Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 12
Um HONDA, hinn japanska Henry Ford, sem gengur í hvítum slopp eins og hinir starfsmennirnir og hefur til þessa komizt af án einkaskrifstofu Honda fer alveg eins ferða sinna á mótorhjóli. Á bak við hann eru breiður af Hondabílum, tilbúnum á Bandaríkjamarkað risaskip til að sjá um fiutninginn. Aðsjálni hrísgrjónabóndans er honum í blóð borin Fyrsta áætlunin um smíði bíla á nútíma vísu í Japan var gerð fyrir 25 árum og varöaði framleiöslu á Austin A40 samkvæmt leyfi. Nú hafa málin þróazt þannig, að það er ekki einungis, að japanskir bílar séu fluttir inn á Evrópumarkað í ríkum mæli, heldur eru uppi ráðagerðir um það hjá brezku Leyland bílaverksmiðjunum að framleiða Honda bíla samkvæmt leyfi í Bretlandi. Mennirnir á bak við uppbyggingu hins japanska iðnaðar eru lítt þekktir, nema ef vera skyldi hinn litríki Honda sjálfur. Hann er sjálfmenntaöur verkfræðingur, sem varð iðnjöfur í líkingu við William Morris, Herbert Austin og Henry Ford. Ævisaga hans er óvenjuleg. Honda framleiöir ekki aöeins eitt af hverjum fjórum vélhjólum, sem seld eru í heiminum, heldur einnig dælur, rafala, utanborösmótora, landbúnaöarvélar, litla vörubíla og fólksbíla. Framleiösluvörurnar eru tiltölulega ódýrar og eru oft hiö fyrsta, sem menn hafa efni á aö kaupa sinnar tegundar. En eftir því sem efnahagur manna almennt hefur batnað, hefur fram- leiöslan breytzt samkvæmt því. Mikill hluti japanska iönaöarins er rekinn í formi feikistórra samsteypa, sem stjórnaö er af þröngum, lokuðum hópum, mönnum útskrifuöum frá nokkrum fínum háskólum, en þetta er fremur óviökunnanleg yfirstétt. Sum fyrirtæki, og Nissan er eitt þeirra, eiga uppruna sinn aö rekja til hinnar miskunn- arlausu nýtingar Japana á nýiendum sínum fyrir 1945. Honda fyrirtækiö á enga slíka vafasama fortíö og er ekki í tengslum viö neina af þessum „zaibatsufjármagnsklík- um, sem hafa svo mikil völd í efnahagslífi Japans. Einstakiingshyggjumaður - samt eins og einn í hópnum Hinn alþýölegi blær á framleiösluvörum Honda birtist einnig í því, meö hverjum hætti verksmiöjurnar eru reknar. Honda og yfirmennirnir í verksmiðjum hans boröa meö starfsfólkinu. Verkalýösfélag fyrirtæk- isins, en þaö er bundiö viö starfsfólk Honda, útnefnir verkstjórana og hefur í rauninni mikil áhrif á stefnu fyrirtækisins í launamálum, stööuhækkunum og fram- leiöslu. Honda meinti það, sem hann eitt sinn sagöi viö nefnd frá verkalýösfélaginu: „Ég vinn hérna fyrir sjálfan mig, en ekki af því aö ég sé forstjóri fyrirtækisins, og ég vona aö þiö séuö einnig að vinna fyrir sjálfa ykkur, en ekki fyrir mig.“ Fyrirtækið er þannig merkilegt aö tvennu leyti sérstaklega. Þaö hefur vaxiö frá engu til þess aö veröa alþekkt nafn um heim allan á aöeins 31 ári, og þaö hefur gert þaö einungis fyrir verðleika fram- leiösluvara sinna án nokkurs stuönings meiriháttar auömagns. Sjálfur er Honda einstakur maöur og hinn merkilegasti af Japana aö vera, eindreginn einstaklingshyggjumaöur í þjóöfélagi, sem gerir lítiö til aö efla sjálfstraust borgaranna. Áriö 1945, þegar Japanir höföu beöiö algeran ósigur í stríöinu, eygöi hann tækifæri, þar sem aörir sáu aöeins hörmungar, og greip þaö. Hiö japanska samfélagskerfi, sem mat mikils skólamenntun, mannviröingar og reynslu og var óblítt í garö sérvitringa, hefur aö verulegu leyti reist sig viö aftur meö vaxandi velmegun, og þaö myndi vera nær ógerningur fyrir nýjan Honda aö ryðja sér braut í dag. Þetta er sá galli viö Japan, sem sumir keppinautar þess í viöskiptum kunna aö geta hrósaö happi yfir síöar meir. Aö sjálfsögðu vaknaöi Honda ekki upp einn morguninn 1949 og ákvaö aö veröa bílakóngur. Eins og land hans haföi hann oröiö aö reyna margt á stríösárunum. Og þó aö stríðsreksturinn hafi endaö meö skelfingu, lagöi hann grunninn aö þvf kraftaverki á sviöi iönaðar, sem síðan var unniö. Saga Honda segir okkur því heilmik- iö um Japan og leyndarmálin á bak viö einhverja furöulegustu endurreisn þjóöar í sögunni. Sigðir og Ijáir — reiöhjól og bílar Nafniö Honda er nauöavenjulegt í Japan og merkir hrísgrjónaakur. Þaö bendir án efa til starfa ættarinnar um aldir. Faöir Honda steig fyrsta skrefiö út úr fjöldanum með því aö gerast járnsmiöur og veröa þannig einn hinna sjálfstæöu iönaöar- manna, en úr þeirri stétt hafa komið flestir listamenn og hugsuöir landsins. Soichiro (sem merkir: hinn heillavænlega fyrsti) fæddist 1907 í húsi meö stráþaki á bak viö Hondasmiöjuna í borginni Hamamatsu, þar sem hinar miklu Honda verksmiðjur eru nú. í byrjun aldarinnar tók iönvæöingin smám saman aö breiöast út um sveitir Jpaans, og Honda eldri hækkaöi í stööu frá því aö smíöa sigöir og Ijái til aö gera viö reiðhjól. Og þegar Honda yngri var 15 ára, komst hann aö sem lærlingur á bílavið- geröarverkstæði íTókýó, en bíladellu haföi drengurinn fengið, þegar hann sá fyrsta Fordinn. Bíl keyrði hann í fyrsta sinn 1. sept. 1923, þegar jaröskjálftarnir miklu uröu í Tókýó, og allir urðu aö hjálpa til við aö bjarga bílum úr verkstæöinu, sem kviknaði í. Mesta vandamáliö varöandi bílana var, aö hjólrimarnar voru úr tré og vættar olíu brunnu þær vel. Fyrsta einka- leyfi sitt af þeim hundraö, sem hann hefur fengiö, var fyrir eldtraustar hjólrimar. Hann hóf snemma aö taka þátt í hraðakeppni, fyrst á hraöbátum, en síöar á bílum, sem knúöir voru flughreyflum og hann setti saman sjálfur. Hann varö þá eitt sinn fyrir svo alvarlegu slysi, aö hann var 18 mánuöi aö ná sér. Fyrir bænarstaö hinnar ungu konu sinnar tók hann aldrei þátt í hraðakeppni aftur. En hvað sem bóndadóttirin Sacha kann aö hafa sagt, þá sótti hann gjarna bari og geisuhús í Hamamatsu og ók eitt sinn drukkinn út af brú meö geisu sér viö hliö, en þeim tókst aö synda í land. Snemma árs 1938, þegar hann var þrítugur innritaðist hann í æöri tækniskóla, þar sem nemendurnir voru meira en áratug yngri en hann. Þar sem hann þurfti jafnframt aö annast viögeröarverkstæöiö, sleppti hann skyldunámsgreinunum þýzku, herþjálfun og jaþanskri siðfræði, svo aö skólastjórinn varaöi hann viö og kvaö hann ekkert prófskírteini fá, ef hann ekki bætti ráö sitt. „Hvers viröi eru ykkar skírteini?" spuröi Honda hortuglega. „Bíómiöi tryggir manni þó sæti í bíó.“ Og hann fór burt próflaus. Stríöiö olli gerbreytingu á japönskum iönaöi. Fram aö því var hann í smáum stíl mest, hvert fyrirtæki haföi tug starfsmanna eöa svo, allir voru úr sömu stétt og þeir voru bundnir eigandanum persónulegum hollustuböndum. Viögeröarverkstæöi Honda var dæmigert sem slíkt. En í stærri fyrirtækjunum í Japan voru oft stéttadeilur meö vestrænum hætti. Verkföll voru ekki óalgeng. Drakk spíra í heilt ár aö stríöinu töpuðu Meö stríöinu blossaöi upp ættjaröarást- in, og mörg fyrirtæki voru knúin til aö sameinast í eitt og þenjast út. Hin persónulegu bönd milli yfirmanns og starfsmanna brustu, og hollusta við fyrir- tækiö, keisarann og þjóöina kom í staðinn, efld meö daglegum söng, þar sem bæöi var sunginn söngur fyrirtækisins og þjóö- söngurinn, hneigingum og fánahyllingum. Eins og allir japanskir fööurlandsvinir hlýddi Honda meö tárin í augunum á yfirlýsingu keisarans um, aö stríöiö væri tapað. Þetta var 15. ágúst 1945. En þar sem Honda haföi séö fram á algert hrun, enda var hans eigiö fyrirtæki lagt í rúst, var hann svo forsjáll aö sanka saman af svörtum markaöi 200 lítrum af hreinum spíra á síöustu dögum stríösins. Og í heilt ár gerði hann ekkert annaö en aö drekka. Honum fannst öllu vera lokið hvaö land sitt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.