Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 11
Sigurður Skúlason magister Nokkur aðskota- orð í íslensku DISKÓTEK, grammófónplötusafn, veitingastaður meö grammófóntónlist og dansi. Oröið er ættaö úr grísku þar sem diskos merkir: plata og theke: geymslustaður. D. diskotek. Þetta er mjög ungt aöskotaorö í íslensku, en það viröist þegar oröiö munntamt, enda óspart notaö í auglýsingum dagblaöanna í sambandi viö skemmti- staöi. DISPÚTERA, kappræöa, rökræöa (OM). Oröið er komið af latneska so. disputare, hafa mismunandi skoðanir. Þ. disputieren, d. disputere, fr. disput- er, e. dispute. Finnst í ísl. fornmáli ásamt so. disputa (Fr.). Dispútera finnst einnig í ritmáli frá árinu 1591 (OH). DJOBB, hlaupavinna, smásnatt. Oröiö er framburöarmynd enska orös- ins job, lausavinna; viövik; hlaupa- vinna. Þaö hét gobbe í miðensku og merkti: smásnatt, en upphaflega munnfylli, enda komiö af keltneska oröinu gob, munnur. D. job. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1940 (OH). DÓSENT, háskólakennari af lægri gráöu en prófessor (OM). Oröiö er komið af docens, sem er Ih. nt. af so. docere í lat., og merkir: fræöandi eða kennandi. Þ. Dozent, d. docent, Bandaríkjaensku docent. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1871 (OH). DOGMATÍK, trúfræöi. Oröið er kom- ið af dogmatica í lat., en þaö er dregiö af dogma, skoöun, í gr. Þ. Dogmatik, d. dogmatik, e. dogmatics. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1956 (OH). DÓMUS, hús. Hér er komiö aöskota- oröiö domus úr latínu og merkir m.a.: hús, dvalarstaöur. í Reykjavík er risiö ekki alls fyrir löngu myndarlegt lækna- hús meö latneska heitinu Domus Medica. í höfuöstaönum er einnig risið stórt verslunarhús sem heitir Domus og er eign Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. D. domus, e. dome. DÚSÍN, tylft. Oröiö er komiö af douzaine, tylft, í frönsku, en þaö er til oröið úr duodecim, tólf, í latínu. Þ. Dutzend, d. dusin, e. dozen. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1785 (OH). DÍNAMÍT, sprengiefni, búiö til aö þrem fjóröu úr nítróglýseríni, venjulega í föstu, seigu ástandi (OM). Orðiö er komið af dynamis, orka, í grísku. Þ. Dynamit, d. dynamit, e. dynamite. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1875, stafsett dýnamít (OH). DÍNAMÓR, rafall (OM). Oröiö er myndaö af dynamis, orka í gr. Þ. Dynamo, d. dynamo, e. dynamo. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1901, stafsett dýnamó (OH). EDEN, sælustaöur. Oröiö er ættaö úr hebresku og merkir þar: unaöur, yndi. Giskaö hefur veriö á aö þaö kunni aö vera komiö af oröi sem merkir: staöur meö gnægö vatns. Þ„ d. og e. Eden. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1872 (OH). EXEM, iangvinnur húösjúkdómur, út- brot, er stafa af ofnæmi (OM). Orðiö er komiö af ekzema í gr. sem merkir: vatnsbóla, blaöra. Þ. Ekzem, d. eksem, e. eczema. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1950 (OH), en er eldra í talmáli. EXPORT, útflutningur, útfluttar vörur. Oröiö er komið af exports í fr. og merkir þar: útflutningsvörur, en so. exporter merkir: flytja út og er komið af exportare í lat. sem er sömu merkingar. Þ. Export, d. eksport, e. export. Þetta orö hefur um alllangt skeið veriö haft hér um svo- nefndan kaffibæti sem fluttur var hingaö frá útlöndum og finnst í þeirri merkingu í ísl. ritmáli frá árinu 1887 (OH). ELEGANS, glæsimennska. Oröiö er komiö af elegantia í lat. sem varö élégance í fr„ elegance í e„ Eleganz í þ. og elegance í d. Orömyndin elegansi finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1966, en lo. elegant frá árinu 1889 (OH). ELEKTRÓNA, rafeind meö frádrægri hleöslu (OM). Oröiö er komiö af elektron í gr. sem hefur veriö nefnt raf í íslensku. Þ. Elektron, d. elektron, e. electron. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1927 (OH). ELIMENT, m.a. frumefni, rafhlaöa, rif í ofni. Orðiö er komið af elementum í lat. og merkir: frumefni. Þ. Element, d. og e. element. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá seinni hluta 17. aldar (OH). ELIXÍR, heilsudrykkur, kynjalyf. Orðiö er komiö af elixirum í miöaldalatínu. Þaö heitir eliksir á arabisku, þ. Elixier, d. eliksir, e. elixir. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1793 (OH). EMALÉRA, glera, smelta (ÓM). Komið af franska orðinu émail sem merkir: glerungur. Þ. emaillieren, d. emaljere, e. enamel. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1868 og lo. emaileraöur frá 1879 (OH). EMÍR, titill sumra Arabahöföingja. Orðið heitir amir á arabisku og merkir þar: höföingi. Þ. Emir, d. og e. emir. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1827 (OH). PISTILL, skrifleg tilkynning; bréf (postulanna), kafli úr bréfum þeirra lesinn viö guðsþjónustu (OM). Orðið er komið af epistole í gr. sem varð epistola í lat. Merking þessara oröa er áþekk og í orðinu pistill. Þ. Epistel, d. epistel, e. epistle. Oröiö finnst í ísl. fornmáli (Fr.) og einnig frá árinu 1540 (OH). ESKIMÓI, frumbyggi heimskautslanda Noröur-Ameríku, Grænlendingur; skræl- ingi (OM). Orðið er komiö úr Indíánamáli og kvaö merkja þar: Sá sem étur hrátt kjöt. Á frönsku heitir það esquimau og merkir þar m.a. rjómaís. Þ. Eskimo, d. eskimo, e. Esquimau og Eskimo. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1797 (OH). ESPERANTÓ, alþjóölegt hjálparmál búiö til af Pólverjanum Zamenhof (OM): Oröiö merkir: vongóður, vonandi og er Ih. nt. af spænska so. esperar, vona. Eiginlega var þetta dulnefni dr. Zamen- hofs. Þ. Esperanto, d. esperanto, e. Esperanto. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1903 (OH). Sá sem kann esperantó nefnist esperantisti á íslensku og hljóta bæði þessi orö að vera viðlíka gömul í máli okkar. EVANGELISTI, guöspjallamaöur (OM). Komiö af gríska oröiönu euangel- ion sem merkir: fagnaöarboöskapur. Oröiö er haft um guöspjallamennina Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes. Þ. Evangelist, d. og e. evangelist. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1540 (OH). ÆVINTÝRI, óvæntur, æsandi (oft hættulegur) atburöur; stutt (einföld) frá- sögn (oft meö meira eöa minna yfirnátt- úrlegu ívafi) (OM). Oröið á rót sína aö rekja til adventura í lat. sem merkir: Þaö sem getur gerst. Fr. aventure, miölág- þýsku eventur(e), d. eventyr, e. adven- ture. Orömyndin ævintýr finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1540 (OH). María Skagan KYRRA- LÍFS- MYND Eg er gangan langa sem gæti gert þig ódauðlegt meðal villirósa og vindfáðra skýja þú dádýr er starandi augum stöövar ógnandi Ijónin meðan skógurinn — þungur og þytmikill skógurinn leggúr á flótta Ég er öngstígurinn sem gæti ort þig í líki manns eöa konu mitt á meöal okkar er höfum glatað frelsinu meðan þú grípur stökkiö grönnum, leiftrandi fótum unz þú lýtur niður aö lindinni og teygar sól og stjörnur óþrotlegum, lifandi þorsta. Elísabet Jökulsdóttir SAMAN- BURÐAR- NÁGRANNA- KÆR- LEIKUR mér finnst alltílagi að horfá manneskjuna í næsta húsi klæða sig nakta í fötin á leið frammá klósett frammí eldhús í vinnuna og glugginn er opinn og herbergiö uppljómað veggirnir hvítir og þessi mynd birtist mér sem form tilað leika sér að sjálft húsið er sofandi aðeins einn Ijós rammi og dimmt í öðrum gluggum og morguninn er rétt að hefjast aö klæöa sig úr og í er líka svo falleg athöfn en manneskjunni í næsta húsi finnst ég kannski vera að hnýsast finnst ég ókurteis er kannski feimin og dregur þessvegna gluggatjöldin fyrir nema aö ég forði mér úr glugganum áöur og finnist sjálfri eins og ég hafi veriö að hnýsast viö lifum í svo ólíkum heimum það er eins langt til suðurskautsins og yfir til nágranna okkar milli okkar skerast götur og veggir fullir skápar af fötum bústnar kinnar af ósögðum oröum og viö þekkjum ekki hús nágranna okkar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.