Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 16
Landið okkar Ljósmynd og texti: Björn Rúriksson Eldborg á Mýrum Eldborgin sem gengur undir þessu nafni er reyndar í Hnappadalssýslu.Hinn fagurmótaöi klepragígur nýtur sín afar vel úr lofti aö sjé. Myndin er tekin í september og birkikjarriö skartar haustlitum. Gígurinn sem er staarstur þriggja gíga á stuttri gossprungu, var talinn vera um 1000 ára gamall, en mun vera forsögulegur. Hann er ekki ýkja stór, aöeins um 300 metrar í þvermál. Hiö sárkennilega viö hann eru hrauntaumarnir, sem mynduöust þegar hraunslettur skvettust yfir barmana úr hrauntjörninni sem í gígnum hefur veriö þegar gosiö átti sár staö. Drekalandið Bhutan Framhald af bls. 3 bognum slaghamri. Meöan á dansi stendur er okkur boöiö saltað te með þráu jaksmjöri, sem flýtur ofan á bollanum. Og meö þessum drykk eru borin fram glóö- arsteikt hrísgrjón. Síöan er veittur mjólkur- litaöur vökvi í hankalausum bolla. Heitir hann chang og er einskonar bjór bruggaö- ur úr hirsi. Heldur þótti okkur þaö göróttur drykkur á aö sjá. Konungurinn er einvaldur Spölkorn utan viö þorpið standa nokkrar reisulegar byggingar á lítilli hæð. Eru flest húsanna byggö á 17. öld. Þar er skóli og eitt voldugasta klaustur þjóöarinnar og aösetur lamans. Þarna stendur þinghúsiö, sem er einnig aösetur stjórnarinnar. Er gengiö um mörg þrep upp í þingsal, sem er málaður og skreyttur helgimyndum. Risa- vaxiö buddhalíkneski nær þar yfir tvær hæöir, og rís efri hluti þess upp úr gólfi í þingsalnum á annarri hæö. Þar stendur hásæti konungs í miöjum sal, flatur legupallur meö púöa og forhengi. Uppi á þessum palli krýpur konungur, þegar hann stjórnar þingfundum eöa dæmir dóma, og þar fara krýningarathafnir fram með mikilli 16 viöhöfn. Nokkru fyrir ofan þinghúshæöina viö ána stendur höll drekakonungsins. Er þetta fögur bygging, sem nefnd er Dechh- enchholing. En á henni hvílir sérstök helgi. Konungurinn, Jigme Singye Wangchuck, er fjóröi konungur í röö sinnar ættar, en fyrir síöustu aldamót var landinu stjórnaö af fylkisstjórum og munkum. Eftir miklar innanlandserjur á síöustu öld komu þeir sér saman um aö binda endi á illdeilur meö því aö velja til konungs höfðingjann í Tongsa-héraöinu, sem liggur í miöhluta landsins. Jigme konungur, sem nú ræöur ríkinu, var krýndur viö hátíölega athöfn í júní 1974, eða á ári skógartígursins, eins og þeir nefna þaö. Konungurinn er aö vísu einvaldur en styöst viö stjórn og 140 manna ríkisráö, sem kemur saman tvisvar á ári. Er helmingur meölima þessa ráös kosinn, en aörir skipaöir. Margir fjölskyldu- meölimir konungs eru í valdamiklum emb- ættum, til dæmis ráöa systur konungs fjármálum og atvinnumálum. Móöir kon- ungs er einnig áhrifamikil og er af hinni merku Dorji-ætt. En þeir ættmenn hafa haft mikil mannaforráö. Einn bróöir hennar var forsætisráðherra, en var ráöinn af dögum 1964 í uppreisn gegn gamla kónginum, sem var erlendis aö ieita sér lækninga. Annar bróöir hennar heitir Lhendrup og er kallaöur Lennie, þurfti hann aö flýja land eftir átök, sem uröu í landinu um sama leyti og bróöir hans féll. Var hann þá um tíma bæöi í Indlandi og Englandi. Gekk hann þar í skóla eða vann aö ýmsum almennum störfum, og segist meira aö segja hafa ekiö leigubíl í London. Nú hefir Lennie veriö tekinn í sátt og er aftur oröinn áhrifamaöur í heimalandi sínu. Viö áttum skemmtilega kvöldstund meö þessum lífsreynda manni, og sagöi hann okkur margt af landi sínu og þjóð. Hann hélt því fram aö ekki heföu íslendingar áöur heimsótt drekaríkiö og vildi aö viö stofnuöum menningarsamband þessara tveggja fjarlægu fjallalanda. Ríkiö lét sig lengi lítiö varöa alþjóöasam- vinnu, en nú hefur þaö aöild aö Sameinuöu þjóöunum og tekur t.d. þátt í alþjóöaheil- brigöisráöi og fl. alþjóðasamtökum. Sendi- ráö hefur þaö aðeins í Indlandi og einnig annast fulltrúinn hjá Sameinuðu þjóöunum ýmis utanríkisviöskipti. Indverjar hafa skipulagt hervarnir og hafa veitt lán til vegageröa og virkjana. Einnig aöstoöuöu þeir viö utanríkismál fram til 1971 aö Bhutanir tóku þau í sínar hendur. Indverjum er kappsmál aö halda landinu sér vinveittu. Tígrisdýr, snæhlé- barðar og dádýr Eitt kvöldið var rætt við framkvæmda- stjóra umhverfismála og skógræktar. Þar sem landiö er mjög skógi vaxið hefur skógurinn mikla þýöingu fyrir landsmenn. Og verkefni skógræktarmanna er aö skipu- leggja skógarnytjar. Þeir gera sér grein fyrir þýöingu skóga sem vörn gegn jarö- vegseyðingu. En hinar bröttu hlíöar eru viökvæmar fyrir rofi, ef skógurinn er felldur. Unniö er aö piöntuuppeldi og útplöntun trjáa, einkum furu, lerki, eik og ösp. Alþjóöa dýraverndunarsamtökin hafa veitt styrki til friöunar á fáséöum dýrum landsins. í Bhutan eru bæöi tígrisdýr og snæhlébaröar og hiö sjaldgæfa moskus- dýr. Þá eru um 14 tegundir af dádýrum, blákind og fílar, sem einkum eru viö indversku landamærin. Þessi dýr eru friöuö og ströng viðurlög viö óleyfilegum veiöum. Sé veiöiþjófur staöinn aö verki getur refsing veriö lífstíöarfangelsi. Einkum eru þaö Indverjar, sem stunda veiðiþjófnað suður viö landamærin, því Bhutanir drepa ekki villt dýr af trúarlegum ástæöum. Þegar viö förum frá Thimphu er ekiö til austurs um fjallgarö allt upp í 3.700 m hæö yfir Dochu-La-skaröiö. Hiö efra er svalt og þar fer aö gæta háfjallagróöurs. Þar vaxa samt rhododendron-runnar, og einkenni- legt er hvaö trjáskófir hanga hér á öllum greinum. Viö ökum svo niður af fjallinu aö noröan, og komum í frjósamt dalverpi í 2.000 m hæö. Þar er ræktaö hveiti, epli og sítrónur. Viö ökum upp meö á, sem er græn aö lit. Er sagt aö þar sé gnægö silungs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.