Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 12
Hjartaskurölæknirinn
dr. Denton A. Cooley
og aðstoðarmenn
hans í Houston í
Bandaríkjunum,
skera upp jafn marga
hjartasjúklinga á dag
og læknar allra
hjartalækninga-
stofnana Vestur-
Þýzkalands, en þær
eru 21 talsins.
Klukkan er rúmlega sex aö morgni, og
það er enn dimmt í Houston í Texas. Leigu-
bílstjóri okkar er búinn aö leita aö húsi
númer 3014 viö Del Monte Drive í River
Oaks, fínasta íbúðarhverfi borgarinnar, í
einar tíu mínútur. En það er ekki auðvelt að
greina húsnúmerin í þessu myrkri. Við er-
um boðnir til morgunverðar með manni,
sem meðal afburðamanna viö skurðborðið
er sagður hinn hraðvirkasti. Hans vegna
fara hjartasjúklingar um heim allan í píla-
grímsferðir til olíu- og geimferðaborgarinn-
ar Houston við Mexíkóflóa. Þeir koma allir
til að fá gert við hjartað í sér.
Við sjáum Ijós í stóru hvítu húsi með
súlum fyrir dyrum. Hér gæti hann átt
heima, því aö skurðlæknar eru árrisulir. Og
þarna reyndist hjartaásinn sitja, dr. Denton
Arthur Cooley, og lesa „Financial Times"
og borða eggjaköku.
Cooley hefur, ásamt aðstoðarmönnum
sínum, framkvæmt yfir 40.000 hjartauþþ-
skurði. Á einum degi sker hann upp jafn-
marga sjúklinga og tekst með herkjum að
ná á öllum hjartlækningasjúkrahúsum í
V-Þýzkalandi, en þau eru 21. Og nú ætlar
hann að hjálpa þeim að stytta biðlistann,
sem hjartasjúklingar eru á og bíöa þar
fremur dauða síns en lækningar, eins og
útlitið hefur verið. Hann hefur lýst sig reiðu-
búinn að skera upp 20 þýzka hjartasjúkl-
inga á viku. Gerði hann þaö í bréfi til hinnar
„Þýzku hjartaverndar". Þessi leikmanna-
12
samtök í Köln hafa reynt að liðsinna hjarta-
sjúklingum um uppskurði á sjúkrahúsum
heima eða erlendis.
Þegar þýzkir sjúklingar spyrja lækni sinn
um álit hans á dr. Cooley í Ameríku, fá þeir
oft að heyra eitthvað á þessa leiö: „Þaö,
sem hann getur, getum við. Nú, en maður-
inn er vafalaust mjög fær, 6n sjúkrahús
hans er verksmiðja. Cooley sker sjúkling-
inn upp, gerir við hjartað og saumar hann
síðan saman aftur. En meðan við erum enn
að snúast i kringum sjúklingana áhyggju-
fullir, er Cooley löngu búinn að senda sína
burt, þeir búa á hóteli nokkra daga undir
eftirliti og sóla sig við sundlaugina. Okkur
finnst það vera léttlyndi."
Og Willi Hamel er einn af þeim, sem
gleðst innilega yfir því, aö þetta skyldi ein-
mitt gerast einu sinni í Houston. Cooley
saumaði í hjarta hans loku úr gerviefni og
lokaði fyrir gat á veggnum milli hjartahólf-
anna i ágúst 1977. Núna segir Hamel í við-
tali við STERN: „Viku eftir uppskuröinn fór-
um við hjónin í bíl, sem viö tókum á leigu,
til Galveston við ströndina. Þaö var eins og
orlofsferö. Ég á það þessum manni að
þakka, að ég er orðinn svo virkur aftur og
get unnið líkamlega erfiðisvinnu."
Hvernig fær Cooley skurölæknir lokið
slíkum dagsverkum? Eru hinir þýzku
starfsbræður hans of værukærir til að ná
svipuðum afköstum eða eru þeir frá náttúr-
unnar hendi búnir minni hæfileikum, þrótti
og seiglu? Hvað bíður hinna þýzku sjúkl-
inga i Houston? Þess vegna fórum viö fram
á það við dr. Cooley að mega fylgjast með
honum frá morgni til kvölds. Hann sagöi
hiklaust „okay". „En þið verðið að standa
löngum stundum."
Dagur í lífi hraðvirkasta
skurölæknis í heimi
í dögun fórum við meö dr. Cooley til St.
Luke’s Episcopal Hospital, sem er í sér-
stöku borgarhverfi fyrir sjúkrahús. í mýrar-
jarövegi, þar sem foröum höföust viö
vatnsrottur og þvottabirnir, hafa Texasbú-
ar reist sjúkrahús fyrir 250 milljónir dollara
handa öllum greinum læknisfræðinnar.
Cooley stundaöl nám í læknisfræði viö
John Hopkins-háskólann í Baltimore. Þar
vakti hann athygli skurðlæknisins Alfred
Blalocks, sem hafði unniö sér þaö til
frægðar 1944 að lagfæra með uppskuröi
alvariega meðfædda hjartagalla hjá börn-
um. Hann tók hinn fámála Texasbúa undir
sinn verndarvæng, og þegar hann svo
hleypti honum að skuröarboröinu, varð
honum Ijóst, hvílíkur hæfileikamaður þar
var á ferðinni í raun. Hvernig hann handlék
hníf, skæri og nál, var óvenjulegt. Blalock
var þá ekki ungur lengur, og við erfiðar
aðstæður á skuröarboröinu tók aðstoðar-
maður hans, Cooley, oft við og saumaöi
áfram, þó aö blóðiö spýttist úr slagæðinni.
Blalock sendi skjólstæðing sinn til ann-
arra hæfileikamanna, þar á meðal til
Brocks Jávarðar í Brompton Hospital í
London. Þar lærði Cooley æðauppskurð
og sérgrein Englendingsins: að „brjóta
upp“ kalkaða hjartaloku, svo að hún virk-
aði aftur.
í júní 1951 sneri Cooley aftur til heima-
borgar sinnar. Þar varð Cooley einn af að-
stoðarmönnum frægs skurðlæknis við
Methodist Hospital, dr. Michael Ellis De
Bakeys. Smám saman versnaði þó sam-
komulag þessara manna, sem voru ólíkir
um margt. Annar var lítill vexti, ófriður og
uppstökkur, en hinn stór og myndarlegur,
kaldur og rólegur og auk þess frá Texas.
Sagt er, að De Bakey hafi ætlazt til æ
meira af Cooley, sem lét ekki á sér standa.
Fyrst hafi De Bakey veriö hrifinn og stoltur,
en síðan öfundsjúkur út í Cooley. Þaö, sem
hann hafi orðiö aö leggja mikiö á sig til aö
tileinka sér, hafi verið Cooley auðvelt. Loks
hafi svo verið komiö, að þeir hötuðust og
töluðust ekki við.
Og svo kom að þvi einn góðan veður-
dag, að Cooley tók saman föggur sínar og
fór beinustu leið á næsta spítala, St. Luke’s
Episcopal Hospital og skar þar upp hvert
hjartað á eftir öðru, í brjóstmylkingum jafnt
sem öldungum. Það aflaði sjúkrahúsinu al-
mennrar viðurkenningar og peninga. En til
að geta skorið upp fleiri sjúklinga þurfti
meira húsrými, fleiri sjúkrarúm og fleiri