Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu V - 5L K.m SHRift SVIK IlTÓt HLTÓe- rÆAI í'H-Bívi- an MM- 1Ð KRÓk AR t. IÍ-iöAá- Aír VFIR. K L o F E S T A A<' H n jj A ■ K !#■ fjpcÆ K Æ F l L fuLce U n L A R K' Kctiu! A fA e« UTAiR o £> L A 5 i Tadak fltWA? K A N T KÁN- ruci / L L r Y Ck L 1 Rtala K i 5 A N 5val AR A ■MT*. SxVt' Tllm N A U s T u U C.U£> BUA f- A £> 1 R KVAÐ LAUN U tJC, K U A r- UR\Ji D U a L'errA R R y£K». S 1 N Votta FVRiR N PW- Þarms i> A á 'I 5 T R A HflO. 5k1m- A K K KKÓK- u(l CAJL- o N 4 U L L #>'■* ’A H A V TAPAR INA U L A T A K BÁRA A L D A Sv«f>- /N& N 1 R F I L P A L L A R ewb- ItJC. A N Skikn I A N Ck. A N 0 R. A Þlti FST ve l X> A F N A R * KRott- u* R ú, R A Ve/uu A N Sam- TÖK A A 5v if- Dv’R 5 TÓK M C-u.ru H 0 R F A P'lPA A R'lKI 1 N N R Á s Æ ufi 5 b /M A VflPAC- N Æ T U * : N T FL R |KF- t O í A r 5 K B [ 5) 1 5 1RLG.- AB A L A T A R A 'Rénú,- L-A favs 5RM1- HLT. bR-, ÍMA R HLUTUf. 'OF.AíR- AR NÆLfí 5PoR ■ SntA- Hlt. Vor- LCN 01 Tzos- NA ■HRiÖjtv 1 1 n HíiRWfJiR Eifnít- SlhHM £/W P- AR ip 5am- C\LftT- A $T HLTo'm/\ J tm w LPRMvcyc- UR. NftLMS SÖCN Hunduí % JK'ÓLl tOÆLlR DtfUS*-- U(?NAR - \ KIMD* UMU M EoRLAR f£R IKuR HV/A£> MTÓÖ, 50 RC fUL L VENJu HÓ F- Búsm A£>l Lofa Espr FANCA- MflRK JKoTr/ N MÁlM- URinN KEIÐU e? c> r l'mc- AMÍ- HLUTI •R'IK SKi4RЫR 5KAR l?OM u. TALA WRÚFA hals Stillt- uR AFSVC- 1 PTfl- L'iTill V#* RNÚR- AR RöDO EÆDDI Þrmkvc- JU - £/v\ - ORf> f Rrv\- H UT. <5eR- 1 ST irDRw SÆLU HWfiRiR rP' NANNS- NAFN STÁV/\fr IN N> Hfc'HRA BElNlT) AswuR Hús 5Kinn *—? T Z EIWi 5KAÐI Haf 5TILLT- AR 5Tol?- /NN lötMiro I ' ■+ ■ Tftvttq- |g(LfN > Róí>R- AR- NPiBuR þaö var ekki fyrr en aö lögfræðiprófinu af- loknu aö ég sneri mér að leiklistarnámi í London og var í hópnum, sem fastráðinn var há Þjóðleikhúsinu við stofnun þess 1949. i leikhúsinu er óskaplega gaman, en það er hættulegt starf og einkum varasamt fyrir ungt fólk. Hættan liggur í því, að í leikhúsi stendur sífelld samkeppni um góö hlutverk. Oft fá leikarar hlutverk vegna sambanda; óréttlætið blasir við og endurtekur sig í sífellu. Ef þú ert ekki í klíku og kaupir vel- vild manna, þá geturðu lent úti í kuldanum. Sem sagt; í leikhúsi er jarðvegur fyrir öfundina og því getur vistin þar orðið hættuleg fyrir persónumótun hvers og eins og getur gert mann að verri manneskju, ef ekki er sífellt verið á verði." „En það hefur þó verið með nokk- urri eftirsjá, að þú sagðir skilið við leikhúsið?" „Nei, ég var búinn aö fá nóg; búinn aö fá önnur áhugamál einnig, sem tóku huga minn. Nú í vetur var mér boðiö að leika í Amadeusi, en ég hafnaöi því vegna anna við ritstörf. Hitt er og á að líta, að mér fellur þessi kvöldvinna illa, sem óhjákvæmilega fylgir leikhúsinu. Ég mun þó halda áfram að leika í hljóðvarp, ef einhver óskar þess og er einnig aö þýða góð leikrit fyrir Ríkis- útvarpið, sem ég mun sjálfur stjórna, þegar þar að kemur. Meðal áhugamála minna er aö stuöla að fögru, mæltu máli og reyndar kenni ég mælt mál í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. bað mun til komiö vegna þess að Guð- mundur Sveinsson, skólameistari þar, var kunnur skrifum mínum um mælt mál. Hann hefur nefnilega fallist á kenningar mínar um framsögn og framburö, sem ég hef barist fyrir árum saman, og nú verða nemendur að taka próf hjá mér til þess að Ijúka prófi i íslensku. Þetta tækifæri sem Guðmundur Sveinsson, skólameistari veitir mér til þess að koma hugmyndum mínum ínní skólakerfiö, gat ég því ekki látiö renna mér úr greipum. En hjá íslenzkufræðingum rekst ég aftur á móti á steinvegg þagnar- innar. Kerfið vill ekki viðurkenna, að neitt í móðurmálskennslunni sé vanrækt og því hafa þeir valið þögnina." „Þú nefndir ritstörf sem ástæðu fyrir því að þú gazt ekki tekiö boði Þjóð- leikhússins um að leika í Amadeusi. Hvað er á döfinni hjá þér í því efni?" Núna í haust gaf Skuggsjá út eftir mig bókina Undur ófreskra og hefur þegar pantaö hjá mér aðra, sem mun sennilega fá nafið Ófreskir íslendingar. En heimildir aö síðarnefndu bókinni tekur sinn tíma að kanna, svo ég veit ekki með vissu hvenær ég get lokið henni. Hins vegar er ég núna aö fást við að skrifa aðra bók, sem ég ætla að reyna aö Ijúka við í vor. En hún fjallar um mælt mál. Geri ég þar grein fyrir skoð- unum mínum í þeim efnum og skrifa einnig um upplestur bundins og óbundins máls og ræðuflutning. Takist mér að koma þeirri bók saman, þá verður þaö fyrsta bókin sem skrifuö hefur verið á íslensku um þetta efni." \ „Er hægt að gera grein fyrir fram- burði og upplestri i bók?" „Þetta er góð spurning. Ef menn hafa áhuga á verulegum árangri í þessum efnum þá verður vitanlega aö kenna slíkt per- sónulega. En það má kannskl segja, aö hvað mig snertir bæti nokkuð úr skák, aö tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson, sem mikinn áhuga hefur á þessum málum, hefur núna rétt fyrir jólin gefið út upplestra mína, þar sem ég að sjálfsögðu sýni hvað ég á við með því sem ég hef haldið fram um framburð og upplestur. Jóhann kallar þessa útgáfu sína Þjóðlist. Þaö sem ég hef þannig lesið upp fyrir þessa útgáfu eru söguljóð eftir ýmis kunn íslensk skáld og draugasögur. Segir Jóhann mér að þessu hafi veriö mjög vel tekið af kaupendum. Hann hefur áhuga á aö ég lesi fleira fyrir þessa útgáfu í framtíðinni." „Áhugi á dulrænum fræðum er án efa mikill hér á landi og þið hjónin bæði vel þekkt fyrir störf ykkar þar að lútandi og þann árangur, sem þið hafið náð. Orsakar þetta ekki óend- anlegt kvabb um greinaskrif og ræðuhöld fyrir utan það sem snýr að persónulegum vandamálúm?" „Maður verður mjög persónulega var við hinn gífurlega áhuga sem landar mínir hafa á sálrænum efnum. Það kemur fram í því, aö það er alltaf verið að biðja mig og kon- una mína, Jónu Rúnu, um að flytja erindi um þessi mál. Ég hef reyndar gert það j mörg ár, en hafði mikinn áhuga á því, að hún gerði það líka, sökum þeirrar miklu þekkingar sem hún býr yfir í þessum efn- um. Hún lét að lokum undan kvabbinu í mér um þetta. Og er hún nú sífellt beðin að flytja erindi fyrir ýmis félög og hópa, svo sem sálarrannsóknafélög, kvenfélög, sókn- arfólk o.fl. Hún flytur erindi sín jafnan blaöalaust, því hún er sérstaklega vel máli farin. Þaö geri ég reyndar líka. Þegar um stærri félög er að ræða hefur það komið fyrir að við flytjum bæði erindi og svörum sameiginlega fyrirspurnum á eftir. Við höfum haft mikla ánægju af slíku samstarfi. Það sem þó gleöur okkur mest er hinn ósvikni áhugi ungs fólks á sálræn- um efnum. Vil ég til gamans nefna það aö síðastliðinn vetur var ég beðinn að koma í Fjölbrautarskólann á Akranesi og halda fyrirlestur í viku sem var efnislega valin af nemendum, þeim til fróðleiks og upplýs- ingar. Eölilega var ætlast til þess aö erindin yrðu flutt í skólanum sjálfum. En reyndin varð sú, að svo margir nemendur óskuðu eftir að heyra erindi mitt, að pláss var ekki til þess í skólahúsinu. Það varö því aö fá Bíóhöllina til þess að allir sem óskuöu gætu komist fyrir. Mér var tekiö þar eins og poppkóngi og hlustað með slíkri eftirtekt að heyra hefði mátt nál detta í fullum saln- um. Þetta unga fólk, flest undir tvítugu reyndust einhverjir bestu áheyrendur sem ég hef nokkru sinni kynnst. Síðan hafa ýmsir þeirra haft samband við mig útaf persónulegum vandamálum ýmis konar. Þetta er gleðilegt og ógleymanlegt." „Líöur þér sjálfum betur eftir að þú fórst að stuðla að lækningum?" „Já, ég held að óhætt sé aö slá því föstu. Ég bý við blessun góðrar heilsu og er þakklátur fyrir það. Fyrst bjuggum viö hjónin i stórri blokk í Breiðholtinu, en sá óróleiki sem þar varð af svo mörgu fólki í nánd, verkaði illa á okkur; sérstaklega Jónu Rúnu. Við fórum að huga aö því að flytja á rólegri staö og athyglisvert sam- band af orsökum og afleiðingum varö til þess að við gátum keypt ákjósanlega íbúð viö Kambsveginn. Smávegis hjálpsemi af minni hálfu varð til þess að okkur var áreiðanlega hjálpaö — og við kunnum ein- staklega vel við okkur þarna." „Þú segir að ykkur hafi veriö hjálpaö. Margir trúa statt og stöðugt á handleiöslu eða vernd, en finnst þér hugsanlegt, aö sú handleiðsla sé ekki jafn góö fyrir alla?" „Ég er ekki í vafa um handleiðslu. Hver manneskja hefur sína verndarvætt. En við verðum sjálf að skapa skilyröi fyrir þessa handleiöslu, eða gera henni að minnsta kosti ekki erfitt fyrir. Ég á við það, að sé einstaklingurinn góð persóna og jákvæö, á handleiðslan auðveldara með að hjálpa honum." „Og þá er ótalin sú hjálp, sem þú munt hafa veitt í fáeinum tilfellum, en það er að hreinsa hús af reimleik- um?“ „Það er rétt, að ég hef farið í 9 hús og gert mitt til að binda endi á reimleika, sem þar voru til óþæginda. Þessum óþægind- um veldur framliðin vera og ástæöan er sú, að hún er svona jaröbundin í hugsunar- hætti og því alveg villuráfandi. Þessi vera býr við einangrun, og hjálp að handan nær ekki til hennar. Því er það, að ég sem er á jörðinni, get komið til hjálpar. Ég er ekki skyggn, en ég fer samt á staöinn og tala við þessa veru; tala við hana með kærleik og góðvild og sannfær- ingarkrafti. En þó ég sé ekki skyggn, þá finn ég, aö veran er nærri mér og aö ég er ekki að tala út i loftiö. Ég bendi henni á, að hún standi sjálf í vegi fyrir eigin þroska í nýjum heimi og hvað hún sé að gera sak- lausu fólki, jafnvel óafvitandi. Stundum gengur vel að kveöa þetta niður og oftast verður ekki vart við frekari reimleika eftir eina heimsókn. Þaö er með öðrum orðum ekki úr sögunni, aö reimleik- ar komi upp, en margir undrast hversvegna við verðum miklu minna vör við þessi fyrir- bæri en fólk hér áöur fyrr. Það er ekki óeölilegt. Skilyröi til aö verða var við reim- leika voru mun betri áður fyrr; bæði var það myrkrið og eins biturleiki í hugsun, sem var afleiðing af basli, fátækt og þekk- ingarleysi á andlegum efnum."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.