Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 10
BRIGHTON JERSEY OG BOURNE- MOUTH Gamall kunningi inn- an um Rollsana Steinsnar frá neöanjaröarbyrginu er bílasafn; þar er hiö fræga T-mótel af Ford, fyrsti bíllinn sem varö almennings- farartæki. Þar eru líka gömul eintök af yfirstéttarbílum eins og Benz, Rolls og Bentley og allir hafa þeir veriö einna tignarlegastir um 1930. En þaö tækiö, sem kom mér mest á óvart, var traktor frá því um eöa eftir 1930 og nákvæm- lega sama gerö og sú sem fariö var á milli bæja í mínu ungdæmi til aö herfa flög. Ég man enn eftir bensínlyktinni, sem þá var nýtt fyrirbæri og hvernig hún blandaöist moldariiminum, — og ööru hvoru varö aö losa gromsið úr gruggkúl- unni. Það er auðvitað misjafnt, hvað fólk kýs aö gera sér til dundurs, meöan dvaliö er á eyju eins og Jersey. Baö- strendurnar þykja góðar og toga aug- sýnilega marga til sín. Ég kaus þó fremur aö leika einn hring á La Moye-golfvellin- um, sem er innan um sandhóla á fögrum staö. En vallarmetiö var aldrei í hættu. Bærinn St. Helier er ekki stór, en hann er engu síður höfuöstaður eyjar- innar. Mörgum þykir freistandi aö kíkja í búöir, því vöruverö á aö vera eitthvað lægra af skattaástæðum. Þá er bezt aö steöja beint í Kings Street, sem hefur veriö lokað fyrir bílaumferð. Verölagiö er samt jjannig, aö vandséö er aö borgi sig fyrir Islendinga aö gera mikil innkaup þar. Næsti pub er aldrei langt undan, þegar maður er oröinn lúinn í löppunum. Kannski veröur Köngulóarvefurinn fyrir valinu, eöa Tartan Bar á Seagrove- hóteli. Sé ætlunin aö enda daginn meö glæsibrag og góöri kvöldmáltíö í sér- stæöu veitingahúsi, þá koma til greina Twigs Restaurang eöa The Lobster Pot, sem bæöi eru til húsa í 16. og 17. aldar bóndabæjum. Victorias á Grand er fínn matstaöur og sérstaklega mæli ég meö matstaðnum á La Place-hótelinu í St. Brelade. Næturlífið er fjölskrúöugt og um margt aö velja, hvort sem þaö yrði aö hrista sig í diskótakti á The Baddies, horfa á píur í sjóinu á Lido de France eöa dansa á Tacherays. Þaö veröur aö segja landsfeörum á Jersey til verðugs hróss, að þeir láta ekki viö þaö eitt sitja aö hugsa fyrir þörfum hinna fullorönu. Á brattri klapp- arhæö ofan viö bæinn, þar sem áöur var rammgert virki meö fallbyssum frá Napóleoni sáluga, splæstu þeir 6 millj- ónum punda í frumlega samstæöu, sem hýsir ráöstefnusali og unglingamiöstöö, svo hrikastóra, aö helzt veröur boriö saman viö meiri háttar flugstöövarbygg- ingu. Þar er víst allt, sem hugsanlegt er aö unglingar geti haft áhuga á; stand- andi popptónleikar, dansgólf, íþrótta- leikvellir, skákvöllur meö taflmönnum í líkamsstærö. Inngangurinn kostar „pundnúna" og maöur getur hvort sem vill tekiö lyftu úr bílageymslu neðan við hæöina, eöa lallaö tröppurnar upp á hæöina. 10 Bournemouth — þannig lítur staðurinn út frá túristabryggjunni. í þessum bæ er hægt að velja um 1400 hótel. Rétt utan við Bournemouth er White- bread-kráin, þar sem afgreitt er út í garðinn — bjór og matur. Stráþakið er einkennandi fyrir hús til sveita i Hampshire og Dorset og víðar. Að neðan: Grosvenor Hotel í Bournemouth — dæmi um ágætt miðlungshótel, sem kostaði sl. sumar 15 pund á mann yfir nóttina. Gegnum Nýjaskóg til Bournemouth Miövikudagur — og lífið gengur sinn gang, bæöi á Jersey og annarsstaöar. Eftir liölega hálftíma í loftinu lækkar flugvélin sig yfir Southampton; þaö er sólskin, blankalogn og þægilegur hiti. Sé áhugi á næturlífi, er um nóg að velja á Jersey. ST. PETER'S BUIMKER EXHIBITION OF J2n5i tðtrnian EQUIPMENT and OCCUPA7 !ON RELICS Largest Collection in the Channel Islands Near Jersey Motor Museun St Peter's Village Sérstæðar striðsminjar: Loftvarna- birgi Þjóðverja frá striðsárunum er varðveitt og þar er safn, sem sýnir hvernig umhorfs hefur verið á með- an það var mannað. Hjá Godfrey Davies höföu þeir sömu Cortinuna til reiöu og ekkert til fyrirstöðu aö elta merkingarnar útá A31 og maður er í Bournemouth eftir klukkutíma. Leiðin liggur framhjá Nýjaskógi — New Forest — sem er ekki alveg nýr, því Vilhjálmur sigurvegari lagöi drög aö honum eftir sigurinn viö Hastings 1066. Hann var sportmaöur, Vilhjálmur; veiöar voru eftirlætisgaman hans og honum þótti skógar full smávaxnir í Hampshire og einsetti sér aö bæta úr því. Ekki væri fjarri lagi aö ætla sér dag í Nýjaskógi; jafnvel væri freístandi aö bregöa sér svo sem klukkustundar akstur noröurúr til Stonehenge, þar sem standa leifar af furöulegu mannvirki, sem enginn veit meö vissu, hvaö hefur veriö. En þaö væri líka hægt aö lóna um skóginn og njóta hans í enn ríkari mæli meö því aö taka á leigu hestakerru meö kúsk og fara eftir þröngum vagnslóðum. Viö héldum beint til Bournemouth, framhjá Ferndown, þar sem er frægur golfvöllur og Dormie Hotel er hvorki meira né minna en fimm stjörnu. Viö höfðum áður verið í Bournemouth; það er og verður alveg sérstakur uppá- haldsstaöur á allri þessari leið, sumar- jeyfis- og dvalarstaður par excellence. í raun eru þetta þrír samvaxnir bæir: Cristchurch, sem er langelztur, Bournemouth, sem myndar miðhlut- ann, og vestast er Poole, bærinn byggöur utan um fallegan vog. Hótelin eru 1400 talsins Á öldinni sem leið byggöi Játvaröur 7. prins af Wales hús í Bournemouth yfir Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.