Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 8
Alan Moray Willlams Barbara Amm á mri árum Barbara Árnason var í senn framúrskarandi listakona og hvers manns hugljúfi. Höfundur greinarinnar er bróöir hennar og er hann starfandi blaöamaöur í Danmörku og hefur oft áöur skrifaö greinar í íslenzk blöö. Barbara á fyrstu búskaparárum sínum á íslandi. Sjálfsmynd meö blýanti. Blýantsteikning Barböru af Magnúsi, — einnig frá fyrri árum þeirra hér. Barbara systir mín elskaöi ísland og hún varö íslendingur. Hún og eiginmað- ur hennar, Magnús Árnason, áttu mjög marga vini á íslandi — og þaö voru mjög góðir vinir. Þaö hræröi mann aö sjá alian þann fólksfjölda, sem kom aö jaröarför hennar á nístingsköldum degi, þ. 9. jan. 1977. Og aö lesa viröingarfullt lof um hana í Morgunblaðinu og öörum blöö- um. Ég veit aö margir íslendingar minnast hennar meö hlýju hugarþeli alveg eins og viö, sem tilheyrðum fjölskyldu henn- ar. Þess vegna má vel vera að þeir hafi gaman af að lesa stutta grein um bernsku hennar og æsku í Englandi, en ritstjórar Morgunblaösins hafa veriö svo vingjarnlegir að bjóöa mér aö minnast hennar í blaöinu. Þegar talaö er um æskuár Barböru, er óhjákvæmilegt aö minnast um leið á Úrsúlu, tvíburasystur hennar, því aö líf þeirra tveggja var þá svo samtvinnað. Þærfæddust 19. apríl 1911 í Petersfield, sem er smábær í grennd við Portsmouth í Suður-Englandi. Foreldrar okkar voru báöir kennarar í Bedales, sem er velþekktur heimavistarskóli fyrir pilta og stúlkur. Faöir minn, sem var yngri sonur prests hlaut menntun sína í breskum einka-heimavistarskóla í Cambridge- háskóla, þar sem hann tók MA-gráöu í latínu og grísku. Hann var ákafur íþrótta- og útivistarmaöur og góöur áhugaleikari og leikhússtjóri, en aöal- tómstundastarf hans var fornminjafræöi. Forfeður móöur minnar voru prentarar og pappírsgerðarmenn og hún var systir Sir Stanleys Unwins, hins veiþekkta útgefanda í London. Hún kenndi heimil- ishagfræöi samkvæmt kenningum Froebels í Bedales, en aöaláhugamál hennar voru bókmenntir, myndlist og tónlist. Hún stundaöi nám í Dresden, þegar hún var ung stúlka og talaöi þýsku reiprennandi og haföi sjálf náö góöum tökum á listmálun, þó aö hún gæfi hana upp á bátinn, þegar hún giftist. Faöir minn var í ensku þjóðkirkjunni og íhaldssamur í stjórnmálaskoöunum. Fjölskylda móöur minnar var í Frjáls- lynda flokknum og haföi mann fram af manni talist til eins af þeim trúflokkum, sem slitu tengsl viö þjóökirkjuna. Þau hættu kennslu eftir fyrri heims- styrjöldina og fluttust til sveitahéraös í grennd við Southampton. Faöir minn geröist forstööumaöur breska Rauöa krossins í Hampshire-héraöi og móöir mín settist aö heima til aö gæta systra minna og mín, sem fæddist fjórum árum seinna en þær. Húsiö, sem viö fluttum í, var nokkuð furðulegt fyrirbæri. Það var ein af risastórum stælingum á ítölskum höllum, sem nýríkir enskir fjármálamenn og aðrir komu sér upp í byrjun 19. aldar hér og þar um landiö. í flestum ef ekki öllum tilfellum uröu húsin of dýr í rekstri, svo aö fólk gafst upp á aö búa í þeim og þau hrörnuöu smátt og smátt. í North Stoneham House, en svo nefndist hús okkar, voru aö meötöldum öllum kjallara- og háaloftskompum rúmfega hundraö herbergi, en aöeins um tuttugu þeirra voru búin húsgögnum á okkar dögum. Ekki var um nein nútímaþægindi aö ræöa. Kolakynding var eina upphitunin. Viö notuöum olíu- lampa og kerti til lýsingar. Tvær gamlar konur bjuggu í hliðarálmu, en aösetur okkar var í aðalbyggingunni. Meöfram langri framhliðinni voru súlnagöng og innifyrir mikilfenglegir salir aö ítölskum hætti — en gervimarmari í súlunum. í einum salnum var gerviorgel og orgel- pípur. Þar var líka athyglisvert „bóka- safn“, en í staö raunverulegra bóka voru raðir áprentaöra bókakjala límdar við veggina til aö gefa öllu trúveröugt yfirbragö. Upprunalegi eigandinn, sem bar ábyrgö á allri þessari mikilfenglegu 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.