Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 14
HLJÓM- PLÖTUR _______________./ Aöalgeir Kristjánsson Sinfóníur Beethovens hafa löngum verið taldar með kröfuhörðustu viðfangs- efnum sem hljómsveitarstjórar um víöa veröld fást viö aö flytja, enda er meira úrval af upptökum vandfundiö en af þeim, samt er það svo aö þrátt fyrir margar frábærar hljóöritanir af einstök- um sinfóníum hefir engum hljómsveitar- stjóra heppnast að gera þeim öllum slík skil aö hægt sé aö benda á eina heildarútgáfu sem rétt sé aö mæla meö sem þeirri einu réttu. Allar hafa þær til síns ágætis nokkuö, en þaö er sama hvaöa sett er tekiö aö alltaf má benda á eina eöa tvær sinfóníur, sem betri séu hjá öörum hljómsveitum og stjórnendum. Ein nýjasta heildarútgáfan af sinfóníum Beethovens er gerö með Vínarfílharmoní- unni og kór ríkisóperunnar í Vín og þaö er Deutsche Grammophon sem gefur út — DG 2740 216. Þessar upptökur voru aö nokkru leyti unnar á hljómleikum sem Bernstein hélt í Vín og var hugmyndin aö festa á hljómbandið þá spennu og hrifningu sem jafnan ríkir kringum Bernstein þegar hann heldur á tónsprot- anum. Allt er gott þegar endirinn er góður og þeir sem um þessar upptökur hafa dæmt bera hiö mesta lof á 9. sinfóníuna og telja hana kórónuna á sköpunarverki Bernsteins í þetta skipti. Samt fylgir hér böggull skammrifi og það er hljóöritunin. Hún er því miöur ekki betur heppnuð en svo aö enginn skyldi trúa aö hér væri Vínarfílharmonían á feröinni meö sinn þétta og fallega hljóm. Þetta á sérstaklega viö um strengjasveit- ina, spil hennar er svo bláþráöótt og vantar alla fyllingu aö menn gætu helst hugsaö sór tæpur helmingur strengja- sveitar sinfóníuhljómsveitar íslands væri aö leika í háskólabíóinu og þykir samt vanta mikiö á aö hlutföllin séu rétt, þó aö hún sé fullskipuö. Listamenn hafa þau sérréttindi aö þeir eru gjarnan dæmdir eftir því sem þeir hafa best gert, og þá er rétt aö koma aftur að 9. sinfóníunni. Prófsteinninn á hvort stjórnandanum tekst aö koma henni til skila svo aö vel sé hefir löngum verið talinn sá, hvernig hæga þættinum reiðir af í meöferö hans og jöar mega aörir vara sig á Bernstein. Honum tekst að ná fram upphafinni ró, rétt eins og hann sé kominn meö hljómsveitina upp á einhvern ólympstind, þar sem tónarnir streyma hægt fram fjarri öllu sem er lítiö og lágt. Fjóröi þátturinn hjá Bernstein er einnig mjög vel upp byggöur og einsöngvararnir skila sínum hlutverkum mjög vel og er sérstök ástæöa til að nefna Kurt Moll, en sami ágallinn er þar enn sem fyrr, að hljóöritunin er máttlaus og þaö bitnar ekki síst á tveimur fyrstu þáttunum sem vantar bæöi blóö og merg þó að einstök hljóöfæri og hljóðfærahópar greinist vel sundur og ekki þarf að fara í neinar grafgötur um aö hlutur Bernsteins er með ágætum, ef hljóöritunin heföi komiö öllu til skila. Um hinar sinfóníurnar 8 gildir þaö sama aö frá stjórnandans hendi þykir flest vel fara og er ekki ástæöa til aö dvelja frekar viö þær. Hér er rétt að geta þess aö Bernstein haföi áöur hljóöritað allar sinfóníurnar 9 meö sinfóníuhljómsveitinni í New York. Þar þóttu Eroica — nr. 3 — CBS 61902 og 7. sinfónían CBS 61906 bera af, og nr. 3 vantar nokkuö af þeirri spennu í DG settinu, sem ber hana uppi í hljóörituninni með New York-sinfóníuhljómsveitinni, en hljóöritunin er heldur ekki þar til aö hrífast af svo aö tæknin hefir reynst Bernstein heldur andsnúin. Nú kynni einhver aö spyrja hvert skuli leita til aö finna eitthvaö betra, og satt aö segja er erfitt aö gefa skýr svör. Herbert von Karajan hefir hljóöritaö allar sinfóníur Beethovens þrisvar sinnum. Elsta hljóö- ritunin var meö Fflharmoníuhljómsveitinni í London og er aöeins í mono. DG hefir látiö gera 2 upptökur af sinfóníum Beethovens meö Berlínarfflharmoníunni undir stjórn Karajans og þyjdr sú síöari betur heppnuö meö einni undantekningu og þaö er Eroica, sem er misheppnuö í síðari upptökunni meö því aö leika 1. og 4. þáttinn mikils til og hratt, en meðferð Karajans á Eroicu í fyrra settinu er hins vegar meö bestu upptökum sem til eru af henni, DH 138 802. Hins vegar þykja Pastoralsinfónían og 9. sinfónían í síðara settinu mjög góöar, en þær eru samt til í betri hljóðritunum og vil ég sérstaklega riefna Deccaupptöku á 9. sinfóníunni þar sem Leopold Stokowski stjórnar, Lund- únasinfóníunni og er gaman aö bera þá upptöku saman við Bernstein upptökuna og heyra muninn á hljóðrituninni, en upptaka Stokowskis hefir svo sannarlega fleira aö státa af en góöri hljóöritun svo aö ég vil mæla meö henni kinnroöalaust, Ludwig van Beethoven Leonard Bernstein þaö er Decca DPA 599 600. Á 4 plötusíöu er 5. sinfónían, en þar leikur London Philharmonic undir stjórn Stokowskis. Þá má nefna upptökuna á 5. sinfóní- unni þar sem Carlos Kleiber stjórnar og þykir fáum hafa betur tekist DG 2530 516. Ein besta upptakan af Pastoralsinfóní- unni er DG 2530 142, þar er Carl Böhm sem stjórnar Vínarfflharmóníunni og svona má lengi telja. Önnur fræg hljóörit- un er HMV asd 2565 og þar er Otto Klemperer á feröinni og Philharmonia í London, þetta er ein elsta hljóöritunin sem gerö var í stereo, en heldur samt sæti sínu enn í dag. Colin Davis hefir þótt öörum mönnum snjallari aö fást viö 7. sinfóníuna og Philips 9500 219 ér nýjasta afrek hans á þeim vettvangi og þaö er LSO eöa Lundúnarsinfónían sem leikur, sú sama sem Stokowski stjórnar í 9. sinfóníunni og getiö er hér aö framan. Einn þeirra stjórnanda sem hafa gert 2 heildarútgáfur á sinfóníum Beethovens er Eugene Jochum. Eldri útgáfan var gefin út af Philips og þaö var Concertgebouw- hljómsveitin sem hann stjórnaöi. Fjóröa sinfónía Beethovens hefir þótt takast mjög vel í höndum Jochums og hljóm- sveitin er jafngóö og hver önnur. Sinfóní- ur Beethovens sem Jochum stjórnar hafa verið gefnar út á ný af Philips og nr. 4 er Philips Universo 6580 146. Enn er ógetiö um nokkrar heildarútgáf- ur á sinfóníunum og vil ég fyrst tilnefna útgáfu þar sem Solti stjórnar sinfóníu- hljómsveitinni í Chicago, þaö er Decca sem gefur plöturnar út og hljóðritanirnar þykja góöar, sérstaklega á nr. 6 og 7, sem eru hljóðritaðar í Sofiensaal í Vínarborg Decca 11 BB 188/96. Enn eru ótaldar margar heildarútgáfur af sinfóní- um Beethovens, en hér veröur brátt staöar numiö, samt veröur að endingu að nefna útgáfu Philips 6747 135. Þaö er Gewandhaushljómsveitin sem leikur og stjórnandinn er Kurt Masur. Svo er taliö aö 4. sinfónían só sú sem best er leikin í settinu. HMV gaf út allar sinfóníur undir stjórn Ottos Klemperers og þaö er hljómsveitin Philharmonia í London sem leikur. Rafael Kubelik hljóöritaöi allar sinfóníurnar fyrir Deutsche Grammaphon og haföi 9 hljómsveitir til aö vinna verkiö. Þetta sett er næsta forvitnilegt af ofan- greindri ástæöu, hljóöritanirnar eru góö- ar, en sverja sig í ætt við þær hljóðritanir frá DG sem vikiö hefir verið aö hér aö framan, en hljómsveitirnar skapa nokkra fjölbreytni og enginn þarf að fara í grafgötur meö þaö aö Kubelik er mikil- hæfur stjórnandi og plötumerkið er DG 2740 155. A.K. Leonard Bernstein og sinfóníur Beethovens flórenska liljan var á forhliðinni og mynd Jóhannesar skírara á bakhliö- inni. Enski nóbfllinn meö konunginum á skipi sínu var eftirsótt og ekki síöur dúkatinn frá Feneyjum, sem var góöur peningur í mörg hundruö ár. Á endurreisnartímunum fyrir og eftir 1500 eflist myntslátta mjög í Evrópu, silfurnámur Evrópu og gull- og silfur- flutningur frá nýfundnum löndum Am- eríku áttu þátt að þessu. Dalir, mörk og skildingar ganga um alla Evrópu, myntin stækkar og þaö veröur meira rúm fyrir myndir keisara og konunga. Þaö var engan veginn auövelt fyrir þá, sem fengust viö kaupsýslu aö hafa reiðu á þeim sæg mynta, sem gengu manna á milli. Oft voru gullpeningar rýrðir meö því aö meitla af þeim, en þá kom gullvigtin í góöar þarfir, hvert lóö hæföi sinni mynt og á þann hátt var hægt aö sannreyna rétta vigt hvers penings. Utan Evrópu mótaðist myntsláttan á fyrri hluta miöalda af Aröbum og í Áusturlöndum voru slegnar gullmyntir í Hindústan og víðar. í Kína var pen- ingasláttan nærri því jafn gömul þeirri í Evrópu; bronsmyntin kínverska, skreytt letri, var í gildi frá því á 3ju öld f. Kr. og allt til þess aö síöasta keisaranum var velt úr sessi 1912. Þá var tekinn upp silfurdollarinn. Pen- ingaseölar voru teknir upp í Kína snemma, Marco Polo getur um þá á 13. öld. Spánn naut fyrst góös af gullflutn- ingunum til Evrópu frá Ameríku og á dögum Karls V og þá var tekiö aö slá piastra sem samsvöruöu þýzkum döl- um. í Noröur-Ameríku var fyrsta mynt- in slegin í Massachusetts um miöja 17. öld. Sú mynt, sem hefur verið einna lífseigust og er notuð enn þann dag í dag í Afríku og víöar, var slegin um 1780; Maríu Theresíu-dalurinn, gull- mynt meö fallegri mynd af drottning- unni. Um 1800 markast peningasláttan mjög af frelsishreyfingum og bylting- um. Frelsisdúfan, frelsisgyöjan, frels- issólin og ýmiss konar frelsistákn runnu þá upp í myntheiminum. Þegar verzlunin eykst og kaupsýsluumsvif magnast stórlega meö iðnbyltingunni, eykst peningasláttan stórlega og pen- ingaseölar koma þá víöa í staö gull- og silfurmyntar, aö minnsta kosti aö nokkru leyti. Þegar líöur á 19. og 20. öld, hverfa menn frá því mati, aö myntin eöa peningurinn skuli hafa verögildi í sjálfum sér. Verölausir seölar taka stööu dúkatsins og flórín- unnar, ávísanir á verömæti. Brask meö verögildi þessara í sjáifu sér verölausu ávísana varö mjög auðvelt og er einkum í hinum svonefndu þróunar- löndum, þar sem valizt hafa til land- stjórnar skillitlar og vafasamar persón- ur, og þar hefur skapazt þaö ástand sem minnir mjög á ástandiö á dögum þeirra landstjórnarmanna Rómaveldis, sem nefndir voru áöur í þessari samantekt „fífl, aumingjar eöa glæpa- menn“. Listsögulegt gildi mynta og sögulegt gildi þeirra er mikiö, stíll hvers tímabils speglast í myntunum og myndirnar segja sögu ríkjandi fursta, byltingarnar eiga þar sína sögu og umbrot sögunn- ar birtast þar ótvíræö. Peningurinn segir mikla sögu. Sigl. Br. tók saman. ÚtKcfandi: Hí. Árvakur. Reykjavik Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson Ritstjórar: Matthlaa Juhannesscn Styrmir Gunnarsaon Ritstj.fltr.: Gisli SÍKurðsson AiiKlýsinKur: Baldvin Jónsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100 Leiðrétting: í Lesbókinni 16. maí varö sú villa aö Búlandstindur sem sást í baksýn á mynd Björns Rúríkssonar frá Beruflrði var nefnd- ur Búlandshöfði, sem er auövitaö allt annars staöar á landinu. Aöstandendur Lesbókar biöja Björn og lesendur afsökun- ar á þessari augljósu misritun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.