Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 3
í Frakklandi er gefift út forkunnarfag- urt tímarit, sem heitir II: Hann. Nafnið bendir til þess, að innihaldið muni ætlaö körlum. Fyrir utan myndir af fögrum konum eru ýmsar leiðbeiningar um það, hvernig maður á aö njóta lífsins í París. Eva, Stephanie, Nadine og fleiri ágætiskonur auglýsa nuddstofur og „Dótente", þaö er slökun. Einu sinni var talaö um slökunarstefnu eða Détente í samskiptum risaveldanna, en nú viröist Détente hvergi aö finna nema á nudd- stofunum. Auk þess er ágæt grein í blaöinu um raddgæði og hvernig menn geta bætt málróm sinn og náö með því margföldum árangri í aö forfæra konur. En tilefni þessa pistils var ekki sá ávinningur, sem menn kunna að hafa af töfrandi seiö í röddinni, heldur grein, sem einnig var í téöu blaði um Guö- mund okkar Erró. Blaöiö ræöir við hann, en ekki fyrst og fremst sem myndlist- armann, heldur sælkera. Þarna kemur í Ijós, aö Erró hefur mikla reynslu á þessu sviöi, en hann kýs að leggja áherzlu á tvennt, sem stendur honum hjarta nærri, þegar aö matboröi kemur. Ann- arsvegar matur frá Austurlöndum fjær; einkum og sér í lagi frá Thailandi. En á hinn bóginn kynnir hann fyrir Frans- mönnum rammíslenzkan mat, einkum þann, sem nú er kallaöur einu nafni Þorramatur. Erró: Smáréttir handa elskunni sinni — segir í fyrirsögn og málarinn situr meö konuna sína, Vilaí frá Thailandi, ofaná „fuglalandslaginu“, sem hann var einmitt aö vinna í, þegar Lesbókin heimsótti hann fyrir hálfu ööru ári. i samtali, sem síöar birtist í Lesbók, kom fram, aö Erró á sér bústað austur í Thailandi og býr þar og starfar einhvern tíma á ári hverju. Svo þaö hefur ugglaust komiö af sjálfu sér, aö hann hefur kynnst austurlandamatseld — og konan hans hefur haldiö áfram aö matbúa handa honum slíka rétti í París. i fyrrnefndu frönsku tímariti er ein- mitt mynd af þeim Erró og VilaT á markaöi í París, þar sem austurasíumat- ur er seldur. Allt hugsanlegt matarkyns fæst í borginni þeirri, nema súrsaöir hrútspungar, hvalur, hákarl og þess- konar góögæti. En Erró bjargar því og bendir á Kjötverzlun Tómasar við Laugaveginn í Reykjavík. Bara skrifa til Gardar Slavoson eins og Fransmenn kjósa aö stafsetja Svavarsson. Eftir því sem bezt veröur séö, er þó ekki hægt aö hugsa sér ólíkari mat en þann thailenzka annarsvegar og ís- lenzkan þorramat hinsvegar. Thailenzk matgerö er „trés nuancée“ eins og Fransmenn segja, eöa mjög blæbrigöa- rík. Allir réttirnir eru settir á boröiö í einu, en val á hráefni er geysilega þýöingarmikiö og þessvegna fara þau Erro og VilaT sjálf á markaöinn. Ríkulegt krydd heyrir þessari matargerð til; hún viröist vera ákaflega flókin og marg- brotin og eiginlega einskonar listgrein, enda hátt skrifuð meöal þeirra sælkera, sem þekkja allan heimsins mat. Erró gerir að umtalsefni verkun á hákarli; hvernig hann var grafinn og kæstur — og þaö hafi þótt ágæt latína aö sem flestir köstuöu af sér vatni ofan á binginn, þegar búiö var aö fergja hákarlinn. En sé rétt aö þessu staðiö, verður hákarlinn þaö sem á útlendum málum er kallaö delicatesse, þaö er algert góömeti. Og Erró bendir réttilega á, aö meö þessu eigi maöur að drekka íslenzkt brennivín, Svartadauöa, sem heitir á frönsku „Mort Noire“. Dálítið undarlegt aö sjá innan um frönskuna orö eins og sviöasulta, hangikjöt og blóömör. En skemmtilegt einnig aö veröa þess var, aö okkar ágæti Guö- mundur Erró er ennþá sannur íslend- ingur í sér og minnir á sitt gamla fööurland, þegar hann getur. Ætla má ... telja verður ... stefnt skal að í lok heimsstyrjaldarinnar síöari voru íslendingar ríkasta þjóð veraid- ar. Þremur árum síðar var þessi sama þjóð komin á vonarvöl og varð aó taka upp stranga skömmtun. Firnadigur gjaldeyrissjóður hafói far- ið fyrir glerbeljur, postulínshunda, síldarverksmiöjur sem aldrei fengu neina síld til að bræða og voru aö ryðga og grotna niður næstu áratug- ina og síöast en ekki síst skipið Hæring — «fljótandi síldarverk- smiöju» sem Reykvíkingar höfðu nokkur ár fyrir augum þar til það var gefiö einhverju þróunarlandi sem var nógu vanþróað til að þiggja það. Þjóðarskútan maraði í kafi eins og endranær. Um 1970 hafði aftur tekist að safna nokkrum sjóðum þó hvergi jafnaóist á við stríðsgróöann forö- um. Og nú var aö eyða þessum nýju sjóöum. Svo vildi til að stríö hafði geisaö norður í Þingeyjarsýslu vegna umfangs og framkvæmda við Laxár- virkjun. Til að lægja þann hrepparíg og gera alla ánægöa var ráðist í Kröfluvirkjun. Aö henni lokinni voru allir sjóöir aftur tómir og verra en það, skuldir á skuldir ofan. Það voru stríösskaöaÞæturnar sem þjóðin mátti öll greiða fyrir þann ófrið. (Nú eru Húnvetningar, klækjarefirnir þeir arna, að útbúa bakreikninginn sem þeir munu leggja fram þegar búið verður að virkja Blöndu; þeir hafa fordæmin fyrir sér.) Oq fleira var aöhafst álíka gáfulegt: keyptur tog- arafloti sem nú liggur meira og minna bundinn við bryggjur vegna ofveiði, jarðræktarframkvæmdir styrktar langt umfram það sem nú er unnt að nýta sakir markaðsskorts að ógleymdri skólahússbyggingu í Krísuvík upp á milljarð gamalla króna handa vatni og vindum að mola niöur næstu árin. Er að furða þó hækka veröi skatta og fjölga þurfi þingmönnum? Félagsfræðingar sitja spekingslegir og «rannsaka» dag- vistun á Fáskrúösfirði og fólksflutn- inga til Keflavíkur sem meðal annars leiða í Ijós þau stórmerkilegu sann- indi að konur hafi flust þangað meö körlum sínum! Sjaldan er þó að heyra að flanaö hafi verið að neinu, síður en svo. Byrjunin heitir jafnan «stefnt skal að». Og hún tekur yfirhöfuö nokkur ár. Síöan stigmagn- ast umræöan: «máliö er í athugun». Því miður kemur þó oftast á daginn þegar framkvæmdir eru hafnar aö málið hefur alls ekki verið athugaö nægilega. Þegar framkvæmdum er svo lokiö og báknið byrjar að rygða niður kennir hver öðrum um. Því miður er listinn yfir ónýta fjárfestingu síðustu áratuga miklu lengri en hér var talið. Fyrir andviröi hennar hefði örugglega mátt leggja hraðbraut með fjórum akreinum hringinn um landiö — og meira að segja flísalagða ef menn heföu haft fordild til þvílíkrar fjarstæðu. Hval- fjaröarbrú og Borgarfjaröarbrú gætu verið með í dæminu án þess að raska því verulega. Og dagvistun ætti ekki aö þurfa að vera í lakara lagi en hún er nú svo kröfum þeirra, sem setja þau mál á oddinn, væri einnig fullnægt. í heimsstyrjöldinni — þegar marg- ur öreiginn varð skyndilega ríkur — voru sagðar skringilegar sögur af framferði slíkra. Engin var þó fárán- legri en sagan af því hvernig þjóðin sjálfspilaði póker með auðæfi sín — og tapaði! Maður skyldi ætla aö forráðamenn slíkrar þjóöar hefðu eitthvaö lært af þeirri lexíu. En svo virðist ekki vera. Orkuskorturinn í vetur — í þessu orkuauöuga fossa- og jaröhitalandi — stafar ekki af lágu vatnsborði Þórisvatns né ís- skriði í Þjórsá heldur af heimsku og framtaksleysi þeirra sem bar aö sjá til að þessir hlutir væru í lagi en geröu það ekki. Slíkt og þvílíkt var fyrir einá tíð kallað að menn níddust á því sem þeim er til trúað. Sumir viröast álíta að þjóðin geti lifað af félagsmálakjaftæði og stjórn- málablaöri. Ekkert hefur þaö þó fært þjóðinni enn sem komið er, hvorki í lífsgæðum, hamingju né menningu — ekkert nema svikin loforð og verðlausar krónur. Ég minnist greinar um ísland sem birtist í dönsku blaöi skömmu eftir stríð. Með greininni var mynd af nýtísku stórhýsi og undir myndinni stóð: «íslensk byggingarlist: út- varpshús í Reykjavík.» Því miður mun hvort tveggja hafa verið ofmælt: Útvarpshúsið var ekki teiknað af íslendingi og þar af leiðandi langt frá aö geta talist «íslensk byggingarlist» auk þess sem það reis aldrei af grunni eins og í minnum er haft. Og enn er þess konar hús á teikniborð- inu. Ég vil sjá það rísa af grunni áður en ég segi meira um það. Fyrir ellefu alda afmælið 1974 var talað um að þjóðin gæfi sjálfri sér þjóðarbók- hlöðu svokallaöa. Hún er enn á stiginu «stefnt skal aö». Langt er síðan veglegt ráðhús átti aö rísa við Tjörnina í Reykjavík (með torgi undir norðurvegg eins og í Suöuriöndum — til aö skýla fyrir sólarhitanum!) en þaö reyndust dagdraumar einir og er nú gersamlega gleymt og grafið. Borgarleikhús fyrir Reykjavík eru seinni ára dagdraumar, því miður á sama stigi og ráðhúsið, enda óraun- hæft í meira lagi eins og nýlega hefur veriö sýnt fram á hér í rabbi. Og háborg menningarinnar, Mennta- málaráðuneytið sjálft, réðst í að kaupa sér fullbyggt hús sem af tilkvöddum matsmönnum dæmdist samt í talsvert lakara ásigkomulagi en að geta talist fokhelt og þar við situr. Sþurning er þó hvort þar er ekki sniðinn stakkur við hæfi? Því láti háttvirt Menntamálaráðuneyti verða af því að kjótla þar inn hafurtaski sínu og tvö hundruð manna starfsliði getur að minnsta kosti ræst þaö sem Bjartur í Sumar- húsum sagöi við ráðskonu sína: «Sá leki sem kemur að utan, hann skaöar ekki neinn . . . Innanhússlek- inn er verstur.» (Til útskýringar: Bjartur átti við blaðrið í ráðskonunni.) Erlendur Jónsson GS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.