Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 9
En eftir aö kemur á hraðbrautina M27 er leiöin greiö unz komið er inní borgina. En hvar er Eastleigh-flugvöllur, þaöan sem flogið er til Jersey? Eftir krókaleiöir og fyrirspurnir tókst fyrir hundaheppni aö ramba á leiöina þangaö, aö hitta á flugvöllinn er eins og aö finna tófugreni í Ódáöahrauni. Þar var Cortinunni skilaö í bili og Fokkerinn hóf sig til flugs í blíðunni; yfir Portsmouth og eyjuna Wight. Eftir þægilegar 38 mínútur í móöunni yfir Ermarsundinu var lent á Jersey og eftir 10 mínútur í leigubíl, vorum viö á Hotel La Place; fjórar sjörnur takk og stimamýktin í þjónust- unni eftir því. Flugiö til Jersey — fram og til baka — kostar 52 pund og þegar þangaö er komiö, er um gnægö hótela aö velja, — svo framarlega sem pantaö er alllöngu fyrirfram. Slíkur er feröamannastraum- urinn til Jersey — bæði frá Englandi og meginlandinu — aö ekki þýöir aö fara þangað án þess aö eiga pantað hótel. í grófum dráttum sýnist mér, að Jersey sé 6 km breiö og 12 km löng, svo ekki er um neinar vegalengdir að ræða. Á nokkrum dögum væri vel hægt aö ganga eyjuna þvera og endilanga, en leigubílar og bílaleigubílar eru ódýrir og ekkert mál aö taka taxa, því vegalengdir eru ekki slíkar. Jersey er ein af Ermarsundseyjunum, sem svo eru kallaðar, en þó fast upp viö Frakklandsströnd vestan viö Normandy- skaga og í raun og veru alls ekki í sjáifu Ermarsundinu. Einhvernveginn sýndist eölilegra, aö þær heyröu til Frakklandi, en hafa þó aldrei gert þaö. íbúarnir voru í fyrndinni keltneskir og aldrei þessu vant látnir ráöa því sjálfir, hvers tagl- hnýtingar þeir vildu vera, — og kusu Breta. Frönsk áhrif fará þó ekki milli mála, enda greiöar samgöngur meö loftpúöaskipum, ferjum og flugi til Frakklands. Skattaparadís hátekjumanna Enda þótt Jersey sé talinn partur af Stóra-Bretlandi, býr eyjan viö sjálfsfor- ræði og hefur sitt eigiö þing; þingmenn alls 53 og kjörnir á venjulegan hátt. Tólf þeirra eru „öldungar", en 12 hreppstjór- ar og enginn fær laun fyrir þingstörf. Þaö var nánast fyrir tilviljun aö ég hitti mann, sem sýndi okkur þinghúsið, sem er lítiö en forkunnar fagurt. í raun og veru heyrir Jersey undir Bretakonung (eöa drottn- ingu) samkvæmt gamalli hefð og þykja eyjarskeggjar konunghollir í meira lagi. Út á viö er Jersey kunn fyrir feröa- mannastraum og þá staöreynd aö brezkir hátekjumenn hafa flúiö þangaö undan skattpíningu heima fyrir. Tekju- skattur er mun lægri á Jersey en á Englandi; viröisaukaskattur er þar eng- inn og enginn erföaskattur. Þaö segir sína sögu, aö 50 nýir Rolls Royce-bílar eru skráöir á Jersey á ári hverju og leiösögumenn kunna skil á aö benda forvitnum túristum, hvar þeir búa hinir og þessir popparar og aðrar nútíma stjörnur, sem raka saman peningum. Ermarsundseyjar höföu þá sérstööu meðal eyja í Bretaveldi, aö Þjóðverjar hertóku þær á stríðsárunum. Minjar um hernámiö er að finna á Jersey; þar er þýzkur herspítaii og neðanjarðarbyrgi, starfrækt sem söfn. Byrgiö a tarna höföu rússneskir menn byggt í nauðungar- vinnu og þar viröist hafa veriö rokiö á brott án þess aö skeyta um aö eyða því, sem byrgið haföi að geyma. Þar eru vaxmyndir af hermönnum viö þá iðju, sem þeim var ætluö; byssur og skotfæri, vélhjól og önnur vígtól, sem notuö voru í síöari heimsstyrjöldinni. Merkilegt, hvaö mörg af þessum tólum sýnast heimatil- búin á móti nútíma vopnabúnaði; þótt tæknin væri alls ráöandi, eru tækin þrátt fyrir allt frumstæö að gerð. Þar eru líka festar uppá vegg minjar um svik; nokkuð sem alltaf á sér staö í stríöi. Þetta eru sendibréf, sem póst- meistarinn á staönum náöi aö taka úr umferö og tók meö því geysilega áhættu. Sendibréfin eru til þýzka her- námsliösins og benda á ákveðin heimili á eyjunni, þar sem séu falin senditæki og matarbirgðlr. Fr|v á b|s. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.