöflunum, en þeir áttu aö greiöa mér gjald í staöinn ævilangt — en þeir hafa ekki staðið í skilum og hafa ekki borgaö mér neitt síðustu þrjú árin. Farðu nú og innheimtu þetta hjá andskotanum og síðan getur þú fengið þín laun.“ Balda reyndi að koma vitinu fyrir prest, en þaö var ekki til neins. Hann hélt á braut og settist á ströndina. Hann tók aö flétta reipi milli handa sinna, þétt og fast, og síöan barði hann sjóinn meö því af mikilli hörku. Gamall djöfsi reis hægt upp úr sjónum. „Balda, hví ertu hingaö kom- inn,“ öskraöi hann. „Ég var aö ýfa sjóinn með reipi mínu til aö kalla á ykkur úr undirdjúpunum, þig og allt þitt hyski.“ Gamla djöfsa sárnaði þessi orð. „Segöu mér, af hverju ertu orðinn svona höstugur?“ „Hvað áttu viö — af hverju? Þið hafið ekki borgað prestinum það, sem ykkur ber, eöa munað eftir gjalddögum, svo aö nú ætla ég að skemmta mér svolítið og verða ykkur til eins mikilla leiðinda og ég get!“ „Góði Balda, vertu ekki óþolinmóður. Þú skalt fá peningana mjög fljótt. Bíddu aðeins, og ég skal senda sonarson minn upp til þín.“ Balda hugsaði meö sjálfum sér: „Hann skal ekki beita mig neinum brögðum ..." Litli djöfsi, sem sendur var upp, birtist í vatnsskorpunni og tók að mjálma eins og köttur. „Sæll, Balda. Af hverju þarftu peningana núna? Við höfðum ekki heyrt um þetta í óratíma, svo að allir djöflar voru búnir að gleyma þessu. En allt í lagi — þú getur fengið þá . .. en við skulum komast að samkomulagi, svo aö hvorugur okkar sé prettaður. Sá okkar, sem er á undan aö hlaupa í kringum jörðina, yfir höfin og hingaö aftur, hann hiröir allt gjaldiö. Á meöan ganga þeir frá pokanum með peningunum hérna." Balda fór aö skellihlæja, en hugsaöi slóttuglega. „En asnaleg hugmynd," sagöi hann. „Hvernig getur þú keppt við mig — þú ert alltof lítill til að geta reynt þig viö Balda! Bíddu hægur, ég ætla að fara og sækja hann litla bróður minn.“ Balda skauzt í skóg þar nálægt og náði í tvo héra, sem hann stakk í poka. Hann kom aftur aö ströndinni, þar sem púkinn beið eftir honum, og sagöi: „Þú litli skratti, þú ert bara krakki, þaö væri ekki nema tímasóun aö keppa við mig. Reyndu heldur aö hlaupa af þér hann litla bróður minn fyrst." Og hann lyfti öörum héranum upp á eyrunum. „Einn, tveir og þrír — af staö!“ Litli djöfsi og hérinn hlupu burt — skrattinn þaut þær undirheimaleiðir, sem hann þekkti, en hérinn skoppaði beina leið heim'til sín í skóginn aftur. Eftir aö hafa hlaupiö neöansjávar í kringum jörðina kom litli djöfsi til baka rennvotur og þurrkaði sér með hrömm- unum lafmóöur. Hann virtist aö lotum kominn, en hugsaði sem svo, að nú væri hann vafalaust búinn að gera upp sakirnar viö Balda. Síðan leit hann upp — og sá bróður Balda! Balda var að strjúka honum, um leiö og hann sagði: „Aumingja litli bróðir, þú ert ósköp þreyttur. Hvíldu þig nú.“ Litli djöfsi varö orölaus af undrun — hann stakk rófunni á milli fótanna, fúll og skömmustulegur. Hann leit skáhallt á bróöur Balda. „Bíddu augnablik," sagöi hann loks. „Ég ætla að fara og sækja gjaldiö." Hann fór til afa og sagði honum, aö yngri bróðir Balda hefði unniö sig í spretthlaupi. Gamli djöfull varð hugsi. En Balda gaf honum ekki tíma til aö hugsa. Hann ýföi sjóinn svo mjög frá ströndinni, að hann ólgaði allur og miklar öldur risu. Svo aö litli skrattinn birtist aftur. „Allt í lagi, vinur minn. Þú færð allt gjaldið hjá okkur. Heyrðu aðeins . . . sérðu þetta prik? Þú mátt standa, þar sem þú vilt. Sá, sem getur kastað þessu priki lengst, hann fær peningana. Hvað er aö? Ertu hræddur um, að handleggur- inn fari úr liöi? Eftir hverju ertu aö bíða?“ „Ég er aö bíða eftir litla óveðursský- inu þarna," svaraöi Balda. „Þegar þaö fer hér yfir, ætla ég aö kasta prikinu í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.