Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Page 4
Ivar Orgland Á Hunkubökkum Liggur þaðan aö Laka leiðin frá mannabyggö. Fundum við ferðagestir friöarsælu og tryggð. Lá þar í kyrru lofti löngun við næturstund. Lék þar með Ijúflingsháttum lífsþráin mér í blund. Húngerður huldukona á Hunkubökkum býr. Svífur úr svörtum hömrum söngurinn dularhýr. Húngerður huldukona Hunkubökkum frá syngur um sveininn fagra sem vakti hennar þrá. Hvort unir þú, elsku vina, ástarfundanna brag. Lá til þín harmaljóöa leiðin um bjartan dag? (Frumort á íslensku) A vegamótum Einn þáttur lífs er búinn. Annar tekur við. Hingað var för okkar heitið. Haldið áfram þið. Það verður geymt sem ég þráði íþrengslaborgum harms. Lífstrú sem leiöarstjarna leysir úr snjóþyngd barms. (Frumort á ísfensku) En eins og gefur aö skilja er nauösyn- legt aö gera ráö fyrir þeim liö sem varðar frágang utan dyra, eins og öörum, í heildarkostnaöi framkvæmdanna og þann þátt verður að bjóöa út meö öörum verkþáttum. Reyndar færist þaö í vöxt aö sá háttur sé haföur á, sérstak- lega varðandi framkvæmdir á vegum ríkisins og stærri sveitarfélaga." „Nú hafa landslagsarkitektar þá sér- menntun sem þarf til skipulagningar og áætlunargerðar. Hverjir sjá þá um fram- kvæmdirnar?" „Þeir eru aö sálfsögöu margir sem þar koma til greina en alveg eins og arkitektar sem hanna byggingar hafa á bak viö sig hópa fagfólks, s.s. bygg- ingameistara, mýrara og trésmiði, sem tryggja aö fagmannlega sé aö verkinu staöiö, þá er okkur jafn nauösynlegt aö fagmenn vinni aö framkvæmdinni til þess aö okkar verk komist til skila. Þar gæti ég til nefnt skrúðgarðyrkjumeist- ara, garðyrkjumenn og aöra hópa sem starfa í byggingariðnaðinum. Skrúögaröyrkja er löggilt iðngrein og hefur veriö síöan 1967. Menntun þeirra sem viö síkt starfa er bæöi verkleg og bókleg. Verklega námiö fer fram hjá skrúðgaröyrkjumeistara en hiö bóklega í Garöyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði. Þar hafa landslagsarkitektar unniö viö kennslustörf enda er okkur mikiö í mun aö efla nám og menntun viö þann skóla sem mest og best.“ „Gætiröu nefnt eitthvað af stærri verkefnum sem þú hefur haft meö höndum í þínu fagi?“ „Undanfarin ár hef ég unnið aö skipulagningu nýja kirkjugarösins í Gufunesi fyrir kirkjugarða Rvk. Vinnan við þaö verkefni hefur spannað biliö frá því aö gera aðalskipulagstillögu aö öllu garösvæöinu sem er nálega 55 ha. að stærö, áætlunin gerir ráö fyrir því aö svæöiö endist í 50—60 ár miðað viö núverandi venjur, og niður í smáatriöi varöandi frágang á þeim hluta sem nú er tekinn í notkun. Þá gæti ég nefnt verkefni viö þjóðgarðinn viö Jökulsár- gljúfur sem unniö er í samráöi viö Náttúruverndarráö og tekur sérstaklega til umferðar og dvalar þjóðgarösgesta, s.s. vegalögn og uppbyggingu móttöku. Þar sem gera má ráð fyrir mikilli umferö er nauösynlegt aö beina þunga umferö- arinnar frá viökvæmustu svæöunum og á þau svæði sem betur þola ágang." „Og aö lokum: Hverjar telur þú vera framtíöarhorfur hjá þessari starfsstétt, landslagsarkitektum?" „Hér eru ótal verkefni enn óleyst og nægir aö benda á margskonar fram- kvæmdir á vegum sveitarfélaga og annarra opinberra aöila. Hiö opinbera hefur lykilaðstööu varðandi mörg verk- efni sem falla undir okkar starfsgrein. Að vísu er enn sem komið er enginn starfandi landslagsarkitekt hjá því opin- bera en ég er bjartsýnn á aö skilningur á gildi þessa starfs fari vaxandi." . V Fró gæsluvellinum við Njáisgötu. Eins og gefur að skilja er það mikílvægt að það umhverfi sem börn búa við í lengri eða skemmri tíma ó degi hverjum sé fjölbreytt og bjóði upp á margskonar leiki og athafnir. Þessu leiksvæöi er komið fyrir á lóð sem varla er stærri en venjuleg einbýlishúsalóð. Tillit er tekið til þeirra aöstæðna með því að slitfletir þola vel mikinn ágang. BBPT* ‘‘wrf \!\\: . ’h|í almjátaœOTI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.