Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 4
Þingmenn Vestur-Skaftfellinga í 100 ar fym hluti Árið 1853 bárust Alþingi fjórar bæna- rskrár um breytingar á tilskipuninni 8. marz 1843 um kosningar til Alþingis. Þeg- ar þessar bænarskrár komu til inngangs- umræðu spuröi forseti, Jón Sigurðsson. „Hver vill gjöra málefni þetta aö uppá- stungu sinni?“ „Ég skal gjöra það,“ svar- aði Jón Guðmundsson. Síðan gerði Jón þingheimi grein fyrir innihaldi bænar- skránna og stakk upp á 3ja manna nefnd í málið. Voru kosnir í hana: Jón Guö- mundsson, sr. Hannes Stephensen og Þórður Sveinbjörnsson. Nefndin skilaöi samhljóöa áliti 4. júlí. Ein af tillögum hennar var á þessa leið: Þó skal enginn sá réttkjörinn til Alþing- is, sem ekki hlýtur meira en helming greiddra og gildra atkvæða (absolut Maj- oritet). Ennfremur segir í áliti nefndarinn- ar: Þetta getur samt ekki orðið aö skilyrði fyrir gildri kosningu í Skaftafellssýslum, heldur veröur þar að ráöa einfaldur at- kvæðafjöldi eins og verið hefur. Þessi undantekning var gerð vegna þess, að í Skaftafellssýslu voru tveir kjör- staðír og ekki kosiö samtímis og því ekki hægt að koma við þeirri kosninga-aöferö, sem tryggöi hinum kosna þingmanni hreínan meirihluta. Álit nefndarinnar fékk yfirleitt góöar undirtektir. Ekki skal það rakið hér nema hvað við kemur Skaftfellingum. Kon- ungsfulltrúi, Páll Melsteð, taldi óviöur- kvæmilegt aö láta ekki sömu kosningar- eglur gilda í öllum kjördæmum og lagðí til aö skipta Skaftafellssýslu, eins og Þingeyjarsýslu, í tvö kjördæmi, velja sinn fulltrúann úr hvoru. Þá mætti viöhafa sama kosningamátann og í öðrum kjör- dæmum landsins. Þessari uppástungu konungsfulltrúa tók Jón Guðmundsson með fögnuöi og feginleik: „Mér færist einnig því stður að mæla á móti þessu, sem ég er fulltrúi Skaftfellinga hér á þinginu og ég veit aö þetta hefur verið almenn ósk þeirra og byggð á þeim mikilvægu ástæðum, aö austur- og vesturpartur sýslunnar hafa s.a.s. engin viðskipti innbyrðis." Við framhaldsumræöu um málið bar Jón svo fram tillögu um skiptingu Skafta- fellssýslu í tvö kjördæmi. Meðnefndar- menn Jóns, sr. Hannes og Þóröur Svein- björnsson, voru ekki á sama máli. Báöir andmæltu þeir því að fámennar sýslur væru tvöfalt „representeraðar". Þaö hlyti að verða hið megnasta óánægjuefni fyrir hin fjölmennari kjördæmi. En svo fóru leikar, að tillaga Jóns Guö- mundssonar var samþykkt með 14 at- 4 Gísli Brynjólfsson: Jón Guömundsson kvæðum gegn 7 og Vestur-Skaftafells- sýsla varð þannig sérstakt kjördæmi, m.a. fyrir atbeina Jóns Guðmundssonar. Tæpast mun hann þá hafa rennt grun í að hún yrði honum þaö Hvítanesgoöorö, pólitískt séð, sem síöar kom á'daginn. Tilskipun um hiö breytta kosningafyr- irkomulag var síðan gefin út 6. janúar 1857. Þar segir í 8. grein: „Skaftafellssýslu skal hér eftir vera skipt í 2 kjördæmi eftir sömu merkjum, sem henni hingaö til hef- ur verið skipt í 2 kjörhluta." Guðlaugur Guðmundsson Ólafur Pálsson Gunnar Ólafsson Jón Guðmundsson - sverð Jóns Sigurðssonar - Fyrstu kosningar í Vestur-Skaftafells- sýslu, sem sérstöku kjördæmi, fóru fram á Leiövelli í Meðallandi 11. nóvember 1858. Kjörstjórn skipuðu Árni sýslumaöur Gísla- son, sr. Þorkell Eyjúlfsson í Ásum og sr. Jón Bjarnason í Efri-Ey (í veikindaforföllum sr. Páls prófasts í Hörgsdal). Á kjörfundi mættu 26 kjósendur af 282 á kjörskrá eða innan viö 10%. Allir voru þeir úr Leiövall- arhreppi, þ.e. Meöallandi, Skaftártungu og Álftaveri, nema sýslumaöur. Hann var sá eini, sem mætti úr Kleifahreppi. Úr Mýrdal kom enginn. Jón Guömundsson var kosinn meö öllum greiddum atkvæðum, 26. Sr. Þorkell var kosinn varaþingmaöur með 20 atkv. Á þessum árum var kjörtímabilið 6 ár. Næst var því kosið 1864. Fór kosning fram á Leiövelli 18. október. Formaöur kjör- stjórnar var sr. Páll Pálsson á Kálfafelli síð- ar á Prestsbakka, löngum kenndur viö Sr. Páll Pálsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.