Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 5
aö rifja þetta sára atvik upp og staröi fast á veginn framundan. Hann ók of hratt og virtist allur hafa stífnaö upp, en um leið og hún lagði hönd sína á handlegg hans dró hann úr hraöanum og leit snögglega á hana. Hún sá í hendi sér aö hann var ekki alveg búinn aö yfirvinna áfallið í sambandi viö slysiö og og afleiöingarnar, en reyndi eins og hann gat, aö sýnast kaldur karl. „Ég skil ekki hversvegna ég er að segja frá þessu,“ rödd hans dreifði hugsunum hennar, „og þaö ókunnugri manneskju.11 Hann beit á neöri vörina, „sjáöu til, mér fannst þú svo traust- vekjandi." Hana nú, þar kom þaö. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkt var sagt viö hana. Oft hafði hún oröið leiö á þessu traustvekjandi útliti og enn leiöari aö þurfa að hlýða á lífsreynslu- frásagnir. En nú gladdist hún, vegna þess aö henni fannst sem hann heföi fulla þörf fyrir að tala um þetta skelfilega atvik. Guöi sé lof, í þetta sinn ætlaöi hún aö hlusta meö glööu geöi. Hún hagræddi sér í sætinu, viðbúin því sem kæmi af vörum hans. Bíllinn ók á venjulegum hraöa og vélin suöaöi þægilega. Hann brosti og sagöi lengi vel ekki orö. Henni fannst þögnin vera orðin óþægileg þegar hann allt í einu tók til máls, „þú bíður eftir einhverri rauna- sögu frá minni hálfu,“ honum virtist skemmt, „en svo verður ekki, ég er búinn aö ræöa þetta mál til fulls.“ Hún kipptist ónotalega viö hiö innra meö sér og hugsaði: þar rann öll sálfræöiþekking mín út í sandinn. Hún fylltist gremju, sem hún haföi ekki kynnst fyrr, og þetta var óþægileg tilfinning. Rödd hans losaði hana viö þessar leiöu hugsanir. „Vertu ekki aö súta þetta, en ef ég á aö vera hreinskilinn, þá hef ég aldrei talaö um þetta slys viö neinn fyrr en nú, og þar af leiðandi er þaö sem ég hefi sagt, á við margra klukkutíma frásögn.“ Hún varö aö samþykkja þessi orö hans því hún vissi aö þau voru sönn og hún mátti vel viö una. Um leiö fann hún aö hann var mjög tilfinninganæm- ur. Þau voru aö nálgast Geitháls og tóku eftir bílaþvögu og hópi af fólki framundan. Hann færöist allur í auk- ana og gjörbreyttist á nokkrum sek- úndum. Einnig jók hann hraðann til þess að vera nógu fljótur á staöinn. „Þetta virðist vera árekstur,“ henni fannst hann tala meö ánægjurómi um þetta ástand, en skammaðist sín fyrir slíka hugsun og afgreiddi þennan áhuga hans sem taugaveiklun. Bíllinn snarstanzaði og hún ætlaði varla aö trúa sínum eigin eyrum er hann baö hana aö fara út úr bílnum og athuga hvað um væri að vera. Hún geröi sem hann baö um, en haföi fundist eðlilegra aö hann heföi ekið eins lángt frá slysstaðnum og mögulegt væri. En hvaö um þaö, hún gekk fram á nokkrar konur og menn sem ræddu saman af ákafa. Jú, það varð harður árekstur og annar öku- maöurinn víst mikið slasaöur og sjúkrabíllinn rétt ókominn. Hún var ekki spennt fyrir því aö horfa á, þegar hinn slasaöi var borinn í sjúkrabílinn og eins og oftar áöur fannst henni óhuggulegt aö sjá hinn miskunnar- lausa áhuga fólksins. Hún snéri viö með hugann viö hin tíöu slys á undanaförnum mánuöum og settist viö hliö mannsins í bílnum sem var vissulega eitt fórnarlambiö. Hann virtist mjög spenntur, reyndi aö rekja úr henni garnirnar varöandi slysiö, en hún svaraði ekki. Henni fannst þessi áhugi hans hálf óviðkunn- anlegur og hún var farin aö sjá eftir því aö vera á ferö með honum. Þaö hlaut aö vera eitthvaö athugavert við hann . . . andlega. Þau héldu af staö, en hann ók ekki beint áfram eins og leið lá til borgar- innar, heldur sveigði hann til hægri. Hún leit á hann og hann sagði um leið og hann brosti. „Hafravatnið er sér- staklega hugljúft í veðri sem þessu." Öll spenna og æsingur virtist vera horfin af honum og hann ók á jöfnum hraða. „Ég sá aö þér stóö ekki á sama um áhuga minn á slysinu." Hún hlaut aö játa þessari athugasemd. „Þaö er alveg rétt, mér fannst þaö einkennilegt, vegna þess aö þú hefur lent í svipuðu meö slæmum afleiöing- um.“ Hann varð hugsi, „þaö er nú einmitt þessvegna. Ég hef áhuga á öllum sem veröa fyrir slysi,“ hann þagnaöi, en bætti svo fljótlega viö, „þaö er ekki vegna illgirni eöa aö það hlakki í mér vegna ófara hinna.“ Hann lækkaði róminn, „þaö er vegna þess aö ég fylgi þessum manneskjum í huganum meö bænum mínum.“ Hún varö snortin. Þetta haföi henni allra síst dottiö í hug. Hann hélt áfram, „sjáöu til, ég er aö mestu leyti kominn yfir þetta, þaö er ástatt fyrir mér eins og svo mörgum öðrum, þó aö þaö sé ekki í sömu mynd. Hugsaöu þér til dæmis konu sem búin er aö missa annað brjóstiö." Hún greip áköf fram í fyrir honum, „þú hefur svo sannarlega rétt fyrir þér. Viö gætum taliö upp mörg hundruð dæmi.“ „Já, þaö gætum við,“ þaö birti yfir svip hans, „og allt þetta fólk lítur þrátt fyrir allt björtum augum á framtíöina og stendur fyrir sínu,“ svo bætti hann við, hálf vandræðalega, „eins og ég er aö reyna." Hann dró úr hraöa bílsins áöur en hann hélt áfram aö tala alvarlegur í bragöi, „ég hugsa daglega í bæn minni til allra sem hafa orðið fyrir svipuðu áfalli og ég, og eru aö hefja göngu sína aftur út í lífiö." Hún gat ekki annað en dáöst að honum og hlýddi af fullum skilningi á orö hans er hann hélt áfram. „Lífið getur veriö miskunnarlaust og heldur alltaf áfram. Þar af leiðandi eru fyrstu sporin eftir svona áföll átakamikil, en mjög svo þroskandi þegar þau liggja aö baki og litiö er á þau meö réttu hugarfari." Þau voru svo niöursokkin í umræðu sína, aö þau höföu ekki tekið eftir umhverfinu, en nú blasti Hafravatniö viö þeim. Hann stoppaði bílinn og þau horföu á vatnið sem lá þarna kyrrt og sjálfu sér nóg í rigningarsúldinni. Þaö hvíldi sérstakur blær yfir því og þokuslæðunum sem læddust meö- fram hlíðunum. Á puntustránum héngu stórir dropar eins og opalar á silfurþráðum. Þau sátu þarna bæöi, hljóö, og spunnu hugsanir sínar, hvort á sinn hátt. Aö lokum rauf hann þögnina meö því aö setja bílinn í gang. „Viö erum víst á leið til borgarinnar," sagöi hann hálf vandræöalega, en hélt svo áfram þegar hún svaraöi ekki, „en þaö borgaöi sig aö aka þennan afleggj- ara.“ Hún leit eins og annarshugar á hann um leið og hún samþykkti orö hans. Hún var mjög næm fyrir náttúru- fegurð í hvaöa mynd sem var og vildi halda áfram að finna fyrir þessum hughrifum. Hann virtist skilja þetta og þannig óku þau áfram, hljóö og íhugul. Þegar þau nálguöust Elliðaárnar jókst umferöin mjög og þau fundu bæöi fyrir óróleika borgarlífsins. Þeg- ar þau óku eftir Miklubrautinni leit hann kankvíslega til hennar um leiö og hann sagði: „þaö er tilbreyting aö koma úr kyrrðinni í stressið.“ Hún hló viö, „ég tel þaö nú ekki góö skipti." „Þaö voru ekki heldur mín orð. En svona smástress gerir okkur ekkert á meöan Heiðmörk, Lækjarbotnar og Hafravatniö eru á sínum staö.“ Hún var innilega sammála. Þessi maöur var frábrugðinn öðrum mönn- um sem hún þekkti og hún sá ekki eftir því aö hafa þegiö far meö honum. Þegar hann bauð henni heim til sín í kaffi og spjall samþykkti hún þaö án umhugsunar. Hann bjó í skemmtilegri íbúö sem var smekklega innréttuö. Hún tók strax eftir ísaumuöum púöum og hekluðum dúkum. Meira aö segja pottaleppum upp á gamla móðinn. Hann tók eftir áhuga hennar á þessum handunnu munum og útskýröi komu þeirra á heimili sitt. „Þú verður ef til vill hissa, en ég hefi unnið þetta sjálfur," hann brosti þegar hann sá undrunina í svip hennar, „þetta var mín læknismeðferö á með- an ég beið eftir því aö geta farið aö hreyfa mig aftur eins og annaö fólk.“ Hún leit á hann, en hann sýndi engin svipbrigöi, fór fram í eldhúsið og lét renna í ketil. Svo fór hann aö taka til allavega meölæti. Hún fylgdist meö honum úr stofunni og tók eftir því aö hann var hálf stiröur í hreyfing- um. Átti greinilega eftir aö venjast breyttum aöstæöum. Svo settist hún í sófann og'fór aö viröa fyrir sér einn púðann. Mörg hundruö spor, sem sameinuðust í stórum rósum og blöö- um. Hún hugsaöi um öll þau andlegu geöhrif, ásamt vonbrigðum og svo lífsvilja, sem höföu fylgt þessum sporum. Ef þessar ísaumuöu rósir gætu talar... Hún hætti aö hugsa því hann kom inn meö bolla og tilheyrandi. Hún mátti ekki aðstoða hann og sat því hin rólegasta. Svona leið kvöldiö viö spjall, allt frá heimsmálum, yfir tónlist upp í heimspeki, og þeim samdi vel. Hún varö undrandi þegar hún leit á klukkuna og sá aö þaö var komið framundir miönætti, en hann var hinn rólegasti. Hún skrapp fram, en þegar hún kom aftur staldraöi hún agndofa viö stofudyrnar sem voru í hálfa gátt. Hann hafði staðið upp og var að búa um. Sængin lá á gólfinu. Hún vissi ekki af sér fyrr en hún var komin út á götuna. Hugsanir hennar voru á ring- ulreið og hún fann ekki fyrir rigning- unni, og tók ekki eftir því hvaö götuljósin spegluöust sérkennilega í blautu götunni. Hún bara gekk og gekk og hugsaði og hugsaði. Var þetta rétt, aö hverfa svona án þess að segja nokkuö? — Hann er ekkert betri en aðrir karlmenn, þó hann sé svona . . . En hvers vegna ætti hann aö vera öðruvísi en aörir? Hann er maður, og þaö mjög djúpt hugsandi karlmaður, með sínar tilfinningar og langanir. En þetta er ekki hægt, rakin ókurteisi. — Hversvegna ókurteisi, þeim samdi vel og hún kunni mjög vel viö hann, þrátt fyrir allt. Já, þau gátu talað saman ... Hún gekk ekki eins hratt, nam allt í einu staöar og snéri viö. Hægt og rólega gekk hún aftur heim til hans. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.