Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 7
unarhátt hinnar upprennandi borg- arastéttar, innst og best sett er Herrengracht — síki borgaranna — en utar Kaisergracht og Prinzen- gracht. Þeir viöurkenndu keisara og prinsa en settu sjálfa sig þeim ofar. Enn þann dag í dag stendur borgin sem dæmi um framsýna menn sem þoröu og fundu þörfina til aö skapa samfélagsramma sem var nothæfur og er enn. Þetta var stuttur inngangur um sögu blómaskeiðs borgarinnar, minnismerki frá þessu tímabili er borgin sjálf, húsin, vöruskemmurnar, síkin og brýrnar. Allt stendur þetta lítiö breytt frá þeim tíma sem á undan er lýst, aðalviðfangsefni greinarinnar verður að lýsa þessum áþreifanlegu heimildum um forna frægð. Hollensk byggingarhefð á sér mjög djúpar rætur. Viö þurfum aö fara meir en þrjú þúsund ár aftur í tímann til aö finna upprunalega gerð hússins. Fyrstu húsin voru löng trégrindahús, sem í einu rými hýstu menn og skepnur. Seinni tíma hús urðu vitanlega flóknari að gerð sinni, en héldu þó í höfuödráttum upprunalegum einkennum, — langt trégrindarhús meö bröttu risþaki. Til að byrja meö var borgin svo að segja öll byggð úr tré, hafnarveggirnir viö síkin, brýrnar og sökkulstaurar, jafnvel reykháfarnir voru úr tré. Eldsvoð- ar urðu náttúrulega miklir og tíðir, en viö endurbyggingar varð múrsteinninn æ meir nýttur til brunavarna. Einkenni tréhússins héldu sér þó áfram. Síkin voru lífæð kaupmannasamfé- lagsins í Amsterdam, og öllum var því kappsmál að eiga hús sín sem mest í tengslum viö þau. Varö því sú lausn ofan á, aö húsin fengu sem mjóstar hliöar út aö síkjunum, sem síðar leiddi tii aö lóðirnar urðu mjög djúpar. Þannig getur oft aö líta hús sem eru aðeins þriggja metra breið, en máske fimm hæöa há! Á dæmigeröum hollenskum húsum er neðsti glugginn í göflunum næstum fjögurra metra hár. Gluggum er skipt í efri og neðri glugga. Neðri gluggunum er lokað með tréhlerum, meöan efri glugg- inn var óopnanlegur steindur pluggi með litlum grænum glerreitum. A sólríkum sumardegi var hlerunum skotið frá þannig að herbergið fyrir innan var baöaö birtu. Þessi sérstæöa uppbygging glugganna vitnar um tilfinningu og ekki hvaö síst þekkingu Hollendinga á notkun dagsbirtunnar. Þessir möguleikar urðu málurum yrkisefni. Þekktastir þeirra eru Johannes Vermeer og Pieter de Hooch, sem hvor á sinn hátt nýttu sér einkenni birtunnar í innanhúsmálverkum sínum. Hollensk hús vitna um mjög langa hefð. Höfuðeinkenni þeirra eru mjög sterk og setja íbúum mjög þröng mörk um innréttingu, sökum hinnar sérstæðu lögunar og tiltölulega lítilla herbergja. Stigarnir eru svo þröngir að húsgögn veröur aö flytja upp í sérstökum krana sem er staðsettur efst uppi á húsgaflin- um. Kraninn minnir einna helst á kórónu yfir fullkomna byggingu og er eitt af einkennum borgarinnar. Fram að þessu hefur greinin aðallega fjallað um Amsterdam á sögulegum bakgrunni, enda er slíkt nauösynlegt ef maöur á að skilja útlit borgarinnar. Amsterdam er falleg og þrifaleg borg sem vart á sér líka á noröurslóðum. Slíkan sess hefur hún haft um aldir, og orðið stórhuga smákóngum fyrirmynd viö skipuiagningu nýrra borga. í okkar augum er fegurð borgarinnar tvímæla- laust aö finna í sjálfu skipulaginu, sem er óvenju heilsteypt. Hvert smáatriöi á sér rökrétta orsök. Grunnmynd lóðanna, hús, götur og síki er í fullkomnu samræmi, þróuö áfram af aldagamalli hefö og skilningi á frumforsendum þéttbýlismyndunar. Hvort sem um er aö ræða hús, garð, götu eða veggi síkj- Lofsverð alúð er oft lögð við andlit húsanna, inngang og gluggaskipan. Endurbyggð húsaröð frá 18. öld. anna, má allstaðar lesa í senn orsök og afleiðingu, og oft er unun að geta rýnt í sérhvert smáatriöi umhverfisins sem hefur oröiö til vegna þróttmikillar og nákvæmrar skipulagningar. Væri gaman aö lýsa því öllu í smáatriðum, en þaö væri efni í aöra grein og stærri. Þrátt fyrir stífan og tiltölulega einsleitan skipu- lagsramma, hefur Hollendingum tekist öðrum betur að móta borg sem er stórkostleg í fjölbreytni sinni. Athyglis- vert er, að Amsterdam stendur enn aö mestu óbreytt, þó ekki sem minjasafn um gamla úrelta menningu, né heldur sem leiktjöld á stóru sviöi, heldur sem virkt og nútímalegt samfélag. Nútíma-Hollendingurinn bæöi þekkir og virðir eigin fortíö. Meö slíka þekkingu í veganesti hefur hann haldið áfram að þróa þaö skipulag sem leit dagsins Ijós fyrir 350 árum. Öll listsköpun í Hollandi er mjög frjáls, og viöurkennd af ríkinu, sem styrkir fjöldann allan af lista- mönnum til starfa. í arkitektúr hafa Hollendingar átt mörg tfmamótaverk þessarar aldar og ber þar hæst De Stijl-stefnuna sem var samtíma þýsku Bauhaus-stefnunni. Aö sama skapi sem Hollendingar hirða um alla listsköpun, þá hirða þeir vel um hús þau og mannvirki sem forverarnir reistu. Það er almenn og viðtekin skoðun aö slíkt sé nauösynlegt. Hið opinbera og einstakl- ingar festa mikiö fé í endurhæfingu og umhiröu gamalla húsa. Verndunarhugsjónina má rekja til ársins 1901, þegar fyrsti vísirinn aö skrá um verndunarhæf minnismerki var gerð- ur. Þessi skrá inniheldur í dag um 40.000 slík minnismerki, þ.á m. hús, vegi, torg og síki, brýr, tré og aðrar umhverfis- myndir. Viö endurhæfingu veitir hið opinbera samtals 70% í styrki af saman- lögðum útgjöldum. Komi til að byggja verði ný hús inn í gamalt umhverfi, sem er óumflýjanlegt í vissum tilfellum, lýtur hið nýja ramma þess gamla í þeim mæli sem mögulegt og eðlilegt getur talist. Hvaö getum við íslendingar lært af Hollendingum? „Við mat manna á menn- ingarverðmætum íslendinga hefur til þessa veriö hallað á húsagerðarlist. Þaö er íslenskt þjóöareinkenni aö láta sér finnast meira til um verk hugans en handanna. Það sem vel er mælt, er í hærri metum en þaö, sem vel er gert. íslendingar dýrka orösins list um aðra hiuti fram og hefur þaö eflaust valdiö þvf sinnuleysi sem gætt hefur um aðra þætti menningararfsins, svo sem merkilega húsalist og hýbýlamenningu þjóöarinnar. Húsamenningin er þó einn hinn ákomn- asti lífsþáttur hvers einasta manns, svo sem eins og holdgróinn, hið jaröneska skjól þjóðarinnar frá kyni til kyns og um leiö svigrúm og vettvángur fyrir sköpun- arþörf og listgleði."* Fagmenn á sviði bygginga og skipulags, hið opinbera, og hinn almenni borgari meö þekkingu á eigin sögu ættu þvf heldur betur aö taka sig á, en þaö sem verra er, að ef slíkt heföi veriö gert fyrir nokkrum áratugum, hefði mörgu verið hægt aö bjarga undan öxi þess böðuls sem með einsýni og heimsku sinni hefur eyöilagt hina viö- kvæmu bæjarmyndun sem varð hér á landi á síöustu öld. Ef skilningur og umburöarlyndi væru í hávegum höfö, þá hefðu Bernhöftstorfan og Grjótaþorpið fitiö út á annan og betri veg í dag og Morgunblaöshöllin heföi aldrei komist lengra en á teikniborðið. Fjalakötturinn, elsta kvikmyndahús Evrópu, ef ekki heimsins, koönar niöur meðan duglitlir pólitískir hlaupastrákar og þröngsýnir auramangarar karpa um krónurnar. Hvers vegna ekki aö fjárfesta í endur- byggingu þess? Nú spyr eflaust margur, hvaö hefur allt þetta með arkitektúr að gera? Margir líta á arkitektúr sem einhvers konar teikniborösleikfimi meö það að höfuömarkmiði aö gera nokkurnveginn þolanlegt útlit. Þetta er ekki nema lítill hluti af faginu. Okkar lýsing á Amster- dam var aöallega ætluð til aö draga fram í Ijósiö, að borg er ekki bara fallegir gaflar og síki, heldur er svo margt annað, sem vert er að skoða og mynda sér skoðun á, byggða á þekkingu. Viö getum alltaf lært af umhverfi okkar og þess vegna er mikils um vert aö viö reynum aö skilja þennan efnislega heim sem viö öll lifum í og stööugt spyrja sjálfan sig spurninga. * Tilvitnun. Kristján Eldjárn. Rœöa á ráöstefnu um húsfriðun, á samnefndu árl 1975. Ný hús felld að gömlu umhverfi. Eftirþanki um hús Brunabótafélagsins í Hafnarfirði, — eða: Yrði hér ekki af bruna bót? Þessi vanskapnaður virðist hafa verið gerður til þess að vegfarendur um Strandgötu fái eitthvað til að hlæja að, — forhlið úr áli og gleri skellt utan á bárujárnshús. Hollenzk stofa frá 17. öld í málverki eftir Vermeer. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.