Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 5
Þorbjörg og Halldór S. Rafnar ásamt Andreu. sem er yngsta dóttir þeirra hjóna. Myndin er tek- in á heimili þeirra að Kleppsvegi 130. blindan þannig, aö hann taki um hand- legg hans og ýti honum á undan sér. Þaö veldur öryggisleysi hjá hinum blinda, hann veit ekki út í hvaö hann gengur. Sá blindi á aö halda um handlegg þess sjáandi, sem síðan gengur aðeins á undan. Þá fylgir sá blindi öruggur á eftir. Einnig er áríöandi aö ekki sé hreyft viö hlutum á boröi eöa í herbergi þess blinda. Afar áríöandi er að ef maður gengur inn í stofu til blinds manns, þá kynni hann sig og fyrir alla muni á hann aö láta vita þegar hann fer út aftur, annars heldur sá blindi aö hann sé inni ennþá og heldur áfram að tala viö hann.“ „En viö víkjum aftur aö sumrinu 1974. Ekki leggur þú nú árar í bátr* „Nei, ég var aö vísu vonlítill og sljór og vann ekkert þetta sumar, en hjá mér blundaöi alltaf vonarneisti um bata. Ég vildi reyna allt. Ég komst í samband viö Blindrafélagiö og Elínborgu Lárusdóttur blindraráögjafa, sem kom mér á endur- hæfingarskóla í Torquay á Suöur- Englandi. í Englandi kynntist ég þekkt- um hámenntuöum augnlækni, Mister Fison, sem oft hefur komiö hingaö á Landakot. Þaö má segja aö þaö hafi orðið vendipunktur í lífi mínu, þegar Mister Fison sagöi mér, aö ég fengi aldrei sjónina aftur, nú skyldi ég bara einbeita mér aö endurhæfingu og fara svo aö vinna. Aðalatriðiö er að sætta sig viö þetta. Ég hef aldrei beðið guö aö gefa mér sjónina aftur, en stöku sinnum kannski um styrk til aö bera sjónleysið. Ég kom til Torquay í ágúst 1975 og var þar í 12 vikur. Þar var ég í þjálfunarskóla fyrir nýblinda. Þar var mér kennt aö búa um rúmiö mitt, boröa og fleiri dagleg störf til aö byggja upp sjálfstraustið, ég var settur í iöjuþjálfun til aö skerpa einbeitnina, læröi blindra- letur, sem er samsett úr 6 punktum, æföi vélritun og læröi aö nota hvíta stafinn, en Englendingar lögöu afar mikla áherslu á notkun hans. Þarna kom lífsgleöin smám saman aftur og mér er minnisstætt, er ég var einu sinni á gangi meö hvíta stafinn úti í góöu veðri, þá stóö ég sjálfan mig aö því aö vera farinn aö blístra í fyrsta sinn í háa herrans tíö. Ég var svo ráöinn lögfræöingur hjá Öryrkjabandalagi íslands og hóf þar störf 13. febrúar 1976. Starf mitt er fólgiö í ráöleggingum og fyrirgreiöslum ýmisskonar, t.d. í skattamálum. Endurhæfingin þarna í Englandi og þaö aö fá vinnu svona fljótt var mikið lán og breytti allri tilverunni." Halldor er störfum hlaöinn og segist sjaldan hafa haft meira aö gera en eftir sjónmissinn. Hann er eins og áöur var nefnt formaöur Blindrafélagsins og einn- ig er hann varaformaður í Styrktarfélagi lamaöra og fatlaöa. Margsinnis hefur hann haldið erindi fyrir hin og þessi félög svo sem Lions, Kiwanis, Rotary, ýmis kvenfélög, flugfreyjufélagiö, kirkjufélög og Kristilegt félag heilbrigöisstétta. Hann hefur feröast út um land í þessum erindagjöröum svo sem til Ólafsvíkur og Mývatnssveitar. Blindrafélög á Norður- löndum hafa meö sér samtök og einnig eru þau í alþjóölegum samtökum blindra og hefur Halldór ferðast til útlanda á þing blindra, en formenn blindrafélaga á Noröurlöndum hittast tvisvar á ári. Hér hittust þeir 1979 á 40 ára afmæli Blindrafélagsins. Halldór hefur og setið Evrópuþing blindra í Prag. „Ég handskrifaði reyndar grein hér um daginn,“ segir Halldór á sinn létta og glaölega hátt. „Ég var beðinn um grein fyrir blaö og mér fannst réttara aö skrifa hana en aö tala inn á kassettu, þar sem þarna var um grein aö ræöa en ekki ræöu. Mér gekk bara vel aö skrifa og ég er ákveöinn í aö halda því áfram. Viö handskriftir er notað sérstakt hjálpar- tæki, nokkurs konar „hansatjald" þar sem spjaldiö er brett niður eftir hverja línu. Stafsetningu held ég alveg, nema í orðum, sem ég hef ekki séö. Ég hef nefnilega sjónminni.“ „Hvernig veröu frístundum þín- um, Halldór?“ „Ég les mikiö kassettubækur, einkum á morgnana milli 6 og 8, en ég er mikill morgunhani. Ég les miklu betur nú en áöur, nú er ekki hægt aö hlaupa yfir eins og maöur geröi stundum, kassettan gengur á sínum jafna hraöa. Ég hef mestan áhuga á sögulegu efni. Ég er aö stúdera Sturlungu, var reyndar byrjaöur á því fyrir blinduna. Þar er sama pólitíkin og nú í dag, þá böröust menn meö bitlitlum vopnum í staö oröa núna. Njálu er ég líka að lesa og Öld óvissunnar eftir Galbright hefur oröiö mér til mikillar ánægju. Hér hjá Blindrafélaginu eru til 7—800 bókatitlar á kassettum. Konan mín lítur yfir dagblööin fyrir mig og ég hlusta mikið á fréttir bæöi í útvarpi og sjónvarpi. Ég hlustaði mikiö á BBC og las mikiö úti í Englandi. Hægt er aö fá lánaðar kassettur frá hinum Noröurlönd- unum og póstburöargjöld fyrir blinda hafa veriö felld niður um allan heim. Vinir og kunningjar skrifast á á kassett- um. Ég fæ oft bréf frá vinahjónum mínum í Englandi. Þá sitja þau og spjaila viö mig í rólegheitum, ég heyri stofu- klukkuna þeirra slá og þau skála viö mig í bjór til aö stríöa mór. Ég feröast mikið, bæöi utanlands og innan, hef t.d. komið til 6 nýrra landa eftir aö ég varö blindur. Konan mín lýsir umhverfinu og ég sé þaö fyrir mér. Viö förum út aö skemmta okkur eins og annaö fólk. Blindir dansa mikiö. Dans- námskeið eru stööugt hjá Blindrafélag- inu. í Noregi fara blindir á skíðum og þeir hafa meö sér fjallgönguklúbb í Eng- landi.“ Þess má til gamans geta, aö Halldór og 8 samstúdentar hans eru í nokkurs konar lestrarklúbbi. Þeir hittast á heimil- um sínum til skiptis hvert mánudags- kvöld yfir vetrartímann og lesa upphátt og ræöa síðan lesefniö, sem er af ýmsu tagi og má nefna aö nú í vetur lásu þeir m.a. ævisögu Theódórs Friörikssonar. En það merkilegasta viö þennan félags- skap er, aö hann hefur haldist svo til óslitiö í 30 ár. Auk Halldórs eru í klúbbnum Árni Björnsson, læknir, Bent Scheving Thorsteinsson, hagfræöingur, Björn Th. Björnsson, listfræðingur, Hjálmar Ólafsson, menntaskólakennari, Jóhannes Nordal, bankastjóri, Jónas Kristjánsson, handritafræöingur, Ólafur Stefánsson, búfræöingur og Sveinn K. Sveinsson, byggingaverkfræðingur. 3 félagar, sem voru meö lengri eöa skemmri tíma, eru nú sem stendur ekki starfandi í leshringnum. „Hvernig gengur ykkur aö þekkja nýju peningana? Ég reyndi aö þreifa á þessum innprentuöu punktum en fann ekki neitt.“ „Nei, punktarnir eru til einskis gagns," sagði Halldór og gaf mér síðan spjald, sem Seðlabankinn lét gera til hagræöis fyrir blinda. Á þvíeru mátunarbrúnir fyrir seöla og mismunandi stór göt fyrir mynt og hólf til aö skrifa nafn sitt innan í, t.d. undir ávísanir. „Ég hef veriö aö velta fyrir mér, hvernig sé háttaö samskiptum blindra og heyrnarlausra." „Þau eru mjög erfiö. Nú er fyrirhuguð ráöstefna um umferöar- og öryggismál fyrir blinda og heyrnarskerta 8. mars nk. og þar verða kannaðir möguleikarnir á túlkun milli þessa fólks.“ „Einhvers staðar sá ég eöa heyröi að blindir misstu eitt skilningarvit, en ööluðust ný í staöinn. Hvaö segir þú um þaö?“ „Þaö er ekki allskostar rétt. En heyrn blindra skýrist, lyktarskyn eykst og menn bæta sér sjónleysiö upp meö minni. í þessu sambandi má geta þess, aö ég rata um visst svæöi í London, þar sem ég haföi verið áöur og ég fylgist meö í bíl, hvar ég er staddur í Reykjavík. Af illri nauösyn lærist þetta. Staöreynd er aö viss prósenta lands- manna fatlast, enginn veit hvaöa fjöl- skylda veröur fyrir næsta áfalli. Þaö er mikiö álag á alla fjölskylduna ef einn meölimur hennar fatlast. Margt breytist og raunar þarf öll fjölskyldan endurhæf- ingar viö. Ég tel grundvallaratriöi aö hinn blindi fái vinnu og eölilegast væri, aö honum yröi reiknaöur viss tími á sólarhring til þess að halda sér viö meö skrift, vélritun, gönguferöum, sundi o.fl. Þaö er eölilegur kostnaöarliöur í hverju þjóöfélagi aö styrkja blinda og aöra fatlaða og finnst mér aö heilbrigðir þegnar ættu aö vera glaðir aö greiöa sinn skerf í því skyni. Blinda er mikil frelsisskeröing, blindur maöur er í eins konar stofufangelsi. í rauninni fylgir því mikil ábyrgö aö vera fatlaöur. í endurhæfingarskólanum var mikil áhersla lögö á aö blindir færöust ekki undan, ef þeir væru beðnir aö koma fram og segja frá reynslu sinni. Sú tíö er liðin, þegar blindir og heyrnarlausir leyndu fötlun sinni fram í rauöan dauö- ann. Fötlun er ekki feimnismál. Viö biðjum um samvinnu, ekki meðaumkun og viljum, að sem mest verði dregið úr þeim mun, sem gerður er á fötluöum og ófötluöum.” Hjá Ör- yrkjabanda- laginu hefur Halldór með höndum ráðgjöf í lögfræðileg- um efnum og þeir ör- yrkjar, sem einhverra hluta vegna þurfa að leita réttar síns, koma til hans. s 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.