Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 11
HeimHisfaéir
ogfyrirvinna
eftir AlfreÖ Böövar Isaksson
Konan
ferá
kvenfélagsfund
Einn góöan veöurdag kom konan þjót-
andi inn í húsbóndaherbergið, þar sem ég
lá aflangur á sófanum og var aö hvíla mig
eftir erfiöan vinnudag. Dagarnir í vinnunni
eru alltaf erfiðir, og þess vegna hlakka ég
til aö komast heim og inn í húsbóndaher-
bergiö mitt til að slaka ofurlítiö á áöur en
ég sest við matarborðið.
En nú var ég nýlagstur á sófann, þegar
konan þusti inn og truflaöi mig meö hróp-
um og köllum. Og þaö var enn langt í
matmálstímann!
— Alfreö Böðvar! hrópaöi hún, svo und-
ir tók í húsbóndaherberginu mínu. — Al-
freð Böðvar, þú verður aö standa á fætur.
Hún Jónína, formaður i kvenfélaginu var aö
hringja í mig. Fljótur, stattur nú á fætur
elsku Alfreö Böövar minn!
Hún hefur greinilega átt von á því, aö
ekki þyrfti annað en aö nefna Jónínu, for-
mann í kvenfélaginu í mín eyru til þess aö
ég sprytti á fætur, syngjandi sæll og glað-
ur. En nei, þaö þyrfti nú meira til, hugsaöi
ég með mér. Ég lét mér nægja að opna
bara annað augað til hálfs.
— Hvaö segirðu, var hún Jónína, for-
maður í kvenfélaginu aö hringja í þig, sagði
ég sallarólegur yfir þessum tíöindum, sem
boðuðu greinilega ekkert minna en heim-
sendi, ef marka mátti æsinginn í konunni
minni. Svo bætti ég viö, mjög alúölega,
eins og min var von og vísa:
— Þaö var reglulega gaman.
Svo lokaöi ég auganu aftur. Ég var rétt í
þann mund aö fara aö snúa mér til veggjar
til að sofna á mínu græna eyra, þegar hvein
í konunni á nýjan leik!
— Alfreö Böövar þó! Þú getur ekki verið
þekktur fyrir aö sýna mér þessa framkomu,
þegar hún Jónína, formaöur í kvenfélaginu
er búin aö hringja í mig! Ég heföi aldrei
trúað þessu upp á þig, Alfreð Böövar!
Hvaö var nú þetta?? Ég heyrði ekki bet-
ur en aö konan væri meö grátstafinn í
kverkunum. Hvað var þá til ráöa? Grátandi
konur geta tekið upp á hverju sem er, þaö
hafði ég lesið í virtu dagblaöi, og nú voru
því góö ráö dýr. Ég má auk þess ekkert
aumt sjá, því þá finn ég bresta í taugum
hjartans. Ástandiö boöaöi því ekki gott.
— Élskan mín, þaö er ekkert voöalegt,
þótt hún Jónína, formaöur í kvenfélaginu
hringi í þig. Þú þarft ekki aö taka þaö
svona nærri þér, sagöi ég viö konuna mína
hughreystandi rómi.
Eitthvað hefur nú konan samt misskilið
mig, því hún brast í hjartaskerandi grát.
— Buhu, grét hún með ekkasogum,
— þú hefur aldrei skiliö neitt, Alfreð Bööv-
ar. — Þú ert alltaf eins, þú getur aldrei
hugsað um neitt annaö en sjálfan þig!!
Ég lét þetta vanþakklæti grátandi konu
sem vind um eyrun þjóta, enda var þetta
bara bölvuð vitleysa í konunni. Ég er þvert
á móti mjög skilningsríkur, þegar ég vil það
viö hafa. Og þá komast nú fæstir meö
tærnar þar sem ég hef hælana í gæskunni,
þaö get ég, sko, sagt með sanni.
Ég reisti mig upp tii hálfs og horföi á
konuna mína. Hún hristist og skalf af ekka,
og ég verö aö segja alveg eins og mér
finnst: Það ættu að vera til kennslubækur,
sem væri hægt að fletta upp í á svona
stundum. Það er bara ekki fyrir heilbrigðan
eiginmann aö botna alltaf hreint í hvers
vegna konan grætur, allra síst ef hún er aö
öllu leyti hraust svo vitaö só og býr við gott
atlæti af hálfu eiginmannsins í hvívetna. Þá
getur nú verið þrautin þyngri aö fást viö
svona grátköst.
Ég teygði fram hendina og reyndi að
strjúka henni. Hún lét þaö afskiptaiaust,
nema hvað hnussaði aðeins í henni.
— Þú heldur bara, aö óg sé hundur, og
aö hægt sé aö laga allt meö því aö klóra
mér bak við eyrun.
— Nei, ööru nær, elskan mín, þú ert
enginn hundur, þaö hef ég aldrei sagt.
Svo breytti ég um tón og spurði, til aö
komast til botns í málinu í eitt skipti fyrir
öll:
— Sagöi hún Jónína, formaöur kvenfé-
lagsins eitthvaö andstyggilegt viö þig? Viltu
aö ég tali viö hana?
Hafi ég nokkru sinni fengiö þaö á tilfinn-
inguna aö ég hafi ausiö olíu á eld, þá fékk
ég þaö nú. Augu konunnar skutu gneistum
aö mér án afláts og hún hreytti illskulega út
úr sér um leið og hún frussaöi framan í mig:
— Nú hlustar þú á mig Alfreö Böövar.
Hún Jónína, formaöur kvenfélagsins
hringdi til að fá mig á fund með sér til aö
undirbúa kökubasar, svo hægt sé að
kaupa vatnsrör í safnaöarheimiliö, sem viö
erum aö byggja. Og ég kemst ekki á fund-
inn, nema þú hjálpir mér aö taka til matinn
og sjáir til þess aö Soffía læri fyrir skólann
og að Eiríkur litli fari snemma að sofa!
Hún haföi bunaö þessu út úr sér án þess
að anda, en gaf sér nú tíma til þess. Ég
varpaði öndinni léttar, en þaö var aðeins of
fljótt. Konan brast aftur í grát.
— Buhu, ég er gift nátttrölli, hrein hún
milli grátkviðanna.
Ég gat nú ekki varist þeirri hugsun, að
þarna gengi konan einum of langt. Ekki
hafði ég sýnt henni neitt annað en ástúö-
legustu elskulegheit fram aö þessu. En ég
beit á jaxlinn, gretti mig og fyrirgaf henni.
Og þaö sem meira var: Ég ákvaö aö
leyfa henni að fara á þennan undirbún-
ingsfund fyrir kökubasarinn til ágóöa fyrir
vatnsrörakaup í safnaðarheimiliö, og búa
til matinn, láta Soffíu læra og koma Eiríki
litla, augasteininum hans pabba síns,
snemmá í rúmiö.
Og þetta tilkynnti ég konunni minni há-
tiðlega.
Innan tíöar var allt falliö í Ijúfa löö, og
konan skríkti og hló á víxl, og vissi varla í
hvorn fótinn hún ætti aö stíga fyrir ham-
ingju. Þetta getur maöur vel, hugsaði ég
meö sjálfum mér, bara ef maður kann lagið
á konunum. Og þaö var hreint ekki laust
viö að ég væri töluvert upp með mér.
Þannig andaði heimilið velsæld og friöi
— ég læt vera að nefna smáathugasemd-
irnar, sem skipta engu máli, þegar á heil-
dina er litið — alveg þangað til konan fór á
fundinn til Jóninu, formanns í kvenfélaginu.
Viö vorum þrjú eftir, ég, Soffía og Eiríkur
litli, augasteinninn hans pabba síns. Og ég
sagöi hvaö þeim bæri aö gera.
Soffia fitjaði upp á nefiö.
— Læra, hvaö! hnussaði hún, full fyrir-
litningar í garö skólans og kennaranna,
sem aö hennar áliti var „klikkaö lið“, hvaö
svo sem það nú kann aö merkja af vörum
unglings.
— Ég vil ekki fara að sofa, tilkynnti Ei-
ríkur litli hátt og snjallt. — Ég vil fá aö
boröa og svo vil ég horfa á sjónvarpið,
bætti hann viö, rétt eins og það væri sjálf-
sagt mál aö gegna ekki elsku pabba sínum.
— Krakkar þó, sagði ég hálfhissa á því
aö þau vildu ekki gegna honum góöa
pabba sínum, — veriö þiö nú þæg og stillt
og almennileg börn, sýniö aö þiö séuö vel
upp alin og gerið nú eins og ég er aö biöja
ykkur um. Þaö er, sko, ykkur fyrir bestu.
Allir þurfa aö læra, og allir þurfa aö sofa,
bætti ég viö í gáskafullum tón, en þau
kunnu auösjáanlega ekki aö meta góöan
húmor. Ég huggaði mig við þaö, að líklega
væru þau ekki komin á rétta aldurinn til
þess ennþá. Hann kæmi.
Hins vegar voru þá alveg á rétta aldrin-
um til aö þrasa. Hann var kominn. Soffía
fann því flest til foráttu aö setjast niöur
meö skólabækurnar, og Eiríkur litli lét eins
og þaö yröi sér til minnkunar að þurfa að *
leggjast til svefns.
— Allir strákarnir í mínum bekk sofa
miklu minna en ég, sagöi hann, ólýsanlega
sár yfir þessu mikla óréttlæti.
— Það er af því aö þeir sofa svo miklu
hraöar en þú, vinur svaraöi ég, og uppskar
langa og kærkomna þögn, meðan Eirikur
litli var aö velta því fyrir sér, hvort hann
svæfi í raun og veru óþarflega hægt.
— Algjör, maöur! var eina athugasemd
Soffíu viö þessum orðaskiptum okkar feög-
anna, og hún var greinilega hneyksluö á
þessum umsnúningi á raunveruleikanum,
sem þarna haföi farið fram. En unglinga
skortir nú alla fantasíu, svo þaö var ekkert
viö því aö gera nema taka ákveðið og föð-
urlega um axlir hennar og reka hana inn í
herbergið sitt til að læra. Þaö geröist nokk-
urn veginn eftir áætlun, nema hvað Soffía
reifst og skammaðist alla leiöina inn og
dágóða stund eftir að ég var farinn aftur úr
herberginu.
Þá var það vandamál leyst á Ijúflegan
hátt. Eftir stóð aö koma Eiríki litla í háttinn,
og ég ákvaö að beita sömu kænskunni viö
hann.
— Eiríkur minn, byrjaði ég, og reyndi aö
gera mig eins blíðan í málrómnum og ég
gat, — ef þú ferð að sofa núna, þá skaltu
fá að horfa á sjónvarpið á morgun. Hvernig
líst þér á þaö?
Eiríkur litli setti fýlustút á munninn.
— Ég er svangur.
— Jáen það er bara ekki matmálstími
núna, sagöi ég, enn jafnbliðlegur i rómn-
um, og bætti viö til frekari ástúöaráherslu:
— Elsku vinur. Eiríkur féll greinilega ekki