Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 2
VANÞROUNARSVIPURINN Á MIÐSÆ REYKJAVÍKUR Neðsti hluti Vesturgötunnar: Sjálfsagt er aö halda í þetta svip- mót á einstaka stað, en jafn miklar öfgar eru að halda í hvern kofa eins og að rífa allt. Frá bárujárnshúsaskeiðinu eigum við dýrleg dæmi, t.d. við Tjarnargötu og í Þingholtunum. En önnur eru lítið augnayndi og standa á alltof verðmætum stöðum til þess að láta þau standa þar um aldur og ævi, þar á meðal þetta hús við Vonarstræti. Nokkrir núverandi og fyrrverandi ráöamenn svara spurningum. 3. og síöasti hluti. Spurning 6: Formáli: Afgreitt hefur verið frá Borgarskipulagi skipulag svæðisins milli Lækjargötu og Pósthússtrætis, — og samþykkt af borgarstjórn og skipulagsnefnd. Eina ágreiningsat- riðið var meðferð lóðar KFUM, þar sem Hressingarskálinn stendur nú. KFUM átti Bernhöftstorfu við Banka- stræti og forsendur ffyrír maka- skiptum á þeirri lóð og lóðinni Aust- urstræti 20, voru þær, að KFUM mætti nýta þá lóð til fullnustu, þ.e. byggja 5—6 hæða hús á allri götu- hliðarlóðinni, en tvær hæðir og kjall- ara á allri baklóðinni, sbr. samninga og bréfaskipti KFUM og ríkisstjórnar og bæjarstjórnar árið 1931. Þetta er ef til vill ekki stórt atriði, þegar um viðreisn miðbæjarins er að ræða, en snertir prinsipmál. Þessvegna er spurt: Finnst þér rétt aö ganga á bak gerðum samningum, sem fyrirrennarar ykkar í stjórnsýslunni hafa gert, og telur þú núverandi valdhafa og stjórnendur ekki bundna við ákvarðanir þeirra, sem áður stjórnuðu? Spurning 6 Birgir Isleifur Gunnarsson beir, sem stjórna á hverjum tíma, eru að sjálfsögðu bundnir við þær skuldbindingar, sem fyrirrennarar þeirra hafa gefið á hverj- um tíma. Um þetta ákveðna tilvik, sem greint er frá í spurningunni, kann að vera einhver lögfræðilegur vafi, hver réttarstað- an er. Hinsvegar þarf að taka upp viðræöur við KFUM um þeirra lóða- og byggingarmál og leiða þau til lykta, þannig að þessi merki félagsskapur geti vel við unaö. Spurning 6: Sigurjón Pétursson Svar við spurningunni er, að það er ekki rétt aö ganga á bak gerðum samningum og aö núverandi valdhafar eru bundnir af fyrri samningum og ákvörðunum borgarstjórn- ar, nema borgarstjórn breyti fyrri ákvörð- unum með tilsvarandi skaöabótaskyldu, hiröi sá, sem brotið er á, um rétt sinn. En vegha formála spurningarinnar og þess dæmis, sem þar er tekið, verður að hafa fleiri orð um svarið en þessi ein. Þegar skipulag Pósthússtrætisreitsins var ákveðiö, þá var skipulagstillagan aug- lýst og kynnt í samræmi viö lög. Nokkrar athugasemdir bárust og m.a. varðandi það mál, sem nefnt er í formála spurningarinn- ar. Þessar athugasemdir voru yfirfarnar af annars vegar Borgarskipulagi og hins veg- ar af borgarlögmanni. Báöir aðilar skiluðu ítarlegum umsögnum, sem of langt mál yröi að birta í heild, en þó vil ég vitna orörétt í hluta úr umsögnum beggja. Umsögn Borgarskipulags hefst' meö þessum orðum: „Þegar tillagan að Aðal- skipulagi Reykjavíkur 1967 lá frammi, bár- ust engar athugasemdir frá lóðareiganda. Aö mati Borgarskipulags hlýtur þar með sá réttur, sem félagið kann að hafa öðlazt 1931 og kemur í bága við skipulagstillög- una, sem staöfest var 1967, að vera fallinn niður. Ef slíkur réttur héldist, þegar þannig stendur á, má segja, að framkvæmd nýs skipulags geti verið meira og minna óframkvæmanleg." Umsögn borgarlögmanns um málið lýkur með þessum orðum, eftir að öll forsaga þess og viöeigandi lagagreinar hafa verið tíundaðar: „Samkvæmt því, sem nú er sagt, má draga lögfræðilegt gildi fyrirheits- ins frá 1931 í efa og mjög verður að telja vafasamt, að félögin geti nú, nær hálfri öld síðar, byggt rétt gagnvart borgaryfirvöld- um um byggingarmagn og notkun á áð- urgreindum yfirlýsingum, sem fram koma í bréfi borgarstjóra frá 18.12. 1931. Óyggj- andi niðurstaöa um þetta efní fæst þó tæp- ast nema með dómi og skal í því sambandi nefnt, að fljótlega mun í bæjarþingi Reykja- víkur reyna á gildi 50 ára gamals bygg- ingarleyfis, sem ekki var notað nema að hluta.“ Spurning 7: Formáli: Um langt skeið hefur ríkt vandræðaástand í því efni að leggja bíl í miðbænum og þetta fer versn- andi ár frá ári eftir því sem bílafjöldi eykst. Fólk, sem vinnur á þessu svæði, eða þarf að gegna þar erind- um, hringsólar tímunum saman í leit að bílastæði. Jafnframt því sem borgin hefur teygzt óeðlilega miðað við fólksfjölda, hefur sjálft sam- göngukerfið þar af leiðandi oröið óþarflega dýrt, en bílastæðavanda- málíð hinsvegar hunzað. Víðast hvar er þetta leyst með háum bíla- geymsluhúsum, eða þá aö byggðir eru víðáttumiklir kjallarar undir göt- ur og hús, sbr. Hamraborg í Kópa- vogi, þar sem mikill fjöldi bíla kemst fyrir. í þessu efni er Reykjavík af- skaplega vanþróuð borg og fyrir löngu brýnt, aö úr þessu verði bætt. Því er spurt: Hversvegna hafa ekki verið byggð bílageymsluhús í miðbænum og hvað er á döfinni til að bæta úr þessu ófremdarástandi? Spurning 7: Ólafur B. Thors Samkvæmt skipulagshugmyndum aöal- skipulagsins frá 1977 var gert ráð fyrir möguleikum á nýjum bílastæöum, t.d. neö- anjarðar á framkvæmdasvæðum. Þannig var gert ráð fyrir 140 nýjum bílastæðum undir Hótel íslands-lóöinni. Þá voru einnig í athugun hugmyndir um bílageymsluhús á horni Garðastrætis og Vesturgötu. Jafn- framt þessu var hins vegar Ijóst, aö aldrei yrði unnt aö fullnægja bílastæðaþörf í miðbænum sjálfum og því var gert ráð fyrir verulegum bílastæðamöguleikum á jað- arsvæöum viö miðbæinn í góðum tengsl- um við almenningsvagnakerfið. Mér er ekki kunnugt um, hverjar hugmyndir núverandi meirihluti hefur í þessum efnum. Spurning 7: Guðrún Jónsdóttir Ég get tekið undir með fyrirspyrjanda, að ástand umferðarmála í miöbænum er ekki gott. Þegar þessi spurning er athuguð í sambandi við annað, sem fram kemur í spurningum og greinargeröum með þeim, kemur þó fram sú þversögn, sem alltaf skýtur upp kollinum í sambandi við skipu- lagsmál miðbæjarins. Annars vegar á aö byggja sem mest og hæst, en jafnframt eiga menn að geta komizt þar allra ferða sinna á bíl og geta fengið bílastæöi hvenær sem þeim þóknast og eins lengi og þeim þóknast. Þetta dæmi gengur alls ekki upp. Byggingarmagnið og notkun þess annars vegar og bílastæðamöguleikarnir hins veg- ar verða að haldast í hendur, ef tryggja á að einhverju marki þá bflastæöamöguleika, sem um er rætt í spurningunni. Bygg- ingarmagn og bílastæðamöguleikar á þessu svæði eru svo aftur háðir því, aö fyrir hendi séu umferðaræðar til að anna um- feröinni aö miöbænum og frá. Aö sjálf- sögðu er sá fræðilegi möguleiki til, að breikka verulega núverandi umferöaræöar, en ég ætla, að sú lausn eigi sér formælend- ur fáa. Á sama hátt þarf hvert bílageymslu- hús inni í miðbænum greiöa aðkomu aö og frá, og takmarkar þetta möguleika á því aö finna bílageymsluhúsum nothæfa staði. Það er orðiö töluvert langt síðan bent var á þann möguleika að bílastæði fyrir míðbæinn gætu verið í Vatnsmýrinni og séð yrði síöan fyrir greiöum samgöngum í miðbæinn sjálfan. Aðrir möguleikar, s.s. bílageymsluhús við Skúlagötu inni undir Rauðará, hafa einnig veriö nefndir. Spurn- ing er hins vegar, hvort slíkar lausnir yröu til þess aö efla miðbæinn eöa greiða úr umferðarvandamálum hans. Um bílageymsluhús í miðbænum er þaö að segja, að nú stendur fyrir dyrum bygg- ing allmikillar bílageymslu noröan við Arn- arhól. Þá má geta þess, að Borgarskipulag hefur varpað fram þeirri hugmynd, að stóru bílageymsluhúsi verði ætlaður staður á horni Tryggvagötu og Kalkofnsvegar hafn- armegin, en ekki hefur verið tekin afstaða til þessarar hugmyndar enn. Að þessum staö og frá eru greiöar umferðarleiðir, auk þess sem bílageymsluhús á þessum staö þyrfti ekki aö raska svipmóti aðliggjandi byggðar, eins og oft vill verða um slíkar byggingar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.