Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 13
Uppgangur Japana vekur heimsathygli Feröamenn sem staddir eru á flugvöll- um suður í Evrópu, geta ekki varist að veita þar athygli hópum ungra og glað- iegra manna sem ýmist eru að koma eða fara. Þetta fólk er meö allt öðru svipmóti en við Noröuráifumenn. Það er fremur smávaxið, gulleitt á hörund, nefið risminna en á Semítum og augnsvipurinn gerólíkur því sem við eigum að venjast. Þaö sem mesta athygli vekur, er að þessir aðkomu- menn eru yfirleitt brosandi út að eyrum, svo að sterkar tennur þeirra leyna sér ekki. Mönnum flýgur einna helst í hug að þarna sjái þeir sannkallaða fulltrúa gleði og ánægju í heimi sem einatt viröist ekki einungis dapurlegur heldur einnig býsna válegur. Þarna eru þá á ferð engir aðrir en ungir Japanir, fulltrúar þjóðar sem að undan- förnu hefur verið í mestri sókn allra þjóða veraldar á sviði verkmenningar. í mikilsvirtu svissnesku dagblaði gat nýlega að lesa eftirfarandi grein undir fyrirsögninni Japan er í þann veginn að taka forystuna í heiminum. „ 116 milljóna þjóð, sem ekki á sér teljandi hráefni né aðrar auðlindir svo að heitið geti í landi sínu, er orðin forystuþjóð veraldar vegna greindar og iöjusemi. Allt þetta hefur leitt til gífurlegs vaxtar í atvinnuvegum Japana og það til þeirra muna að þeir eru að veröa mesta framleiðsluþjóð veraldarinnar. Að vísu eru þjóðartekjur þeirra á hvert mannsbarn enn nokkru lægri en hjá öðrum mestu iðnaðar- þjóðum — en þar munu þeir brátt setja heimsmet. Þegar Vestur-Þýskaland vakti heimsathygli fyrir gífurlegan uppgang á sviði atvinnumáia á sjötta áratug aldarinn- ar fóru Japanir sér enn hægt, en hófu nokkru síöar stórsókn með þeim mun tröllauknara átaki. Innan tuttugu ára eða frá 1960—1979 hafði „land sólaruppkom- unnar“ meir en ferfaldað framleiðni sína og fariö þar með fram úr Sambandslýð- veldi Vestur-Þýskalands. Meðal iðnaðar- þjóöa heimsins hafa Japanir lengi verið í öðru sæti, næstir Bandaríkjamönnum. Síðan Japanir gerðust sérstakir afreks- menn á sviði rafmagnsiönaðarins hefur bifreiðaframleiðni þeirra vakið gífurlega athygli. Enda þótt þeir séu miklu fámenn- ari þjóð en Bandaríkjamenn smíða þeir árlega nærri því eins marga bíla og framleiddir eru í Bandaríkjunum, mesta bílaframleiðslulandi veraldar. Síðan 1974 hafa Japanir átt heimsmetið í bílaútflutn- ingi. “ Aðdáun svissneska blaðsins á framsókn Japana leynir sér ekki. Hún er enn athyglisverðari fyrir þá sök að fyrirmyndar- þjóöin, Svissiendingar, er fremur spör á aðdáun á öörum þjóðum. Japanska átakið í menningarmálum og iðnvæðingu sýnir glöggt hve langt þjóð fær komist eingöngu með samstilltu vilja- þreki og stálhörðum ásetningi þess að vera ekki eftirbátur annarra þjóða. Eitt- hvað ættu aðrar þjóðir að geta lært af dæmi þessarar starfsglöðu, brosleitu eyja- þjóðar. og sjálfan hann snerti. Hann var þá 38 ára. Hið glataða ár í lífi Honda er táknrænt fyrir hugarástand japönsku þjóöarinnar þann tíma. 500 smávélar fest- ar við reiðhjól En þar kom hjá Honda, að víniö var þrotið og hann varö að leita aö einhverri leiö til að vinna fyrir sér og fjölskyldu sinni, og í rauninni var varla um annað en véltækni aö ræða fyrir hann. Hið fyrsta, sem honum heppnaðist, var svartamark- aðsbrask, sem hann fæst ekki til að ræða nánar um. Honum tókst að komast yfir 500 litlar vélar, sem japanski herinn haföi notað til rafmagnsframleiðslu og átti þess vegna að vera búið að skila eða eyðileggja sem hergögn. Honda festi vélarnar við reiöhjól, sem svo runnu út eins og heitar lummur. Vélhjólin seldust upp, og þá var næsta skref aö smíöa áþekkar vélar, og Honda hóf framleiöslu í yfirgefnum herbragga. Fyrsti starfsmaöurinn, sem ráöinn var eftir stríð, hóf störf í mars 1947, en það var ungur maður að nafni Kiyoshi Kawashima og var nýútskrifaöur frá þeim sama skóla, sem hafði fellt Honda. Nú hefur Kawashima nýlega tekið við af Honda sem yfirmaður fyrirtækisins. Fyrsta eiginlega vélhjólið, sgn Honda hannaði sjálfur, var með 98 sm vél, sem framleiddi 3 hestöfl, og kallaöi hann það „Dream Type D“. í október 1949 voru starfsmennirnir orönir 20, og þá réð Honda til sín Takeo Fujisawa, sem skyldi vera sölustjóri. Sá fór ekki troönar brautir, heldur skrifaði 55.000 smásölum bréf, geröi þeim tilboö og var á skammri stundu kominn með 13.000 umboðsmenn. Fram til þessa hafa svo flestar reiöhjólaverzlanir í Japan haft Honda-vörur á boöstólum. 1953 hélt Honda í fyrstu viöskiptaferö sína til útlanda, og áriö eftir pantaöi hann bandarísk tæki fyrir meira en milljón dollara, sem var meira en nam sameigin- legum kaupum Toyota og Nissan á sama tímabili. En þar sem fyrirtækið var aöeins fimm ára gamalt og fjármagn þess innan viö $100.000, þá er eðlilegt, aö menn spyrðu, hvaðan peningarnir kæmu. Þar var að verki hinn óþreytandi bók- haldari Honda, Fujisawa. Hjól Honda seld- ust svo vel, aö hann gat farið fram á það við smásalana, aö þeir greiddu fyrirfram upp í pantanir. Meö því móti aflaði hann fjármagns til kaupanna á bandarísku tækjunum. Að leggja undir sig heim- inn með vélhjóli Honda var þá þegar farinn aö hugsa um heimsmarkaðinn, og 1954 tilkynnti hann, aö keppt yröi á Honda-hjólum í vélhjóla- keppninni á Mön, eins konar oiympiuleikj- um á því sviöi. Síöan hafa Honda-vélhjól unnið glæsilega sigra í fjölmörgum keppn- um. Vélhjól Honda, Cub, náöi þegar í staö miklum vinsældum víöa um heim, og fram til þessa hafa 12 mllljónir slíkra hjóla meö ýmsum breytingum verið framleiddar og 8—9 milljónir eftirapana, aöallega jap- anskra. Á svipaðan hátt og T-geröin af Ford skapaöi Honda Cub sína eigin eftirspurn, sem fáir höföu vitaö að væri fyrir hendi. Viet Cong notaði þau í hernaöi sínum og hélt á þeim inn í Saigon, og þau lita loftiö með bláum reyk í hverri borg í Asíu. En Honda brann í skinninu eftir aö framleiða bíla, og 1963 birtust á markaði fyrstu fjögurra hjóla farartæki hans, lítill vörubíll og sportbíll, S500. En báðir báru þess merki aö hafa verið hannaðir í flýti. Forstjóri Leyland-verksmiöjanna þá kveöst hafa sagt við sjálfan sig, þegar hann heyrði aö Japanir væru farnir að framleiða sportbíla: Þá er okkur lokiö. Þeir keyptu Honda S500 til reynslu og urðu hrifnir af öllu, en þaö var þeim léttir, hvað vélin brást fljótt. Þá hugsuðum við sem svo: — Þaö er þá enn eitt eöa tvö ár til syndaflóösins. Honda virðist hafa valið rétta tímann til „aö lenda mjúklega í lífinu“, eins og hann oröaði það, en haustiö 1973 dró hann sig opinberlega til baka sem forstjóri fyrirtæk- isins og tók við starfstitlinum „Helzti ráðgjafi" (Honda-starfsfólkiö kallar hann „Oyaji“ — Gamla manninn á bak). Mánuöi síöar staðfesti olíubann Araba, að CVCC- vél hans, sem er sparneytin í sjálfri sér, þar sem hún tryggir fullkomna brennslu, væri sigurvegarinn á heimsmælikvarða. Hvítur sloppur og eng- in einkaskrifstofa Honda er í blóö borin sparsemi og aösjálni hrísgrjónabóndans, og þegar menn heimsækja hinar miklu Honda- verksmiðjur nálægt Nagoya, dylst engum, aö fyrirtækiö er rekiö af ítrustu samhalds- seml. Sjálfur hefur Honda aldrei haft einka- skrifstofu fremur en núverandi forstjóri, Kawashima. Fyrirtækið hefur enga bíla sem slíkt, svo aö gestir verða aö koma í leigubílum. Allir frá yfirmönnum til te- kvenna klæðast sams konar hvítum sloppi. Allir borða í sama stóra matsalnum venjulegan, staögóöan japanskan mat meö nóg af hrísgrjónum og tei. Unnið er á tveim vöktum fimm daga í viku, og færiböndin stöövast í 10 mínútur annan hvern klukku- tíma. Engin hljómlist er í verksmiðjunum og furöulítil læti, þegar þess er gætt, aö mest af starfsfólkinu er ungt fólk, menn á þrítugsaldri og vinkonur þeirra og allir meö bíla- og vélhjóladellu. Hjónabönd innan fyrirtækisins eru algeng, og Honda var einn af fyrstu atvinnurekendunum til að veita starfsmönnum lán til húsakaupa. Starfs- Myndin til vinstri: Honda (með gleraugu i miðju) ásamt starfsliði sínu fyrir utan verksmiðjuna 1947. Að ofan: Hér átti upphafið sér stað: Verkstæði Honda i heimabæ hans árið 1928. í miðju: Fyrsta Honda-hjólið var venjulegt reiðhjól, en knúið smávél, sem Honda fékk frá hernum 1947. fólkiö einbeitir sér við samsetninguna og gefur engum gestum gaum, jafnvel ekki útlendingum. Þarf ekki eftirlitsmenn Það er sérstakt við Honda verksmiöjurn- ar, aö þar sjást engir eftirlitsmenn. Þá hluti, sem þarf að mæla mæla verkamennirnir sjálfir. Bretar hafa allt annan hátt á. í brezku Leyland verksmiðjunum er tíundi hver maður umsjónarmaöur, sem gerir handahófs prófun á því, hvort hlutirnir séu rétt geröir. í beinu sambandi við fjarveru umsjón- armanna er tilvist „gæðamatshópa", sem má sjá á hverjum morgni standa fyrir utan dyr verksmiðjanna og ræða saman, áður en vinna hefst. Um tíu starfsmenn ásamt verkstjóra eru í hverjum hópi, og þarna er rætt um vinnuna og verkefnin frá ýmsum sjónarmiðum, varðandi vörugæði, endur- bætur, kvartanir neytenda, öryggi og vinnuskilyrði. í japanskri menntun er lögð mikil áherzla á stærðfræði, og þaö er mikið rætt í tölum og prósentum bæöi af konum og körlum. Þetta stuðlar án efa að því, að menn telji sig eiga persónulegan hlut að máli, hvað gæði Honda framleiðslunnar snertir. En hlutirnir hafa ekki alltaf gengiö svona snuröulaust milli stjórnar og starfsmanna. í fyrstunni rak Honda fyrirtækið með per- sónulegum áminningum og ströngu eftirliti, og þá snoppungaði hann lærlingana stund- um, ef þeir notuðu vitlausan skrúflykil eða settu hjól öfugt á. Ef til nokkurrar hörku kom, bauð Honda alltaf upp á drykk á eftir og sagöi viö konu sína, þegar hann kom glaseygur heim, að hann yrði að kenna strákunum. Sonurinn tekur ekki við En þegar fyrirtækið stækkaöi og hafði hundraö og síðan 1000 manns í vinnu, þá dugðu ekki þessar aðferðir. Og 1953 var stofnað starfsmannafélag fyrirtækisins, og þaö féllst á frestun á útborgun launa að hluta, meöan fyrirtækið átti í fjárhagserfið- leikum vegna stækkunar. Síöan versnaöi samkomulagiö, það kom til verkfalls og úrskuröur dómstóla, fyrirtækið vann í fyrstu algeran sigur, en síöan voru báöir aöilar látnir taka sinn hluta af sökinni. Þetta var 1958, og þaö varö til þess, að Honda tók að hugsa um stjórnun, sem hann fram til þessa haföi litið á sem mál, sem bæri aö leysa eftir því sem honum fyndist réttast. Honum var því léttir að síöari úrskuröinum. Vinnumálakerfi Honda byggist meðal annars á þessum niöurstöð- um. Annar árangur af þessari vinnudeildu var, að komið var í veg fyrir, að frændsemi heföi óholl áhrif á fyrirtækiö. Þaö er á engan hátt fjölskyldufyrirtæki, og enginn annar en Honda starfar þar úr fjölskyld- unni. Sonur hans, sem eftir lifir, en hann missti annan af slysförum, rekur sitt eigiö fyrirtæki, sem hefur viðskipti viö Honda. Dóttir hans giftist áströlskum lækni, og þau búa í Perth. Þaö er ekki erfitt aö sjá erfiöleika framundan, þótt vel gangi núna. Starfsfólk Honda, sem ráðið er ævilangt, eldist eins og aörir, og engin frekari útþensla er líkleg í Japan, þar sem keppinautarnir, Toyota og Nissan, eru sennilega afkastamestu og beztu bílaframleiöendur í heimi. Þaö verður þegar að horfast í augu við þann vanda, sem hefur að fullu bugaö svo mörg bílaiönaðarfyrirtæki, þegar hinn þróttmikli upphafsmaður og nánustu samverkamenn hans eru horfnir og ópersónuleg nefnd tekur viö. Tvennt hefur hjálpað til við sölu á bílunum frá Honda. Annarsvegar vönduð framleiösla og hinsvegar framúrskarandi hönnun. Síöastliöiö ár var Honda Civic kjörinn bíll ársins í Bandaríkjunum — það voru blaðamenn við bandarísk bílablöð, sem stóðu aö kjörinu. Þar að auki framleiöir Honda gerðirnar Prelude og Accord, sem er stærst. Allar gerðir af Honda eru meö framhjóladrifi, líflegri, en þó sparneytinni vél. - Svá - úr „The Sunday Times Magazine" 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.