Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 16
Á bílaleigubíl Framhald af bls. 10 hjákonu sína og hófst þá uppgangur staðarins; nú búa þar 300 þús. manns. FCthöfundurinn Robert Louis Stevenson, sem skrifaði Gulleyjuna, bjó þar fyrir siéttum 100 árum. Vegna veðursældar og fegurðar, hefur Bournemouth orðið bær eftirlaunamanna, sem sækjast eftir aö kaupa sér hús þar. Einn slíkan — og nærri níræöan aö aldri hitti ég eitt sinn á Parkstone-golfvellinum. Hann hafði fyrir venju aö leika alltaf einn hring á degi hverjum, — nema á sunnudögum; þá tók hann sér frí. í Ijósi þess, sem orðið hefur í Reykjavík, er vert aö geta þess að fjórir víðáttumiklir 18 holu golfvellir eru innan bæjarins og hjngaö til hefur ekki flögrað að neinum, að á þeim þurfi að byggja. Bournemouth er og kunn fyrir sumar- skóla, sem taka að sér aö kenna fólki ensku og kemur þaö víðsvegar að úr heiminum. En umfram allt er Bourne- mouth vinsæll sumardvalarstaöur og þarf talsvert að ganga á, áður en allt er fullbókað, því hótelin eru 1400 talsins. Þar fyrir utan eru svo heimilin, sem selja gistingu og morgunverð. Grosvenor-hótelið, sem við bjuggum á í þetta sinn, er nærri miöju bæjarins og kostaöi 15 pund á mann meö morgun- verði. Þjónustan þar var frábær; mikil og einlæg hjálpsemi ríkjandi og þar var lifandi kominn gamli þjónninn úr Her- togastræti í sjónvarpinu. Very British. Dýrustu hótelin í Bournemouth kosta 50 pund; það eru Bath Hotel og Charlton, sem bæöi eru fimm stjörnu. Fyrir sjö árum lentum viö ásamt fleirum fyrir broslegan misskilning á þessu Charlton-hóteli og meðalaldur gestanna virtist ekki undir sjötugu. Þótt brezkir séntilmenn af gamla skólanum séu því vanastir aö sýna sem minnst svipbrigöi, lá við að þeir hnerruðu, þegar vaður af háværum íslendingum ruddist inní hin helgu vé yfirstéttarinnar. En það var nú önnur saga. Einn aff meiri- háttar sumardval- arstöðum Breta Mikill er sá mannfjöldi á torgum og götum og mest er þó í garðinum, sem hlykkjast frá ströndinni inneftir miðju bæjarins. Megniö af þessu fólki var augsýnilega Bretar; þeir sátu þarna í sóistólum með Daily Telegraph og News oLthe World og biöu þess aö hljómsveit hersins byrjaði konsert úti undir beru lofti. En þeir sem eru minna fyrir marsa, geta fariö í Vetrargarðinn á fimmtudög- um; þar leikur Sinfóníuhljómsveit Bournemouth. Steinsnar fyrir utan er baðströndin og þaö er alvöru baðströnd með gulum sandi og núna var sjórinn volgur. Bryggja með skemmtistööum er hinn fasti liöur, en hér eru þeir aö byggja nýja úr steinsteypu og uppaf henni hafa þeir sett milljónir punda í stórhýsi, þar sem túristar geta gert sér eitt og annað til dundurs, ef veöur truflar útivist. Annars virðist eftirlætisiðjan vera ein og sú sama, hvar sem er: að fara í búöir. Og það er sannarlega auðvelt aö finna mýgrút af glæsilegum verzlunum í Bournemouth, en verðlagið er ekki beint þannig aö freistandi geti talizt. Yfirleitt tek ég lítiö eftir búöargluggum; þeir eru gleymdir um leiö og gengiö er framhjá. En einn smáhlutur er mér minnisstæður úr búöarglugga í Bournemouth: kven- mannsúr, sem kostaöi 6 milljónir gam- alla króna. En ekki er allt jafn slæmt; ég lagöi í þá fjárfestingu aö kaupa ágætan frakka, sem kostaði um það bil helming þess, sem hann hefði kostað hér. 16 ÁSTKÍKUR OG GULLSIGÐIN J/EJA.ASTRIKL/R, MÁ BO ? !//£> FENGUM EKKl. AÐ ÚTSMRA MAUN. „ EN BÍPDU A ÐE/NS 'Á ÞOGN. EftjrGoacfamyðg Uderao. Birt I samráði við FWvrtMgAftnut TJÆJA, PA FÆ EG MER T SMA GÚLSOPA AF KJARNA DRVKK 06 BRÝT, AF MÉR KEÐJUNA! Á JÁ.éO KEM06SÆKI ÞIG, STE/NRÍKUR '. A6ÆTT! E6FÆMER BLUNP A.MEDAN É6 &/{>... &ERPU SVO VEL 06 OAKKTU /NN/ ~ÞAÐ ER ALVEG' 'OÞARF/ AÐ LOKA DYRUNl/M É6 ER ALVEO At> FARA ^ UT! A EN 'H/KKf HVARHEFEG HirrÞ/oÁPuR ’ EN Æ! HVERN/6 A ÉG AP NA PELA/VUM, MEÐAN E6 ER BUNP - . JNN AF KEÐJUNN. r HVAP ERÞETTA'T ÞÚ ERT ENN A GAMLA STAÐNUM> r JA... éo SKRApp\ AP VISU IIT.'HlKK: EN ÞE/R MAfrWÉKKh MISSA MIG! Á Sólarhringur í Bournemouth var sann- arlega í knappasta lagi, en dugði mér aö minnsta kosti til staðfestingar á því, að líklega vildi ég hvergi fremur vera í fríi. En þaö komst ekki í verk að sjá sig um í Poole og ekki heldur að líta á skrúö- garðana þar, sem heita Compton Acres og Bretar segja aö séu „hugsanlega" fegurstu garðar Evrópu. Aftur á móti snæddum við hádegisverð úti í garöi á kránni Whitbread, sem stendur á lækjar- bakka spölkorn noröur af bænum. Kráin er meö stráþaki eins og talsvert er algengt um gömul hús til sveita og gullregniö slútti niöur í lækinn, en risastórar eikur aö baki. Hluti af boröun- um stendur úti í garöinum; öll skökk og skæld, en þarna var gott aö teyga bjórinn í rúmlega 20 stiga hita og boröa brauð og cheddarost meö. Á leiðinni þangaö fórum viö gegnum gamla bæinn í Christchurch, þar sem göturnar eru svo skemmtilega krókóttar og húsin úr fyrndinni. Viö vog sem skagar inní bæinn, var mikiö um dýröir; spakir svanir, fjöldi báta og þar höfðu margir tekiö upp nesti og sátu aö snæðingi. Þannig nýtur fólk lífsins hér á einfaldan og ódýran hátt og auöséö aö þetta er í verulegum mæli hjón meö börnin meö sér. Allt er til í Bournemouth sem gesturinn óskar, hvort heldur þaö er kúluspil fyrir gamlar konur ellegar alvöru rúlleta, þar sem menn setja upp pókerfeis og leggja myndarlega undir. Niöuriag í næsta blaði. i / / HEYRÐU! VILLTU TAKA PELANN FRA BELT/ MÍNU 06 RÉTTA, MÉR T/L ftf> SÚPA A... Á r LIFI :'mr- ^ VERKINGÉrkÍKm ■rN, ER ÞAÐ-HIKK/GOTT, SEM ERÍ PELAN- . UMP A ' hjalpi oss rum / ^ FLÝTTU ÞÉR'NE! það ER EKKI GOTT! EINSKONAR LYSI... J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.