Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 3
Drekalandið Bhutan. Leiðin sem farin var merkt inn á kortiö. Við fjallveginn á leið inn í Bhutan. Sturla og Sigrún meö munki og sherpa við klaustrið í Thyangboche. náttstaö, en veitingar eru engar, og veröa menn aö notast viö nesti sitt. Nú var tekið aö kólna og gróöur orðinn mun strjálli. Skógurinn er hér gisinn og haustlitir á laufi. Viö höldum enn áfram upp meö ánni og eftir nokkra klukkutíma akstur er komiö aö vegamótum. Hér skiptast leiöir, liggur önnur til Paro-þorpsins í vestri, en hin til norðurs, og kjósum viö norðurleiöina aö höfuöborginni Thimphu. Dagur er að kvöldi kominn þegar loks sér til bæjarins. Þar blasa viö hvítmáluö hús meö brúnu timburverki. Húsin eru flest á þremur hæöum og svipar til svissneskra selja. Þessi höfuðborg landsins er reyndar eins og lítið sveitaþorp aö sjá. íbúarnir eru nokkur þúsund og búa strjált. Viö aöalgöt- una eru lágreist verzlunarhús, ekki ólík gömlu Innréttingunum meö útskornum trégluggakörmum, sem flestir eru málaöir rauöir og grænir. Á stétt fyrir framan húsin standa bhutanskar konur og börn í skraut- legum mussum og menn í hálfsíöum kuflum, einskonar kyrtlum sem kallast kho. Lítur flíkin aö ofan út sem náttjakki og eru hvít uppslög á ermum. Þegar heitt er í veöri bregöa karlmenn sér úr burunni aö ofan og binda efri hluta stakksins um mitti sér. Þegar hérlendir menn ganga inn í helgi- dóma hofanna binda þeir hvítan trefil um öxlina í viðhafnarskyni. Viö ökum upp aö gistihúsi ofan viö þorpiö. Heitir þaö Motithang, og var reist áriö 1974 fyrir krýningarathöfn konungs. Húsiö er í stíl viö hofin, sem nefnd eru Dzong og byggt úr þykkum tilhöggnum viöi. Er gengið um tréstiga upp á aöra hæö. Huröin aö herbergi okkar er hulin á bak viö útsaumaðan dregil. Fyrir innan getur aö líta stórt svefnherbergi, en úr því liggja dyr inn í fagurlega skreytta setustofu, þar sem allir bjálkar eru skrautmálaöir í hinum þjóðlegu litum, gulu, brúnu, bleiku og blágrænu. Fjöldi munka en enginn lögfræðingur Við dögun er haldið niöur í þorpiö. Helzta verzlunin er bazar, sem rekinn er af ríkinu, og er þar á boðstólum ýmis handavinna, þar eru til sölu stígvél úr grófu silki, margskonar silkivefnaöur og nokkrar útskornar myndir úr tré. Þar sem viö stöndum utan viö verzlunarhúsið ber fyrir okkur hrollvekjandi sýn. Tveir vopnaöir veröir ganga framhjá, en á milli þeirra eru fjórir menn hlekkjaöir saman í röö meö langri járnkeöju. Þarna fer fram flutnlngur á föngum. Lítiö vitum viö um lög landsins, en dómsvaldiö er í höndum konungs, þó mun hér nýlega hafa verið skipaöur yfirréttur. Hins vegar er enginn lögfræöing- ur starfandi í landinu, svo sennilega reynist erfitt fyrir sakborning aö deila viö dómar- ann. Er nú haldið út úr borginni aö munka- klaustrinu Simtokha Dzong. Þar eru þrjú þúsund munkar viö bænahöld og lærdóm. Húsiö stendur á kletti viö ána, byggt í sama stíl og flestar aörar byggingar hér í landi. Veggir eru hlaönir úr hertum leir en tréverk allt dökklitaö og útskorið, þak er lagt svörtum hellum og stærri steinar notaöir sem farg ofan á skífunum til aö halda þeim í skefjum, ekki ólíkt því sem sést í Alpafjöllum. í aðalbyggingunni er bæna- hús, og eru þar útmálaöir veggir meö buddhamyndum. í klaustrinu sitja munkar í rauöum, síöum kuflum og þylja bænir í sífellu. Ööru hvoru hringja þeir litlum bjöllum eöa blása í horn. Utan á klausturs- veggnum eru bænahjól og er letrað á þau bænin: Om mani padme hum sem þýöir „gimsteinninn í lótusblóminu“. Þessum hjólum er snúiö til bænahalds. Einnig eru bænir skráöar á flögg og veifur, þar sem vindurinn getur blakaö þeim áleiöis til æöri stööva. Milli bænahalds fá munkarnir te í bolla og hrísgrjón í skál, en hiö veraldlega líf þeirra virðist fábrotiö. Utanvert í klaust- ursgarði er brunnhús og vistarverur munk- anna. Þar standa nokkrir ungir drengir, sem eru hér viö nám og byrjaöir aö feta í fótspor hinna eldri. Algengt var aö senda einn dreng úr fjölskyldunni í klaustur, en sá siður er aö þoka fyrir veraldlegu skólahaldi. Ekkert dagblað og ekkert sjónvarp Hér í Thimphu er þjóðarbókhlaðan. Þar eru geymd handrit undin upp á kefli. Þau hafa veriö rituö um aldaraöir af munkum í klaustrum, og á þau er skráö trúmála- og þjóöarsaga. Nú eru prentaðar bækur fyrir unglingaskóla. Hins vegar mun ekki vera gefið út neitt dagblaö. Sjónvarp er ekkert, en útvarpsstöö er í landinu, og er taliö aö 250 manns séu um eitt viðtökutæki. Eins og aö líkum lætur hefur veriö erfitt aö koma fréttum og boðum milli hinna afskekktu svæða landsins, en póststjórnin hefur haft hlaupara og göngugarpa í þjónustu sinni, sem skjótast á milli meö skilaboö um þvert og endilangt landiö og bera fréttir í margra daga boðhlaupi um fjöll og dali, yfir straumharöar ár og þétta frumskóga. í tilefni komu okkar til höfuöborgarinnar er höfö leiksýning í samkomuhúsi staðar- ins. Eru þar sýndir þjóðlegir dansar, sem byggðir eru á fornri hefð, og meö hverjum dansi er tjáö gamalt ævintýri. Danssýning er mikill viöburöur á staðnum, svo börn og fullorðnir hópast aö húsinu og þrýsta andlitinu á gluggarúöuna, til þess aö fylgjast meö athöfnum innan dyra. Hirö- dansfólkiö er í skrautklæðum og sýnir hópdansa. Stundum dansa konur og karlar í tveimur rööum. í öörum dönsum eru aðeins karlar. Klæöast þeir fornum "Skart- klæöum og hafa ógnvekjandi höfuöbúnaö til þess að lýsa því aö ýmis fáránleg skrímsli sitji stööugt fyrir manni hér í landi drekanna. Eitt atriöi er veiöimannadans, og hafa sumir dansmenn þá hyrndar dádýrs- grímur á höföi og stökkva ööru hvoru jafnfætis og hoppa. í öðru atriöi er sögö saga af bogaskyttu, sem skaut illræmdan konung landsins, og eru dansmenn klædd- ir viöhafnarbúningum og kórónu. Undir dansi er ýmist leikið á flautur eöa strengja- hljóöfæri, en stundum blásiö einum dimm- um tóni í langa silfraða lúöra, sem látnir eru nema við gólf. Einnig er slegið saman tveimur diskum eöa barin bumba meö Framhald á bls. 16 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.