Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 16
u Samtalið við James Mason er truflað af símhringingu. Það er umboðsmaður hans, sem hringir. „Nei, ég skipti ekki um skoðun." Hann hækkar röddina. „Stundum veröur maður að lifa eftir ákveðnum meginreglum. Ég kæri mig ekki um, að dýr séu kvalin til aö skemmta fólki." Hann leggur símtóliö á. Þar með hafnaði hann hlutverki í myndinni „Fire- power", eftir Winner, vegna þess, að í henni átti að fara fram hanaat. „Það er óhugsandi aö maður sé að meiða skepnur sér til skemmtunar," segir Mason. „Ég ætla ekki að veröa þátttak- andi í því að efna til hanaats." Eins og Mason hefur alltaf gert á sínum langa leikferli, þá lét hann hér í Ijós álit sitt, án allra vífilengja. Hann er nú sjötugur, en lítur út fyrir að vera tíu árum yngri. Gránandi hárið, sem fariö er aö þynnast, greiðir hann til hliðar, augun eru dökk og skær. Hann er alltaf jafn hreinskilinn og blátt áfram. Á næstunni ætlar hann til New York og troöa þar upp á sviði í fyrsta skipti í 32 ár. Um þaö segir hann: „Leiöinlegt. Þetta er sérstaklega taugatrekkjandi fyrir alla aöila. Ég veit ekki, hvort þeir taka þessu með meiri ró í Englandi, en Broadway er svo viðkvæmt fyrir gagnrýni, aö þaö nálgast algjöra taugaveiklun." Trúarlæknirinn (Faith Healer), eftir írska leikritaskáldiö Brian Friel (Höf. Philadelfia, Here I Come) verður einnig leikið af konu Masons, áströlsku leikkon- unni Clarissa Kaye og Ed Flanders. Því James Mason á gangi nálægt heimili sínu í Vevey, Svisslandi. James Mason sáttur heim verður leikstýrt af José Quintero. Mason leikur írskan farandtrúarlækni, og í för með honum eru kona hans og umboös- maöur. „Þetta er einkennilegt leikrit," segir hann, „þreytandi fyrir áhorfendur, því það samanstendur af fjórum eintalsþáttum." Mason kom síðast fram á Broadway 1947 ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Pamelu Kellino, í algjörlega misheppnuöu stykki, sem nefndist „Bathsheba". A þeim tíma gat hann ekki leikið í kvikmyndum, vegna mikilla málaferla, er hann átti í, gegn David Rose, en eitt sinn stóð til, aö þeir stofnuöu saman kvikmyndafélag. „Ég varð að berjast eins og Ijón og koma þessum málum á hreint og það kostaði mig mikinn og góðan leiktíma og 100 þús. dali til lögfræðinga. En leikritiö gat dreift huganum dálítið." Hann og Clarissa höfðu á sínum tíma ráögert að færa upp fáeina einþáttunga í Mermaid-leikhúsinu í London, en því var þá lokað einhverra hluta vegna. Á síðustu árum hefur Mason leikiö í fjórum stórmyndum. í myndinni „The Passage" leikur hann Ameríkana, sem lendir í fangabúðum Þjóöverja í Frakk- landi, ásamt þeim Patricia Neal, Malcolm McDowell og Anthony Quinn. í myndinni „Drengirnir frá Brazilíu" (sýnd hér nýlega) leikur hann meö Sir Laurence Olivier og Gregory Peck. Þar 'eikur hann gamlan Nazista, sem býr í Paraguay. í „Bloodline" leikur hann frænda Audrey Hepburn. Sú mynd kostaði 12 milljónir dala og er tekin í Róm, París, á Sardiníu, í London, Múnchen og New York. „Ég er einn af þessum veistæðu mönnum með nafn, Rolls Royce og Bentley, á húseign á Eaton Square og sveitarsetur í Gloucestershire, ásamt hesthúsum. Ég er hissa á því hve fáir slíkir eru orðnir eftir í Englandi núna." Leikur hans sem Dr. Watson í „Morö eftir fyrirskipun" er talinn eitt þaö allra- besta, sem hann hefur sýnt af sér á ferli sínum. Þar var hann „sá svarti senuþjóf- ur.“ Með sinni miklu reynslu og leiktækni, Moira Hodgson ræðir við kvikmynda- leikarann, sem nú býr í Sviss ásamt valdsmannslegu og rólegu fasi, verður alltaf þörf fyrir hann í miklum skapgerðarhlutverkum, eins og hann hefur alltaf leikið, síðan hann kom frá Hollywood fyrir rúmlega hálfum öðrum áratug. „Fólk gerði sér ekki alltaf Ijóst, að hann var ekki aðeins fallegur maöur, heldur líka sérlega gáfaöur," segir leikkonan Yvonne André um hann. „Þegar þú sérö hann, jafnvel í smáhlutverki, þá finnst þér þú sjá allan bakgrunn persónuleikans, — móöur hans, föður, bræður og systur og hvernig íbúö hann býr í.“ John Gielgud segir einnig um Mason: „Hann er dásamlegur leikari, ég er mikill aðdáandi hans og man hann sérstaklega í myndunum „Lolita" og „The Punpkín Eater". En fyrst og fremst minnist ég hans frá árunum fyrir stríð, sem sérlega laglegs ungmennis í leikriti, sem ég stjórnaöi um Mariu Stuart — hann lék þjón Bothwells. Þegar ég kom til Holly- wood til aö gera myndina Julius Sesar, var hann mér mjög hjálplegur í nærmyndatöku og ýmiss konar tækni- atriðum. Ég á honum að þakka minn góða árangur meö þeirri mynd." Sumum virðist ótrúlegt núna að James Mason lék í sinni fyrstu kvikmynd, þegar árið 1935. Og 1943 var hann oröinn kvikmyndastjai na í Bretlandi, þegar hann lék greifa í myndinni „Maðurinn í gráu fötunum", en þar er hann haldinn kvala- losta og er látinn hýða Margaret Lock- wood með svipu. Hann segist ekki hafa verið ánægöur meö myndina, en þakkaði góðan árangur sinn því, aö hann var í slæmu skapi þaö tímabil, sem hún var tekin. „Time" skrifaði: „Hann svífur í gegnum myndina, glottandi eins og Laughton, geltandi eins og Gable og hleypir í brúnirnar eins og Laurence Olivier. Hann mun sannarlega eignast margan aðdáanda í kvennahópi." Hann varð heimsfrægur tveim árum síðar í myndinni „The Seventh Veil" þar sem hann lék ofsafenginn píanókennara, sem lemur á hendur nemanda síns (Anne Todd) þegar hún er aö æfa sig. (Sýnd hér fyrir allmörgum árum). Charlie Chaplin sagöi honum síöar, aö þetta væri það hlutverk hans, sem hann héldi mest af, af því að — „þú varst svo gjörspilltur." Eftir aö hafa leikið í myndinni „Odd Man Out“, sem hann heldur mikið af sjálfur, var hann kosinn vinsælasti leikari Bretlands. Skömmu síöar, eða 1947, fór hann til Ameríku, til að freista gæfunnar á hálum brautum Hollywood. Síðan hefur hann ekki búiö í Englandi. Nú býr hann á hæö einni við Genfar- vatn ásamt annarri konu sinni, sem fyrr segir, en þau giftust 1970. Stór gluggi er á einum veggnum. Setustofan er blá- og hvítmáluö og veggirnir eru þaktir bókum. Clarissa er að sauma í poka, sem hún ætlar að gefa Portland, dóttur Masons frá hjónabandi hans og Pamelu Kellino, sem bæöi er rithöfundur og leikari. Hann á einnig son, sem heitir Morgan. Mason sjálfur, klæddur köflóttum föt- um úr ullarefni og meö tilsvarandi hálsbindi, situr í ruggustól og dreypir á tei. Myndin er mjög heimilisleg; minnir frekar á sveitaheimili í Yorkshire, en á fræga kvikmyndastjörnu í skattaútlegö. , „Eg gæti ekki farið aftur til Englands, því miður. En þannig er það, að ég get ekki veriö einum degi lengur í Englandi en 3 mánuöi á ári. Ég skulda víst skatta, allt aftur til ársins 1948.“ í borðstofunni er gríöarstórt málverk frá æskustöðvum Masons, málaö af Huddersfield. „Húsið var rifiö. Það var leiðinlegt, því þaö hefði verið dásamlegt að geta búiö þar." í Sviss búa Masonhjónin eins og einsetufólk, líkt og Chaplin og Nabokov geröu þar í nágrenninu. „Viö lifum mjög einföldu lífi," segir frú Mason og ber fram kalda kjötrétti meö saladi og ágætu rauövíni, „og viö erum í megrun, svo þaö er ekkert brauð á boröum." „Það er ekkert sérstakt, sem við gerum hérna," segir Mason. „En hvað gera þau, James og Clar- issa?" spyr fólk sjálft sig. „Eitthvaö gera þau þó.“ Masonhjónin fara í heimsóknir til rithöfundarins Eric Ambler og konu hans og einnig til nokkurra svissneskra kunn- ingja. Þau fara einnig í langar gönguferöir upp á hæöina og Mason veifar stafpriki, því frétzt hefur um hunda með hundaæöi í nágrenninu. Masonhjónin eru ákafir fylgjendur fót- boltaliösins á staðnum og Mason sýnir það meö merki, sem hann ber í jakka- horninu. Mason lítur til baka yfir 40 ára leikferil sinn án sérstakrar hrifningar. „Ég bar engan ákafan metnaö í brjósti til að verða leikari. Ég kom út úr Cambridge í miöri kreppunni og ég sá enga framtíð fyrir mig í húsageröarlistinni, sem ég haföi lagt stund á. Ég var ekki góöur teiknari. En ég vissi, að ég gæti þénað peninga á leiklist og ég var hrifinn af kvikmyndum. Og ég var ákveðinn í að ná í mína sneið af þeirri köku, hvaö sem þaö kostaöi.1' Og þrátt fyrir, aö hann léki á sviöi í Cambridge og síöar í Old Vic og í Dublin, þá yfirgaf hann leiksviðiö og snéri sér að kvikmyndunum. „Og ég er ennþá meö kvikmyndadellu, það er sannleikur- inn.“ „Að leika," bætir hann viö, „er mjög áhugavert starf, og ánægjulegt aö vita af sér í góöri kvikmynd, en þú mátt ekki búast við, að þaö sé oft, sem þaö skeöur." Og satt að segja eru aöeins nokkrar myndir verulega athyglisveröar af þeim rúmlega þrjátíu, sem hann lék í í Hollywood. Þær voru „Eyðimerkurrefur- inn“ (um Rommel), Fimm fingur, Julius ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.